Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Skolaskylda-tímaskekkja á 20. öld Þórir Jónsson skrifar Menntamálaráðuneytið aug- lýsir þessa dagana eftir tillögum frá þeim sem vinna „úti á akrin- um" um forgangsröð verkefna í skólamálum. Téðan akur hef ég pælt rífan fjórðung aldar og lang- ar því að leggja nokkur orð í belg, fyrst og fremst um skylduskól- ann. Fyrsta skilyrði þess að verk gangi vel er hæfir og ánægðir starfsmenn. Árviss vandræði að „manna" skóla og fjöldi ófag- lærðra í starfi, þrátt fyrir lög- verndun starfsheits, sem reyndar er fátt annað en orðin tóm, gefur ótvírætt til kynna að kennarastarf sé býsna neðarlega á óskalistan- um, jafnvel hjá þeim sem til þess hafa lært. Oft er því haldið fram að lág laun séu höfuðorsök vandans en gleymum því ekki að ýmsir eru óánægðir með afkomu sína þrátt fyrir meira en tvöföld kennara- laun. Líklegt er að önnur kjör vegi síst minna. Skólaskylda óþörf Reynsla undanfarinna áratuga hefur sýnt að talið er sjálfsagt að börn og unglingar gangi í skóla. Þess vegna er samfélaginu skylt að gefa mönnum kost á skóía- göngu. Það er oft nefnd fræðslu- skylda en í hugtakinu skólaskylda felst að öllum er skylt að sitja í skóla á þeim aldri og jafnlengi og löggjafarvaldið ákveður. Þar sem kostur er koma börn í skóla ári fyrr en skyldugt er og áður en skylduseta varð í níunda bekk var orðin hreinasta undan- tekning ef nemandi sótti ekki um inngöngu þar. Mér sýnist því skólaskylda nú vera álíka tíma- skekkja og að hengja upp skilti á biðstofum lækna þar sem mönnum er bannað að hrækja á gólfið. Hvort tveggja þurfti fyrir mörgum áratugum. Heyrt hef ég því haldið fram að ekki skipti máli hvort skólaganga sé lögboðin eður ei; allir myndu hvort eð er sækja skóla. Ég held þó að lögboðið skipti máli. Sama er hvort í hiut á barn, unglingur eða fullorðinn maður; enginn fer þangað með glöðu geði sem eitthvert ópersónulegt vald skipar honum. Við erum mikil happdrættis- þjóð, íslendingar. En ætli menn keyptu miða með jafnljúfu geði ef það væri lögboðið? Svari hver fyrir sig. Betra að hugsa áður en henter Meðan löggjafinn skipti sér námsgagnasafn ásamt vinnustofu fyrir nemendur og kennara, er víða ekkert annað en orðin tóm. Jákvæðari af staða til náms í f rjálsum skólum Þar sem skólaskylda er hlýtur áðurnefnd breyting hugsunar- háttar að byrja á fyrsta ári frjálsrar skólagöngu. Framhalds- skólakennarar skyldu gera sér verki verkstjóra sem settur er yfir ósamstæða hópa þar sem margir vilja vera einhvers staðar annars staðar en þeir eru en komast ekki burt og hafa það eitt markmið að gera sem allra minnst, helst ekki neitt, og líðst það. Þótt einungis einn eða tveir slíkir séu í bekk nægir það til að eitra andrúmsloft og spilla tíma og vinnu kennara og nemenda sem vilja hafa vinnu- frið. „Skólaskyldan gerir grunnskólann aðfremur leiðinlegum vinnustað. Kennarinn erí hlutverki verkstjóra sem settur eryfir ósamstœða hópaþarsem margir vilja vera einhvers staðar annars staðar enþeir eru, en komast ekki burt og hafaþað eitt markmið að gera sem allra minnst..." ekki af því hvort unglingar settust í þriðja bekk gagnfræðaskóla, síðar níunda bekk, voru nemend- ur þann vetur að skipta um hugs- unarhátt gagnvart sícóla og námi og jafna sig eftir skylduskólann. Sumir þurftu lengri tíma til að átta sig og fyrir þá var fjórði bekkur gagnfræðaskólans góður kostur. Gagnfræðaprófið, sem var blindgata samkvæmt fræðslu- lögunum 1946, var nefnilega tut- tugu árum síðar orðið áfangi sem veitti skilgreind réttindi. Þá var það auðvitað lagt niður. Við höf- um þá áráttu, íslendingar, að hætta við þegar farið er að gera eitthvað af viti, rífa niður það sem byggt hefur verið og hrúga upp einhverju hrófatildri í stað- inn, bara til að breyta til. Það er dýr skemmtan í skólamálum. Grunnskólalögin eru lýsandi dæmi um slíkt. Eg fæ ekki séð að þau hafi leyst nokkurn vanda, hvorki innan skóla né utan, nema síður sé. Sjötugasta og önnur greinin, sem mér finnst skipta hvað mestu fyrir markvisst skóla- starf og kveður á um að við hvern grunnskóla skuli vera bóka- og grein fyrir því að þeir fá nú fyrsta árs nema sem enn þá hafa margir hverjir aldrei haft frumkvæði í námi, aldrei tekist virkilega á við námsgrein heldur flust átakalaust bekk úr bekk í heil tíu ár. Ég væri því ekki undrandi þótt ég heyrði úr þeirri átt að kunnátta nem- enda sé lítil í sumum greinum og vinnubrögð tíðum ómarkviss. Hið gagnstæða myndi undra mig enn frekar. Lögbundna skyldan veldur því að býsna margir skólanemar vinna verr en þeir myndu gera í frjálsu námi. Mér finnst það koma glöggt í ljós þegar bornir eru saman nemendur í áttunda og níunda bekk annars vegar og framhaldsskóla hins vegar, að nú ekki sé talað um þá sem stunda nám utan hefðbundins skólakerf- is, í námsflokkum fullorðinna. Hver og einn hlýtur að dæma samkvæmt eigin reynslu og mín byggist á kennslu allra þessara aldurshópa. Skólaskyldan gerir grunn- skólann að fremur leiðinlegum vinnustað. Kennarinn er í hlut- Ekki þarf giska mikið hug- myndaflug til að ímynda sér ástandið sem getur orðið í þrjátíu manna bekk. Hvernig á skólinn að bregðast við? Svar löggjafans er einfalt: Kennari góður, búðu nemanda þinn undir líf og starf í lýðræðis- þjóðfélagi og brúkaðu til þess umburðarlyndi, kristilegt siðgæði og lýðræðislegt samstarf þannig að hann verði víðsýnn og skiln- ingsríkur á mannleg kjör og geri sér grein fyrir skyldum sínum við samfélagið, hugsi sjálfstætt og sé vakinn og sofinn að mennta sig. (Lög um grunnskóla, 1. kafli, 2. grein). Svo áttu að hafa þetta svo skemmtilegt að nemandi þinn geti varla sofnað á kvöldin fyrir tilhlökkun að halda áfram að mennta sig að morgni. Þá veistu það. Brottvísun nemenda úr skóla Sé nemanda vísað úr skyldu- námsskóla er það víst lögbrot. En menn gæti vel að því að brottvís- unin er nauðvörn skólans þegar sett eru lög sem engin leið er að framfylgja. Þegar fáir spilla vinnu margra er réttlætismál að þeim sé vísað burt. Sé það lögbrot verður að breyta lögunum. Alþingi hef- ur sýnt það undanfarið að laga- breytingar eru létt verk. Lög sem dæma þess háttar fólk inn í skóla eru ólög. Þau lýsa fádæma skiln- ingsleysi og lítilsvirðingu á skóla- starfi. Enginn ætti að undrast þótt vinnugleði kennara sé mjög við hóf þegar á þá dæmast slíkir „nemar". Auðvitað nær ekki nokkurri átt að skólar séu varnarlausir ef nemandi mætir þegar honum þóknast, sýnir starfsliði skólans lítilsvirðingu og eyðileggur auk þess kennslustundir og er á allan hátt til vandræða. Við eigum að krefjast þess að slíkir fái ekki inni í skólanum heldur verði gert að vinna þegnskylduvinnu í þágu hins opinbera. Þeir gætu alténd orðið blýantsnagarar í Seðla- bankanum og ynnu þá sér og öðr- um meira gagn en sitjandi á skólabekk. í 2. grein grunnskólalaga segir að skólinn skuli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nem- enda. Það er einmitt þetta sem skólinn er að gera ineð því að vísa burt þeim sem annars staðar vilja vera. Þannig fær hann frið til að sinna þörfum hinna. Lokaorð Tillaga mín um forgangsröðun verkefna í skólamálum er þessi: • Afnám skólaskyldu, að minnsta kosti eftir fermingarald- ur. • Nemendur í bekk verði ekki fleiri en fimmtán. • Hver skóli uppfylli 72. grein núgildandi grunnskólalaga. Að öðrum kosti sé hann talinn óstarf- hæfur. • Nám barna og unglinga verði brotið upp í áfanga á ný og skil- greindar þekkingar- og færni- kröfur sem nemar verða að standast til að færast eðlilega milli bekkja. Þórir er kennari á Ólafsfirði. A að gefast upp fyrir geðbilun? Hvalamálið er löngu orðið mesta klúður. Alþingi hefur tví- vegis gert sig sekt um skammsýni og nú virðast margir stefna að þriðju villu og hinni verstu. Fyrsta villan var sú að Alþingi ákvað með eins atkvæðis meiri- hluta árið 1983 að mótmæla ekki veiðibanni Alþjóðahvalveiði- ráðsins. Þetta ráð var naumast marktækur aðili varðandi þvílíka ákvörðun því að meirihluti þess er skipaður fulltrúum fólks sem ekki hefur einusinni séð hval. Ályktun þess var álfka vel grunduð og kenndir kvikmynda- leikkonunnar frönsku sem tókst að stórspilla selskinnamarkaði og hrekja selveiðimenn ínúíta í út- legð til danskra og kanadískra borga. En meirihluti Alþingis lét stjórnast af svonefndum við- skiptahagsmunum. Onnur villan var sú að hefja vísindaveiðar árið 1986 sem gengu að minnsta kosti skáhallt á þá afstöðu að láta sér hvalveiði- bannið lynda. Augljóst er að hér var verið að sinna hagsmunum Hvals hf. Jafnframt var þó sett fram rannsóknaráætlun sem lýk- ur á næsta sumri og gæti leitt gagnlegar niðurstöður í ljós. Hvalvinir virðast óttast mjög þessa vísindaáætlun, enda gæti árangur hennar hæglega gert þá að athlægi. Þriðja villan og hin versta væri Arni Björnsson skrifar eyðingarhættu. Þetta vilja hval- vinir ekki viðurkenna. I þeirra augum er maðurinn einskonar aðskotahlutur. Hvalfriðungar leggja nú allt kapp á að knýja okkur til undan- ekki mætti veiða eitthvert magn af hvalategund ef rannsóknir sönnuðu að hún væri ekki í neinni útrýmingarhættu, þá brosa þeir við og segja: „Nei. Það vill svo til að okkur þykir vænt um hvali." „Hvalfriðungar leggja nú allt kapp á að knýja okkur til undanhalds áður en niðurstöður gap^ij rannsóknaáœtlunarinnar verða opinberarþví þærgætu kollvarpað röksemdumþeirra.... Það vœri óþolandi að gefast upp fyrir þeirri fásinnu sem ríkir ímálflutningi hvalfriðunga." /¦ að gefast nú upp fyrir því einræði hvalfriðunga að þessa dýrateg- und megi undir engum kringum- stæðum veiða og stundum minnir á geðtruflun. Þetta eru ekki neinir venjulegir grænfriðungar sem eru aðgætnir umhverfis- verndarsinnar. Þegar vísinda- menn spyrja hvalfriðunga hvort Ég hef aldrei skilið menn sem drepa dýr að gamni sínu, hvorki laxveiðimenn né rjúpnaskyttur. Hinsvegar neyðist mannskepnan til að leggja sér önnur dýr til matar því maðurinn er hluti af lífkeðjunni. Og þá eru hvalir ekki ósnertanlegri en aðrar skepnur, svo fremi þeir séu ekki í ger- halds áður en niðurstöður rannsóknaráætlunarinnar verða opinberar því þær gætu kollvarpað röksemdum þeirra. Vissulega er vandi þeirra sár sem um stundarsakir hafa misst at- vinnu vegna áróðursherferðar hvalfriðunga og viðskiptaþving- ana þýskra kaupenda. Samfé- lagið verður að styrkja þá sem fyrir þessum hremmingum verða með einhverjum hætti þá mánuði sem eftir eru. Það væri óþolandi að gefast upp fyrir þeirri fásinnu sem ríkir í málflutningi hvalfrið- unga. Viðskiptahagsmunir hafa löngum verið íslendingum hættu- leg viðmiðun varðandi afstöðu til annarra ríkja. Það voru ekki síst slíkir hagmunir sem knúðu okkur til að gangast undir norsku krún- una á 13. öld. Það voru einkum fisksöluhagsmunir sem neyddu okkur til að biðja um bandaríska hervernd árið 1941. Það voru hagsmunir íslenskra verktaka og kaupsýslumanna sem öðru frem- ur ráku á eftir seinna hernáminu og öllum hernaðarumsvifum hér á landi frá 1951. Varaflugvöllur- inn er nýjasta dæmið. I hvert skipti sem látið er undan við- skiptaþvingunum er verið að selja frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Árni er fræðimaður á Þjóðminja- safni. Föstudagur 24. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.