Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 7
MENNING innlifuninni og trúaralvörunni allt að því ofskynjunarkenndar lýsingar á litum, bláum, rauðum og gulum.. .sem hann sér augljós- lega fyrir sér. Ég held þó ekki að Messiaen hafi tekið LSD, ég held að hann hafi nálgast þetta öðru- vísi, en ég, sem hef ekki einu sinni reykt marijuhana, get ekki sagt þér hvernig menn öðlast slík- ar sýnir. Auk þess held ég að ég eigi mér aðeins einn uppáhalds- lit, þ.e.a.s. gráan, þannig að litir eru ekki beinlínis mitt tevatn. En ég efast ekki um að það er til fólk sem skynjar þessa tónlist á þenn- an hátt. Þetta er kallað synesthes- ia, þegar t.d. hljóð vekur bragð- skyn eða lyktarskyn eða sjónskyn og öfugt, og tónskáldið Screabin var til dæmis þekktur fyrir að hugsa um tónlist í litum. En engu að síður er tónlistin samt fyrst og fremst fyrir eyrað, og við verðum að halda okkur við það sem við heyrum. En fyrir Messiaen er lit- urinn hluti af tóninum, og hvern- ig hann öðlast þá reynslu er mér hulin ráðgáta. Og það undarlega er að í verkum hans höfum við annars vegar þessa ríku þörf fyrir að skapa fegurð Guði eða sam- eiginlegri velferð mannkyns til dýrðar, hins vegar höfum við líka þessar tónlistarlegu vangaveltur sem geta verkað á þann hátt að þegar Messiaen er að hugsa um liti þá færðu þá tilfinningu að þú sért villtur og hrópar: guð minn góður, hvar er ég staddur, hvar er fótfesta, réttið mér flugveikipok- ann strax! Og á bak við þetta allt liggja síðan tæknileg vandamál flytjandans, sem hafa hvort tveggja í senn afar djúpa merk- ingu og ákaflega veraldlega, þar sem verkstjórnin er í höndum stjórnandans á sama hátt og við byggingu húss. Því verkið verður ekki til á tilfinningu einni saman. Að lokum, við hverju má fólk búast á tónleikunum annað kvöld? P.Z.: Vonandi góðum flutn- ingi. Annars er þetta verkefni eitt af því sem ísland ætti ekki að vera fært um að gera samkvæmt öllum kokkabókum, en er engu að síður fullfært um. Það er mikið um það að fólk segist ekki geta gert hlut- ina, að hitt og þetta sé ekki hægt o.s.frv. í minnst 98% tilfella er það rangt, það er ekki það að við getum ekki, heldur hitt að við viljum ekki eða að við viljum ekki taka áhættuna. Þessa hugs- un þarf að yfirvinna við verkefni eins og þessi. Og það er vert að hafa í huga að alltaf þegar við stígum fæti á nýtt land, þá erum við að auðvelda hinum sem á eftir koma. Með því einfaldlega að segja að það sé hægt. -ólg Kvikmyndir Utnefningum rignir yfir Regnmanninn Akademían í Hollywood hefur kunngert útnefningu sína í ár Þá hefur akademían í Holly- wood tilkynnt hvaöa kvik- myndir hljóta útnefningu til Óskarsverölauna í ár. Kvik- myndin Rain Man með þeim Dustin Hoffman og Tom Cru- ise, sem Bretinn Barry Levin- son stýrir, slær metið í ár, en hún er alls útnefnd til átta verðlauna, þar á meðal sem besta kvikmyndin, fyrir bestu leikstjórnina og Hoffman sem besti leikarinn íkarlhlutverki. Kvikmyndin fjallar um ein- hverfan ofvita, sem hefur gist stofnanir mest allt líf sitt, þar sem allir hlutir eru í röð og reglu. Hann hefur ótrúlegt minni og er snillingur í hugarreikningi. blökkumanna í mannréttinda- hreyfingunni séu gerð lítil skil. Gene Hackman er útnefndur sem besti karlleikarinn fyrir hlut- verk sitt í Mississippi Burning en talið er ólíklegt að hann hljóti' verðlaunin vegna andstöðu blökkumanna. Aðrir sem eru út- nefndir sem bestu karlleikarar eru Tom Hanks, en hann er 35 ára að aldri en leikur 13 ára gaml- an pilt í grínmyndinni Big. Max von Sydow fyrir fyllibyttu í dönsku kvikmyndinni Sigurveg- arinn Pelle og Edward James Olmos fyrir hlutverk sitt í Stand and Deliver. Kvenhlutverk Sigourney Weaver fær tvær út- nefningar, annarsvegar sem Scorsese skyldi útnefndur sem besti leikstjórinn fyrir hina um- deildu mynd Síðasta freistingin. Aðrir sem útnefndir eru fyrir bestu leikstjórn eru auk Scorsese og Levinson fyrir Rain Man, eru Alan Parker fyrir Mississippi Burning, Charles Crichton fyrir A Fish Called Wanda og Mike Nichols fyrir Working Girl. Meðal þeirra sem eru útnefnd- ir fyrir aukahlutverk er gamla kempan Alec Guinnes en nú eru liðin 32 ár síðan hann hlaut Óskar fyrir hlutverk sitt í Brúnni yfir Kwaifljót. Hann er útnefndur fyrir leik sinn í sex klukkustunda langri kvikmynd gerðri eftir sögu Charles Dickens, Little Doritt. Bestu erlendu kvikmyndirnar sem útnefndar voru eru ung- Dustin Hoffman og Tom Cruise í hlutverkum bræðranna í kvikmyndinni Rain Man. Bróðir hans er bílasali. Þegar fað- ir þeirra deyr kemur í ljós að hann hefur ánafnað öllum eigum sínum sjóði til stuðnings ein- hverfa ofvitanum. Bróðirinn á erfitt með að sætta sig við það og ákveður að ræna þeim einhverfa. Kvikmyndin fjallar svo um ferða- lag bræðranna í Bandaríkjunum. Leikstjórinn Levinson hefur áður gert kvikmyndirnar Good Morning Vietnam og Diner, Dustin Hoffman ætti að vera óþarfi að kynna en hann hefur einusinni unnið Óskarsverðlaun en það var fyrir kvikmyndina Kramer vs. Kramer. Karlhlutverk Tvær kvikmyndir hlutu sjö út- nefningar þar á meðal voru báðar útnefndar sem besta kvikmynd- in. Þetta eru kvikmyndirnar Dangerous Liasions, kvikmynd byggð á leikritinu Háskaleg kynni eftir Christopher Hampt- on, sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir og kvikmyndin Mississippi Burning, sem fjallar um morð á þremur mönnum sem börðust fyrir mannréttindum á sjöunda áratugnum. Mississippi Burning hefur ver- ið gagnrýnd af leiðtogum blökku- manna m.a. af ekkju Martin Lut- ers King, vegna þess að hlut besta leikkona í kvikmyndinni í þokumistri, sem Bíóborgin sýnir um þessar mundir og hinsvegar fyrir besta kvenaukahlutverkið í kvikmyndinni WorkingGirl. Að- alleikkonan í Working Girl, Mel- anie Griffith, hlýtur einnig út- nefningu sem besta leikkonan. Meryl Streep hlýtur útnefn- ingu til Óskars í áttunda skiptið en hún hefur í tvígang hlotið hin eftirsóttu verðlaun, það var fyrir hlutverk sitt í Sophies Choice og fyrir besta kvenaukahlutverkið í Kramer vs. Kramer. Nú er hún útnefnd fyrir leik sinn í myndinni Cry in the Dark, þar sem hún leikur ástralska móður sem er ákærð um að hafa myrt barn sitt. Aðrar leikkonur sem eru út- nefndar í ár eru Glenn Close fyrir leik sinn í Háskaleg kynni og Jo- die Foster sem leikur konu sem er nauðgað á bar á meðan bargestir horfa aðgerðarlausir á. Kvik- myndin nefnist The Accused. Auk þeirra þriggja kvikmynda sem þegar hafa verið nefndar sem bestu kvikmyndirnar eru mynd- irnar The Accidental Tourist og Working Girl útnefndar til þess heiðurs. Óvænt útnefning Það sem kom mest á óvart við útnefninguna nú var að Martin verska myndin Hanussen, Tónl- istakennarinn frá Belgíu, Sigur- vegarinn Pelle frá Danmörku, Salaam Bombay frá Indlandi og spánska kvikmyndin Konur á mörkum taugaáfalls. 29. mars nk. verður svo skorið úr um það hver hlýtur hinn eftir- sótta Óskar í ár. -Sáf/Reuter/Newsweek jrpfj Sjónvarpstæki Qárfestíng i gæðum [/noi/vc^p KÆLI ogFRYSTISKÁPAR Ótrúlegt verð dú/táut cr Miðvikudagur 22. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.