Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR Afganaþing Nefnd skipi í stjom Samkomulag hefur náðst með sjö mujahideensamtökum á ráðstefnu (shura) þeirra í Raw- alpindi í Pakistan um að nefnd skipuð fulltrúum samtakanna allra útnefni menn í bráðabirgða- ríkisstjórn fyrir Afganistan. Sam- tök þessi eru öll súnnísk og er þess ekki getið að samtök mujahideen af sjítatrú, er bækistöðvar hafa í íran, séu með í samkomulaginu. Líklegt er að þetta þýði að ekki sé lengur víst að Ahmad Shah, sem bókstafstrúaðir súnnítar vilja fá sem forsætisráðherra, hljóti það embætti. Ahmad Shah er verkfræðingur, menntaður í Bandaríkjunum og varaformað- ur samtaka studdra af Saúdi- Arabíu, enda hallast þau að sið wahabíta, sömu strangtrúargrein og Saúdi-Arabar. Bardagar halda áfram í Afgan- istan, en eru þó með linara móti vegna ófærðar af völdum snjóa. Einna mest er barist við Kanda- har, helstu borgina í sunnan- verðu landi. Reyna mujahideen þar að taka flugvöll borgarinnar, þar eð stjórnarliðar, sem enn halda borginni, fá allar sínar nauðsynjar loftleiðis. Reuter/-dþ. Tékkóslóvakía Havel fyrir rétt Réttarhöld yfir leikritahöfund- inuin Vaclav Havel og átta öðrum andófsmönnum hófust í gærmorgun' í Prag. Havel, sem talinn er einn fremstu núlifandi rithöfunda í Evrópu, er af yfir- völdum ákærður fyrir að hafa komið af stað múgæsingum og að hafa reynt að hindra opinberan starfsmann í starfi. Fyrir það fyrrnefnda er í Tékkóslóvakíu hægt að dæma menn til tveggja ára fangelsisvist- ar og við því síðara getur legið sex mánaða fangelsisdómur. Hinir átta, sem sumir eru í Carta-77, þekktri baráttuhreyfingu fyrir mannréttindum, eru ákærðir fyrir skrílslæti og geta átt tveggja ára fangelsisdóm á hættu. Allir þessir níu andófsmenn voru handteknir 16. jan. s.l. á mót- mælafundi til minningar um Jan Palach, stúdent sem brenndi sig til bana til að mótmæla innrás Varsjárbandalagsins í Tékkó- slóvakíu í ágúst 1968. Handtök- unum og réttarhöldunum hefur verið harðlega mótmælt, þar á meðal af fjölmörgum tékkó- slóvakískum menntamönnum og ungverska rithöfundasamband- inu. Reuter/-dþ. Havel - tveggja ára fangelsis- dómur vofir yfir honum. Rushdie Kallaður verkfæri sionista íran kallar heim ambassadora sína í Evrópubandalagsríkjum r I ransstjórn kallaði í gær lieim ambassadora sína í aðildarríkj- um Evrópubandalagsins og er þar um að ræða svar við saiuskonar ráðstöfun Evrópubandalagsins í fyrradag. Sænska stjórnin ákvað i gær að fara að dæmi Evrópu- bandalagsríkja og kalla heim ambassador sinn í Teheran í mót- mælaskyni við dauðadóm Khom- einis höfuðklerks yfir indversk- breska rithöfundinum Salman Rushdie. Breska stjórnin hefur ákveðið að kveðja heim allt starfslið sendiráðs síns í höfuðborg írans, en önnur Evrópubandalagsríki hafa ekki gengið svo langt. Talið er að það geti orðið fran dýrt að það bakaði sér reiði Evrópubandalagsins, sem er stærsti viðskiptavinur þess. Auk þess hefur íran mikla þörf fyrir tæknilega hjálp frá Evrópuband- alagsríkjum til endurreisnar- starfsins eftir stríðið við írak. í Teheran halda ráðamenn áfram að formæla Rushdie í sand og ösku fyrir skáldsögu hans Köl- skavers, sem margir múslímar kalla guðlast, og í gær hafði út- varpið þar eftir háttsettum mönnum að rithöfundurinn væri m.a. „verkfæri síonista." Vonskan út af bók Rushdies hefur verið mest í íran, Pakistan og meðal múslíma í Bretlandi. í Arabaríkjum hafa menn til þessa verið fremur fáorðir um mál þetta, fjölmiðlar hafa birt fréttir af gangi þess en yfirleitt án þess að láta í ljós nokkurt álit á því. Hið sama á við um Tyrkland. Stjórnvöld ríkja þessara vilja trú- lega forðast að flækjast í milli- ríkjadeilur út af málinu og eins eru þau hrædd við að það veki upp æsingar meðal heittrúarmús- líma þar. Reuter/-dþ. Kampútsea Kínastjórn „áminnir" þjóðernisminnihluta Háttsettir kínverskir embættismenn fóru í gær hörðum orðum um „samsæri" og „eyðileggjandi skilnaðarathafnir" og sögðu að engum vettlingatökum yrði tekið á þeim, sem hefðu slíkt í frammi. Þessu er greinilega beint að þjóðernisminnihlutum ríkisins, einkum Tíbetum, sem hafa auðsýnt vaxandi óánægju með yfirráð Kínverja undanfarið. 10. mars n.k. verða 30 ár liðin frá upphafi stórfelldrar uppreisnar Tíbeta gegn Kínverjum, og munu kínversk stjórnvöld óttast að til mótmælaaðgerða komi í Tíbet af því tilefni. ReuterAdþ. Ummæli Takeshita valda reiði Noboru Takeshita, forsætisráðherra Japans, sagði í s.l. viku að sagnfræðingum framtíðarinnar yrði látið eftir að skera úr um, hvort Japan hefði komið fram sem árásargjarnt og útþenslusinnað stórveldi í heimsstyrjöldinni síðari. Þessi ummæli, sem þykja benda til þess að Japanir vilji skjóta sér undan ábyrgð viðvíkjandi heimsstyrjöldinni, hafa vakið reiði víða erlendis, t.d. hefur kínverskur sagnfræðingur fordæmt þau hörðum orðum. Þykir þetta heldur ólánleg diplómatísk íkoma fyrir Japani, ekki síst með hliðsjón af því að Hirohito keisari þeirra, sem margir telja samsekan um stríðsglæpi þegna sinna, verður jarðsettur á föstudaginn kemur. Reuter/-dþ. Reynt að sætta Líbani I gær hófst í Kúvæt ráðstefna á vegum Arababandalagsins með líbönskum trúarleiðtogum, með það fyrir augum að koma á sáttum með hinum ýmsu stríðandi aðilum þarlendis. Borgarastríð hefurstaðið þar með meiri eða minni ofsa (14 ár og síðan í sept. s.l. hefur Líbanon engan forseta og tvær ríkisstjómir, aðra kristna en hina íslamska. Þingið þar er ekki starfhæft. Ráðstefnuna sitja trúarleiðtogar líbanskra Maroníta, kaþólikka, grískrétttrúaðra, súnníta, sjíta og Drúsa. Reuter/-dþ. arangur í viðræðum Samkomulag náðist ekki í við- ræðum, sem staðið hafa yfir undanfarna sex daga í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, með það fyrir augum að binda enda á stríðið í Kampútseu. I viðræðun- um tóku þátt fulltrúar Kampútseustjórnar, þrennra skæruliðasamtaka er gegn henni stríða og utanríkisráðherrar Ví- etnams, Laos og aðildarríkja Sambands Suðaustur-Asíuríkja (Brunei, Indónesíu, Malasíu, Fil- ippseyja, Singapúrs og Taílands). Með viðræðunum var reynt að fá Kampútseustjórn og skæruliðasamtökin til að gera vopnahlé og ná samkomulagi um skiptingu valda í landinu þangað til hægt yrði að láta þar fara fram kosningar. Samkomulag náðist um það eitt að taka viðræður upp aðnýjuí júlín.k. Friðarvonirvið- víkjandi Kampútseu beinast nú helst að fundi æðstu manna Kína og Sovétríkjanna, sem verður í maí n.k. Kínverjar styðja Rauða kmera, öflugustu skæruliðasam- tökin, en Sovétmenn Víetnama og Kampútseustjórn, og talið er að þessi stórveldi bæði vilji binda enda á stríð þetta og kunni að beita skjólstæðinga sína þrýstingi í þeim tilgangi. Reuter/-dþ. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Fundur í verkalýðsmálaráði Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins er boðað til fundar kl. 13 sunnu- daginn 26. febrúar. Fundurinn verður í Miðgaröi, Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Staða efnahagsmála * Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra 2. Verkalýðshreyfingin og samningamálin * Elín Björg Jónsdóttir, ritari BSRB * Páll Halldórsson, formaöur BHMR * Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ * Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls 3. Önnur mál. Björn Grétar Sveinsson formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagið Akureyri Opið hús Opið hús verður fimmtudagskvöldið 23. febrúar kl. 20.30 í Lár- usarhúsi. Upplestur og kaffiveitingar. Stjórnin. Sigríður Heimir AB Hafnarfjörður Félagsfundur um fjárhagsáætl- un Alþýðubandalagið í Hafnarfirði og bæjarmálaráð boða til félagsfundar, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 11. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi kynnir fjárhagsá- ætlun og helstu framkvæmdir í bænum á þessu ári. Önnur mál. Stjórnln Magnús Jón Utboð S.V.R. og Póstur og sími Póst- og símamálastofnunin og Borgarsjóður vegna Strætisvagna Reykjavíkur, óska eftir til- boðum í frágang á skiptistöð og pósthúsi að Þönglabakka 4, í Reykjavík. - Stærð hússins: 7.540 m3. - Byggingarstig nú: Húsið ertilbúið undir tréverk og frágengið að utan. - Skilafrestur verks: 30. júní og 20. ágúst 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu okkar gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á Verkfræðistofu Stefáns Ól- afssonar hf., Borgartúni 20, Reykjavík, fimmtudaginn 9. mars 1989 kl. 11.00. SBÖ VERKFRÆÐISTOFA STEFANS ÓLAFSSONAR HF. Fnv BORGARTÚNI 20 105 REYKJAVlK S(MI 29940 & 29941 Styrkir til háskólanáms á ítalíu ítölsk stjómvöld bjóða fram styrki handa fslendingum til náms á Italíu á háskólaárinu 1989-90. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til fram- haldsnáms eða rannsókna við háskóla að loknu háskólaprófi eða til náms við listaháskóla. Styrkfjárhæðin nemur 600.000 lírum á mán- uði. Umsóknum ásamt staöfestum afritum prófskírteinaog meðmælum, skal skilað til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykja- vík, fyrir 15. mars nk. á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Menntamálaráðuneytið, 17. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Styrkur til handritarannsókna í Kaupmannahöfn I framhaldi af lyktum handritamálsins hafa dönsk stjórnvöld ákveðið að veita íslenskum fræðimanni styrk til handritarannsókna við Stofnun Árna Magnússonar (Det arnamagnæanske Institut) í Kaupmannahöfn. Styrkurinn veitist til allt að sex mánaða dvalar og nemur nú um 15 þúsund dönskum krónum á mánuði, auk ferðak- ostnaðar. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. Nánari upplýsingar um styrkinn og tilhögun umsókna fást í menntamálaráðuneytinu, Stofhun Árna Magnússonar á íslandi og skrifstofu heimspekideildar Háskóla íslands. Menntamátaráðuneytið, 16. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.