Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 11
LESANDI
VIKUNNAR
IDAG
Elísabet Gunnarsdóttir kennari. Mynd: Jim Smart.
Ein af þeim sem
ferðast ýmist með
Bens eða Volvo
Hvað ertu að gera núna, Elísa-
bet?
„Kenna ensku við Ármúla-
skóla og vera bráðabirgðaaðstoð-
arskólastjóri. Titlar gerast ekki
betri og lengri! Og reyna að muna
ekki eftir að ég ætla í próf í vor."
Hvað varstu að gera fyrir tíu
árum?
„Kenna ensku við Ármúla-
skóla og þýða Kvennaklósettið
eftir Marilyn French. Svo var ég
að skrifa Nýja kvennafræðarann
með þér og fleiri konum."
Hvað fínnst þér gott að gera í
frístundum?
„Sofa, lesa bækur, fara út
undir bert loft - samt vil ég ekki
of mikið erfiði, ekki of há fjöll.
Borða, skoða myndlist. Kannski
er röðin ekki rétt en blandan er
þessi."
Hvaða bók ertu að lesa núnu?
„Ég var að ljúka við Albany-
sögurnar hans Williams Kenne-
dy. Járngresið var ég búin að lesa
á ensku áður en þýðing Guðbergs
kom út og hef ekki skoðað þýð-
inguna. Svo skrifaði Kennedy
aðra sögu sem gerist á sama tíma
og Járngresið en fjallar um son
söguhetjunnar þar. Hún heitir
Bílly Phelans's Greatest Game.
Það er gaman að lesa þessar
bækur, hann býr til sérkenni-
legan heim sem er byggður rón-
um, smáglæpamönnum og spila-
sjúklingum og fyrsta bókin var
um leynivínsala og mafíugangst-
era. Þetta er svolítið önnur mynd
af Albany en Henry James gefur,
og þetta eru ekta karlabækur!
Svo er ég að lesa sögu Kýpur.
Vinur minn fór þangað og sagði
mér ýmislegt þaðan sem vakti
áhuga minn á eynni. Hún hefur
aldrei verið í miðju átaka en mjög
oft rétt fyrir utan. Allir komu
þarna við, allt frá forn-Egyptum
og krossfarariddurum til Breta.
Fyrsta deilan sem ég man eftir í
heimsfréttunum var Kýpurdeilan
og Makaríos erkibiskup."
Hvað finnst þér best að lesa í
rúininii á kvöldin?
„Bækur af hæfilegri stærð.
Magnús Már Lárusson prófessor,
sem kenndi mér einu sinni, flokk-
aði bækur í tvennt, þær sem væri
hægt að lesa í rúminu og þær sem
ekki væri hægt að lesa í rúminu."
Hvaða bók myndirðu taka með
þér á eyðiey?
„Má ég ekki taka með mér
harðan disk? Þá kem ég svo
miklu."
Hver var uppáhaldsbarnabók-
in þín?
„Þjóðsögur Jóns Árnasonar og
Lína langsokkur. Ég hafði alltaf
mikið álit á henni."
Hvað sástu síðast í leikhúsi?
„Hamlet. í annað sinn á einu
ári. Mig langaði til að prófa að sjá
sýningu tvisvar, tilfellið er að
maður heyrir aðra hluti og kemur
auga á margt nýtt þegar maður
fer aftur á leiksýningu."
Er eitthvað í leikhúsi núna sem
þú ætlar ekki að missa af?
„Já, Koss kóngulóarkonunnar.
Svo langar mig að sjá Nemenda-
leikhúsið og líka Hver er hræddur
við Virginíu Woolf fyrir norðan
og fara á skíði í leiðinni."
En í bíó?
„Járngresið."
En í sjónvarpi?
„Matador, auðvitað!"
En í útvarpi?
„Ég hlusta stundum á klassíska
tónlist í útvarpinu, og svo hlusta
ég á morgunútvarp Rásar 2 upp
úr klukkan sjö."
Hefurðu alltaf kosið sama
stjónmálaflokkinn?
„Já."
Hvaða stjórnmálamann langar
þig mest til að skamma?
„Svavar Gestsson - af því að ég
hef von um að það dugi."
Hvernig myndir þú leysa efna-
hagsvandann?
„Ég myndi hætta að mjatla
peningum út um allt til að hafa
alla góða og gera eitthvað al-
mennilegt í staðinn."
Á að lækka kaupið ef fyrirtæki
gengur illa?
„Ekki hjá starfsmönnum, en
eigendur gætu minnkað við sig."
Hvernig á húsnæðiskerfið að
vera?
„Fólk á ekki að þurfa að eyða
mörgum árum í að eignast
steinsteypu. Það er ágætt að hafa
Búsetakerfið svo fólk geti borgað
íbúðirnar eins og það sé að borga
leigu. Annars er óþarfi að byggja
miklu meira. Við erum að týnast
inn í þessi einbýlishús okkar."
Hvaða kaffítegund notarðu?
„{ vinnunni drekk ég alltof
mikið af kaffi af einhverri tegund
sem ég veit ekkert hver er.
Heima hjá mér drekk ég ýmsar
tegundir, en undanfarið hef ég
verið með kaffi frá Kenýa, ég
byrjaði á því eftir að ég las bókina
hennar Karen Blixen, Jörð í Afr-
íku. Kenýa-kaffi fær maður í Te
og kaffi á Laugaveginum, það er
bragðsterkt en ekki rammt. Svo
drekk ég Capuccino niðri á
Mokka. Kaffihúsakaffi er allt
öðruvísi en annað kaffi af því að
því fylgir kaffihús."
Hvað borðarðu aldrei?
„Ekkert. Mér er sagt að ég sé
bæði sælkeri og átvagl. Sem er
náttúrlega ekki satt!"
Hvar myndirðu vilja búa ann-
ars staðar en á íslandi?
„Ég myndi vilja búa við sjó -
það yrðu að vera fjöll - en það má
vera hlýrra en á íslandi, og al-
mennileg borg."
Hvernig fínnst pér þægilegast
að ferðast?
„Það fer eftir fjarlægð. Ef ég
þarf að fara langt vil ég fljúga,
millileiðir vil ég fara í lest, stutt
fer ég í leigubíl eða gangandi. Ég
er ein af þeim sem ýmist ferðast í
Bens eða Volvo - það er að segj a í
leigubfl eða strætó!"
Hvernig sérðu framtíðarlandið
fyrir þér?
Þannig að þar gildi gamla
formúlan: allir leggi fram eftir
getu en fái eftir þörfum. Menn
þar eru ekki eins framkvæmda-
stressaðir og hér á landi núna
þegar allir þurfa alltaf að vera að
gera eitthvað sem er oft á tíðum
ekki neitt nema í mesta lagi vit-
leysa. Fólk verður hrætt ef það
hefur ekki einhver fyrirskipuð
verkefni og fær samviskubit ef
það er ekki eitthvað að puða. Það
sem gefur mest er ekki endilega
að gera eitthvað heldur kannski
að liggja úti í hlöðu í rigningu að
sumar-
lagi ..."
Hvaða spurningu langar þig til
að svara að lokuin?
„Um hvernig veðurfregnirnar
verði á morgun."
Hvernig verða veðurfregnirn-
ar á morgun, Elísabet?"
„Þær verða svona: í dag var
vægt frost, logn og sólskin um allt
land. Og veðurspáin fyrir næstu
viku er á þá leið að veður muni
haldast óbreytt!" §^
þJÓÐVILJINN
22.FEBRÚAR
miðvikudagur í átjándu viku
vetrar, fjórði dagurgóu,
fimmtugasti og þriðji dagur árs-
ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl.
8.59 en sest W. 18.24. Tungl
minnkandi á þriðja kvartili.
VIÐBURÐIR
Pétursmessa. Fæddur Jón Stef-
ánsson listmálari 1881.
FYRIR50ARUM
Vitnaleiðsla fyrir Félagsdómi
um atvinnukúgun Skjaldbyrginga
í Hafnarf irði f er f ram í dag. Mála-
færslumaður Skjaldbyrginga
færir engin rök fy rir kröf um sínum
á hendur Hlíf. Guðm. í. Guð-
mundsson afneitarsínum eigin
lögskýringum um gildi taxta.
Franco kominn til Barcelona.
Samningarnirvið Frakkaganga
illa.
VilhjálmurÞórtekurviðbanka-
stjórn í Landsbankanum.
DAGBOK
APÓTEK
Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj-
abúðavikuna
17.-23. febr. er í Lyfjabúðinni Iðunni og
GarðsApóteki.
Fyrrnef nda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til
10 frídaga). Siðarnefnda apótekið er
opið á kvöldin 18-22 virka daga og á
laugardogum 9-22 samhliða hinu fyrr-
nefnda.
LÖGGAN
Reykjavík sími 1 11 66
Kópavogur......................sími 4 12 00
Seltj.nes.........................sími 1 84 55
Hafnarfj..........................sími 5 11 66
Garðabær......................sími 5 11 66
Siökkviliö og sjúkrabilar:
Reykjavík.......................sími 1 11 00
Kópavogur......................sími 1 11 00
Seltj.nes.........................sími 1 11 00
Hafnarfj..........................sími 5 11 00
Garðabær.......................sími 5 11 00
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Sel-
tjarnarnes og Kópavog er í Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur alla virka daga
frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi-
dögum allan sólarhringinn. Vitj-
anabeiðnir, símaráðleggingar og tíma-
pantanir í síma 21230. Upplýsingar um
lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sim-
svara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis-
lækni eöa ná ekki til hans. Landspit-
alinn: Göngudeildin eropin 20-21.
Slysadeild Borgarspitalans: opin allan
sólahringinn sími 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan
sími 53722. Næturvakt lækna sími
51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt s.
656066, upplýsingar um vaktlækna s.
51100.
Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö-
stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s.
22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445.
Keflavik: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s.
1966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartímar: Landspítalinn: alla
daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn:
virkadaga 18.30-19.30, helgar 15-18,
og eftir samkomulagi. Fæðingardeild
Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30-
20.30. Öldrunarlækningadeild Land-
spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspítala: virka daga 16-19, helgar
14-19.30. Heilsuverndarstöðin við
Barónsstig opin alla daga 15-16og
18.30-19.30. Landakotsspítali: alla
daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild:
heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17
daglega. St. Jósefsspítali Hafnarfirði:
alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps-
spitalinn: alladaga 15-16 og 18.30-19.
Sjúkrahúsið Akureyri: alladaga 15-16
og 19.19.30. Sjúkrahúsið
Vestmannaeyjum: alla virka daga 15-
16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness:
alla daga 15.30-16 og 19-19.30. Sjúkra-
húsið Húsavik: alla daga 15-16 og
19.30-20.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKI. Neyðarathvarf fyrir ung-
lingaTjarnargötu 35. Simi: 622266, opið
allansólarhringinn.
Sálf ræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum
efnum.Sími 687075.
MS-félagiðÁlandi13.0piövirkadagafrá
kl. 10-14. Sími 688800.
Kvennaráðg jöfin Hlaðvarpanum Vestur-
götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22,
fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22,
sími21500,símsvari.
Sjálf shjálparhópar þeirra sem orðið hafa
fyrirsifjaspellum.s. 21500,simsvari.
Upplýsingar um eyðni. Simi 622280,
beintsamband við lækni/hjúkrunarfræðing
á miðvikudögum kl. 18-19, annars sím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf, sími 21205.
Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun.
Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og
ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21-
23. Símsvari á öðrum tímum. Síminn er
91-28539.
Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim-
um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga
og sunnudaga kl. 14.00.
Bilanavakt (ratmagns- oghitaveitu:s.
27311. Raf magnsveita bilanavakt s.
686230.
V i nnuhópu r um sifjaspellamál. Sími
21260 alla virka daga kl. 1-5.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga-
nema, er veitt í síma 11012 milli kl. 19.30
og 22.00 á fimmtudagskvöldum.
„Opið hús" krabbameinssjúklinga
Skógarhlið 8 er „Opið hús" fyrir alla krabb-
ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á
fimmtudögumkl. 17.00-19.00.
Samtök áhugafólks um alnæm isvand-
ann vilja styðja við smitaða og sjúka og
aðstandendur þeirra. Hringið í síma 91 -
224400 allavirkadaga.
GENGIÐ
Gengisskráning 21. febrúar 1989 kl.
9.15.
Sala
Bandarikjadollar.............. 51,33000
Sterlingspund.................. 90,05600
Kanadadollar................... 43,19800
Dönskkróna.................... 7,11930
Norskkróna..................... 7,64240
Sænskkróna................... 8,11290
Finnsktmark................... 11,94000
Franskurfranki................ 8,13280
Belgískurfranki................ 1,32070
Svissn.franki................... 32,54910
Holl.gyllini....................... 24,53340
V.-þýsktmark.................. 27,69360
Itölsklíra.......................... 0,03782
Austurr.sch....................... 3,93790
Portúg. escudo................ 0,33770
Spánskurpeseti............... 0,44430
Japansktyen................... 0,40302
Irsktpund........................ 73,84100
KROSSGATA
¦i 2 3 # « 5 • > boltar9bás11 ugg12 ær14frá15kálaði17 tangar19klampi21 spor22nabbi24traö-kaði 25 hár Lóðrétt:1dugleg2 Ijómar3snyfsi4mikla 5stefna6mála7mjólk-urhlaup10toppar13 hljóöa 16 grýtu 17tíð-um18togaði20ílát23 samstæðir Lausn á síðustu krossgátu Lárétt:1kvef4þrek8 klárinn9ætla11 Etna 12fjandi14il15gáfa 17óðast19sói21arm 22takk24rati25lauk Lóðrétt: 1 kræf2ekla 3 f langs 4 þreif 5 rit 6 enni7knalli10tjóðra 13dátt16aska17óar
• a
e 10 m 11
12 - 13 m 14
• # 11 i* #
1» 1« P i» 20
21 • 22 2i •
24 • 2S '
18amt20óku23al
Miðvikudagur 22. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11