Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 22.02.1989, Blaðsíða 12
SPURNINGIN Hvað ætlar þú að gera 1. mars? Tryggvi Kristinsson sölumaöur: Ég efast um aö ég fái mér bjór. Ég er ekkert hrifinn af bjór. Ólöf Ýr Atladóttir, nemi í heimspekideild: Ég fer kannski á ball hjá félagi stúdenta i Heimspekideild. Ef ég finn bjór þá drekk ég hann. Kolbrún Ólafsdóttir, íslenskunemi: Ég ætla á bókamarkað ef hann verður byrjaður. Ég ætla að bíða með bjórinn. Valdimar Andrésson, íslenskunemi: Ég býst við að ég fari á hestbak. Hef líklega með mér smá-bjór. María Jóhannsdóttir, skrifstofustjóri: Ég ætla alla vega ekki á kenn- derí, vegna þess að ég held að ég komist hvergi að, það verður svoddan örtröð á veitingahúsun- um. PJÓÐVILIINN Miðvikudagur 22. febrúar 1989 37. tölublað 54. örgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN CQ4 O^LQ Á LAUGARDÖGUM 681663 Memphis-hópurinn hefur vakið athygli um allan heimfyrirað brjóta upp hefðbundinform í húsgagnagerð Memphis-hópurinn Mannhæðarhá hilla í öllum litum úr viði og harðplasti. Hönnuður hillunnar er Ettore Sottsass, upphafsmaður Memphis-hópsins. Hillan er til sölu. Myndir Jim Smart. lagið aftur og aftur „Stuck inside of Mobile with Memphis blues again“ og festist þetta heiti því á hópnum. Listmunir Listmunir eru einnig hannaðir af Memphis-hópnum. Hér á sýn- ingunni eru margir glervasar sem eru unnir á eynni Murano skammt frá Feneyjum. Par er búið til allt frægasta gler ítala. Þetta eru vasar í öllum regnbog- ans litum, samsettir án tillits til notkunar eða hefða. Munirnir sem slíkir eru máske framtíðar fjárfesting þar sem glerblástur er hverfandi listgrein. Glerblástur er áhættusöm atvinna, þar deyja menn fyrir list sína, meðalaldur listamannanna er 45 ár. Gler- blástursmenn sjúga í sig ógrynnin öll af eiturefnum og daglega vinna þeir í aðeins eins metra fjarlægð frá 400 stiga heitum ofn- um. Félagarnir í Memphis hafa brotið af sér viðjar hins staðlaða nútímasamfélags og í verkum þeirra er mikill frumleiki í með- ferð forma og smíðaefna. Gler, plast, tré, marmari og vefnaður sameinast í einum grip, þrátt fyrir strangar fyrri hefðir. Verk þeirra er nú að finna á mörgum af fræg- ustu listasöfnum veraldar, og hvað sem verður þá er því ekki að neita að hér er um töluverða breytingu að ræða frá gamla skenknum og innskotsborðun- um. Kúlur og kubbar, bein strik og bognar línur allt í sama stóln- um. Af hverju ekki? eb Um þessar mundir stendur yfir sýning í versluninni Mirale á innanstokksmunum hönnuðum af hinum fræga Memphis-hóp. Sturla Birgisson eigandi versl- unarinnar Mirale sá sýningu hópsins á Ítalíu fyrir tveim árum og hefur allar götur síðan unnið að því að fá hana hingað til lands. Það sem einkennir muni Memphis-hópsins er litagleði og uppfinningasemi við að sameina form og liti, efni og hugmyndir sem áður hafa ekki sést í samfloti í hinum hefðbundnu húsgögnum. Plast og marmari geta tengst með stálkúlu, allt er leyfilegt. Memphis-hópurinn samanstend- brjóta upp gamlar stílhefðir í hús- gagnagerð. Blár glervasi frá Murano, hann- aður af Marco Zanini. Hópurinn kom fyrst saman 1980 og þrátt fyrir miklar fjar- lægðir milli meðlimanna hefur samvinnan haldist síðan. Það eru ekki til neinar formlegar ákvarð- anir innan hópsins varðandi lit og form en þó má segja að hópurinn hugsi allur á sömu nótum. Dylan gaf nafnið Nafngiftin á ekkert skylt við heimaslóðir Presleys heldur kom hún til af því að þegar óformlegur stofnfundur hópsins var haldinn í heimahúsi í Mílanó, þá var plata með Bob Dylan á fóninum og vegna bilunar hljómaði sama Bel-Air1982. Hæg- indastóllúrviði og ullhannaðuraf Pet- er Shire. ur af 24 húsgagnaarkitektum víðsvegar úr heiminum sem hafa sameinast undir einu merki og einu takmarki, nefnilega að Dirfska í hús- gagnahönnun

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.