Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 23. febrúar 1989 38. tölublað 54. órgangur Lífeyrissjóðirnir Hag hverra verja þeii? Lífeyrissjóðirnir vilja gerðardóm um vísitöluna. Jón Sigurðsson: Stjórnirlífeyrissjóðanna œttu að hugleiða hvaða hagsmuniþœr eru að verja. Nýja vísitalan til hagsbóta fyrir sjóðfélaga. Hrafn Magnússon um ályktun VMSI: Vextir okkar hafa ekki áhrifá almenna vexti Lífeyrissjóðirnir ættu að hug- leiða hvaða hagsmuni þeir eru að verja, sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær, en lífeyrissjóð- irnir vilja að gcrðardómur skeri úr um lögmæti nýju lánskjaravísitölunnar og auk þess telja fulltrúar þeirra að vextir líf- eyrissjóðanna hafi lftil áhrif á vaxtastigið í landinu. Jón sagði að til langframa skaðaði hin nýja lánskjaravísitala ekki hagsmuni fólksins í lífeyris- sjóðunum heldur væri hún þvert á móti til hagsbóta fyrir það. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri SAL, sagði við Þjóðviljann í gær, effir fund full- trúa lífeyrissjóðanna með fjár- málaráðherra og viðskiptaráð- herra, að úrskurður gerðardóms um lánskjaravísitöluna væri eina raunhæfa leiðin til að fá úr lög- mæti hennar skorið. Lánskjaravísitalan hækkar nú um mánaðamótin um 1,25% en ef gamla vísitalan hefði verið við lýði hefði hún hækkað um 1,72%. Einnar miljón króna lán hækkar því um 12 þúsund krónur í stað 17.200 króna eftir gamla grunninum. Ákveðið var í gær að annar fundur yrði haldinn á morgun þar sem áfram verður reynt að finna lausn áþessu máli. VMSI hefur farið fram á það að lífeyrissjóðirnir kanni hvaða áhrif það hefði á vextina í landinu ef sjóðirnir gengju að kröfu ríkis- ins um 5% vexti á skuldabréfa- kaup byggingasjóðanna. „Við höfum ekkert breytt þeirri skoðun okkar að þeir vextir sem ríkið greiðir okkur hefur engin áhrif á vaxtamál almennt í landinu," sagði Hrafn í gær. „Ég get alls ekki tekið undir þetta,“ sagði Jón Sigurðsson þeg- ar Þjóðviljinn bar þessi ummæli Hrafns undir hann. „Lífeyris- sjóðirnir eru stærsti sparnaðar- aðilinn í landinu og vextir þeirra hljóta því að hafa áhrif á vaxta- stigið í landinu almennt.“ Loðna Kjaftfylli miðunum Loðnunefnd: Tœp30 þúsundtonn á tveimur sólarhringum. Skorturá löndunarplássi ogfá skip á veiðum Mpg góð loðnuveiði hefur ver- ið á miðunum út af suðurströnd- inni síðustu sólarhringa en þá veiddust tæp 30 þúsund tonn. í gær var svo komið að aðeins 9 skip voru á veiðum af 46. Hin voru ýmist að landa eða leita að löndunarplássi. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá loðnunefnd mun það vera í fyrsta skipti á vertíðinni að skortur er á löndunarplássi og helgast það af loðnufrystingunni sem er komin á fulla ferð í Vestmannaeyjum og á Aust- fjörðum. Húnaröstin kom til að mynda til Reykjavíkur í gær með rifna nót og ætlaði að nota tæki- færið og landa um leið 500 tonn- um en var vísað frá. Frá áramótum er heildaraflinn orðinn um 308 þúsund tonn en frá vertíðarbyrjun í ágúst er hann orðinn 619 þúsund tonn. Heildar- kvótinn á vertíðinni er 923.500 tonn. Óvíst er hvort hann næst allur en trúlega munu verksmiðj- umar bræða fram í drep ef því verður að skipta. _grh í gær var verið að landa 1340 tonnum af loðnu úr Júpiter RE hjá loðnubræðslunni að Kletti í Reykjavík. Loðnan fékkst á miðunum út af suðurströndinni. Mynd: ÞÓM. Söluskattsvanskil Kjötmiðstöóinni lokað Tollstjóri: Þolinmœðin á þrotum Kjötmiðstöðinni við Laugalæk var lokað í gær vegna sölu- skattsvanskila og óvíst hvenær hún opnar aftur. Ekki er vitað hvað fyrirtækið skuldar mikið en nýir eigendur tóku við rekstri þess á síðasta ári af Hrafni Bach- mann. Að sögn Björns Hermanns- sonar tollstjóra mega forráða- menn þeirra fyrirtækja sem skuida söluskatt búast við hertum innheimtuaðgerðum og lokunum láti þeir sér ekki segjast. Björn segir þolinmæði embættisins vera á þrotum. - Aðalatriðið er að innheimta þann söluskatt sem er útistand- andi en ekki að loka fyrirtækjum. En við langvarandi söluskatts- vanskil er auðvitað ekki annað hægt en að loka viðkomandi fyr- irtæki því slíkt gengur auðvitað ekki til lengdar“, sagði Björn Hermannsson. -grh .Pólitík.á . laugaraegi Þjóðviljinn/Alþýdubandalagið í Reykjavík Svavar Gestsson menntamálaráðherra Pólitískt hádegisspjall á Hverfisgötu 105,4. hæðkl. 11-14 á laugardag. skólakerfið menningin kjaramálin varaflugvöllurinn ríkisstjórnin framtíðin Allir vinstrimenn velkomnir Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ og stjórnar- maður í SÁL fagnaði þessari hug- mynd VMSÍ en var vantrúaður á að vextir lífeyrissjóðanna hefðu áhrif á vaxtastigið í landinu. „En það var löngu orðið tímabært að þetta sé kannað til hlítar." Búist er við að miðstjórnar- fundur ASf í dag muni fjalla um þetta mál og skipa fulltrúa í nefnd sem á að kanna þetta en VSf hef- ur þegar skipað Hannes G. Sig- urðsson í nefndina. Stefnt er að því að niðurstöður nefndarinnar liggi fyrir um miðjan næsta mán- uð þegar samningaviðræður hefj- ast milli ríkisins og lífeyrissjóð- anna um skuldabréfakaup. -sg/Sáf Sjá leiðara Bjórverð Frá 87 til 120 krónur Sanitas pilsner ódýrastur og veikastur en Kaiser sá dýrasti. Sanitas lageröl með mesta styrkleikann 5,6%. Bjórkassinn2240- 2880 krónur Verð á bjór út úr verslunum ÁTVR var ákveðið í gær en 6 dag- ar eru þangað til nýju bjórlögin taka gildi. Odýrasti bjórinn verð- ur flaska af Sanitas pilsner á 87 krónur með 4,6% styrkleika en Kaiser sá dýrasti á 120 krónur með 5,4%. Skilagjald verður 5 krónur. Til að byrja með mun Ölgerð Egils Skallagrímssonar aðeins hafa á boðstólum eina bjórteg- und, Egilsgull með styrkleika uppá 5% og kostar flaskan 95 krónur en dósin 100. Sanitas mun framleiða 3 tegundir. Flaska af Sanitas pilsner mun kosta 87 krónur en dós 93. Sanitas lageröl verður með 5,6% styrkleika og verður sá sterkasti. Dós af hon- um kostar 110 krónur en flaskan 105. Dós af Löwenbráu kostar 105 og flaska 100 krónur. Styrk- leiki hans verður 5,3%. Af innfluttum bjórtegundum verður Budweiser ódýrastur á 105 krónur með 5% styrkleika, Tuborg hinn danski verður 5,1% og kostar 112 og Kasier sá austurríski með 5,4% styrkleika kostar mest eða 120 krónur. Eins og kunnugt er verður að- eins hægt að kaupa hjá ÁTVR 6 dósir í kippum eða heilan kassa. Samkvæmt verðákvörðuninni kosta 6 dósir frá 560-720 krónur og bjórkassinn frá 2240-2880 krónur. -grh >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.