Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 3
Alþingi Oriofið á reikning Björn Grétar Sveinsson og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir vilja tryggja örugga vörslu orlofs í lögum Björn Grétar Sveinsson, vara- þingmaður Alþýðubandalagsins úr Austuriandskjördæmi, mælti í fyrrakvöld fyrir frumvarpi þeirra Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, Borgaraflokki, um þær breyting- ar á orlofslögum að bönkum og sparisjóðum verði falin varð- veisla orlofslauna í stað þess að þau séu í vörslu atvinnurekenda sjálfra einsog nú. Árið 1987 voru sett ný orlofs- lög en samkvæmt þeim var varð- veisla fjárins fengin atvinnurek- endum í stað Póstgíróstofu áður. Björn Grétar og Aðalheiður rök- styðja tillögu sína á ofur einfald- an hátt: „Hjá bönkum eru orlofs- launin varðveitt með tryggum hætti og ávallt til reiðu þegar launþegi tekur orlof.“ Þá vilja þau Aðalheiður tryggja að stéttarfélagið verði alltaf aðili að ákvörðun um varð- veislu orlofslauna, en á það skortir nú verulega, segir í greinargerð. ks. Secil Angola Áhöfnin talin af Spænska skipið Secil Angola sökk í gærmorgun um 350 sjómfl- ur vestur af strönd Skotlands í brjáluðu veðri. Þrátt fyrir víð- tæka leit hefur enginn af áhöfn skipsins fundist á lífi og eru 17 manns taldir af. Skipið var á leið hingað til lands með 4 þúsund tonn af salti. ___________________-grh FRETTIR Ríkisspítalarnir Bara læknamir sleppa Lœknar útí löndum í samningsbundnu námi meðan aðrar heilbrigðisstéttir eru skornar við trog. Lœknaleyfin kosta 23 miljónir - öll hin 10 miljónir stéttum, sagði Davíð. Læknar eru eina stéttin sem ekki þarf að sækja um námsleyfi til stjórnar- nefndar spítalanna. Aðrar stéttir; sjúkraliðar, hjúkrunarfræðingar, félagsfræðingar og sálfræðingar, þurfa samþykki, ekki bara stjórn- arnefndarinnar heldur fleiri aðila í stjórnsýslunni áður en þeir fá námsleyfí sem eru bundin í kjara- samningum þessara stétta. Námsleyfi lækna við rfkisspít- alana kostuðu í fyrra 23 miljónir kr. og er það svipuð upphæð og undanfarin ár. Námsleyfi allra annarra starfsmanna kostuðu rík- ið hins vegar 10 miljónir árið 1988 og er það einnig svipuð upphæð og undanfarin ár. Davíð sagði að alls væri gert ráð fyrir að ríkisspítalarnir spör- uðu um 150 miljónir á þessu ári til að ná 4% niðurskurði í launum einsog fjárlög kveða á um, en alls gerði Davíð ráð fyrir að þurfa að skera niður um 200 miljónir á þessum lið frá því í fyrra, vegna þess að þá fóru spítalarnir 150 miljónum fram yfir á launaliðn- um. Hann sagði að eina úrræðið væri að draga úr yfirvinnu og að loka yrði fleiri deildum yfir sumarið. Einnig yrði reynt að skera niður aðra kostnaðarliði. Davíð sagði að í raun þýddi sú krafa sem sett er fram í fjárlögun- um að loka þyrfti þremur deildum umfram það sem gert hefur verið undanfarin ár, árið um kring. -sg ó svo að við gjarnan vildum skera niður kostnað ríkisspít- alanna vegna námsleyfa lækna getum við það ekki, þar sem þeirra leyfi eru bundin í samning- um við fjármálaráðuneytið, sagði Davíð Á. Gunnarsson forstöðu- maður ríkisspítalanna um niður- skurð námsleyfa í kjölfar ákvörð- unar alþingis um að skera niður launakostnað ríkisstofnana um 4%. - Það er ljóst að ekki verður hægt að verða við kröfum allra þeirra sjúkraliða sem sótt hafa um námsleyfi, en alls hafa nítján sótt um slík leyfí. Einnig má bú- ast við takmörkunum hjá fleiri Á Borgarspítalanum í gær. Enginn niðurskurður á námsleyfum lækna, sem í fyrra kostuðu 23 miljónir. Davíð A. Gunnarsson ætlar hinsvegar að munda hnífinn að námsleyfum hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og annarra „óæðri" heilbrigðisstétta. Mynd Þóm. Atlantal Erlendur kostnaður aukist Hagkvœmniathugun um byggingu nýs álvers að Ijúka. Dýrara en áœtlað var vegna hœkkana erlendis Bráðabirgðatölur sýna að kostnaður við byggingu ál- vers hér yrði meiri en áætlað að eru tólf sem ekki verða endurráðnir af þeim sem hafa starfað hér hjá okkur í Brunabót. Við reynum eftir megni að að- stoða þetta fólk við að finna nýtt starf, sagði Hilmar Pálsson að- stoðarforstjóri Brunabótafélags íslands. Öllum starfsmönnum BÍ og Samvinnutrygginga hefur ver- ið sagt upp eftir að ákveðið var að sameina félögin í eitt tryggingafé- lag. Taka uppsagnir þeirra sem ekki verða endurráðnir gildi 1. júní. Um 44 starfsmenn sem unnið hafa hjá BÍ hverfa til starfa hjá hinu nýja félagi óski þeir þess. Af rúmlega eitt hundrað starfs- mönnum Samvinnutrygginga hefur 26 verið tilkynnt að þeir verði ekki endurráðnir. Að sögn Halldórs Frímannssonar starfs- mannastjóra Samvinnutrygginga munu félögin aðstoða fólk við að finna nýtt starf, og hafa allir hafði verið og er um að kenna almennum verðhækkunum í heiminum, því það hefur verið al- starfsmenn sem nú verða að leita sér að nýju starfi þegið þá aðstoð. Nokkurrar gremju mun gæta hjá starfsmönnum sem ekki verða endurráðnir vegna þess að starfsaldur var ekki látinn ráða þegar ákveðið var hverjum yrði sagt upp. En að sögn Gunnars Árnasonar formanns starfs- ess verður minnst með hófi á Hótel Sögu í dag að liðin eru rétt hundrað ár frá því fyrsta kennarafélag íslands var stofnað. Félagið hlaut nafnið Hið ís- lenzka kennarafjelag en helstu hvatamenn að stofnun þess voru Björn M. Ólsen aðjúnkt, Þór- hallur Bjarnason dósent og Jón Þórarinsson alþýðuskólakennari. menn þensla í fjárfcstingum í Evrópu að undanförnu. En hversu miklu munar er ekki gott mannafélags Samvinnutrygginga hefur félagið ekki haft nein af- skipti að þessu máli. Áð sögn Hilmars er stefnt að því að hið nýja félag hefji starf- semi 1. júní nk., en eins og kunn- ugt er hefur hið nýja félag hlotið nafnið Vátryggingafélag Islands. -sg Kennarasamband íslands og Hið íslenska kennarafélag bjóða til hófsins í dag en auk þess verð- ur afmælisins minnst á ýmsan hátt á árinu. Svavar Gestssyni menntamála- ráðherra ávarpar hófíð í dag en það hefst kl. 15. Þar verða flutt ávörp og hlýtt á kórsöng í rúma klukkustund. að segja um á þessu stigi, sagði Garðar Ingvarsson hjá Markaðs- stofnun Landsvirkjunar og iðn- aðarráðuneytisins þegar Þjóð- viljinn spurði hann um niður- stöður hagkvæmniathugunar þeirra fjögurra álfyrirtækja sem sýnt hafa áhuga á að reisa hér álver. Sagði Garðar að það tæki tíma að fá endanlega skýrslu senda hingað jafnvel þótt áætlað væri að gerð hennar lyki í dag. „Það á síðan eftir að fara ofan í saumana á þessari áætlun og sjá hvort hún telst raunhæf. Það verða a.m.k. fjórar vikur þangað til menn geta kveðið upp úr með hvort óskað verði samninga eða ekki. Síðan er öll samningagerðin eftir. Það sem ég hef heyrt um aukinn kostnað vegna álversins frá upphaflegum áætlunum, er að þetta er aðallega vegna kostnað- arhækkana erlendis. Hitt er ann- að mál að hér hafa orðið kostnað- arhækkanir frá haustinu 1987 og ég veit ekki hversu mikið tillit hefur verið tekið til þess við þessa skýrslugerð. Ég hef ekki ástæðu til að ætla að þetta séu aðallega innlendar kostnaðarhækkanir, enda er innlendi kostnaðurinn aðeins um þriðjungur heildar- kostnaðar og hefði því mátt hækka býsna mikið til að geta haft veruleg áhrif,“ sagði Garðar Ingvarsson. Alþýðuleikhúsið Allra allra allra síðustu aukasýningar! Aðsókn að Kossi kóngulóarkonunnar frammúr öllum vonum. Erla Skúladóttir, Alþýðuleikhúsinu: leikararnir fá laun ogguð veithvað... Þetta eru síðustu sýningarnar, þær verða alls ekki fleiri, sagði Erla Skúladóttir stjórnarmaður í Alþýðuleikhúsinu um 39. og 40. sýningu leikhússinsá Kossi kóngulóarkonunnar, en frá því um miðjan janúar hafa um hverja helgi verið auglýstar síðustu sýn- ingar. - Aðsókn hefur verið mjög góð og frammúr vonum okkar, sagði Erla, og fólk hefur heimtað hverja aukasýninguna af annarri. Þetta er auðvitað mjög jákvætt, leikararnir fá laun og guð veit hvað... Þeir Árni Pétur Guðjónsson og Guðmundur Ólafsson hafa feng- ið mikið lof áhorfenda og gagnrýnenda fyrir leik sinn í þessu verki um byltingarmann og homma í suðuramerísku fangelsi, og ekki hefur leikstjóranum Sig- rúnu Valbergsdóttur og Gerlu leikmyndasmiði tekist síður að færa leikinn upp í hráslagalegum kjallara Hlaðvarpans. En nú er orðið brýnt að fara að rýma húsnæðið, segir Erla, Egg- leikhúsið þarf að komast að með tvo einþáttunga, og þessvegna eru aukasýningarnar á föstudags- kvöld og sunnudag þær allra, allra, allra síðustu. _m -ÞH phh Fimmtudagur 23. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Vátryggingafélag íslands Fjörub'u missa vinnuna Samvinnutryggingar hafa sagt upp 26. Brunabót 14. Ekkert tillit tekið tilstarfsaldurs. Atvinnumiðlun komið áfót Afmœli Samtök kennara aldargömul

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.