Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 4
þJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Holl bending frá VMSÍ Framkvæmdastjórn Verkamannasambandsins samþykkti í byrjun viku að beina því til stjórna lífeyrissjóðanna að kanna hvernig sjóðirnir geti lagst á árar í þeim þunga róðri sem samtök launafólks og þau endurreisnaröfl sem nú standa að ríkisstjórn eiga í við að afnema vaxtaokrið í landinu. Það er eitt af brýnustu verkefnum þessi misseri eftir synda- flóð frjálshyggjunnar að koma hér á eðlilegum peningamark- aði, fjármálasamskiptum þarsem eigendur sparifjár geta verið öruggir um sitt, þarsem fyrirtæki og einstaklingar greiða eðli- lega þóknun fyrir peningalán, þarsem opinber og félagslegur þrýstingur stendur til skynsamlegra fjárfestinga í almanna- þágu, en spákaupmennska uppá ofsafenginn skammtíma- gróða er fryst úti „völskunum rneður". „Eftir því sem árin líða safnast æ stærri hluti af sparnaðinum í þjóðfélaginu j' lífeyrissjóðina" segir í ályktun framkvæmda- stjórnar VMSÍ, „og er því Ijóst að áhrif þeirra í hagkerfinu fara vaxandi. Þau áhrif og hvernig með þau er farið geta haft meiri þýðingu þegar til lengri tíma er litið fyrir sjóðfélaga og launþega alla en það eitt hvort eitthvað hærri eða lægri vextir fást í augnablikinu." Þessi yfirlýsing frá VMSÍ er mjög mikilvæg, vegna þess að með þessu eru öflugustu verkalýðssamtök á landinu að benda sjóðstjórnunum á að gæta að heildarhagsmunum sjóðfélag- anna. VMSÍ er í stuttu máli að skýra út að það er grundvallar- munur á aðild launamanns að lífeyrissjóði og möguleikum hans á að kaupa sér peningabréf í banka, á verðbréfamarkaði eða hjá ríkinu. Á þessu hnykkir framkvæmdastjórnin með því að segja það „tímabært að verkalýðshreyfingin endurmeti stöðu sjóðanna og hvernig þeim verði best beitt til hagsbóta fyrir félagsmenn". Og að lokum er hvatt til þess að kannað sé í alvöru hvaða áhrif það gæti haft á vaxtastigið að sjóðirnir keyptu í næstu lotu Húsnæðisstofnunarskuldabréf með þeim 5 prósent vöxtum sem ríkið hefur boðið og sett sjálft á sín bréf. Að sögn hafa talsmenn SAL tekið nokkuð vel í þessa ályktun VMSÍ, en hingað til hafa margir oddvitar sjóðanna verið í þeirri einkennilegu aðstöðu að krefjast almennrar vaxtalækkunar sem forystumenn í samtökum launafólks, en snúa við blaðinu þegar þeir bregða yfir sig klæðum sjóðstjórnarmannsins. Þá hafa það einkum verið hagsmunir lífeyrisþega í kringum 2020 sem hafa vakið þeim áhyggjur. Sú umhyggja á vissulega rétt á sér, þótt mjög varlegt sé að taka mikið mark á spám svo langt fram ítímann. En þá er von að spurt sé hvort ekki finnist aðrar leiðir til að halda utanum sjóðina en gróði af vöxtum, frá sjóðfélögunum um ríkið og Húsnæðis- stofnun, og frá sjóðfélögunum gegnum bein lán úr sjóðunum sem höfð eru á sömu kjörum og í næsta banka. Lífeyrissjóður verslunarmanna á skilið hrós fyrir að auglýsa ársreikninga sína skýrt og greinilega í öllum dagblöðunum. Þar er dæmið þannig að hagnaður af vöxtum var á árinu 1988 rúmiega 600 miljónir. Sjóðfélagar greiddu til sjóðsins iðgjöld samtals um 1200 miljónir. Greiðslur úr sjóðnum til lífeyrisþega voru hinsvegar aðeins 200 miljónir. Sjóðurinn greiddi sumsé til lífeyrisþega tæpan þriðjung af einum saman vaxtatekjum sín- um, tekjum sem að um helmingi fengust af Húsnæðisstofnun- arskuldabréfum, og að einum áttunda frá lántakendum úr hópi sjóðfélaga. En þeir borguðu í fyrra 8 prósent vexti. Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna verður svo að segja það til hróss að vextir eru þar lægri til félaganna, og þó einkum að þessir vextir hafa nú verið lækkaðir í 7 prósent. Rökrétt framhald hjá stjórn verslunarmannasjóðsins er auðvitað að hún taki sterklega undir með VMSÍ um það frumkvæði í vaxta- málum sem sjóðirnir geta augljóslega haft við kaup húsnæðis- bréfa af ríkinu. Það er útí hött að lífeyrissjóðirnir, sem launamenn eiga, vinni gegn hagsmunum eigenda sinna með því að halda uppi óeðli- lega háum vöxtum í landinu. Það er líka útí hött að lífeyrissjóð- irnir, sem byggjast á því að hér sé rekið öflugt atvinnulíf, vinni í vaxtamálum gegn hagsmunum þess sama atvinnulífs. Alyktun framkvæmdastjórnar VMSÍ er því tímabær ábend- ing. Það er Ijóst að undir hana er tekið víða í samfélaginu. -m KLIPPT OG SKORIÐ Fólkið sem verður útundan Hrafn Sæmundsson atvinnu- málafulltrúi skrifar ádrepu ný- lega í Vinnuna, málgagn ASÍ. Hann fjallar um þá þróun síðari ára, að samningar um kaup og kjör hafa í reynd flust úr höndum aðila vinnumarkaðarins og út í „frumskóg einkasamninga eða til þrýstihópa sem notað hafa að- stöðu sína til að knýja fram meiri laun“. Með þeim afleiðingum, segir Hrafn, að launabilið hefur aukist og það sem verra er: hin „félagslegu lífskjör“ - þau sem ekki eru beint talin upp úr launaumslögum, hafa setið á hakanaum. Því hefur velferðarþjóðfélagið verið á hröðu undanhaldi í góð- æri næstliðins tíma, stórir hópar þegnanna hafa orðið útundan : aldrað fólk, einstæðir foreldrar, börnin í landinu, fatlaðir, sjúkir. Hrafn Sæmundsson telur að kjar- abaráttan hafi staðnað, ekki síst vegna þess að verkalýðshreyfing- in hafi látið undir höfuð leggjast að berjast fyrir þetta fólk við samningaborðið, gera þess mál- stað að sínum. Allt er þetta svo tengt því að það er kominn stór- brestur í fjöreggið sjálft - sam- stöðuna. Hrafn segir: Frumskógar- lögmálin „Hefur verkalýðshreyfingin látið þvinga sig til „frjálshyggju" í samningagerð þar sem allir samn- ingar eru óheftir, engin trygging er fyrir mannsæmandi lágmarks- launum, þar sem launamunur hefur stöðugt aukist við hverja samninga, þar sem duldar greiðslur og réttindi vissra hópa eru samþykkt með þögninni, þar sem frumskógarlögmálið ríkir eitt í nöktustu mynd sinni þegar upp er staðið." Hrafn skrifar meir í formi spurninga en staðhæfinga, en spurningarnar eru fram bornar af þeirri áleitnu alvöru að þær eins og fela mestallt svarið í sjálfum sér: já, því miður. Samstaðan í tímans rás Svo sannarlega er Hrafn Sæmundsson ekki að fjalla um smámál í Vinnupistli sínum. Samstaðan og það bræðralag sem hún krefst, bræðralag um jöfnuð, var frá upphafi eitt helsta leiðarljós verkalýðshreyfingar og pólitískra flokka sem henni tengdust. Þessi samstaða var aldrei auðveld: menn gáfust fljót- lega upp við að krefjast þess að allir hefðu nákvæmlega sömu laun - og um leið kemur upp eilífðarvandi: hvernig á að raga okkur inn á launaþrepin og hver gerir það? Þessi spurning lýsir miklum vanda og snúnum, en menn gátu þó reynt alllengi að hugga sig við það, að allir væru í einskonar samstöðu um að vera á uppleið í framfaraþjóðfélagi. Fyrstar fara reyndar forystu- sveitir (til dæmis prentarar) og semja ekki bara um kauphækkun heldur og um orlof og veikinda- daga og lífeyrissjóði - og svo koma allir hinir á eftir, hver eftir sínum vitjunartíma. Gjáin nýja Meinið er, að þetta dæmi hinn- ar j öfnu sigurgöngu í k j aramálum gengur ekki upp. í tæknivæddum þjóðfélögum hefur það að sönnu gerst að drjúgur meirihluti fólks lifir við bærileg efnaleg kjör (þótt menn séu, eftir ríkjum, misjafn- lega staddir þegar ógæfa eins og heilsuleysi dynur yfir). En í þess- um sömu ríku þjóðfélögum gerist einmitt það sem Hrafn Sæmunds- son er að tala um: það verður til ailstór minnihluti sem tapar. Þriðjungur eða fjórðungur fólks- ins kannski - aldraðir og fatlaðir, þeir sem voru svo óheppnir að fæðast í sveitum og bæjum sem markaðslögmálin eru grimm við, þeir sem eru of ungir eða of rosknir til að að vera sæmilega eftirsótt vinnuafl. Milli þess meirihluta sem flýtur ofan á að- stæðurn og minnihlutans sem er eftir skilinn skapast gjá, sem er öðruvísi en sú sem áður var milli alls almennings og fámennrar yfirstéttar. Og í nýju gjánni yggla sig sérstaklega skæðar mein- semdir vegna þess, að hún sund- rar þeim sem saman ættu að standa, blæs kulda afskiptaleysis- ins yfir mannleg samskipti. Og ef verkalýðsfélög og vinstriflokkar forðast sem mest þau mega að horfa ofan í gjá þessa, þá týna þau sjálfum hugsjónagrundvelli sínum (fyrirgefið að ég skuli taka mér svo dónalegt orð í munn). Þau eiga sér fyrr en varir enga réttlætingu sem heitir á sinni til- veru. Þau láta ekki „þvinga sig til frjálshyggju í samninagaerð“ eins og Hrafn Sæmundsson talar um - þau eru inni í þessari frjálshyggju miðri. Vegna þess að þau hafa ekkert annað við að styðjast. Því miður í sama báti? Hrafn Sæmundsson boðar í grein sinni nauðsyn þess að teng- ja kjarabaráttu við „almenna þróun þjóðfélagsins". Hann segir að til þess þurfi pólitískt hug- rekki. „Það þarf hugrekki til að spyrja við samningaborðið hvort hægt sé að breyta hagkerfinu og lífstílnum. Það þarf hugrekki til að berjast fyrir tilfærslu fjárm- una. Það þarf hugrekki til að hætta að syngja í kórnum „ekki skatta, ekki skatta“. Það þarf hugrekki til að fara inn á nýjar leiðir í samvinnu við aðra, að koma á nýjum vinnubrögðum þar sem kemur í ljós að með upp- skurði geta hagsmunir verkalýðs- hreyfingarinnar, ríkisvaldsins og atvinnurekenda farið saman á mörgum sviðum". Það er rétt: það þarf hugrekki til allra hluta. Það má líka vera rétt að í ýmsum greinum erum við öll á sama báti. En einn partur af hinu pólitíska hugrekki er að mínu viti í því fólginn að vita vel, að hvort sem spurt er um „ekki skatta“ eða „frumskógarlögmál í kjarasamningum" - þá er einmitt um það að ræða, að atvinnurek- endur og hægraliðið í pólitík er EKKI á sama báti og þeir, sem vilja taka „félagsleg Iífskjör" af hakanum og setja þau á oddinn. ÁB Hafa félagsleg lífs- kjör setið á hakanum? — er ekki kominn tími til að spyrja nýrra spurninga? Er ekkl komlnn tlml lil aft spyrja nýrra spurnlnga I kjarasamnlngum? Er ekkl kominn tlml tll aft cndurmcta llfskjörln? Er ekkl komlnn llml (II að spyrja þeirrar spurn- Ingar afdrátlarlaust hvort vlft séum á réttri lelft I kjarabaráttunnl? Áslacftan fyrir þvi aft hér cr spurt ustu árum. Jafnvel á siðustu áratugun baráttan verlft aft staðna. Mrlra og mclra hafa umn Ingarnlr Rulsl ú vlnnumarkaðarlns og ul l frumskðg elnkasainnlnga cða III þrýsllhópa scm notað hafu aðslóðu sina III að knýja fram mcirt laun Mdra og melra hrfur launa- blllð auklsi I raun cfllr hvcrja samnlnga. Og slðasl ch ckkl sisl hcfur húpa mannlrga bllðln. hln IClags- Inni. aðlla lállð þvli _ hyggju" I sami scm ulllr samnln) ir. engln Iryggl forcldrar Iroðasl undlr. KJðl- hvcrlorðogþýðal>aðánúllma- Ircðml undlr. mál I nútlmaþjóðfílagl? :la okkur ckkrrl Erurn það ckkl vlð cr það issar slaðrryndlr ckkl vcrkalýðshrcyflngln scm á imnlriga- að laka forysluna I kjarasainn- ...............• —- þclrra lclða si— um okkar f«l> n þelr eru siað aunvcrulcgt frclsl. -aunvrrulcgt Jaínrílll. raun- rcrulcgl bræðralagi’ l«tta vcrður aldrcl gcrl cf vlð hðldum kjarabarállunnl á slns I vel- þclm þrónga bás scm vcrlð heí- Igum vlð ur. Ef vlð lcngjum kjarabaráll Elgum vlð una ekkl vlð almrnna þrðun Fþclrrl llfsclgu þJóðfClagslns. vlð rikjandl hag lólrgundln haflmclrl kcrfl þjóðfClagsins á hverjum „ a á að sklpulcggja tif Kma I — að njóta þcss llfs. þclrra Tll þcss að gcra þetla þarf , andlegu verðmæla scm þróun hugrckkl lólltiskt hugreklil. scgja vcnjulrg mannkynslns hcfur þráll fyrlr IMð þarf hugrekkl III að spyrja ^mslulllboð" fyrlr lallaða alll skllað okkur I arfi’ vlð samnlngaborðið hvorl :ru ckkl fyrlr hendl. FJðlskyld- Svo elnfðld mannrClllndl að hægl s« að brcyla hagkcrflnu i Þjóðviljinn Síðumúla 6 • 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. RitstjórarrÁrni Bergmann, MörðurÁrnason, SiljaAðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttirjfpr.), Jim Smart (Ijósm.), KristóferSvavarsson, Magnús H. Gíslason.Ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), SævarGuðbjörnsson, ÞorfinnurÓmarsson(íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvæmdastjóri:HallurPállJónsson. Skrif stofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglysingastjóri: OlgaClausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Erla Lárusdóttir slu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Raf nsson. Bla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. itumaður: Katrín Bárðardóttir. la, afgreiðsla, ritstjórn: la 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. naar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt Helgarblað: 100 kr. Áskriftarverð á mánuði: 800 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.