Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Sjávamtvegsfyrirtæki íslands hf. Núverandi ríkisstjórnarflokk- ur hefur á stefnuskrá sinni að sameina fyrirtæki í sjávarútvegi og þó sérstaklega í fiskvinnslu. Ekki liggur fyrir nein skilgreining á þessum þætti í stefnuskrá flokksins, hvort stefna beri að því að í sjávarútvegi skuli innan á- kveðins tímabils verða fá stór fyr- irtæki á landinu, t. d. að eitt eignarfyrirtæki eigi alla sjávarút- gerð í 2—4 samliggjandi sjávar- byggðum á ákveðnu svæði eins og svæðið Fáskrúðsfjörður - Djúpi- vogur, eðac markið sé ekki hærra sett en það að sameina sjávarút- vegsfyrirtæki í hverri byggð. Sjálfsagt er hægt að hugsa sér fleiri leiðir í þessu sameiningar- máli, jafnvel eitt sjávarútvegs- fyrirtæki fyrir allt landið - Sjávar- útvegsfyrirtæki íslands h/f. Það liggur ekki heldur fyrir nein skilgreining á því í stefnu- skrá ríkisstjórnarflokksins hver sé tilgangur fyrirhugaðrar sam- einingar -1. d. hvað gott muni af henni leiða - annað en óljóst tal um það að sameining fyrirtækja hljóti alltaf að vera til hagsbóta fyrir alla - það er nú svo! Ef núverandi ríkisstjórnar- flokki tækist að búa til Sjávarút- vegsfyrirtæki íslands h/f og sam- eina alla fiskvinnslu og útgerð á íslandi undir einum hatti, væri það vitaskuld verðugt verkefni næsta ríkisstjórnarflokks að hverfa frá villu þess vegar. Það yrði jafnverðugt verkefni og það verkefni ríkisstjórnarflokksins nú að tala illa um fastgengis- stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar- flokks. Allt er þetta með sama merkinu brennt - ráðleysi tekur við af ráðleysi. Staðreyndin er nefnilega sú að Skúli Alexandersson skrifar núverandi ríkisstjórnarflokkur þarf ekkert að hafa fyrir því að stofna og koma á fót Sjávarút- vegsfyrirtæki íslands h/f. Fyrri ríkisstjórnarflokkur, sá er var við völd til loka september s.l., hafði komið þessu til leiðar. Flest öll sjávarútvegsfyrirtæki á fslandi eru ekki lengur sjálfs síns ráð- andi, og hafa engar eignir til að hirða um. Samkv. upplýsingum aðalmannsins í báðum ríkis- stjórnarflokkunum, núverandi laga og opinberra fyrirtækja, sem sagt kröfuhafarnir. Ríkis- stjórnarflokkur Þorsteins, Stein- gríms og Jóns Baldvins hafði því komið á sameiningu allra sjávar- útvegsfyrirtækja á íslandi með því að gera þau eignalaus áður en núverandi ríkisstjórnarflokkur Steingríms, Jóns og Ólafs tók að sér að stjórna landinu. Sjávar- útvegsfyrirtæki íslands h/f er sem sé staðreynd. Þessvegna er allt tal forustumanna núverandi ríkis- enga atvinnustefnu. Einn ráð- herranna talar um endurskipu- Iagningu og sameiningu sjávarút- vegsfyrirtækja, annar um vaxta- lækkun, þriðji um kauplækkun og fækkun fiskiskipa. Enginn ráðherranna gerir tilraun til að tengja umtal sitt og tillögur lík- legri þjóðfélagsþróun komandi tíma. Umræða um endurskipulagn- ingu sjávarútvegsfyrirtækja er marklaus á meðan slík fyrirtæki „Ríkisstjórnarflokkurinn hefur enga atvinnu- stefnu. Einn ráðherranna talar um endur- skipulagningu og sameiningu sjávarútvegs- fyrirtœkja, annar um vaxtalœkkun, þriðji um kauplækkun ogfœkkunfiskiskipa. Enginn ráðherranna gerir tilraun til að tengja umtal sitt og tillögur líklegri þjóðfélagsþróun kom- andi tíma. “ forsætisráðherra, hefur eigið fjármagn sjávarútvegsfyrirtækja minnkað um helming á árunum 1987 og 1988 og var þá talið allt of lítiðd fyrir. Atvinnufyrirtæki með ekkert eigið fjármagn eru í sjálfu sér ekki lengur til. Eigendur þeirra eru ekki þeir sem teljast eiga hlutabréf í slíkum fyrirtækj- um heldur eru það lánadrottnar og kröfuhafar - ráðamenn fyrir- tækjanna eru þvf bankastjórar, eigendur þjónustu- og vörudreif- ingarfyrirtækja, ýmiskonar skatt- heimtustofnanir ríkis, sveitarfé-’ stjórnarflokks á þessum grunni eða hinum frekar marklaust hjal. Ríkisábyrgð þar og ríkisábyrgð hér er þaðs sem við horfum á, það eru úrræðin. Eignatilfærsla síðustu missera frá framleiðslu- og undirstöðuat- vinnuvegum okkar er staðreynd, sú eignatilfærsla heldur enn áfram. Nú ver verið að tryggja framhald þessa ástands með því að láta ríkissjóð ábyrgjast skuldir þeirra fyrirtækja sem verða fyrir barðinu á þessari stefnu. Ríkisstjórnarflokkurinn hefur hafa ekki heilbrigðan rekstrar- grundvöll. Óskir um vaxtalækk- un eru óraunhæfar nema á tímum lögbundinnar kaup- og verð- stöðvunar í þjóðfélagi þar sem 'undirstöðuatvinnuvegir eru reknir með tapi og framleiðslu- fyrirtæki þurfa stöðugt að leita eftir meira fjármagni til útláns- stofnana en framleiðslan gefur af sér. Að tala um launalækkun á sama tíma og skattbyrði og verð- lag í landinu hefur hækkað um 10% án þess að leiðrétt hafi verið í launum er skrítin hugmynd. Gagnvart því fólki sem vinnur al- menn störf við framleiðslu og þjónustu er svona tillaga fráleit. Það sem þörf er á, er að bæta launastöðu þessa fólks og þeirra atvinnugreina sem það starfar við - en ekki öfugt. Allt frá því eftir stríðið á fimmta áratugnum að ný- sköpunarflotinn varðtil og fór að sækja okkur björg í bú hefur ver- ið talað um það af hagfræðingum og sumum stjórnmálamönnum að fiskiskipastóllinn okkar væri of stór. Á þessu hefur verið klifað þótt sjávarútvegsgreinarnar sem standast samanburð við atvinnu- rekstur í nágrannalöndunum varðandi afköst á hvern starfs- mann og afla á rúmlest í skipi. Afköst hafa verið og eru miklu meiri f okkar sjávarútvegi en hjá nágrannaþjóðunum. En nú keyrir þó um þverbak í þessari umræðu þegar sami ráðherra stendur fyrir stækkun fiskiskipa- flotans og talar um leið um nauð- syn þess að minnka hann. Stefn- umál ráðherranna reka sig hvert á annars horn. Núverandi ríkisstjórnarflokk- ur á íslandi getur ekki talað um að sameina fyrirtæki til þess að koma á hagkvæmari rekstri og betri eignastöðu því þessi sam- eining hefur óbeint þegar átt sér stað með skipulagðri eignaupp- töku hjá fyrirtækjunum. Sjávar- útvegsfyrirtæki Islands h/f er staðreynd - fyrirsjáanlegur halla- rekstur þess eignalausa fyrirtækis er ábektur af ríkissjóði. Skúli er þingmaður rikisstjórnar- flokksins. Aspartam ekki hættulegt Vegna greinar, sem birtist í Helgarblaði Þjóðviljans, föstu- daginn 2. febrúar 1989, undir yfirskriftinni „Drekktu „diet“, vertu ruglaður, tapaðu minn- inu“, vill Hollustuvernd ríkisins koma eftirfarandi athugasemd- um á framfæri. í grein Þjóðviljans er vitnað til umfjöllunar í tímaritinu New Sci- entist í febrúar á s.l. ári, þar sem greint er frá upplýsingum sem fram komu á fundi bandarískra samtaka (154th National Meet- ing of the American Association for the Advancement of Sci- ence). Ekki var um að ræða nið- urstöður birtar í virtu vísindariti, heldur umfjöllun um erindi sem flutt var á fundinum af H. J. Ro- berts, þar sem fjallað var um sæt- uefnið Aspartam (NutraSweet). í grein Þjóðviljans er bent á að Matvæla- og ly fj aeftir lítið í Bandaríkjunum (FDA, Food and Drug Administration) hafi ekki bannað notkun aspartams, þrátt fyrir að stofnunin hafi feng- ið hundruð kvartana frá neytend- um. Þar sem neytendur aspart- ams í Bandaríkjunum eru yfir 100 miljónir, er ekki að undra þó kvartanir berist til stofnunarinn- ar, en ljóst er að orsakir slíkra kvartana geta verið ýmsar. FDA hefur ásamt öðrum aðilum (t. d. CPC, Center for Disease Cont- rol) athugað þær kvartanir sem neytendur þar í landi hafa lagt fram og hefur CDC m. a. birt skýrslu með niðurstöðum slíkra athugana. Niðurstöður þeirra eru þær, að ekki sé hægt að benda á tengsl milli neyslu aspartams og kvartana neytenda. Því hefur FDA ekki séð ástæðu til að banna notkun efnisins, sem reyndar hef- Þórhallur Halldórsson skrifar ur aukist á undanförnum árum, á sama tíma og kvörtunum neytenda fer fækkandi. Er nú heimilt að nota aspartam við mat- einnig að 45% þeirra kvörtuðu undan höfuðverk cftir neyslu vörunnar sem ekki innihélt asp- artam (placebo) Engin tengsl er því hægt að rekja milli neyslu asp- artams og kvartana þessara ein- staklinga. Hollustuvernd ríkisins hafa nú „ Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerð- ar á sœtuefninu Aspartam með tilliti til eitur- efnafrœðilegra áhrifa og niðurstöður þeirra benda ekki til þess að heilbrigðir einstaklingar verðifyrir skaðlegum áhrifum vegna neyslu vörutegunda, semframleiddar eru með þessu sœtuefni. “ vælaframleiðslu í yfir 60 löndum, þ. m. t. á íslandi. Algengasta kvörtunin sem fram hefur komið er vegna höf- uðverks. Til samanburðar má geta þess, að í vísindaritinu New England Journal of Medicine, voru í nóvember 1987 birtar nið- urstöður svokallaðrar tví- blindrar rannsóknar, sem gerð var á fólki, sem kvartað hafði undan höfuðverk eftir neyslu aspartams. Þátttakendum var skipt í tvo hópa, sem neyttu síðan án vitneskju um efnasamsetn- ingu, annars vegar vöru sem ekki innihélt aspartam (placebo) og hins vegar aspartams, í magni sem samsvarar innihaldi þessa sætuefnis í 4 lítrum af gosdrykk. Niðurstöður sýndu að 35% þátt- takenda kvörtuðu undan höfuð verk eftir neyslu aspartams og Drekktu „diet“ vertu ruglaður tapaðu minninu Allir knnnasl vlö horrcnglurn- nr í sumlbolumiin, scm koina hlaupandi cflir sandströndinni i blóörauðu sólarlagi og slcngja svo I sig heilli flösku af „dict“drukk. Samkvscmt raunsóknum ciga |nir sem svolgra slíka drykki ótæpi- lcga á hættu nð Inpa minninu, missa sjón, |>jóst aí alvarlcgum sljólcika og fá liausvcrk. I’etta kom íram viö rannsókn á 551 cinstaklingum sein voru látn- ir ncyta sxtucfnisins „aspart- ame“ sem markaðssett cr undir vörumerkinu „Nutra Swect“. 157 þátttakcndur ( rannsókninni fundu fyrir alvarlcguin vanda- ntálum. Tímaritið New scicntist skýrði frá þcssunr niðurstöðum. Hllcfu misstu sjón á öðru eða báðuni augum, þriðjungur þjáðist af al- varlcgum sljóleika, helmingur til- kynnti mikinn höfuðverk. Átján ára karlmaður, sem drakk nærri 2 lítra af „dict“gosi daglega rataði stundum ekki heim til sín. Ef neyslunni var hætt kom í Ijós að áhrifin, sórstaklega minnis- lcysið og ruglið, hvarf. I»á kom í Ijós að konur virtust þrisvar sinn- um nsmari fyrir alvarlegum áhrifum sxtuefnisins. Matvxla- og lyfjaeftirlitið í Bandarfkjunum hefur fengið hundruð kvartana vegna sætunn- að. borist niðurstöður rannsókna, sem að hluta til voru kynntar á síðastliðnu ári (1988 Annual Me- eting of The Federation of Amer- ican Societies for Experimental Biology), en sem enn hafa ekki verið birtar opinberlega. Er hér um að ræða niðurstöður um- fangsmikillar tví-blindrar rann- sóknar, sem nýlega er lokið í Bandaríkjunum, með þátttöku 108 sjálfboðaliða. Þátttakendur neyttu aspartams daglega í sex mánuði, í magni sem samsvarar innihaldi aspartams í 10 lítrum af gosdrykk. Er magn þetta nálægt helmingi meira én markgildi efn- isins (ADI-gildi, Acceptable Da- ily Intake) og u.þ.b. þrjátíu sinn- um meira en áætluð dagsneysla fólks af aspartam í Bandaríkjun- um. Klínískar athuganir, sem gerðar voru á þeim þátttakend- um sem neyttu aspartams, sýndu engar marktækar breytingar samanborið við þá sem ekki neyttu aspartams (placebo). Rannsóknin sýndi einnig sömu niðurstöður varðandi athugun á þeim þáttum, sem neytendur í Bandaríkjunum hafa kvartað mest undan, þ. m. t. höfuðverk- ur. Umfangsmiklar rannsóknir hafa verið gerðar á sætuefninu Aspartam með tilliti til eiturefna- fræðilegra áhrifa og niðurstöður þeirra benda ekki til þess að heilbrigðir einstaklingar verði fyrir skaðlegum áhrifum vegna neyslu vörutegunda, sem fram- leiddar eru með þessu sætuefni. Þórhallur er forstöðumaður heil brígðiseftirlits Hollustuverndar ríkis ins. Fimmtudagur 23. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.