Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 7
Mannamein Uttminnir menn á besta aldri Samkeppni og metnaður grafa mönnum gröfá vinnustöðum þeirra Fátt er algengara nú á dögum harðrar samkeppni en að menn á besta aldri leggi allt í einu árar í bát, þeim finnst lífið orðið grátt og ömurlegt og puð þeirraundirsólunnieinskis virði. Þeir hafá brunnið upp eins og það heitir. Og þetta hendir ekki síst menn sem hafa byrjað störf sín mjög gal- vaskir, bjartsýnirog metnað- argjarnir. Dæmi héðan og þaðan úr heiminum skulu til nefnd: Háskólakennari var í upphafi síns starfa allra manna elskuleg- astur við stúdenta, jákvæður í umbótamálum, laus við stétta- hroka. Nú gengur hann til verka með hangandi hendi, hleypur á eftir sálfræðingum, forðast þessa apaketti sem kallast stúdentar. Ung kennslukona byrjar glöð og kappsöm að kenna. Og hún er ekki búin að starfa nema eitt eða tvö ár þá er hún orðin taugahrúga og finnst hún geti ekki komist yfir hvunndagsleikann nema æpa á nemendur og refsa þeim með ein- um eða öðrum hætti. Vel metinn lögfræðingur þolir hvorki fjölskyldu sína né við- skiptavini og verður að beita sig hörðu til að koma fram við þá af sæmilegri kurteisi. Hann er að farast úr sjálfsvorkunn og vill ekkert frekar en að hann sé látinn afskiptalaus, fái að vera í friði. Til hvers er maður að þessu? Fyrir nokkrum árum höfðu sál- fræðingar og þeim skyldir ráð- gjafar einna mest að gera við að reyna að leysa úr sambýliserfið- leikum kynjanna og öðru því sem snýr að einkalífi manna. En nú eru vandræði tengd vinnustað að taka við sem fyrirferðarmest við- fangsefni. Hér er um einskonar andlegan krankleika að ræða sem einkennist af langvarandi þreytu, sinnuleysi, hundingjahætti. Allt er einhvernveginn tilgangslaust: Til hvers er maður að þessu? Til hvers er þetta fólk allt að kvarta við MIG? Veit það ekki hvernig mér líður sjálfum? Maginn lætur illa, svefn er slæmur. Og þessi óf- ullnægja, hún brýst ekki fram í uppreisn eða uppgjöri, hún leitar inn á við og breytir persónunni til hins verra. Þeir sem áttu eld áhugans Mjög algengt er að fyrir þessu verði vel menntað fólk í störfum sem felast í þjónustu við aðra. Og það fylgir einatt með, að þetta fólk hafi gert sér mjög háar hug- myndir um hlutverk sitt þegar það hóf starfsferil sinn og ætlaði að „breyta heiminum" á sinn hátt. Hvernig stendur á þessu? Bandarískir félagssálfræðingar hafa að undanförnu leitað svara við þeirri spurningu í margvís- legum rannsóknum og þeif hafa komið upp með þetta hér: Þeir brenna gjarna upp sem hafa sett sér mjög erfið og langsótt mark- mið sem oftar en ekki er ómögu- legt að ná nema með ofurmann- legu átaki (og óvíst samt að vel til takist). Hjúkrunarfólk, félags- ráðgjafar og fleiri koðna oft niður með þeim hætti að gerðar eru til þeirra miklar kröfur - en viður- kenningu fá þau enga eða litla. Annar mjög stór hópur þeirra, sem brenna upp til agna kannski þegar um fertugt, eru metnaðar- gjarnir uppar í fyrirtækjum, sem sjá allt í einu fyrir sér að þeir eru að stöðvast á frambrautinni, komast ekki lengra, mega þakka fyrir að þeir haldi þeirri stöðu sem þeir hafa þegar náð. Að bregðast við Þegar sú upplausn persónu- leikans sem hér hefur verið kennd við brennslu, er hafin, bregðast menn við með mis- jöfnum hætti. Sumir gæta einskis Sigurvin Ossurarson Minningarorð Einn hinn ötulasti af liðs- mönnum Kommúnistaflokks ís- lands, Sigurvin Össurarson, lést í Reykjavík 5. febrúar 1989. - Sig- urvin var fæddur 28. mars 1907 í Kollsvík í Rauðasandshreppi. Foreldrar hans voru Össur bóndi þar Guðbjartsson, einnig bónda þar, Ólafssonar, og eiginkona hans Anna Guðrún Jónsdóttir bónda á Hnjóti í Örlygshöfn við Paterksfjörð. Kona Guðbjarts Ólafssonar, amma Sigurvins, var Magdalena Halldórsdóttir, Ein- arssonar Jónssonar hreppstjóra í Kollsvík, sem Kollsvíkurætt er af komin. (Sjá „Kollsvíkurætt“, eftir Trausta Ólafsson, Rvk, 1960, bls. 276.) Sigurvin ólst upp við hin dag- legu störf til sjávar og sveita, en ekki aðra skólagöngu en þriggja vikna setu í farskóla í fjóra vetur. Þeirrar tilsagnar minntist Sigur- vin með glettniskenndri hlýju, en kennari var sr. Þorvaldur í Sauðlauksdal. Á unglingsárum fór Sigurvin til sjós, á sjó var hann lengstum tvo áratugi. Tví- tugur fluttist hann með foreldr- um sínum að Mýrum í Dýrafirði. Um það leyti kvæntist hann (fyrra sinni) og stofnaði heimili. Sigurvin Össurarson fluttist búferlum til Reykjavíkur um 1930. Tók hann þá vinnu, sem til féll, ásamt atvinnubótavinnu. Gekk hann þá til liðs við Komm- únistaflokk Islands. Hann var við „Gúttó“, þegar átök urðu þar, meðan fundur í borgarstjórn stóð yfir 9. nóvember 1932, og tók hann þá nokkrar ljósmyndir. Litlu síðar var hann ráðinn á b/v Geir, það mikla aflaskip, og naut þess, að hann var góður fískari. Á Geir var hann í 10 ár. Þess má geta, að hann hafði jafnan með sér kennslubók í ensku, og las í henni, þegar hann kom því við, og náði hann góðum tökum á málinu. Fyrstu stríðsárin sigldi Sigurvin þannig til Englands á b/v Geir. Eins og kunnugt er, var b/v Geir í 60-70 sjómflna fjarlægð, þegar þýskur kafbátur sökkti b/v Reykjaborg, stærsta fiskiskipi landsins, á leið til Fleetwood. Á bakaleiðinni stöðvaði kafbátur b/ v Geir og beindi að honum fall- byssu. (Frá því atviki sagði Matt- hías Johannessen í „Morgunblað- inu“ 12. aprfl 1968.) í land mun Sigurvin hafa farið 1941. Um það leyti kynntist ég honum í félagsstarfi Sósíalista- flokksins, sem hann lét mjög til sín taka. Tók ég eftir, að Sigurvin var flestum betur að sér um gang styrjaldarinnar, en vissi þá ekki, hve mjög hann lagði sig fram um það. Hefur Halldór Kiljan Lax- ness sagt svo frá: „Undursam- legt, að þessi íslenski verkamað- ur skuli hafa verið við hlið mér skref af skrefí, frá einni dagstund til annarrar, allan tímann sem ég var að berjast við Hitler,“ sagði Boris Polevoj, þegar ég kom til hans í Moskvu eftir íslandsferð- ina, sýndi mér gjöf til vinar síns Sigurvins Össurarsonar: Evrópu- kort, þar sem Sigurvin og félagar hans höfðu dregið strik og fært til flagg oft á dag, eftir því, hvar fréttirnar sögðu, að Rauði herinn stæði þá, uns yfir lauk fyrir Hitler og fáninn með hamri og sigð var dreginn að hún yfir Berlín.“ (For- máli að Sönnum manni eftir Bor- is Polevoj.) Þáer þess að geta, að Sigurvin lagði jafnframt stund á rússnesku og innan tíðar las hann rússneskar bækur og blöð sér til ánægju. í hálfan annan áratug frá stríðslokum viðhafði Sigurvin starfsheitið bílstjóri, þótt verka- mannavinnu og grásleppuveiðar legði hann ekki síður fyrir sig en akstur vörubfls. En á sjötta árat- ugnum stofnaði hann og fleiri ís- torg hf. Flutti ístorg hf. inn ýmsa muni frá Ráðstjórnarríkjunum og Kína og öðrum sósíalískum löndum og hafði opna sölubúð á Hallveigarstíg. Um 1965 fór Sig- urvin að flytja inn Hellesen- rafhlöður, sem hann seldi í fyrstu í búðir úr bfl sínum. í kringum þann innflutning stofnaði hann Hnitberg hf. Fékkst hann síðan við innflutningsverslun til dauða- dags. Fyrri kona Sigurvins var Guð- rún Helga Kristjánsdóttir frá Kollsvík. Eignuðust þau sex börn. Hana missti Sigurvin. Lið- lega sextugur giftist hann Zítu Kolbrúnu Benediktsdóttur og eignuðust þau þrjú börn. - Sigur- vin þótti góður meðalmaður að hæð, var vel að manni og hinn röskvasti maður, hreinskiptinn og einarður. Hann var líka glöggur maður og víða vel heima. Reykjavík 18. febrúar 1989 Haraldur Jóhannsson annars en að raða í sig sælgæti fyrir framan sjónvarpið, aðrir auka mjög sinn drykkjuskap. Enn aðrir hella sér út í vinnusýki, leggja enn meira á sig, þeytast á alla fundi og ráðstefnur eins og óðir menn. En kannski er sá hóp- ur stærstur sem eins og hverfur inn í sig - allur þessi sægur manna sem situr á skrifstofum, sjúkra- húsum, í skólum og á stofnunum og reynir einhvernveginn að láta daginn líða í vélrænu hugsunar- leysi. AB byggði á Spiegel. Leiðrétting Upphaf Ijósvakarýni Guðmundar Andra Thorssonar í þriðjudagsblað- inu varð vegna mistaka í vinnslu ekki alveg einsog vera átti, og er því hér endurbirtur með afsökunarbeiðni: Árni Björnsson þjóðháttafræðing- ur var um daginn að reifa hér í blað- inu þá kenningu að ísland hefði verið nokkurs konar elliheimili dasaðra víkinga á þeim tímum þegar land var að byggjast og við værum þannig séð ekki afkomendur horskra víkinga, heldur gamalmenna. Nú þarf maður ekki nema að hafa byrjað á nokkrum fslendingasögum til að sjá að þetta er hárrétt ábending hjá honum, og sennilega er þarnakomin skýringin á því hvers vegna við erum alltaf að nöldra þetta, síröflandi, eilíft tuð. Innst inni erum við íslendingar þras- gjörn og sífrandi gamalmenni. Við erum elliær þjóð - Tómas Jónsson Metsölubók er jafn átakanlegur speg- ill fyrir okkur að horfa í og hann var fyrir tuttugu og tveimur árum. ITT litasjórrvarp er fjárfestíng i v-þýskum gæöumog

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.