Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 23.02.1989, Blaðsíða 9
M IÐNTÆKNISTOFNUN 11 ÍSLAf^|g^^ Eftirfarandi námskeið verða haldin á næstunni hjá Iðntæknistofnun: Fræðslumiðstöð iðnaðarins og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins: 6. -7. mars Steyputækni. Ætlað þeim er að vinna við fram- leiðslu á steinsteypu. Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins kl. 9.-16. Timburflokkun. Ætlað timburkaupmönnum, smiðum og öðrum er þurfa að meta timbur. Haldið um miðjan mars. 15. mars Viðhald og viðgerðir. Ætlað iðnaðarmönnum og umsjónar- og eftirlitsmönnum húseigna. 27.-31. mars Stýritækni í tréiðnaði. Ætlað stjórnendum í tré- iðnaði. Lengd námskeiðs er 30 kennslustundir. Rekstrartækni: 7. -21. mars Stofnun og rekstur fyrirtækja. Námskeið sér- staklega ætlað konum, sem hyggjast stofna fyrirtæki eða hafa þegar stofnað fyrirtæki. Verkstjórnarf ræðslan: 2. mars Samstarf og samvinna. 6. mars Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. 8. mars Að skrifa skýrslu. 10. mars MULTIPLAN-forrit og greiðsluáætlanir. 13. mars Verktilsögn og vinnutækni. 15. mars Stjórnun breytinga og samskiptastjórnun. 17. mars Verkefnastjórnun. Námskeiðið verður haldið á Akureyri. 29. mars Öryggismál. Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntæknistofnunar. Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í síma 687000. GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA. Félag leikstjóra á íslandi Félagar! Munið félagsfundinn í dag, fimmtudag- inn 23. febrúar kl. 17.00, í Félagsheimili leikara. Fundarefni: Hver er hræddur við Virginíu Wolf? Stjórnin Vörubílstjóra- b> Ij félagið Þróttur Reykjavík lýsir eftir listum til kjörs stjórnar og trúnaðar- mannaráðs 1989. Listar verða að berast til skrif- stofu félagsins, Borgartúni 33, í síðasta lagi mánudaginn 6. mars kl. 12.00 á hádegi. Kjörstjórn Eiginmaður minn, faðir okkar tengdafaðir og afi Eiríkur Briem Snekkjuvogi 7 verður jarðsunginn 24. febrúar n.k. kl. 15.00 frá Hallgríms- kirkju. Maja-Greta Briem Haraldur Briem Snjólaug Ólafsdóttir Eiríkur Briem Guðrún Briem og barnabörn FRÉTTIR Manneldi Neyslu- könnun á landsvísu 6 miljónum hefur ver- ið veittaffjárlögum til mótunar manneldis- stefnu Laufey Steingrímsdóttir, nær- ingarfræðingur hefur verið ráðin til þess að stjórna neyslukönnun, en hún felst í því að kanna fæðun- eyslu og afla upplýsinga um mat- arvenjur Islendinga. Það er gert ráð fyrir að neyslukönnunin verði undirbúin á þessu ári, en hún nær yfir allt landið og hefur slík könnun ekki verið gerð síðan 1939 og þá undir stjórn Júlíusar Sigurjónssonar prófessors í læknisfræði. Til- gangur könnunarinnar er að nota niðurstöður hennar til þess að hafa áhrif á ákvarðanatökur er varða matarvenjur íslendinga, t.d. við innflutning á matvælum. Unnur Stefánsdóttir hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráð- uneytinu er verkefnastjóri, en verkefnið er í heild sinni unnið af Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, Manneldisráði og heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að úrvinnsla gagna fari fram á árinu 1991. eb Útvarp Rót Skuldum pappír, ekki peninga Gjaldheimtan í Reykja- vík krefst gjaldþrota- skipta á Utvarpstöðinni Rót. Soffía Sigurðardótt- ir: Skuldum skattinum skattskýrslu en ekki pen- inga - Við mættum ekki til skipta- fundar hjá skiptaráðanda í Reykjavík vegna þess að við höf- um aldrei verið boðuð. Við lásum það í blöðum um helgina að þess væri krafst að Rót hf. yrði tekin til gjaldþrotaskipta, sagði Soffla Sigurðardóttir framkvæmda- stjóri Rótarinnar. Soffía sagði að Gjaldheimtan krefðist gjaldþrots vegna skuldar sem er tilkomin vegna þess að Skattstofan í Reykjavík áætlaði tekjur stöðvarinnar fyrir árið 1987 en þá var stöðin ekki tekin til starfa. - Við höfum haft ærinn starfa við að redda raunverulegum skuldum stöðvarinnar og því hef- ur lent milli stóla að skila skatt- skýrslu fyrir árið 1987, sagði Soff- ía. Hún sagði að rekstur stöðvar- innar stæði nú undir sér, en því miður gengi erfiðiega að greiða upp gamlar skuldir. -sg Lánskjör 1,25% hækkun vísitölu Lánskjaravísitalan fyrir mars- mánuð er 1,25% hærri en í þess- urn mánuði. Umreiknað til árs- hækkunar hefur vísitalan hækkað um 16,1%, en 13,3% síðustu 3 mánuði og 8,3% síðustu 6 mán- uði. ALÞYÐUBANDALAGIF) Fundur í verkalýðsmálaráði Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins er boðað til fundar kl. 13 sunnu- daginn 26. febrúar. Fundurinn verður í Miðgarði, Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Staða efnahagsmála ★ Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra 2. Verkalýðshreyfingin og samningamálin ★ Elín Björg Jónsdóttir, ritari BSRB ★ Páll Halldórsson, formaður BHMFt ★ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ ★ Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfólagsins Jökuls 3. Önnur mál. Björn Grétar Sveinsson formaður verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagið Akureyri Opið hús Opið hús verður fimmtudagskvöldið 23. febrúar kl. 20.30 í Lár- usarhúsi. Upplestur og kaffiveitingar. Stjórnin. Sigríður Heimir AB Hafnarfjörður Félagsfundur um fjárhagsáætl- un Alþýðubandalagið í Hafnarfirði og bæjarmálaráð boða til fólagsfundar, fimmtudaginn 23. febrúar kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 11. Magnús Jón Árnason bæjarfulltrúi kynnir fjárhagsá- ætlun og helstu framkvæmdir í bænum á þessu ári. Önnur mál. Stjórnin Magnús Jón FLOAMARKAÐURINN Dýna til sölu 100x180 sm, 30 sm á þykkt. Upp- lýsingar í síma 688906 fyrir hádegi. Til sölu ódýrt Husquarna eldavél og gufugleypir með kolasíu. Upplýsingar í síma 19772. Barnastólar Notaðir Britax barnastólar til sölu. Sími 21636. Óska eftir fatahengi til að festa í vegg með hillu og þverslá. Sími 17087. Fiskabúr með skrautfiskum og öðru tilheyrandi til sölu. Upplýs- ingar í síma 26439. Gefins þvottavél Candy þvottavél fæst gefins gegn því að vera hirt af staðnum. Upplýs- ingar í síma 11096. Víl selja 120 litra fiskabúr með 2 dælum og sandi. Upplýsingar í síma 43318. Þrekhjól til sölu. Verð kr. 13.000. Upplýsing- ar í síma 32101. Til sölu mjög vel með farið barnarúm frá versluninni Fífu fyrir 0-6 ára aldur. Á sama stað óskast heimilisorgel. Upplýsingar í síma 72096 eftir ki. 17.00. Notað til sölu klósett, bað, vaskur og ýmislegt annað í baðherbergi. Einnig svefnsófi, sófi o.fl. Upplýsingar í síma 78181. Óska eftir að kaupa kojur vinsamlegast hringið í síma 72617. Bráðvantar einstaklingsíbúð helst miðsvæðis eða í vesturbæ. Upplýsingar í síma 12444 frá kl. 9-5 virka daga. Til sölu Pigini takkaharmonikka, sem ný, svigskíði, lengd 1,40 sm, skór, bindingar, stafir og skautar nr. 36, lítill svefnstóll, nýr svartur, fínn leð- urjakki nr. 44 og ný, grábrún fra- kkakápa nr. 40-42. Upplýsingar í síma 91-685331 á kvöldin og 91- 23218 milli kl. 14 og 18. Skíði - hansahillur Þrenn skíði með bindingum til sölu ódýrt. Lengd: 170, 180 og 190 sm. Einnig skíðaskór nr. 42. Ennfremur hansahillur með hilluskrifborði. Selst mjög ódýrt. Sími 41289. Ungt par í námi með eitt barn óskar að leigja litla íbúð á Reykjavíkursvæðinu. Smá- vegis heimilisaðstoð kemur til greina. Vinsamlegast hringið í síma 73561 um helgina. Karlmaður óskar eftir einstaklingsíbúð eða herbergi með aðgangi að eldhúsi og baði. Upplýsingar í síma 24329. Snjódekk á Volvofelgum Til sölu 4 góð snjódekk á Voivofelg- um. Upplýsingasími í vinnutíma 30630, annars 22876. Óska eftir ódýrum ísskáp Upplýsingar í síma 32019. Til sölu sem nýtt IFÖ, hvítt salerni, mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 24362. Hundur - bíll Vegna brottflutnings þrufum við að losna við gullfallegan 1 Vz árs gaml- an Scháfer hund. Einnig til sölu lítið ekin Fiat Panda árg. '83. Upplýs- ingar i síma 91-30659. Óskum eftir 3 herbergja ibúð á leigu frá 1. júní nk. Erum 4 í heim- ili, hjón, 9 ára drengur og ungbarn. Upplýsingar í síma 13101. Óskast gefins - fæst gefins Eldavél óskast gefins. Á sama stað fást gömul húsgögn gefins. Upplýs- ingar í síma 84563 á kvöldin. Til sölu Trabant station '87 Öndvegis bíll. Selst með sumar- og vetrardekkjum. Upplýsingar í síma 17618. Svefnbekkur gefins Eins manns svefnbekkur með rúm- fatageymslu fæst gefins. Uþplýs- ingar í síma 82534 fyrir hádegi og eftir kl. 20.00. Ibúð óskast 5 manna fjölskylda frá Neskaup- stað óskar að taka á leigu íbúð frá og með apríl. Upplýsingar í síma 17087 eða 97-71778. Til sölu Frystiskápur, ryksuga, svefnbekkir, hjónarúm, hlaðrúm, kommóður, eldhúsborð, sófaborð, borðstofu- stólar, hægindastólar o. fl. Sími 688116 kl. 17-20. Ný fótaaðgerðastofa Fjarlægi líkþorn, meðhöndla inn- grónar neglur, almenn fótsnyrting o.fl. Tímapantanir alla virka daga frá 9.30-10.30. Guðríður Jóels- dóttir, med. fótaaögerðasér- fræðingur Borgartúni 31, 2. h.h., sími 623501. Líflaust hár? Skalli? Vöðvabólga? Offita? Hrukkur? Sársaukalaus, skjótvirk hárrækt með „akupunktur", HE-NE leyser og rafmagnsnuddi. Hrukkumeð- ferð, svæðanudd, megrun, Biotron- vítamíngreining. Hringdu og fáðu nánari upplýsingar. Einar alvönd- uðustu heilsu-snyrtivörur á mark- aðnum, BANANA-BOAT og GNC, úr kraftaverkajurtinni ALOE VERA. Komdu og fáðu ókeypis upplýsing- abækling á íslensku. Póstsendum út á land. HEILSUVAL, Laugavegi 92 (við Stjörnubíóplanið), sími 11275. Flóamarkaður Opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda- laust úrval af góðum og umfram allt ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót- taka á sama stað og tíma. Flóam- arkaður SDj, Hafnarstræti 17, kjall- ara. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.