Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.02.1989, Blaðsíða 13
Sassanída. íslam vann af kristninni mestan hluta Vestur- Asíu, upphaflegs kjarnaávæðis hennar, og alla Norður-Afríku. Balkanlönd og Pýreneaskagi voru um aldaraðir undir yfir- ráðum múslíma og sókn þeirra inn í Mið-Evrópu var hvað eftir annað stöðvuð með naumindum. Múhameð leit á sig sem síðast- an og mestan í röð spámanna, Jesúsar, Móse og annarra, sem komið hefðu fram til að opinbera mannkyninu vilja Guðs. í sam- ræmi við það er meginatriði í ís- lam að boðskapur Múhameðs sé endanlegur, fullkominn, og hið eina rétta sé því að allt mannkyn aðhyllist þann boðskap. Sam- kvæmt íslömskum rétttrúnaði er það því óhugsandi að önnur trú- arbrögð séu metin jafnhátt íslam. gir frá Vínarborg eftir tvísýna viðureign. Þá var hafið tímabil hraðrar framþróunar í Evrópu en hnignunar í íslam, og náði sú þró- un hámarki í byrjun þessarar aldar, er gervallur íslamsheimur var orðinn meira eða minna háð- ur Evrópuríkjum. Múslímar, aldir upp í þeirri sannfæringu að þeirra trú væri öllum æðri, brugðust við þessum kringumstæðum með ýmsu móti. Sumir beygðu sig fyrir þessu sem vilja Allah, hvers vegir eru að sjálfsögðu órannsakanlegir, reyndu að forðast vestræn og evr- ópsk áhrif og lifa í blindri hlýðni við lögmál íslams. Trúarbragða- fræðingar hafa kallað þá, sem þessa afstöðu tóku, íhaldsmenn. Þá voru og eru veraldarhyggju- menn, sem að vestrænni fyrir- I bannfæringu Khomeinis á Rushdie og bók hans felst fyrsta tilraun íslams í yfir 300 ár til að beygja vesturlönd kristninnar undir vilj a sinn Líklega er óhætt að fullyrða, að engin bók hafi á jafn- skömmum tíma valdið svo víð- tækum geðshræringum jafnvíða um heim sem Satanic Verses, Kölskavers, Satanssálmar eða hvað sem menn vilja kalla hana á íslensku. Ekki er hægt að segja að þessi skáldsaga indversk-breska rithöfundarins Salmans Rushdie hafí ennþá orðið til þess, að ís- lamsrfld og Vesturlönd hafí skipast í andstæðar fylkingar, en úlfúðinni út af henni er samfara hætta á að svo fari og sú úlfúð hefur leitt í Ijós að vissar líkur eru á að svo geti farið, af þessu tilefni eða einhverju öðru. Alexander Haig hershöfðingi, háttsettur í Bandaríkjastjórn á sinni tíð og þótti þá heldur kald- astríðssinnaður, sagði í sjón- varpsviðtali skömmu eftir að hann hafði látið af embætti að hann gæti vel trúað því að Banda- ríkin og Sovétríkin ættu eftir að þjappa sér saman gegn sameigin- legum andstæðingi, bókstafstrú- arhyggju íslams. Vera má að vit- undin um þann andstæðing eigi sinn þátt í því, að batnað hefur með risaveldunum tveimur upp á síðkastið. Afleiðingar heitra stríða og kaldra Sókn bókstafstrúarhyggju (fundamentalisma) í íslam und- anfarið er í sjálfu sér vottur minnkandi áhrifa Evrópu og Norður-Ameríku í heiminum. I byrjun aldarinnar voru Evrópa og Norður-Ameríka heimurinn í þeim skilningi orðanna, að þær gátu að mestu ráðið gangi mála í honum. Veiklun Vestur-Evrópu- velda af völdum heimsstyrjald- anna tveggja olli miklu um að það breyttist. Togstreita Vesturlanda annarsvegar og Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra hinsvegar hefur stuðlað að þróun í sömu átt. Klofningur hins tiltölulega ríka og öfluga norðurheims hefur leitt af sér aukið olnbogarými fyrir ríki suðurheims og möguleika á að hagnýta sér téða togstreitu á ýmsan hátt. Því fer að vísu víðs fjarri að suðurheimur sé nein samstillt fylking og íslamsríki eru enginn órofa bálkur heldur. Meðal mús- líma um allan heim vottar þó fyrir vissri samstöðu gagnvart kristna heiminum. Sú samstaða er ekki einungis í varnarskyni og á sér rætur sem ná aftur til upphafs ís- lams. Sigurför íslams Trúarbrögð þessi spruttu upp á svæði, þar sem fornsemískur heiðindómur, gyðingatrú og kristni af ýmsu tagi voru í einum graut. En jafnframt því að sækja mikið til eldri trúarbragða endur- speglaðist í hinum nýja sið þjóðernis- og útþensluhyggja Ar- aba, sem fékk með eindæmum hraða og víðtæka útrás vegna sameiningar þeirra undir grænum fána íslams og hnignunar grann- stórvelda, Býsans og Persaveldis Bók Rushdies flett í bókabúð í New York - síðan hafa öll eintök af bókinni verið fjarlægð þaðan og úr fjölmörgum öðrum bandarískum og evrópskum bókaverslunum af ótta um öryggi starfsfólks. krossfara og soldána af súnnatrú, sem æðstu menn þeirra vildu feiga. Sjítar í Líbanon, landi þar sem assassínar höfðu mikil áhrif, hafa á síðustu árum sýnt og sann- að að andi þeirra síðarnefndu lifir þar enn. Með mannskæðum sjálfsmorðsárásum hröktu heittrúarsjítar, er sækja andlega leiðsögn til Khomeinis, hersveitir vesturveldanna frá Beirút og ís- raela frá Suður-Líbanon. Það er eini hernaðarósigurinn, sem ísra- el hefur enn beðið fyrir aröbum, enda fara ísraelskir ráðamenn ekki leynt með að þeir telja samtök Líbanonssjíta skæðari andstæðing en Frelsissamtök Pal- estínu (PLO). Sovétmenn uggandi Bannfæring Khomeinis á Rushdie og bók hans er fyrsta al- varlega tilraunin af íslams hálfu í rúmar þrjár aldir til að beygja hin kristnu vesturlönd undir vilja sinn. Vesturlandamenn svara með því að vitna í meginreglur um skoðanafrelsi og alþjóðleg samskipti. En vestrænt lýðræði er af íslömskum bókstafshyggju- mönnum metið á við skurðgoða- dýrkun, tjáningarfrelsi er að þeirra mati fráleitt ef það er talið rekast á lögmálið og alþjóðlegar reglur um milliríkjasamskipti sömuleiðis, eins og sýndi sig best þegar menn Khomeinis tóku á vald sitt bandaríska sendiráðið í Teheran. Af sovéskri hálfu hafa menn reynt að halda sér utan við hama- ganginn út af Kölskaversum, sennilega í von um að spilla ekki samskiptum við íran, sem hafa farið batnandi undanfarið, en trúlega einnig af ótta við hugsan- legt áhrifavald Khomeinis karls meðal hins mikla fjölda sovéskra múslíma. Þeirra áhrifa hefur þeg- ar gætt í óeirðunum fyrir skömmu í Sovét-Aserbædsjan, sem er persneskt að menningu og sjíískt að trú, og Mið-Asíumúslímar kusu sér fyrir skömmu bókstafs- trúaðan framámann í stað ann- ars, sem talinn var dyggur þjónn ríkisins. En rétt er einnig að benda á, að ekki er Khomeini allt í vil í máli þessu, ekki heldur í íslams- löndum. í Arabaríkjum, þar sem ráðamenn óttast víða sókn bók- stafshyggjunnar, reyna menn að gera sem minnst úr málinu og stórímam al-Azharmoskunnar í Kaíró, virtustu menntastofnunar í íslam, hefur lýst því yfir að dauðadómur Khomeinis yfir Rushdie sé í ósamræmi við sjálft lögmál íslams. Meira að segja talsmaður líbýskra múslíma, þegna Ghaddafis, hefur fordæmt athæfi Khomeinis og sagt það vera múslímum til vanvirðu. Og ljóst er einnig að sumir ráða- manna írans, vitandi þess að það hefur sára þörf fyrir tækniaðstoð frá Vesturlöndum og snurðulaus viðskipti við þau, eru óhressir með téðar ráðstafanair æðsta ajatollans. En slíkur er máttur trúarinnar að gamalmenni þetta, sem kannski er þegar að meira eða minna leyti út úr heiminum, hefur allt ráð þeirra í hendi sér, af því að almenningur sér í honum fulltrúa og talsmann almættisins. ekki einungis að haldið sé í horf- inu gagnvart þeim eins og íhalds- menn vilja eða reynt að aðlagast þessum áhrifum eins og verald- lega sinnaðir múslímar hallast að. Sú meginregla bókstafstrúar- sinna að allt skuli aðlagað íslam þýðir að herská heimsvaldastefna íslams frá fyrri tíð er endurvakin. Samkvæmt bókstafnum er íslam alþjóðlegt og virðir landamæri einskis, eins og íranskir forustu- menn hafa tekið fram viðvíkjandi Rushdie. Að taka hollustu við þjóð eða ríki framyfir hollustu við trúna er guðlast samkvæmt íslömskum rétttrúnaði. Píslarvottar og assassínar íslamska bókstafshyggjan komst fyrst verulega á oddinn með valdatöku Khomeinis og klerka hans í íran fyrir áratug. íran hefur að því leyti sérstöðu meðal íslamsríkja að sjítatrú hef- Iranskir kvenstúdentar lýsa yfir stuðningi við dauðadóminn yfir Rushdie, uppkveðinn af Khomeini. Rétttrúnaðarstífni er einnig vel- þekkt úr sögu kristni og gyðing- dóms, en játendur þessara trúar- bragða hafa á síðustu öldum gerst æ veraldlegar sinnaðir og að sama skapi hefur umburðarlyndi í trú- arefnum aukist. Hliðstæð þróun er ekki óþekkt úr íslam, en hún hefur aldrei náð viðlíka eins langt og bókstafstrúarhyggjan er í eðli sínu hörð og árangursrík gagn- sókn gegn henni. íslamslönd háð Evrópu Fjandskapur sá milli íslams og kristni, sem hófst með stórfelld- um hernaðarlegum og trúar- legum sigurvinningum fyrr- nefndu trúarbragðanna á kostn- að hinna síðarnefndu, hefur aldrei aflagst. Öldum saman höfðu kristnir Evrópumenn fulla ástæðu til að óttast um líf trúar sinnar og menningar fyrir áh- laupum íslams. Þeirri hættu var ekki bægt frá fyrr en undir lok 17. aldar, er Tyrkir voru reknir öfu- mynd hölluðust að því að taka trúna ekki jafn alvarlega og hing- að til, þar eð strangtrúnaður væri framförum og eflingu íslamsríkja til trafala. Þeir hneigðust gjarnan að sósíalisma og þjóðernishyggju í einhverju formi; dæmi um þá eru valdhafar Egyptalands frá og með Nasser og Baathflokkurinn, sem ríkir í írak og Sýrlandi. Gagnsókn gegn vestrænum áhrifum í þriðja lagi kom fram bókstafstrúarhyggjan. Sam- kvæmt henni skal lögmáli íslams hlýtt í einu og öllu, en hinsvegar ekki einhliða snúið baki við fram- förum ættuðum frá Evrópu og Vesturlöndum, þar eð lögmálið taki til þeirra eins og alls annars jafnt að nýju sem fornu. Hinu nýja skal ekki einhliða hafnað, en það skal sveigt undir lögmálið, ekki öfugt. Þessu fylgir að gert er ráð fyrir gagnsókn gegn evróp- skum og vestrænum áhrifum, en ur verið þar ríkjandi s.l. 500 ár eða þar um bil. Bókstafstrúar- menn eru jafnt meðal súnníta og sjíta, en sýnt hefur sig að bókstafstrú og sjítatrú geta orðið næsta kröftug blanda og að sama skapi hættuleg andstæðingum. Píslarvætti er grundvallaratriði með sjítum, þar eð þeir Ali tengdasonur spámannsins og Hússein sonur hans, sem mest eru metnir með þeim næst Mú- hameð sjálfum, urðu báðir píslar- vottar að mati hinna trúuðu. Píslarvættishyggjan er vissulega fyrir hendi meðal súnníta einnig, en hún mótar hugarfar sjíta miklu meira. í hana er spunnin bjar- gföst trú á að hver píslarvottur sé öruggur um paradísarvist þegar að sér látnum. Assassínarnir, einhverjir sögu- frægustu morðingjar allra alda, voru sjítar og aðalbækistöðvar þeirra í fjöllum Norður-írans. Þeir buðu vísum dauða og pynd- ingum hiklaust byrginn við að myrða jafnt kristna höfðingja AÐ UTAN DAGUR ÞORLEIFSSON Bókstafstrú íslams í sókn Föstudagur 24. febrúar 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.