Þjóðviljinn - 25.02.1989, Side 1

Þjóðviljinn - 25.02.1989, Side 1
Laugardagur 25. febrúar 1989 40. tölublað 54. árgangur Vinnumarkaður Konur hafa 60% af tekjum karla Konur á aldrinum 35-50 ára ná að meðaltali aðeins 45 % af meðaltekjum karla á sama aldri. Minnstur launamunur í kennarastétt. Mesturhjá bankastarfsmönnum, á sjúkrahúsum og elli- og barnaheimilum. Kvenkynsforstjóraraðeins hálfdrœttingar á við karlana Lítið hefur dregið saman með tekjum karla og kvenna á vinnumarkaði á síðustu árum en Listahátíð Krakka- vika á Siglu- firði Hátíð og skemmtun fyrirbörnin íheila viku Listahátíð barnanna á Siglu- firði, sem nefnd hefur verið „Krakkavika“, hefst formlega á morgun sunnudag með tónleikum og sýningu í ráðhúsinu á mynd- verkum eftir börn á barnaheimili bæjarins. Að sögn Jóhönnu Kristjáns- dóttur forstöðumanns barna- heimilisins verður mikið um að vera í bænum á „Krakkavik- unni“. Á þriðjudag og fimmtu- dag sýnir leikhópur starfsfólks á barnaheimilinu og annarra bæjarbúa atriði úr Kardimomu- bænum í Nýja bíói. Á miðviku- dag verða barnatónleikar í ráð- húsinu og „Krakkavikunni" lýk- ur með sögustund næsta laugar- dag. - Þessi vika verður fyrir börnin hér á Siglufirði og það eru allir áhugasamir, jafnt börn sem full- orðnir, að gera þessa hátíð sem veglegasta og skemmtilegasta, sagði Jóhanna Kristjánsdóttir. á sama tíma hefur konum og eink- um giftum konum á vinnumark- aði stórfjölgað. Að meðaltali hafa konur um 60% af tekjum karla. Þar sem launamunurinn milli kynja er mestur á aldursbilinu 35- 50 ára, hafa konur að meðaltali aðeins 45% af tekjum karla. Þess- ar niðurstöður koma fram í nýút- komnu sérriti Þjóðhagsstofnunar um tekjur karla og kvenna á ís- lenskum vinnumarkaði. Þessi úttekt á tekjuskiptingu kynjanna er unnin að ósk forsæt- isráðuneytisins og voru fyrstu drög að henni lögð árið 1984. Sá hluti niðurstöðu athugananna sem nú er birtur er unninn upp úr skattframtölum frá árunum 1980 til 1986. Þá var einnig gerð sér- stök könnun þar sem leitað var beint til launafólks og er hún nú í vinnslu á vegum Framkvæmdan- efndar um launamál kvenna. Lengri vinnutími karla en kvenna er ein skýringin á launamuninum sem könnun Þjóðhagsstofnunar sýnir framá, en samkvæmt úrtakskönnun kjararannsóknanefndar var vinn- utími verkakvenna um 80% af vinnutíma verkakarla árið 1986. Launamun milli kynja í verslun- arstétt er ekki hægt að skýra á sama hátt þar sem vinntímu kvenna í þeirri stétt var um 95% af vinnutíma karla. Minnstur er munur á meðal- tekjum á meðal kennara og skólastjóra og ófaglærðs verka- fólks. Mest hallar hins vegar á konurnar í „hinum hefðbundnu“ kvennastörfum, í bönkum, á sjúkrahúsum, elli- og barna- heimilum og eru þó læknar og sérfræðingar undanskildir. Þá eru fullvinnandi forstýrur aðeins hálfdrættingar á við karla í for- stjórastólum. Meðaltekjur voru almennt iægstar í áðurnefndum „hefð- bundnum kvennastörfum‘% en hæstu meðaltekjurnar höfðu hins vegar sjómenn, læknar og tannlæknar og ýmsir yfirmenn, forstjórar og sérfræðingar en karlar eru í miklum meirihluta í öllum þessum stéttum. -íg- Fjögur högg á fimmtu braut, en þess skal getið að hún er sérstaklega erfið. Ólafur Ragnar Grímsson er þaulvanur minigolf-leikari og lét ekki á sér standa við opnun minigolf-leikjasalar í Ármúla í gær. Þetta er mjög góð fjölskylduskemmtun og ég mun áreiðanlega koma hingað aftur, sagði Ólafur og brunaði brosandi með kylfuna milli brauta. Mynd Jim Smart. Arnarflug Samningar ganga treglega Lítil von tilaðsaman gangimeðríkinu ogFlugleiðum. Steingrímur J. Sigfússon: Stendur mikið ímönnum að leysa dœmið. ASÍ íhugar samning til þriggja ára við Arnarflug. Gœti liðkaðfyrirþátttöku nýs hluthafa. Gengur hvorki nérekurhjáArnarflugsmönnum að safna auknufé Samningaviðræður ríkisins og Flugleiða stóðu yfír í allan gærdag og eftir kvöldmat mættu forsætisráðherra, fjármálaráð- herra og viðskiptaráðherra auk samgönguráðherra í viðræðurn- ar. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra sagði í viðtali við Þjóðviljann í gærkvöldi að samn- ingaviðræðurnar gengju treglega og það stæði mjög í mönnum að leysa þetta dæmi. Það yrði hins vegar reynt til þrautar. Ljóst er að Arnarflug er talið verðleggja sig of hátt, sérstaklega þegar tekið er mið af 500 miljón króna skuld félagsins. Flugleiðir telja sig ekki vera í aðstöðu til mikilla fjárútláta enda standa þeir í miklum fjárfestingum vegna flugvélakaupa og spurn- ingarmerki er sett við hversu miklar fjárhæðir ríkið er fúst til að leggja í viðskiptin. Margar leiðir hafa verið ræddar, þeirra á meðal að ríkið noti sitt framlag til Arnarflugs sem hlutafjáreign í Flugleiðum og nái þar með manni eða mönnum í stjórn félagsins. Hins vegar er enn sá möguleiki opinn að Arnarflug fari hreinlega í gjaldþrot. Miðstjórnarfundur ASÍ ákvað í gær að beina því til aðildarfélaga sinna hvort þau væru tilbúin að taka þátt í samningi til þriggja ára um orlofsferðir við Arnarflug. Er talið að sumir aðilar innan Samvinnuferða-Landsýnar og .Pólitík.á . laugamegi Pólitískt hádegisspjall á Hverfisgötu 105,4. hæðkl. 11-14 í dag. skólakerfið menningin kjaramálin varaflugvöllurinn ríkisstjórnin Þjóðviljinn/Alþýðubandalagið I Reykjavik framtíðin Svavar Gestsson menntamálaráðherra Allirvinstrimenn velkomnir miðstjórnar ASÍ geri sér vonir um að ef takist að semja um nægi- legan fjölda sæta til þriggja ára með þessum hætti, megi glæða áhuga fjársterkra aðila til að ger- ast hluthafar í Arnarflugi og losa félagið þar með úr þeirri úlfa- kreppu sem það er í. phh Kaupum ekki góðan vinnu- anda aftur Michael Prendergast breskur barnalæknir og barnageðlæknir í fróðlegu viðtali þar sem hann gagnrýnir harðlega árásir Mar- grétar Thatcher á breska heilbrigðiskerfið. Sjá síðu 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.