Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 10
ERLENT Skrifað í skugga pálmans Eftir stutta dvöl í Sydney er ekiö í steypiregni eftir hraöbrautum í noröurátt og stefnt aö næststærsta héraði New South Wales, Narrabri. Aksturinn tekur rúma sex tíma og hið markverðasta á leiðinni er hinn ofstopafulli kraftur regnsins, óravíðáttan, skógarnirog „Fjalliðbrenn- andi“ (The Burning Mountain) enda vekur slíkt heiti einhverj- ar kunnuglegar kenndir hjá ís- lendingum. Narrabri hérað er þekkt fyrir fjölbreytilegan og auðugan land- búnað. Rúmlega 16.000 manns búa á 13.000 km2 svæði héraðsins. Aðalþorpið, Narrabri, stendur við ána Namoi í Namoidal og liggur besta og öruggasta leiðin milli fylkjanna fyrir norðan, Qu- eensland, og sunnan, Victoria, þar um. Sem þýðir í raun að allar nætur og daga aka risastórir flutningabílar af öllum stærðum og gerðum eftir þessari hraðbraut með a.m.k. 120 km hraða á klst. (leyfilegur hámarkshraði er 100 km á klst.) f austri gnæfa Nandewar fjöllin og þar er að finna hinn stórfeng- lega þjóðgarð Mt. Kaputar. í vestri er hinn stóri kýpursvið- arskógur, The Pilliga Scrub, þar sem ótrúlegur fjöldi dýrategunda Ástralíu á heimkyni sitt og flóran skartar sínu fegursta. Vorið (þ.e.a.s. september - nóvember) er heppilegasti árstíminn til að kanna fjöllin og Pilliga. Hvaö skyldu þeir núræktahér, blessaöir? Hið ótrúlegasta af öllu er þó að fyrir u.þ.b. 70 árum var hér óræktað land, aðeins skógar, þar sem við ferðamanninum blasa nú Sólveig Einars- dóttir skrifarfrá Ástralíu gullnir hveitiakrar, baðmullar- akrar og allt virðist vera meira og minna ræktað. Sjá má sauðfé og nautpening á beit og þætti mörg- um æði búsældarlegt. Til nánari skýringar má nefna dæmi: Við þorpið Wee Waa var ræktuð baðmull á 26 ha svæði árið 1961 en nú er 80% af baðm- ullarframleiðslu í Ástralíu í New South Wales með miðstöð í Namoi-dal. Útflutningur nemur 500 miljónum ástralskra dollara á ári. Smábúbót það. Uppskeru- tími baðmullarinnar er á tímabil- inu apríl-júní. Hinn gullni akur Mikilvægasta korntegund Ást- ralíu og ein grundvallarfæðuteg- und mannkynsins er hveiti. 1987- 1988 fluttu Ástralir út tæplega 10 miljónir tonna af hveiti og eru Egyptar, íranir, Japanir og Kín- verjar stærstu kaupendurnir. Af þessum 10 milljónum tonna af hveiti voru 4 milljónir framleidd- ar í N. S. W. í héraðinu eru þar að auki þrjár mikilvægar, vísindalegar land- búnaðarrannsóknastöðvar og Ástralska stjörnukönnunarstöð- in (The Australian Telescope) sem vígð var í september 1988. Mörg smáþorp bera hér hin undarlegustu nöfn svo sem Wee Waa, Boggabri, Baan Baa o.s.frv. Jafnvel sú sem er óhag- mælt ætti að geta hnoðað saman ferskeytlu, ekki síst þegar birtan er einstakíega falleg og gullnum bjarma slær á kornið sem bylgjast á ökrunum. Kúreki eöa bófi? Að halda innreið sína í þorpið Narrabri minnir óneitanlega á sviðsmynd úr Villta vestrinu. Þig vantar aðeins hest og byssu og þarft að gera upp við þig hvort hlutverkið fellur þér betur - nema hvað bílamergðin eyði- leggur auðvitað allt saman. Þarna er nokkurs konar Laugavegur nema hvað tísku- búðirnar vantar en bankar eru einir 5-6. Þarna er að sjálfsögðu stór kjörbúð, pósthús og svo bjórstofan sem virðist þétt setin frá 10 f.h. til 22 e.h. Allir eru léttklæddir í hitanum, með hatta og sólgleraugu en þetta er hálfgert hrognamál sem þeir tala a.m.k. eru - æ - hljóðin dálítið mörg. Þeir segja m.a.s. okæ! Ætlar hann nú ekki bráöum aÖ fara aö rigna? Hitinn er mikill um þetta leyti árs. Meðalhiti í janúar er 26-28 C° og heitasti tími dagsins er ekki hádegið heldur nónbilið. Janúar er aðalsumarleyfistími fólks og flykkist það niður að strönd og ekur með tjaldvagna og báta í halarófum eftir hrað- brautunum. Það er stórskrítið að sjá jörð- ina skrælna í þurrkinum, svo mjög að í hana koma sprungur. Að rækta garðinn sinn felst m.a. í því að vökva og vökva og fylla þessi gapandi göt sem taka enda- laust við. f Queensland má finna svæði þar sem ekki hefur rignt í níu ár! Hvað segja bændur þá? Og hvernig skyldi nú veðrið vera heima á íslandi núna? Slanga í Paradís Engu Iíkist það öðru en ævin- týri að sjá garðana hjá fólki. Þú ferð út í garð og tínir, nú í janúar, tómata og agúrkur, baunir, gul- rætur, vatnsmelónur af ýmsum stærðum og gerðum, græn eða blá vínber, eggaldin, grasker og eftir nokkrar vikur appelsínur og Pálmatré (Mynd: Solveig) grapealdin. Og öll þessi tré, m.a.s. pálmatré. En það er betra „að hafa augað úti“ eins og stend- ur í gömlu kvæði. Ætli ýmsum yrði ekki dálítið hverft við þegar þeir gengu árla dags ut í matjurt- argarðinn sinn í björtu sólskini og sæju þá kolsvartan snák (The Black Snake), 1.30 m á lengd, góna góðlátlega upp í sólina með klofna tunguna á iði, örskammt frá sér? Hætt er við. Þó væri hætt- an sýnu meiri ef skepnan væri brún því þá mætti búast við árás. Þessir svörtu eru víst eitthvað skapbetri. Og hvað er til ráða? Jú, maður læðist burt, nær sér í skóflu og lætur höggið ríða á skepnuna miðja. Síðan verður að méla hausinn - með köldu blóði. Og til þess að hrollur megi fara um lesandann, þá má bæta við að ormurinn langi heldur áfram að hringa sig löngu eftir að hann er dauður. Gott ráð: Þegar snákur af minni gerð (The Yellow-Faced Snake) eitraður þó, villist inn í garðinn til þín, rúllar þú upp Sy- dney Morning Herald - eða Þjóð- viljanum - og setur á leið hans. Þegar snákurinn er skriðinn inn í hulstrið tekurðu fyrir báða enda og berð hann sigurglöð á braut. Betra ráð: Þú tekur hattinn af höfði þér og hendir yfir hausinn á slöngunni, tekur hann síðan upp á rófunni og heldur fast í bláend- ann og hristir svo hún nái ekki að hringa sig og berð síðan á braut. Ósæmilegt Lítil ánægja fæst út úr því að kveikja á sjónvarpinu í janúar, nema þú hafir takmarkalausan áhuga á krikket, golfi eða tennis. Þeir sem vilja sjá e-ð annað bera sig líka illa og má lesa harma- kvein þeirra í lesendadálkum dagblaðanna. „Not cricket“ þýðir hér á landi ósæmilegt eða óviðeigandi og mátti lesa andvörp móður í ein- um lesendapistlinum yfir þeim löngu liðnu, rómantísku dögum þegar nægði að haldast í hendur og hvíslast á ljúfum innantómum orðum. Sagði konuvesalingurinn sínar farir ekki sléttar þegar hún fór með dætrum sínum að sjá óp- eruna „Tosca“ flutta í lystigarði í Sydney. Allt umhverfis þær voru pör í hinum óviðurkvæmilegustu faðmlögum og þrautaráðið var að horfa sem fastast í sjónaukann og reyna að láta spillinguna ekki setja sig út af laginu. - Eða þann- >g- Hvenær skyldi hann hlæja fyrir mig? Þeir eru ekki margir sem vita að til eru tvær tegundir af Kooka- burra. Önnur er með bláleita vængi, hin er Dacelo gigas eða hláturfuglinn. Hér í New South Wales er hlát- urfuglinn Kookaburra að finna. Að sögn frumbyggja Ástralíu er morgunhlátur Kookaburra merki til himnabúa um að kveikja eldinn mikla sem lýsir og vermir jörðina á daginn. Hins vegar er hin flatneskjulega líf- fræðilega skýring sú að fuglinn er að tilkynna yfirráðasvæði sitt. Hláturfuglinn lifir í skógum og skóglendi þar sem trén eru nægi- lega stór fyrir hreiður þeirra en það er hola í trjástofninum. Þeir veiða bráð sína á opnum svæð- um, svo sem snáka, mýs, rottur og eðlur, auk þess sem þeir taka inn ákveðinn skammt skordýra daglega. Kennsla í hlátri! Dacelo gigas þarf ekki ferskt vatn og er gott dæmi um dýr sem hefur aðlagað sig hinu þurra loftslagi Ástralíu. Kookaburra verður allt að 20 ára gamall og óvenjulegt er að unginn fylgir foreldrum allt að fjórum árum, en strax þegar ung- inn er 15-19 vikna gamall fær hann kennslustundir í fæðuöflun - og hlátri. Með kveðju heim. Narrabri, 25.1. ’89 Burning Mountain (Mynd: Sólveig) Gata í Narrabri. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 25. febrúar 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.