Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 11
/ ERLENDAR FRÉTTIR Hirohito - Filippus hneigði sig ekki fyrir kistu hans. Hawaii 8-10 sogast út úr júmbóþotu Japan Jarðarför Hirohitos Fulltrúar yfir 150 ríkja viðstaddir, þaraf55 þjóðhöfðingjar Rúmlega 13 metra langt og rúmlega þriggja metra vítt op rifnaði skyndilega í gær á hægri hlið bandarískrar farþegaþotu af gerðinni Boeing 747, er þotan var fyrir skömmu lögð af stað frá Hawaii til Auckland á Nýja Sjá- landi. 8-10 af 336 farþegum, sem með vélinni voru, er saknað og er talið líklegast að þeir hafl sogast út um opið. Ahöfnin hafði þá þeg- ar snúið vélinni við vegna bilunar og hugsanlega sprengjuhótunar og tókst að lenda vélinni á flug- vellinum við Honolulu. Á annan tug farþega voru flutt- ir á sjúkrahús eftir að flugvélin var lent. Ekki er fullvíst hvað slysinu olli. Samkvæmt einni frétt hafði áhöfninni borist sprengju- hótun, en einn farþega, sem Hermálanefnd Tower of drykkfelldur Bush Bandaríkjaforseti beið fyrsta meiriháttar ósigur sinn í innanlandsmálum í gær er her- málanefnd öldungadeildar þing- sins hafnaði John Tower, sem Bush hafði útnefnt sem vamar- málaráðherra í stjórn sinni. Demókratar, sem eru í meiri- hluta í nefndinni, greiddu allir at- kvæði gegn Tower á þeim for- sendum, að hann væri of hneigður til víns og kvenna og of háður fyrirtækjum, sem fram- leiða fyrir herinn. Sam Nunn, demókrati frá Ge- orgíu og formaður nefndarinnar, kvað það fyrstnefnda hafa ráðið mestu um afstöðu sína, enda mætti ijóst vera að hættulegt gæti reynst að fá mjög drykkfelldum manni mikil ráð yfir hernum. Það næsta sem gerist í málinu er að útnefning Towers verður lögð fyrir öldungadeildina sjálfa, og segist Bush, sem aldrei hefur hvikað í stuðningi sínum við Tower, einskis ætla að láta ófreistað til að fá útnefningu hans samþykkta. Reuter/-dþ. fréttamenn ræddu við, kvaðst ekki hafa heyrt neina sprengingu. Hugsanlegt er' talið að einn hreyfillinn hafi sprungið og brak úr honum rifið upp flugvélarbol- inn, en ekki er heldur talið útilok- að að bolurinn hafi verið orðinn of ótraustur og rifnað upp af sjálfu sér. Vélin er 19 ára gömul og ein fyrstu júmbóþotanna sem Boeing smíðaði. Hún er í eigu flugfélagsins United Airlines. Reuter/-dþ. Að minnsta kosti átta menn voru drepnir og um 40 særðir í gær í Bombay, fæðingarborg rit- höfundarins Salmans Rushdie, er lögregla skaut þar á mannfjölda. Er þetta mesta mannfallið hingað til í einu út af skáldsögu rithöf- undar þessa, sem mikill styr stendur um, en áður höfðu sex menn verið drepnir í óspektum út af bókinni í Pakistan og einn í Kasmír, þar sem meirihluti íbúa er múslímar. Mannfallið í Bombay varð er mikill múgur múslíma, sem við hefðbundið föstudagsbænahald hafði fordæmt bók Rushdies, stefndi til ræðismannsskrifstofu Bretlands í borginni og lögregla bannaði fólkinu för þangað. Segja lögreglutalsmenn að mót- Igær fór fram í Tókíó jarðarför Hirohitos Japanskeisara, sem lést 7. jan. s.I., 87 ára að aldri, eftir að hafa ríkt í 62 ár. Er hann sá síðasti af ríkisleiðtogum sem kvað að í heimsstyrjöldinni síðari, er hverfur héðan. Aðalathöfnin stóð yfir í þrjá tíma í garði í Tókíó vestanverðri og varð viðstöddum þó nokkur þolraun, því að gærdagurinn var kaldasti dagur ársins til þessa í Japanogþaráðaukirigndi. Engu að síður röðuðu um 570.000 manns sér upp meðfram götum, sem líkfylgdin fór um frá keisara- höllinni til garðsins, þar sem að- alathöfnin fór fram, og þaðan til hins keisaralega grafreits. Yfir 150 ríki sendu fulltrúa, meira eða minna háttsetta, til að vera við jarðarförina, þar af 55 æðstu menn sína. Meðal þeirra voru Francois Mitterrand Frakk- landsforseti og George Bush Bandarfkjaforseti, er stríðsmenn Hirohitos voru næstum búnir að drepa í heimsstyrjöldinni síðari, er þeir skutu niður sprengjuflug- vél sem hann flaug. 14 konung- bornar manneskjur voru við- staddar, þeirra á meðal Filippus prins, sem mætti fyrir hönd Bret- lands. Eftir því var tekið að hann hneigði sig ekki fyrir kistu Hiro- hitos, en hinsvegar syni hans og eftirmanni, Akihito. f Bretlandi höfðu uppgjafahermenn og fleiri mótmælt því að nokkur færi í jarðarförina af Bretlands hálfu vegna stríðsglæpa Japana í heimsstyrjöldinni síðari. í Japan eru líka margir þess sinnis að Hirohito hafi verið ábyrgur fyrir stríðsglæpum og voru um 40 mótmælafundir haldnir víðsvegar um landið af því tilefni í gær. Miðaldra kona á einum fundanna líkti keisaranum látna við bandamann hans í eina tíð, Hitler, og minntist kamikaze- flugmannanna, sem tældir hefðu verið til að fórna lífi sínu fyrir mælafólkið hafi þá tekið til við að grýta bfla og strætisvagna, svo að lögreglan hafi séð sig tilneydda að grípa til skotvopna. Lögreglan hafði raunar bannað mótmæla- göngu þessa og handtekið undan- farinn sólarhring um 500 menn, sem grunaðir eru um að hafa haft eitt og annað í undirbúningi í þessu sambandi. Indland varð fyrst ríkja til að banna Kölskavers, umrædda bók Rushdies. Parlendir múslímar eru taldir vera um 100 miljónir talsins og má jafnan litlu muna að upp úr sjóði milli þeirra og hind- úa, sem eru mikill meirihluti landsmanna. Æðsti trúarleiðtogi Indlands-múslíma, Syed Abdu- llah Bukhari að nafni, er þó ekki ánægður að heldur og krafðist í gær skýringar á hverju það sætti, hann. 72 ára gamall uppgjafaher- maður, sem greinilega er ekki á sama máli, kvaðst hinsvegar vilja fylgja keisara sínum útyfir gröf og dauða, tók sér stöðu fyrir framan Igær voru birt í Algeirsborg úr- slit þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, er á að verða grundvöllur algerra umskipta í stjórn- og efnahagsmálum Alsírs. Samkvæmt stjórnarskránni, sem samþykkt var með rúmum 73 af hundraði greiddra atkvæða, afleggur Alsír nú miðstýrt hag- kerfi að sovésk-austurevrópskri fyrirmynd og tekur upp hagkerfi grundvallað á markaðshyggju. Alsír hefur verið eins flokks ríki frá því að það varð sjálfstætt 1962, en samkvæmt nýju stjórn- arskránni á landsmönnum að leyfast að stofna fleiri stjórn- málaflokka; Greinarnar um þetta eru þó nokkuð óskýrar og þar að að stjórnvöld Iétu það líðast að í bókum og blöðum þarlendis væri birt eitt og annað, sem múslímum væri ekki að skapi. Bukhari óskaði Khomeini ennfremur til hamingju með áskorun hans til múslíma um að drepa Rushdie. Ali Akbar Hashemi Rafsanj- ani, forseti íransþings, hélt því fram í gær að úrskurður Khom- einis gagnvart Rushdie væri ír- anska ríkinu óviðkomandi og yrði því ekki hægt að gera það ábyrgt fyrir neinu sem kynni að koma fyrir rithöfundinn í fram- haldi af úrskurðinum. Rafsanjani skilur með þessu móti á milli ríkis og „kirkju", sem er nokkuð undarlegt athæfi af bókstafstrú- uðum múslíma. Þessi ummæli þingforsetans endurspegla þær áhyggjur, sem sumir þarlendra stríðsminnismerki og byrjaði að spretta upp á sér kviðnum. Hann var truflaður við verkið og ekið í snarhasti með hann á sjúkrahús. Reuter/-dþ. auki stendur á einum stað að tryggt verði að vera að nýir flokk- ar „séu ekki á móti hagsmunum ríkisins." Stjórnarskráin tryggir landsmönnum einnig tjáning- arfrelsi og verkfallsrétt. Chadli Benjedid Alsírsforseti ákvað að koma í kring um- skiptum þessum eftir að óánægja landsmanna með rýrnandi lífs- kjör braust út í mannskæðum óspektum fyrir fjórum mánuð- um. íslamskir bókstafstrúar- menn, sem láta nú talsvert að sér kveða þarlendis, beittu sér hart gegn nýju stjórnarskránni, enda þýddi hún að þeirra mati að horf- ið væri frá vondri villu til annarr- ar jafnslæmrar. Reuter/-dþ. forustumanna hafa út af þeim skaða sem tiltæki Khomeinis hlýtur að valda íran viðvíkjandi samskiptum þess við Vesturlönd o.fl. ríki. Douglas Hurd, innanríkisráð- herra Bretlands, varaði í gær þar- lenda múslíma, sem eru um 750.000 talsins, við því áð grípa til ofbeldisaðgerða vegna bókar Rushdies og sagði að slíkt yrði til þess að vekja gegn þeim fjand- skap annarra landsmanna. Það yrði múslímum sjálfum verst ef fólk færi að halda að þeir hirtu ekki um landslög. „Dauðahótan- ir, tal um örvar er miðað sé á hjörtu, þetta er illt og viður- styggilegt að mati hverrar og einnar siðmenntaðrar mannes- kju,“ sagði ráðherrann. Reuter/-dþ. Rushdie Leiötogi Indlands- múslíma með Khomeini Blóðugar óspektir í Bombay. Æðsti leiðtogi indverskra múslíma krefst ritskoðunar. Rafsanjani reynir að draga í land. Innanríkisráðherra Bretlands aðvararþarlenda múslíma Eyðilagðir bílar í Algeirsborg eftir óspektirnar þar í okt. s.l. - þær leiddu til þess að gagnger kerfisbreyting var ákveðin. Alsír Ný stjómarskrá Horfið til markaðskerfis Laugardagur 25. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN - S(ÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.