Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 13
BÓKIN SEM ÉG ER AÐ LESA Bortferelsen eftir Mette Newth lynda og tekið þátt í að skapa og Mette Newth Bókin sem ég ér að lesa þessa dagana er Bortf0relsen eftir norsku skáldkonuna Mette Newth. Fyrir þá bók hlaut Mette norrænu barnabókaverðlaunin árið 1988 og Kristján Jóhann Jónsson er að vinna að íslenskri þýðingu hennar sem væntanleg er hjá Iðunni í haust. Bortf0relsen er magnað verk. Hún greinir frá dansk-norskum Grænlandsleiðangri á sautjándu öld og segir sögu tveggja ungra ínúíta sem rænt var og hafðir með til Noregs. Þar með lýstur saman ólíkum menningarheimum. Saga ínúítanna er skelfileg en um leið nauðsynleg viðvörun og áminn- ing til okkar sem nú lifum. Það sem ínúítarnir ungu fá að reyna af kynþáttafordómum, vanþekk- ingu og miskunnarleysi er stöðugt að endurtaka sig í veröld- inni eins á okkar dögum og fyrri tíð. Inn á milli skín þó sífellt í gimsteinana í mannsorpinu, þá sem Bólu-Hjálmar kvað um og þrátt fyrir allt geymir sagan ýms- ar vonarglætur handa mannkyn- inu. Bortf0relsen er fjarri því að vera kennslubók eða leiðinda predikun. Hún er alvarlegt og metnaðarfullt skáldverk, skrifuð fyrir hugsandi lesendur frá ung- lings aldri til elli. Hún er þar með skemmtilegt andsvar skáldkon- unnar við þeim dilkadrætti sem skáldbókmenntir mega einatt sæta þar sem menn virðast vilja Heimir Pálsson skrifar gera það að einhverskonar sér- grein að skrifa bækur fyrir ung- linga, rétt eins og þeir séu ekki fólk heldur fólk á undirbúnings- stigi. Þetta er kjánaskapur sem markaðurinn hefur látið sér er ævinlega gleðiefni að sjá rithöfunda rísa gegn honum. Mergurinn málsins hlýtur náttúr- lega að vera sá að engin bók er góð unglingabók nema hún sé fyrst góð bók og þar með er hún líka góð fyrir hvern sem er. Mette Newth er enginn ný- græðingur í skrifum. Fyrsta bók hennar kom út árið 1969 og síðan hefur hún skrifað mikið fyrir börn og unglinga. Síðustu ár hef- ur hún ekki síst hugsað um þarfir þeirra sem eiga við lestrarörðug- leika að stríða og m.a. samið táknmálsbækur fyrir heyrnar- skerta. Ýmsar bækur hefur hún skrifað í samvinnu við mann sinn, Philip Newth, sem reyndar er breti að uppruna en skrifar á norsku. Ein bóka hans hefur ver-' ið þýdd á íslensku og lesin í út- varp. Hét hún í þýðingu Krakk- arnir í Kastaníugötu. Mette Newth hefur aflað sér staðgóðrar þekkingar á sögu ínú- íta og eys af þeim brunni í Bortfórelsen en eins og áður sagði er það þó algildi sögunnar og skírskotanir til hverskonar for- dóma og þekkingarleysis mann- anna sem gefur henni mest gildi. Það verður fróðlegt að sjá hvern- ig íslenskir lesendur taka þessari mögnuðu skáldsögu um næstu nágranna sína og örlög þeirra. Við höfum stundum leyft okkur býsna mikið tómlæti um ínúíta og er gott til þess að vita að okkur berist skáldlegur fróðleikur frá merkum rithöfundi. BRIDGE Landsmótiö framundan Dregið var í riðla í íslandsmótinu í sveitakeppni sl. miðvikudag. 24 sveit- ir taka þátt í undanrásum, sem verða spilaðar á Loftleiðum dagana 9.-12. mars nk. Fyrir úrdrátt, var sveitum skipað í 6 styrkleikaflokka (eftir áunnum stig- um sl. 5 ár) og dregin ein sveit úr hverjum styrkleikaflokki. Útkoman var þessi: A) 1. Ragnar Jónsson Kóp. 2. Esther Jakobsdóttir Rvk 3. Júlíus Snorrason Rvk 4. Flugleiðir Rvk 5. Sigurður Freysson Eskif. 6. Gosarnir Rvk 7. Modern Iceland Rvk 8. Sigfús Þórðarson Self. B) 1. Hótel Höfn Hornaf. 2. Sigmundur Stef. Rvk 3. Haukur Sigurðsson Rvk 4. Delta Rvk 5. Sigurður Vilhjálmss. Rvk 6. Jón Ingi Ingvarss. Skagastr. 7. Pólaris Rvk 8. Grettir Frímannss. Akureyri C> 1. Guðm. Þorkelsson Isaf. 2. Jón S. Gunnlaugsson Rvk 3. Stefán Pálsson Hafnarf. 4. Sveit M. Laugarvatns 5. Bragi Hauksson Rvk 6. Kristján Guðjónss. Akureyri 7. Guðmundur M. Jónss. ísaf. 8. Örn Einarsson Akureyri D) 1. Jörundur Þórðarson Rvk 2. Sigfús Örn Árnason Rvk 3. Samvinnuf./Landsýn Rvk 4. Sveit Vesturlands 5. Guðlaugur Karlsson Rvk 6. Pálmi Kristmannss. Egilsst. 7. Friðþjófur Einarss. Hafnarf. 8. Jón Sigurbjörnss. Sigluf. Eftir 5 umferðir í aðalsveitakeppni Bridgefélagsins (af 7), er staða efstu sveita orðin þessi: Stig Sveit Pólaris 101 Sveit Braga Haukssonar 93 Sveit Modern Iceland 88 SveitDelta 88 Sveit Hótel Hafnar 86 Bikarkeppni Bridgesambandsins, sem hefst í maí, gefur sigurvegurum væntanlega rétt til þátttöku í Evópu- bikarkeppni sveita 1990. Sigurvegar- ar síðasta árs, sveit Pólarís,tekur þátt í Rotternös-mótinu í Svíþjóð í ár. Undanrásir íslandsmótsins í tví- mennning, verða helgina 15.-16. apr- fl. Spilað verður í Gerðubergi í Reykjavík. 23 efstu pörin ávinna sér rétt til þátttöku í úrslitum. Úrslit í undankeppni íslandsmóts kvenna og yngri spilara, urðu þessi: (Kvennaflokkur) Sveit Tomma-hamborgara Rvík Sveit Sigrúnar Pétursd. Rvk Sveit Freyju Sveinsd. Kópavogi Sveit Öidu Hansen Rvk. Yngri flokkur) Sveit Hard Rock-Café Rvk Sveit Sveins R. Eiríkss. Rvk Sveit Guðjóns Bragasonar Rvk Sveit Þorsteins Bergssonar Fljóts- dalshéraði Alls tóku 10 sveitir þátt í mótinu í kvennaflokki og 8 sveitir í yngri flokki. Sigurvegarar velja sér and- stæðing í úrslitakeppninni í báðum flokkum. Þær sveitir sem sigra, spila síðan til úrslita um þessa helgi. Spilað er í Sigtúni 9. Meistarastigaskrá Bridgesam- bandsins er komin út. Dreifing hófst í vikunni. Nánar verður fjallað um skrána í næstu þáttum. Eftir 4 kvöld af 5 í aðal tvímenn- ingskeppni Skagfirðinga í er staða efstu para þessi: Reykjavík Stig Lárus Hermannsson - Óskar Karlsson 213 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 179 Jón Viðar Jónmundsson -Árni Jónasson 150 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd byggingadeildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í nýbyggingu Grandaskóla II áfanga. Um er að ræða uppsteypu og fullnaðarfrágang að utan en tilbúið undir tréverk að innan. Grunnflöturskólans er660 m2. Skilatími verksins er 15. júní 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15. mars 1989 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Bjöm Grétar Fundur í verkalýðsmála- ráði Verkalýðsmálaráð Alþýðubandalagsins er boðað til fundar kl. 13 sunnu- daginn 26. febrúar. Fundurinn verður í Miðgarði, Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1. Staða efnahagsmála ★ Már Guðmundsson, efnahagsráðgjafi fjármálaráðherra 2. Verkalýðshreyfingin og samningamáiin ★ Elín Björg Jónsdóttir, ritari BSRB ★ Páll Halldórsson, formaður BHMR ★ Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ ★ Björn Grétar Sveinsson, formaður verkalýðsfélagsins Jökuls 3. Önnur mál. Björn Grétar Sveinsson formaður verkalýðsmálaraðs Alþýdubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi Morgunkaffi verður hjá Alþýðubandalaginu í Kópa- vogi laugardaginn 25. febrúar í dag klukkan 10-12 í Þinghóli Hamraborg 11. Heiðrún Sverrisdóttir hellir uppá könnuna og reifar fjárhagsstöðu bæjarins. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stjórnin Heiðrún DAGVIST BARIVA Sálfræðingur Sálfræöingur óskast í 50% starf á sálfræði- og sérkennludeild Dagvistar barna. Sérþekking og reynsla af vinnu meö börnum á forskólastigi nauðsynleg. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Upplýsingar veitir forstööumaður deildarinnar í síma 27277. DAGVI8T BAHIVA Forstöðumaður Dagvist barna auglýsir eftirtalda stöðu lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. mars n. k. Forstöðumaður í Múlaborg Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingarveitirframkvæmdastjóri Dag- vistar barna í síma 27277. Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Malbikunarstöðvar Reykjavíkurborgar, óskar eftir tilboðum í eftirfarandi: 1. 11.500 - 15.000 tonn af asfalti 2. 120-160 tonn af bindiefni fyrir asfalt (asphalt emulsion). Útboðgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 4. apríl n. k. kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.