Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.02.1989, Blaðsíða 16
SPURNINGIN Hvernig fer úrslitaleikur- inn? Arnar Arnarson nemi: Ég held að ísland vinni. Evald Hallssen nemi: Ég spái því að ísland vinni 25-22. Elín Jóhannesdóttir nemi: ísland vinnur engin spurning. Staðan í leikslok verður 23-21. Daniel Erlingsson nemi: ísland vinnur, ég tippa á 25-20 íslandi í vil. Ólafur Unnsteinsson íþróttakennari: Ég spáði um fyrri leikinn 20-19, munaði bara einu. Ég held að ís- lendingar vinni B-keppnina með 20-17. Það gleður mig sérstak- lega að 5 leikmenn eru úr Ár- múlaskóla. PIÓÐVIUINN Laugardagur 25. febrúar 1989 40. tölublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN C04440 ÁLAUGARDÖGUM 681663 Persónuleg túlkun mín á sögunni Guðný Halldórsdóttir, leikstjóri Kristnihalds undir jökli, segir frá sjálfri sér og kvikmyndun á skáldsögu föður síns Idag verður frumsýnd nýjasta afurð íslenska kvikmyndaiðn- aðarins, Kristnihald undir jökli, eftir samnefndri skáldsögu Hall- dórs Laxness. Það er kvikmynda- fyrirtækið Umbi sem stendur á bak við myndina en leikstjóri er Guðný Halldórsdóttir sem ein- mitt er dóttir nóbelskáldsins. - Það er vissulega kominn frumsýningarskrekkur í okkur Kristínu Pálsdóttur, sagði Guðný í samtali við Þjóðviljann í gær, en Kristín hefur unnið með Guð- nýju að gerð myndarinnar í þau tæplega tvö ár sem liðin eru frá því að undirbúningur hófst. - Það kom líka upp vandamál í síðustu viku þegar hljóðupptaka myndarinnar týndist á leið frá Englandi til Danmerkur. Það var ekki fyrr en á miðvikudag að „hljóðið" kom í leitirnar og því vorum við orðin virkilega stress- uð. Skáldsaga og kvikmynd Það vekur óneitanlega athygli manna þegar höfundur skáld- verksins er faðir leikstjórans eins og í þessu tilviki. Myndin gæti borið þess merki eða jafnvel gætu væntingar áhorfenda orðið aðrar en ella. - Ég held að slíkar væntingar séu ekki við lýði hér á landi vegna smæðar þjóðarinnar. Því hef ég ekki áhyggjur af því að fólk líti myndina öðrum augum en ef ein- hver annar hefði gert hana, sam- anber Atómstöð Þorsteins Jóns- sonar. Sjálf tók ég ástfóstri við þessa sögu fyrir löngu og mig hef- ur alltaf langað til að kvikmynda hana. Myndin verður því vissu- lega persónuleg en ekki vegna þess að Halldór Laxness er faðir minn heldur vegna álits míns sem leikstióri á sögunni. - Eg er mjög hlynnt því að mynda skáldsögur og flestar kvikmyndir eru reyndar nú til dags gerðar eftir skáldsögum. Það er svolítil deyfð í handrita- gerð enda er þetta eitt það erfið- asta sem hægt er að hugsa sér í bransanum. Gott kvikmynda- handrit þarf að státa af góðri sögu sem líka er skrifuð með byggingu myndmálsins í huga. Þessi hnign- unarþróun frumsaminna hand- rita á sér stað víðs vegar um heim. Steven Spielberg er tam. með um 20 manns sem gera ekkert annað en að skrifa handrit fyrir hann og síðan getur hann kannski notað eitt eða tvö þeirra. Svo er hann einnig farinn að gera myndir eftir bókum í seinni tíð. - Síðan eru bækur misjafnlega vel til þess fallnar að búa til kvik- mynd eftir þeim. Mér hefði td. aldrei dottið í hug að gera mynd eftir Ljósvíkingnum eða ein- hverju hinna stóru verka, ss. Sjálfstæðu fólki. Bæði vegna þess hversu erfitt er að koma verkinu í myndmál og ekki síst þar sem fólk hefur myndað sér mjög ákveðnar skoðanir um persónur eins og Bjart í Sumarhúsum. Þessar sögur og persónurnar í þeim eru miklu huglægari en í Kristnihaldinu. Þar höfum við Umba sem mjög hlutlausa per- sónu og sem sögumaður er hann nánast bara skýrslugerðarmaður. Við gefum honum að vísu aðeins meira líf í myndinni en hann er þó ekki sterkasti karakterinn heldur eru aðrir sem koma þar inn í. íslensk mynd Guðný nam kvikmyndagerð á árunum 1980-82 en hafði auk þess unnið í sjónvarpi í nokkur ár þar á undan. - Enda þótt við íslendingar höfum menntað okkur vel í kvik- myndafræðum í seinni tíð vantar talsvert á að við getum talist góðir kvikmyndagerðarmenn. Það er fullt af færum tæknimönnum hér á landi og menn virðast vera vel færir í að gera hlutina faglega og smart, en þó er einhver frumleg- heitadoði ríkjandi. Þetta á sér að vísu hliðstæður erlendis. Það er Kanadamaður, Gerald Wilson að nafni, sem skrifaði handritið að Kristnihaldinu. Einnig sáu erlendir aðilar um ýmsa tæknivinnu, ss. kvikmynda- töku og hljóð, en auk þess er kvikmyndin fjármögnuð að þriðjungi erlendis frá. Það er því- ekki fráleitt að velta því fyrir sér hvort Kristnihaldið sé ekki ör- ugglega rammíslensk mynd. - Myndin er alveg ógurlega ís- lensk. Við fengum Wilson til að skrifa handritið eingöngu vegna þess hve erfitt er að fá menn til þess og þá er myndatökumaður- inn Hassenstein alveg óháður þeim sem fjármögnuðu myndina. Ég hef þekkt hann í mörg ár eða allt frá því hann tók upp Brekku- kotsannál. Síðan eru einfaldlega ekki til nógu fjársterkir aðilar hér á landi til að búa til heila bíómynd þannig að nauðsynlegt er að leita Guðný Halldórsdóttir: Væntingar til mín þær sömu og til annarra. Mynd: Þóm. út fyrir landsteinana til að fá fjár- magn. í staðinn verður myndin sýnd í þýska sjónvarpinu en óvíst er hvort við reynum frekar að dreifa myndinni erlendis. Þessar kvikmyndahátíðir úti í heimi eru í höndum örfárra manna og það viðist ógjörningur að komast inn í þá klíku. - Það er því þungu fargi af okk- ur létt nú þegar myndin fer að rúlla en þó verður maður að vona að nægur fjöldi komi að sjá myndina til að ekki verði tap á rekstrinum. Hvað við hjá Umba tökum okkur næst fyrir hendur er alveg óvíst og getur oltið á því hver verður útkoma Kristnihaldsins. -þóm Sigurður Sigurjónsson leikur Umba og hér hlýðir hann á frumsamið Ijóð í flutningi Þórhalls Sigurðssonar, Ladda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.