Þjóðviljinn - 28.02.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.02.1989, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Námslán Skerðing lána afnumin Menntamálaráðherra œtlarað afnema skerðingu námslána í áföngum. Sigurbjörn Magnússonformaður stjórnar LÍN: Engin ástœða til að hœkka lánin Svavar Gestsson menntamála- ráðherra hefur í trássi við vilja stjórnar Lánasjóðs íslenskra Vertíðin Veiðist þegar viðrar Fyrsta vikan á árinu sem gafá sjó uppá hvern dag Síðasta vika var ein sú fyrsta sem gaf á sjó uppá hvern dag á vertíðinni eftir stanslausar bræl- ur í 11 vikur og voru aflabrögð víðast hvar ágæt. Botnfiskaflinn í Þorlákshöfn eftir vikuna var rúm þúsund tonn af 26 bátum en því til viðbótar komu þar á land um þúsund tonn af loðnu sem fór til bræðslu og frystingar. Að sögn Sævars Sigur- steinssonar var uppistaðan í afla bátanna ufsi en þó þorskur í bland. í Grindavík náðu nokkrir neta- bátar 100 tonna vikuafla sem þykir núna mjög gott þar syðra þó það hafi ekki þótt neitt til- tökumál hér á árum áður. Þá var afli línubáta einnig þokkalegur. Að sögn Kristjáns Helgasonar í Ólafsvík var vikuafli vertíðar- bátanna frá 8-38 tonn en heildaraflinn var 750 tonn. Þar af landaði togarinn Már 140 tonn- um í vikunni. Ágætis þorskur hef- ur fengist í netin, en eilítið smærri á línu. Svipaður bátafjöldi er gerður út frá Ólafsvík á vertíðinni núna og í fyrra en bátar frá Norð- urlandi eru enn ekki komnir vest- ur. Það gera þeir ekki fyrr en séð verður hvernig aflabrögðin verða í Breiðafirðinum. -grh námsmanna hækkað námslán og tekur sú hækkun gildi 1. mars nk. en þá hækka námslán um 7,5%. Þá er gert ráð fyrir að lánin hækki aftur 1. september um 5%. Stefnt er að því að þegar á næsta ári verði öll skerðing sem verðið hefur á námslánum frá 1984 afn- umin. Menntamálaráðherra tók þessa ákvörðun eftir að hafa fengið í hendurnar lokaálit vinn- uhóps um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Helstu niðurstöður hópsins eru þær, að námslán skuli vera jafnhá og framfærslukostn- aður námsmanna er talinn vera á hverjum námsstað. Hópurinn leggur til að frá og með næsta skólaári skerðist lán miðað við 50% tekna náms- manns í stað 35% eins nú er. Það þýðir að þeir námsmenn sem haft hafa góðar tekju yfir sumartím- ann fá minna lán. Jafnframt leggur hópurinn til að gerð verði ný könnun á framfærslukostnaði námsmanna á íslandi og erlendis. Einnig leggur hópurinn til að námsmönnum á fyrsta ári verði veitt námslán þegar á fyrsta námsmisseri. Sigurbjörn Magnússon for- maður stjórna LÍN hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að hann sé alfarið á móti hækkun námslána nú. Hann segir námslán hafa hækkað um 20% á meðan laun hafi aðeins hækkað um 10%. Það kemur hins vegar ekki fram hjá Sigurbirni að náms- lán hafa ekki hækkað frá því 1985 en á þeim tíma hafa laun hækkað verulega. Þá segir í fréttatilkynningu for- mannsins að menntamálaráð- herra hafi freklega gengið fram- hjá stjórn sjóðsins með þessari ákvörðun og bendir á að það sé hlutverk stjórnar sjóðsins að ák- veða hækkun lána. Þjóðviljinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að menntamálaráðherra hafi farið þess á leit við stjórnina að hún beiti sér fyrir þessari hækkun en þar sem ekkert hafi heyrst frá henni í þessa veru ákvað hann að hækka lánin sjálfur. -«g Breski stórmeistarinn Speelman, tefldi í gær fjöltefli við 10 af bestu unglingameisturum okkar í skák. Þrátt fyrir harða baráttu sótti þeir ungu ekki gull í greipar stórmeistarans. Speelman vann 8 skákir en þeir Halldór G. Einarsson og Þráinn Vigfússon náðu jöfnu. - Mynd - Þóm. Pólitík á laugardegi Stúdentsprófið er tímaskekkja Fjörugurfundur með Svavari Gestssyni í laugardagshádegi. Eigumað safna liði fyrir skólann Stúdentsprófíð er tímaskekkja, sagði SvavarGestsson mennta- málaráðherra meðal annars á pólitískum spjallfundi ABR og Þjóðviljans í hádeginu á laugar- dag. Á fundinum var yfir hálfu hundraði manna og urðu um- ræður mjög fjörugar. Það var drepið á flest það sem efst er á baugi þessar vikur, en fyrst og fremst dvalið við menntamálin og aðallega skólamálin. - Við þurfum fjölbreytt stöðu- próf sem skilgreini möguleika manna til frekara náms, sagði Svavar, - og þar á meðal á að meta reynslu manna í atvinnulíf- inu, brjóta niður múrana milli Bjórinn Lögreglan á verði Hert eftirlit með ökumönnum og vínveitingastöðum Lögregla um land allt verður í viðbragðsstöðu á morgun 1. mars þegar sala á áfengu öli verður leyfð. Áhersla verður lögð á virk- ara eftirlit með ölvuðum öku- mönnum og fylgst með að vín- veitingastaðir selji ekki ung- mennum undir 20 ára áfengt öl. Þetta eru aðalatriði sérstaks umburðarbréfs sem dómsmála- ráðuneytið hefur sent öllum lög- reglustjórum landsins í tilefni af komu bjórsins á morgun. Af þeim sökum telur ráðuneytið að vænta megi fleiri ölvunartilvika en áður og að þau dreifist meira á virka daga en hingað til. í því sambandi er vísað til reynslunnar af bjórlíkinu hér um árið, en þá voru töluverð brögð af akstri undir áhrifum áfengis á virkum dögum. Ennfremur óskar ráðuneytið eftir að fylgst verði náið með þeim veitingastöðum er hafa vín- veitingarleyfi, sérstaklega að ungmennum undir tvítugsaldri verði ekki selt áfengt öl. -grh skólanna og atvinnulífsins að þessu leyti. Að þessu leyti er stú- dentsprófið tímaskekkja þótt hlutverk framhaldsskólastigsins aukist stöðugt. Stimpillinn sem lýsir sér í hvítum kolli einu sinni á ári, - það er sagnfræði. Svavar sagðist líta á það sem eitt mikilvægasta verkefni sitt í ráðuneytinu að „safna liði fyrir skólann“, koma menntamálum í sóknarstöðu eftir að menn hefðu verið í vörn á þeim vígstöðvum um árabil. - Við eigum að skapa hreyfingu um skólann, hafa uppi öfluga umræðu um menntamálin þannig að skólinn komist fremst í forgangsröðina, sagði Svavar. Það væru ekki til miklir peningar að moða úr í bili, en það skipti líka máli að fá hugmyndir og efla þær, enda væru í menntamálaráðuneyti þeir dag- skrárliðir margir sem miklu skipta en krefðust ekki fjárgnótt- ar; þannig væri þegar handfastur árangur orðinn af þeirri stefnu sinni að brjóta niður miðstýring- una í menntamálum, koma völd- unum útúr ráðuneytinu, og væri ný námskrá grunnskóla þarum gott dæmi. Á fundinum var einnig talað um Lánasjóð sem um hefur verið skilað nýrri skýrslu, um húsnæði- svanda „Þjóð“-stofnana, um ár- óðursherferð fyrir íslensku, um skjalavörslu, nýskipan fóstrun- áms, þörf á skólarannsóknadeild í ráðuneytinu, varaflugvöll, kjör kennara, vaxtamál og fleira og fleira. Meðal þeirra sem til máls tóku voru Guðmundur Bjarn- leifsson, Margrét Björnsdóttir, Þorleifur Friðriksson, Hilmar Ingólfsson, Þórunn Magnúsdótt- ir, Gestur Guðmundsson, Mar- grét Guðnadóttir, Leó Guðlaugs- son, Mörður Árnason, Danícl Gunnarsson, Þorvaldur Örn Árnason, Jónas Pálsson, Helgi Guðmundsson, Stefán Karlsson, Sigurður Flosason og Bjarni Ól- afsson, en fundi stjórnaði Árni Páll Árnason varaformaður ABR. Næsta hádegisspjall á Hverfis- götunni undir merkjum „póli- tíkur á laugardegi" verður í viku - lokin og mæta þá til leiks tveir gestir úr röðum Kvennalistans, annar þeirra Guðrún Agnars- dóttir alþingismaður. -m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. febrúar 1989 Búnaðarþing Skipulags- mál í brennidepli Um 30 mál liggja þegar fyrir þinginu Búnaðarþing var sett í Bænda- höllinni við Hagatorg í gærmorg- un, við fjölmenni að venju. Hjört- ur Eldjárn bóndi á Tjörn og for- maður stjórnar Búnaðarfélagsins setti þingið með ræðu og kom víða við, bæði í fortíð og framtíð. Enginn lifði á glæstri fortíð einni sér, það væri framtíðin, sem skipti máli. Ræddi um skipuiag bændasamtakanna, sem mörgum þætti of margbrotið og þung í vöfum, greinarnar orðnar of margar á stofninum. Fjallað væri nú um skipulagsbreytingar á samtökunum og miklu skipti að þær leiddu til jákvæðrar niður- stöðu. Þá ávarpaði Steingrímur Sig- fússon landbúnaðarráðherra þingið. Vék m.a. að ýmsum mál- um sem nú er fjallað um í land- búnaðarráðuneytinu. í tengslum við efnahagsstefnu ríkisstjórnar- innar hefðu niðurgreiðslur verið auknar og því hefði tekist að halda búvöruverði svo til óbreyttu síðan í vor. Mikið hefði verið fjallað um loðdýraræktina og fiskeldið, sem nú ætti í erfiðleikum. Hefði verið stutt við þær greinar með ýmsu móti, svo sem með endurgreiðslu á söluskatti og öðrum aðgerðum. Sett hefðu verið lög um Trygging- arsjóð fiskeldislána. Uttekt hefði staðið yfir á bú- vörulögunum og ríkisendur- skoðun m.a. falið að koma þar við sögu. Úttektin miðar að því að undirbúa framtíðarstefnu- mörkun, „sem ég nefni gjarnan nýjan grundvöll búvörufram- leiðslunnar,“ sagði landbúnaðar- ráðherra. - Drap síðan á þau mál, sem ráðuneytið sendir Búnaðar- þingi til umfjöllunar. Lokaorð landbúnaðarráðherra voru þessi: „Öflugur og vel rek- inn landbúnaður er einn af horn- steinum íslensks samfélags í menningarlegu, sögulegu en jafnframt efnahagslegu tilliti, og tilvist landbúnaðarins er hluti af ævintýri, sem mörgum útlending- um þykir harla stórbrotið, sem sé tilvist þessarar þjóðar hér norður í hafi, sem hefur, hvað sem erfið- leikum liðins tíma og augnabliks- ins líður, tekist að skapa hér vel- ferðarsamfélag hámenningar, sem á sér fáar hliðstæður í veröld- inni.“ -mhg Suðurnes Vatnsbólin í mikilli hættu Vatnsból Keflavíkur og Njarð- víkur eru í yfirvofandi hættu vegna mengunar frá herstöðinni á Keflavíkurflugvelli að mati utan- ríkisráðuneytisins. Utanríkisráðherra hefur skipað þá Þorstein Ingólfsson skrifstofustjóra varnarmálaskrif- stofu ráðuneytisins, Guðmund Eiríksson þjóðréttarfræðing og Hannes Einarsson formann bæjarráðs í Keflavík í sérstaka samninganefnd af íslands hálfu til viðræðna við bandarísk stjórnvöld um endurnýjun vatns- bóla fyrir þessa tvo stærstu kaupstaði á Suðurnesjum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.