Þjóðviljinn - 28.02.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.02.1989, Blaðsíða 7
Þorgils Óttar Mathiesen stýrði liði sínu eins og herforingi til sigurs í B- keppninni en hann íhugar nú að hætta að leika með landsliðinu. Hér sést hann skora framhjá Golíat hinum pólska. V * Enska knattspyrnan Urslit 1. deild Arsenal-Luton 2-0 Aston Villa-Charlton 1-2 Derby-Everton 3-2 Middlesbrough-Newcastle 1-1 Millwall-Coventry 2-1 Norwich-Man. Utd 2-1 Southampton-Tottenham 0-2 WestHam-QPR 0-0 Wimbledon-Sheff. Wed 1-0 2. deild Barnsley-Blackburn 0-1 Bournemouth-Portsmouth 1-0 1-0 ?-? Cr. Palace-Bradford 2-0 Leeds-Swindon 0-0 Man. City-Plymouth 2-0 Oxford-lpswich 1-1 Stoke-Leicester 2-2 Sunderland-Hull .2-0 Walsall-Shrewsbury 1-1 WBA-Birmingham .0-0 Staðan Handbolti Bitið í gullpeninginn Pólverjar réðu ekkiviðfléttur íslenska landsliðsins oggullið fór til íslands. Ótrúleg framför á innan við hálfu ári Islenska þjóðin hefur tekið gleði sína á ný. Eftir skammar- lega frammistöðu íslensku íþróttamannanna í Seoul hefur skammdegið verið óbærilegt hér á landi. En með hækkandi sól og batnandi íþróttamönnum er betra að lifa. „Strákarnir okkar“ í handboltalandsliðinu hafa séð þjóðinni fyrir þeim gleðigjafa sem hún þarfnast og á móti hefur þjóðin fyrirgefið öll þau mistök sem strákarnir hafa gert í gegnum tíðina. Sigur í B-keppninni var meira en nokkur þorði að vona en undir slíkum kringumstæðum verður fögnuðurinn ávallt mest- ur. Leikur íslenska landsliðsins í B-keppninni er vart sambæri- legur við handboltann sem sama liðið lék fyrir fimm mánuðum síð- an, á Ólympíuleikunum í Seoul. Liðið lék sjö leiki á 12 dögum og voru þeir hver öðrum betri. „Slæmi dagurinn“ leit aldrei dagsins ljós og haft var eftir fyrir- liðanum, Þorgils Óttari Mathie- sen, að besti leikur fslendinga í keppninni hafi verið gegn Rúm- enum, en það var einmitt eini tapleikur íslands. Tauga- strekkta, þunglamalega, einhæfa og jafnvel óheppna liðið frá Seo- ul var skyndilega orðið mjög yfir- vegað, léttleikandi og fjölhæft lið sem engin bönd héldu frekar en Jóa útherja hér um árið. Úrslitaleikur B-keppninnar var dæmigerður fyrir getu lands- liðsins í dag. Leikurinn var í mjög háum gæðaflokki þar sem bæði lið léku handbolta eins og hann gerist bestur og ekki skemmdi fyrir að sigurinn hafnaði réttu megin. Við íslendingar erum svo sannarlega ekki vanir því að okk- ar fáni sé dreginn að húni og þjóðsöngurinn hljómi á bak við, nema þá fyrir leiki eins og venja er. Enda hlýtur líðan strákanna í landsliðinu á verðlaunapallinum að vera ólýsanleg. Ekki að undra þótt sumir þeirra bitu í gullpeninginn til að athuga hvort gripurinn væri ekki örugglega ekta. Sigurleikur íslands gegn Pól- landi verður vafalaust lengi í minnum hafður en sigurinn var mun öruggari en menn þorðu að vona. Pólverjar eru með mjög gott lið og höfðu unnið alla leiki sína í keppninni en þeir héldu ekki í við enn betra lið íslands. Snemma í leiknum varð ís- lenska liðið fyrir því áfalli að Ein- ar Þorvarðarson meiddist illa og þurfti að fara af leikvelli. í hans stað kom Guðmundur Hrafnkelsson en skömmu síðar meiddist Guðmundur Guð- mundsson og Jakob Sigurðsson fyllti skarð hans. Það leit því illa út fyrir íslenska liðið en það segir meira en mörg orð um breiddina í Iiðinu að liðsheildin beið þess ekki hnekki. Strax frá fyrstu mínútu var Ijóst hvert stefndi. ísland náði fljót- lega forystunni og hélt henni allt til leiksioka þannig að íslenskir áhorfendur þurftu varla að spenna taugarnar eins og venja er. Staðan í leikhléi var 15-13 en lokatölur urðu 29-26. Stórskyttur íslenska liðsins, þeir Kristján Arason og Alfreð Gíslason, voru að öðrum ólö- stuðum bestu menn liðsins. Þeir skoruðu hvert markið af öðru með þrumuskotum langt utan af velli og var skotanýtingin betri en oftast áður. Þorgils Óttar Mathiesen og Bjarki Sigurðsson léku einnig frábærlega og gleymist seint mark þess síðar- nefnda er staðan var 25-24. Þá stökk þessi knái piltur úr Víkings- liðinu upp fyrir utan hávaxna vörn Pólverjanna og þrumaði boltanum efst í markhornið, framhjá Golíat í markinu sem átti sér ekki viðreisnar von. Eftir það var sigurinn nánast í höfn. Þá má ekki gleyma öruggum vítaskotum Sigurðar Sveinssonar, þótt það síðasta hafi klikkað, góðum varn- arleik Geirs Sveinssonar og að baki þeirra varði Guðmundur Hrafnkelsson betur en nokkru sinni fyrr. Við skulum bara vona að ís- lenskir handboltaunnendur, ekki síður en landsliðið sjálft, læri af þessari frægðarför til Frakklands. Nú voru engar skýjaborgir reistar heldur var farið í keppnina með réttu hugarfari. Allir gerðu sitt besta og ekki rifist og skammast þótt eitthvað færi úrskeiðis. Sannkallaður Ungmennafélags- andi! Nú þarf bara að halda rétt á spöðunum og byggja markvisst upp fyrir næstu stórkeppni, sem er A-keppnin í Tékkóslóvakíu að ári. íslenska landsliðið, hand- knattieiksforystan og stuðnings- menn liðisins hljóta að hafa lært af mistökum síðastliðins árs og vita hvaða hugarfar þarf að vera til staðar í Tékkó. Annars mun svartnættið frá Seoul endurtaka sig. Mörk Islands: Alfreð Gíslason 7, Kristján Arason 6, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Bjarki Sigurðsson 4, Sigurður Sveinsson 4/4, Sig- urður Gunnarsson 2 og Jakob Sigurðsson 1. -þóm 1. deild Arsenal 26 16 6 4 52-25 54 Norwich 26 14 8 4 39-28 50 Millwall 25 12 6 7 38-30 42 Coventry 26 11 7 8 34-26 40 Man. Utd 25 10 9 6 35-21 39 Derby . 24 11 5 8 29-20 28 Nott.Forest.... . 24 9 11 4 34-26 38 Liverpool . 23 9 9 5 30-20 36 Wimbledon.... . 24 10 5 9 28-30 35 Everton .25 8 9 8 31-29 33 Tottenham .... . 26 8 9 9 38-37 33 Aston Villa . 26 7 9 10 35-40 30 Middlesbro .... . 26 8 7 11 31-39 31 Luton . 25 7 8 10 27-31 29 Southampton 26 6 10 10 37-49 28 QPR . 26 6 9 11 24-24 27 Charlton . 25 6 9 10 28-36 27 Sheff.Wed. ... . 25 5 9 11 19-35 24 Newcastle . 25 5 7 13 22-44 22 WestHam . 24 4 6 14 20-41 18 2. deild Man. City . 30 17 8 5 46-25 59 Chelsea .30 16 10 4 62-31 58 Blackburn .30 16 6 8 50-41 54 Watford .29 14 6 9 42-30 48 WBA . 30 12 11 7 46-29 47 Bournemouth 29 14 4 11 32-32 46 Cr. Palace .... .28 12 9 7 45-35 45 Leeds .. 30 11 12 7 36-27 45 Ipswich .. 30 13 5 12 45-40 44 Sunderland .. .30 11 10 9 39-36 43 Barnsley .. 30 11 9 10 39-40 42 Stoke .. 29 11 9 9 36-46 42 Swindon .29 10 11 8 42-36 41 Portsmouth .. .. 30 10 9 11 38-37 39 Hull .29 10 8 11 39-41 38 Leicester .. 30 9 11 10 37-42 38 Plymouth .. 30 10 7 13 36-43 37 Bradford .30 8 11 11 30-36 35 Oldham .. 30 7 11 12 46-49 32 Shrewsbury.. .. 29 4 12 13 23-44 24 Birmingham . .30 4 8 18 19-53 20 Walsall .30 3 10 17 26-53 19 Enska knattspyrnan Eimrígi á toppnum Norwich stöðvaði United. Guðni úr liði Tottenham Norwich er alls ekki af baki dottið í baráttunni um meistara- titilinn og fylgir Arsenal sem skugginn. Manchester United sótti Norwich heim á laugardag og tókst heimamönnum að stöðva sigurgöngu Rauðu djöfl- ana. Norwich er því enn fjórum stigum á eftir Arsenal en átta stig eru niður í næsta lið sem er nýlið- ar Millwall. Varnarmaðurinn með skemmtilega nafninu, Ian Butt- erworth, náði forystunni fyrir Norwich á 18. mínútu og skömmu fyrir leikhlé bætti Malc- olm Allen öðru marki við. Unit- ed náði ekki að minnka muninn fyrr en aðeins nokkrum mínútum fyrir leikslok en þá skoraði Paul McGrath. Á sama tíma vann Arsenal ör- uggan sigur á Luton á Highbury. Perry Groves og Alan Smith skoruðu sitt markið hvort án þess að gestunum tækist að svara fyrir. Þetta var 20. mark Smiths í vetur en aðeins Alan Mclnally, Aston Villa, hefur skorað fleiri, eða 21. Nýliðar Millwall halda þriðja sætinu í deildinni en ólíklegt er að toppliðin verði fyrir frekari óþæginjlum vegna stigamunar- ins. Coventry lék að þessu sinni á The Den og mátti bíða ósigur, 1-0. Tony Cascarino skoraði eina mark leiksins. Spánverjinn Nayim, sem ýtti Guðna Bergssyni út úr liði Tott- enham, virðist ætla að halda sæti sínu því hann skoraði annað marka liðsins í sigri á Southamp- ton. Chris Waddle skoraði fyrsta mark leiksins á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks en mark Spánverj- ans kom ekki fyrr en nokkrum mínútum fyrir leikslok. South- ampton tókst ekki að svara fyrir sig. Sjónvarpsleikurinn var að þessu sinni á milli Derby og Everton og litu fimm mörk dags- ins ljós. Liðin skiptust á að skora og skoraði Dean Saunders fyrst fyrir Derby en Graeme Sharp jafnaði fyrir Everton. I síðari hálfleik náði Paul Goddard for- ystunni á ný en Wayne Clark jafnaði áður en Goddard bætti sínu öðru marki við sem jafn- framt var sigurmark Derby í leiknum. -þóm Þriðjudagur 28. febrúar 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.