Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 2
FRETTIR HÍK og náttúrufrœðingar Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun Stærstu félögin í BHMR stefna á verkfallsboðun 6. apríl. nk. Birgir Björn Sigurjónsson: Ríkið reynir að tefja viðrœður eins og mögulegt er. Samninganefnd ríkisins umboðslaus Fulltrúaráð Hins íslenska kennarafélags og stjórn Félags íslenskra náttúrufræðinga hafa samþykkt að efna til atkvæða- greiðslu félagsmanna sinna um boðun verkfalls sem hefjist eigi síðar en 6. apríl n.k. hafi samn- ingar við ríkisvaldið ekki tekist fyrir þann tíma. HIK og FIN eru tvö stærstu félögin í BHMR með um 1500 félagsmenn. Birgir Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóri BHMR segir að þessar aðgerðir félaganna séu eina svarið sem menn eigi við vinnubrögðum stjórnvalda sem reyni að draga samingaviðræður eins mikið á langinn og frekast er kostur. - Það er greinilegt að ríkis- valdið er að notfæra sér hvað samningsrétturinn er þröngur og óþjáll. Þessi tvö stærstu félög í BHMR eru að gefa tóninn með því að stefna að vinnustöðvun í byrjun apríl. Komi til verkfalla þessara félaga munu þau hafa vfðtæk áhrif. Kennsla fellur niður í framhaldsskólum og víðar og starfsmenn á rannsóknastofum ríkisins, veðurstofu og fleiri stofnunum leggja niður störf. - Það er ljóst að ríkisvaldið reynir að komast hjá því að gera samninga við nokkurt félag eins lengi og kostur er. Viðræður við einstök félög eru ekki til þess gerðar að ná samningum, heldur hluti af biðleikjum og töfum. Þeir freista þess að draga þetta Iangt fram á vor þannig að samningar verði ekki gerðir fyrr en einhvern tímann næsta haust. Að sögn Birgis er virk umræða í öllum félögum BHMR um hvort fara eigi út í verkfallsboðun. Verði hún samþykkt þarf að boða verkfall með minnst 15 daga fyrirvara, en undirbúningur og atkvæðagreiðsla í stóru félög- unum tekur ekki styttri tíma, þannig að minnst mánuður líður frá því ákveðið er að boða til at- kvæðagreiðslu og þar til verkfall getur hafist. - Því var heitið á samninga- fundi í síðustu viku að ekki síðar en í lok þessarar viku yrði haldinn nýr fundur. Við höfum fyrir satt að þeir ætli sér að reyna að standa við það. Við vitum hins vegar að við komum til með að mæta jafn umboðsláusri samninganefnd þá eins og á síðasta fundi. Það verða engin vatnaskil í umræðunum á næsta fundi, sagði Birgir Björn Sigurjónsson. ~lg- Village People! Bandaríska hljómsveitin Village People er hér um þessar mundir og munu þessir eldfjörugu síungu strákar skemmta í Broadway og Hollywood næstu daga. Hljómsveitin hefur hlotið marg- ar viðurkenningar gegnum árin enda eru gull- og platínuplöturnar orðnar rúmlega 40 talsins. Þeir eru þekktir fyrir lög eins og In the Navy og YMCI, eins fyrir skemmtilega sviðsframkomu, Strákarnir eru kampakátir og ánægðir með að vera komnir hingað og sögðu á blaðamannafundi í gær, að aldrei þessu vant á hljómleikaferðum hyggðust þeir gefa sér tíma til þess að skoða land og þjóð. eb Mynd Jim Smart Guðjón Jónsson Félag járniðnaðarmanna Guðjón lætur af störfum Örn Friðriksson kjörinn nýr formaður félagsins Guðjón Jónsson formaður Fé- lags járniðnaðarmanna til síð- ustu 24 ára og stjórnarmaður í félaginu sl. 33 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs á aðalfundi fé- lagsins um sl. helgi. í hans stað var Orn Friðriksson formaður Sambands málmiðnað- armanna og 1. varaforseti ASÍ kjörinn formaður félagsins. Aðr- ir í stjórn voru kjörnir Guðmund- ur S. M. Jónsson varaform., Kristinn Karlsson ritari, ÓIi S. Runólfsson vararitari, Vignir Eyþórsson gjaldkeri og þeir Jó- hannes Sv. Halldórsson og Jón Sigurðsson meðstjórnendur. Guðjóni Jónssyni voru þökkuð ágæt störf í þágu félagsins en auk forystustarfa fyrir félagið hefur hann verið starfsmaður þess sl. 29 ár. -lg- Neytendasamtökin blása til orrustu Jóhannes Gunnarsson: Aldrei aftur einokun Kartöflur og kjúklingar aftur í tímann og draga úr öllum Gífurlegar verðhækkanir hafa möguleikum á samkeppni um orðið á kjúklingum og kartöflum þessa vöru, segir Jóhannes Gunn- eftir að framleiðendur bundust arsson formaður Neytendasam- samtökum um að hækka verð á takanna. þessum vörum. Ófærðin Snjómokstur aukinn Samgönguráðuneytið felur Vegagerðinni að auka snjómokstur á Snæ- fellsnesi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austfjörðum og Reykjanesi r Aborði landbúnaðarráðherra liggja drög að reglugerð um dreifingarstöð fyrir kartöflur, grænmeti og sveppi. Verði reglu- gerð sett, er verið að fara mörg ár Samkvæmt nýjum reglum um snjómokstur á vegum landsins verður hann aukinn verulega víðsvegar um landið. Til dæmis verður mokstursdögum á Fjarð- arheiði og um Oddsskarð fjölgað úr tveimur í þrjá á viku og leiðina frá Hvammstanga til Skaga- strandar um Blönduós á hér eftir að ryðja fimm sinnum í viku en ekki tvisvar. í bréfi sem Steingrímur J. Sig- fússon samgönguráðherra sendi Vegagerð ríkisins í gær er fyrir- tækinu falið að sjá til þess að nýj- ar reglur um snjómokstur verði komnar til framkvæmda eigi síð- ar en um miðjan marsmánuð. Jafnframt eru boðaðar enn frek- ari breytingar sem felldar verða inn í vegaáætlun fyrir næstu árin. Af öðrum breytingum en nefndar hafa verið má nefna að leiðin frá Akureyri til Dalvíkur verður nú mokuð alla virka daga en áður var rutt tvisvar í viku. Sama máli gegnir um norðanvert Snæfellsnes, þe. frá Stykkishólmi út á Hellissand og frá Egilsstöð- um um Fjarðarheiði til Breið- dalsvíkur en hingað til hefur að- eins verið rutt tvisvar í viku frá Reyðarfirði suður um firði. Á Vestfjörðum verður mokað þrisvar í viku til Suðureyrar og Flateyrar, um Hálfdán og í Patr- eksfirði en á þessum leiðum hefur verið mokað tvisvar í viku. Þá verður mokað daglega til Grinda- Verðlagsstofnun samþykkti í gær hækkun á bensíni úr 41 kr í 42,90. Hækkunin nemur 4,6% og stafar fyrst og fremst af gengis- breytingum. Þá var samþykkt að hitavcitur og rafveitur mættu hækka gjaldskrár sínar um allt að 8%. Vöruflutningar með bílum á lengri Ieiðum innanlands hækka um 7% og ferðir sérleifishafa um 12% og hópferðataxtar um 14%. Aðrar verðhækkanir voru ekki víkur og einnig hringinn í kring- um Garðskaga. Loks verður mokstur aukinn á hringveginum frá Borgarnesi til Akureyrar. -ÞH afgreiddar hjá Verðlagsstofnun í gær, en Gísli Karlsson hjá Fram- leiðsluráði landbúnaðarins sagði að þeir væru nú að reikna út verð- lagsgrundvöll landbúnaðaraf- urða. Sagði hann að ljóst væri að hækkun til kúabænda vegna mjólkurafurða yrði 3,4%, þar á ofan kæmi einhver hækkun í vinnslu og því væri ljóst að um töluverða hækkun yrði að ræða á landbúnaðarvörum, nema niður- greiðslur kæmu á móti. -ólg. Neytendasamtökin skora á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir aðgerðum sem koma í veg fyrir samkeppnishamlandi og neytendafjandsamlega starfsemi framleiðenda kjúklinga og kart- aflna. Að sögn Jóhannesar Gunnars- sonar hafa kartöflur hækkað mjög í verði, langt umfram al- menna verðlagsþróun, og eins hafa kjúklingabændur sameinast um dreifingarstöð til dreifingar á kjúklingum í heildsölu og með því hafa þeir útrýmt allri sam- keppni í greininni sem tryggt gæti neytendum hagstæðara verð. Ástæðan fyrir hinum snörpu við- brögðum gagnvart kartöflubænd- um er að í landbúnaðarráðu- neytinu liggja fyrir drög að reglu- gerð um dreifingarstöð sem dreifa á kartöflum, grænmeti og sveppum. Ef þessi drög verða að veruleika og reglugerð sett, er verið að fara mörg ár aftur í tím- ann og draga úr öllum mögu- leikum á samkeppni á þessum markaði. Neytendasamtökin hvetja landbúnaðarráðherra til þess út- rýma þessum samkeppnis- hömlum kjúklingabænda. Verði ekki tekið á þessum málum munu Neytendasamtökin blása til or- ustu gegn einokun. „Enn er í manna minnum þeg- ar grænmetisverslunin sáluga reyndi að troða oní okkur óætum finnskum kartöflum. Þá skoruðu Neytendasamtökin á neytendur að mótmæla og bárust á tveim dögum 20.000 undirskriftir þar sem menn kröfðust þess að heildsölueinokun á kartöflum yrði afnumin. Sigur vannst í því máli, og Neytendasamtökin ætla ekki að glata því sem vannst þá,“ sagði Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendasamtakanna. eb Verðlag Hækkunarskriða eftir verðstöðvun Orka, samgöngur og innlend matvæli hækka 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.