Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Húsaleigubætur? í þeim undirbúningi kjarasamninga sem nú stendur yfir eru leikir og læröir í þeim efnum aö velta fyrir sér heppileg- ustum leiðum til þeirra markmiða sem flestir fallast á saman, -aö minnsta kosti í orði: hækkun kaupmáttar, einkum lægri launanna, kjarajöfnun í samfélaginu, bætt félagslegt um- hverfi meö betra og skilvirkara velferöarkerfi. Ein af þeim tillögum um félagslegar kjarabætur sem menn eru byrjaðir aö kasta á milli sín er aö taka upp húsaleigubæt- ur til þeirra sem leigja. Margir leigjendur eru í hópi þeirra sem lægst hafa launin og húsaleigubætur eftir ákveönum reglum yröu því kjarabót sem kæmi réttlátlega niður. Slíkar bætur, uppbætur, framlög eða hvaö menn vildu kalla þaö, líta einn- ig réttlátlega út þegar gætt er að því aö þeir sem kaupa hús njóta til þess ýmissar aðstoðar. Húsaleigubætur gætu raunar einnig orðiö almannahags- munum til góða í öðru tilliti. Bætur af þessu tæi mundu til dæmis stuöla að því að greiddur yrði skattur af húsaleigu- tekjum, sem nú er algengt að undan sé skotið, og hugsan- legt er að til lengri tíma mundu slíkar bætur geta dregið úr verðsveiflum á húsaleigumarkaði, sérstaklega á höfuðborg- arsvæðinu, vegna þess ákveðna frumkvæðis og eftirlits með þessum markaði sem þær gætu fært í hendur opinber- um aðilum. Þá má ekki gleyma því að einhverskonar húsaleigubætur gætu létt ungu fólki bið eftir öðrum húsnæðiskostum, og hefðu þannig gert bærilegri langa biðlista undanfarinna missera hjá Húsnæðimálastofnun. Hér virðist því mega slá nokkrar flugur í sama höggi, og ekki spillir fyrir að í þessu dæmi er hægt að læra af grann- þjóðum. Hvað sem verður um lauslega hugmynd manna um hús- næðisbætur sem kjaramál er mikilvægt að trúnaðarmenn í samtökum launafólks leggi sig nú á næstu vikum í fram- króka um að setja fram kröfur um raunverulegar samfélags- breytingar. Á kjaramálafundi í dag verður spurt hvort menn þori, geti, vilji, einsog segir í baráttusöng úr kvennahreyfing- unni; þar er vonandi átt við það hvort menn vilja og þora að breyta samfélaginu, en ekki hvort menn geta endurtekið leikinn síðan síðast. Bjór er áfengi í dag er aftur leyfilegt að drekka bjór á íslandi. Þarmeð eru í raun úr gildi síðustu leifar bannlaganna sem hér voru sett að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1909, fyrir áttatíu árum og gengu í gildi í tveimur áföngum 1912 og 1915. Bannlögin reyndust fljótt óraunhæf. Annarsvegar urðu íslendingum illvíg svo róttæk skipti frá siðum grannþjóða og viðskiptalanda, og hinsvegar reyndist yfirvöldum nærókleift að grípa með þessum afdráttarlausa hætti inní rótgrónar lífsvenjur þegnanna. Léttvín var leyft aftur 1922 og sterkt vín 1935. Margur er þessa daga uggandi um hættur af því raski sem bjórinn veldur í þjóðlífinu nú fyrstu vikur og mánuði. Og það er auðvitað ekki bara af kenjum einum að mikill hluti þjóðar- innar hefur andæft bjórsölu hérlendis. Það er hinsvegar ekki ástæða til neins sérstaks ótta ef við tökum okkur saman um þann rétta skilning sem umferðar- ráð og áfengisvarnamenn berjast fyrir þessa daga, að bjór er áfengi, rétt einsog léttu vínin og þau sterku. Bjór er áfengi. Þar af leiðir meðal annars að það samræm- ist ekki íslenskum lögum og venjum að hvetja til bjórneyslu í flenniauglýsingum einsog þegar eru orðin dæmi um. Vegna þess ætlum við líka að halda bjórneyslu útlægri af vinnustöðum einsog öðru áfengi. Og ekki síst hljóta menn að vera staðráðnir í því við þessi tímamót að líta þannig á bjór, einsog annað áfengi, að samanvið hann sé blessaður einkabíllinn afskaplega vond- ur kokteill. -m KLIPPT OG SKORIÐ Kosningar í Nicaragua Eftir nýlega afstaðinn leiðtog- afund í El Salvador tilkynnti stjórn Sandinista í Nicaragua að hún ætlaði að halda frjálsar kosn- ingar árið 1990. „Kosningar voru seinast haldnar árið 1984 í Nicar- agua,“ segir það ágæta blað Fin- ancial Times í London, „og er það útbreidd skoðun að þær hafi farið vel og skipulega fram og gefið rétta mynd af skoðunum fólksins í landinu. En Banda- ríkjastjórn var á þeim tíma að skipuleggja og fjármagna kontra- skæruliða í Nicaragua og sýndi þessum kosningum megna fyrir- litningu, herti raunar á sama tíma baráttuna við að steypa Sandin- istum af stóli.“ Blaðið leggur blessun sína yfir kosningaundirbúning í Nicarag- ua núna og endar greinina á að fagna á hógværan hátt að nú skuli eiga að leysa upp hersveitir kontraskæruliða í Honduras. Stríð hinna skrælnuðu hálsa í Financial Times var líka grein fyrir skömmu um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, eins og það heitir á fréttamannamáli, en séð frá nýstárlegum sjónarhóli, nefnilega frá vatnsbólinu. Höfundar greinarinnar segja að eitt af aðalatriðunum í stjórnmálum framtíðarinnar í Austurlöndum nær verði sam- keppnin um þann sjaldgæfa og sí- þverrandi dropa: vatnið. Ein af helstu röksemdum Likúdflokks- ins fyrir þvi að halda hernumdu svæðunum á vesturbakkanum í síðustu kosningabaráttu var sú að í Júdeu og Samaríu er 40% af öllu ferskvatni sem ísrael á aðgang að. „Líf okkar byggist á vatni. Það væri fáránlegt að láta upp- spretturnar í hendur manna sem gætu orðið okkur óvinveittir." Og blaðið heldur áfram: „Við eigum áreiðanlega eftir að heyra þessar röksemdir oftar, og ekki eingöngu frá ísraels- mönnum. Um öll hin skraufþurru Austurlönd nær sækja menn æ fastar í síminnkandi vatnsbirgðir, fólkinu fjölgar hratt, landbúnað- urinn þarf mikið vatn og iðnaður- inn líka. Sérfræðingar spá því að milli 1990 og 2000 verði ef vel fer harkaleg samkeppni milli ríkja á þessum slóðum um vatn og það verði versta hindrunin í samning- aumleitunum Araba og ísraels- manna. Ef illa fer gæti það valdið styrjöld.“ Tímasprengja ísrael er í mestum vanda enda er vatnsfrekur landbúnaður aðal- atvinnuvegur þess. Dýrmætu vatni er dælt endalaust í skorpnar sprungur í landinu til að laða upp úr þeim safamikla ávexti. Þjóðin hefur gengið á vatnsforða sinn svo að til skaða er fyrir komandi kynslóðir, og nú er verið að reyna að breyta atvinnuháttum til að spara vatn. „Þetta er tímasprengja,“ segir vatnafræðingurinn Meir Ben Meir, „ef fólkið á þessu svæði er ekki nógu skynugt til að ræða sameiginlega lausn á vatnsskorti þá er stríð óumflýjanlegt.“ Talið er að um aldamót þurfi ísrael 30% meira vatn en þeir eiga að- gang að. Að glata landi í nýju hefti Mannlífs er rætt um þennan suðupott heimsins frá öðru sjónarhorni. Þar segir Elías Davíðsson, palestínskur íslend- ingur, frá uppruna sínum og ævi. Hann segir líka frá landi sínu, Palestínu, og rekur í stuttu máli sögu þess á öldinni sem er að líða: „f lok Fyrri heimsstyrjaldar- innar náðu Bretar Palestínu og fengu að hafa þar umboðsstjórn í nafni þjóðabandalagsins þangað til landið yrði sjálfstætt. „Bretar misnotuðu þó umboð sitt og leyfðu hundruðum þúsunda gyð- inga að setjast þar að, gegn vilja heimamanna, þ.e. Palestínu- araba. Og taktu eftir! Það voru sömu þjóðir, kristnar þjóðir, sem gerðu ekkert til að mótmæla nas- ismanum og gyðingaofsóknun- um, sem lokuðu dyrum sínum fyrir þýskum flóttamönnum af því að þeir voru af gyðingatrú og sem beinlínis dembdu þeim til Austurlanda nær. Það voru þess- ar þjóðir sem fóru eftir stríðið að væla yfir óförum gyðinga og dá- sama hernaðarmátt síonista. Því miður á þetta líka við um fs- land.““ Og blaðamaður Mannlífs stikl- ar á stóru: „Þann 29. nóvember 1947 lagði allsherjarþing Samein- uðu þjóðanna til að í Palestínu yrðu stofnuð tvö ríki, eitt fyrir síonista (gyðinga) og eitt fyrir heimamenn. Þá voru í Palestínu aðeins 600 þúsund gyðingar en 1,2 milljónir Palestínuaraba. Sí- onistar áttu þá aðeins um 6% af landinu, sem þeir höfðu keypt. Eftir þetta brutust út enn frekari átök í Palestínu og þar voru fram- in ótal hryðjuverk á báða bóga. „Palestínuarabar sættu sig að sjálfsögðu ekki við að stofnun í New York úthlutaði aðkomu- fólki fullveldi yfir 55% af landinu," útskýrir Elías. „Síon- istar fögnuðu ályktun allsherjar- þingsins en töldu bitann sem þeir fengu enn of lítinn. Þeir herjuðu því á palestínsk þorp, hröktu íbú- ana frá þeim og náðu loks að ráða yfir tveim þriðju af Palestínu. Þegar síonistar, undir forystu Ben Gúrion, voru búnir að flæma burt flesta Palestínuaraba af þeim svæðum, sem þeir vildu ná valdi yfir, lýstu þeir yfir stofnun ísraels þ. 15. maí 1948, sem ríki gyðinganna í heiminum. Araba- ríkin komu þá Palestínuaröbum til hjálpar og réðust gegn þessu ríki. Arabaríkin töpuðu stríðinu og um 700.000 Palestínumenn voru sviptir ættjörð sinni. Þeir voru reknir í útlegð, sviptir landi, eignum, rétti og æru. ísraels- menn jöfnuðu jafnframt við jörðu flest palestínsk þorp svo flóttamennirnir gætu ekki snúið aftur heim.““ Ef landið þurrkast upp verður ekki að vænu stykki að hverfa innan skamms. „Frá degi til dags“ Dagfinnur í Alþýðublaðinu kvartar yfir því að fá ekki að nota í friði titilinn Frá degi til dags á greinar sínar af því að Magnús Kjartansson notaði hann fyrrum á ágæta pistla í þessu blaði. Þetta þref kom klippara í hug þegar hann sá hvað þeir kalla sitt Klippt og skorið í títtnefndu Financial Times. Það heitir hvorki meira né minna en Observer! sem þó áreiðanlega er heilt eldgamalt og virt blað, gefið út í sömu borg og Fjármálatíminn. SA Þjóðviljinn Síðumúla 6-108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir. Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson. Aðrir blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Elísabet Brekkan, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttirípr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Olafur Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður Á. Friðþjófsson (umsjm. Nýs Helgarblaðs), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.), ÞrösturHaraldsson. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir. Sfmavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Husmóðir: Erla Lárusdóttir Útbrelðslu-og afgrelðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 70 kr. Nýtt Helgarblað: 100kr. Áskrlftarverð á mónuði: 800 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.