Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 7
MENNING MENNING Laus staða fangavarðar við fangelsin í Reykjavík Staöa fangavarðar viö fangelsin í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa aö vera á aldrinum 20-40 ára. Umsóknirsendist Fangelsismálastofnun ríkisins, Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 15. mars nk. Fangelsismálastofnun ríkisins, 24. febrúar 1989. Söluskattur Viöurlög falla á söluskatt fyrir janúarmánuö 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 2. mars. Viöurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru oröin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. mars. Fjármálaráðuneytið Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar veita á námsárinu 1989-90 nokkra styrki handa Tslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólaþróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.500 d. kr., í Finnlandi 19.800 mörk, í Noregi 20.400 n. kr. og í Svíþjóð 10.000 s. kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl n.k., og fylgi staðfest afrit prófskír- teina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 24. febrúar 1989. FLUGMÁLASTJÓRN Bóklegt atvinnu- flugnám Kennsla á seinni önn hefst 15. mars n.k. og lýkur þeirri önn með bóklegu prófi fyrir 1. flokks atvinnuflugmannsskírteini. Rétt til þátttöku eiga: Þeir sem lokið hafa prófi á fyrri önn með fullnægj- andi árangri. Þeirsem hafa atvinnuflugmannsskírteini III flokks með blindflugsréttindum og fullnægja skilyrðum um almenna menntun til að öðlast skírteini atvinnuflugmanns 1. fl. Sbr. Reglugerð um skírt- eini gefin út af Flugmálastjórn. Skráning nemenda fer fram í Loftferðaeftirliti Flugmálastjórnar. Þeir sem luku prófi á fyrri önn þurfa ekki að skrá sig. Flugmálastjórn Faðir okkar Hugi P. Hraunfjörð pípulagningameistari Fannborg 1 Kópavogi verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. mars n.k. kl. 13:30. Börn hins látna Herranótt Sprengjuveisla Aðalbornar geimverur í nýju leikriti eftir Sjón Leikfélag Menntaskólans Reykjavík frumsýndi í gærkvöldi nýtt leikrit eftir Ijóðskáldið Sjón. Það heitir Tóm Ast og gerist eftir þrjátíu ár, hefst I árslok árið 2019 þegar ungur geimprins finnur sina heittelskuðu á japönsku veitingahúsi í Reykjavík. Tíminn hefur aldrei bundið Sjón í báða skó. Að morgni frumsýningardags hafði Þjóðviljinn samband við skáldið og spurði hvernig kvöldið legðist í hann. „Frumsýningin leggst vel í mig. Hreykinn? Ég hef eiginlega verið á báðum áttum. Það er undarlegt að horfa á fjörutíu - fimmtíu manns á hlaupum við að gera eitthvað að veruleika sem manni neitt fyrir frumsýninguna um hvernig sýningunni verður tekið, en ég er montinn af að hafa tekist á við þetta form og klárað heilt leikrit. Þetta er myndræn, sjón- ræn sýning og ævintýraleg, bæði efni og uppsetning. Sprengju- veisla fyrir augað!“ Hvernig þótti fólki á aðalæf- ingunni? „Virkilega skemmtilegt, held ég. Því kom á óvart að ég skyldi sýna þarna á mér nýja hlið - um leið og ég var alls ekki að því! Eftir Stálnótt átti fólk kannski í aldarfjórðung, eðafrá 1962- 1987, gáfu þeir Jón R. Hjálm- arsson og ÞórðurTómasson, safnvörðuríSkógum, úttíma- ritið Goðastein, og stóðu að því með miklum myndarbrag. Þegar þeir hættu útgáfunni varð að samkomulagi að sýslumaðurog sýslunefnd Rangárvallasýslu tækju við ritinu. Og nú er fyrsta ritið á vegum þessara aðila komið út. Goðasteinn - Héraðsrit Rangæinga. Ábyrgðarmaður þess er Friðjón Guðröðarson sýslumaðuren með honum eru í ritnefnd Jón R. Hjálmars- son, ÞórðurTómasson, Sig- ríðurTh. Sæmundsdóttirog Oddgeir Guðjónsson. Efni ritsins má í meginatriðum skipta í þrennt. í fyrsta hlutanum eru greinar um ýmis sagnfræðileg efni og annar fróðleikur, sem tengdur er Rangárvallasýslu og Rangæingum. Skipar Njála þar að vonum veglegt rúm. Jón Böðvarsson, cand.mag., leiðir okkur um slóðir Njálu og er þar byggt á útvarpsviðtali, sem Böðv- ar Guðmundsson tók við Jón fyrir 20 árum. Þaðerenginneinn, sem nýtur fylgdar Jóns á þessum leiðum. Oddgeir Guðjónsson rit- ar einnig um Njálu og leiðir að því skýr rök, að höfundur henn- ar, hver svo sem hann er, hafi verið gagnkunnugur í Rangár- vallasýslu. Pálmi Eyjólfsson segir í skemmtilegri grein frá aðdrag- anda, undirbúningi og vígslu Markarfljótsbrúarinnar, en vígsla hennar fór fram 1. júlí, 1934. f þá daga voru brúarvfgslur í þessu samgöngulausa landi hreinustu stórhátíðir. Mörgum, sem muna hina fjöl- mennu og átakamiklu stjórn- málafundi fyrir nokkrum ára- tugum, þykir fremur lítið til þeirra mannamóta koma nú. Jó- hann Guðjónsson í Vatnahjá- leigu rifjar upp minningar frá fundi, sem haldinn var að Stór- ólfshvoli árið 1936. Þar var tekist á um grein í nýjum jarðræktar- lögum, sem var mikið hitamál milli Framsóknar- og Sjálfstæðis- manna. A fundi þessum fór fram nokkuð söguleg og sérstæð at- kvæðagreiðsla, sem þó varð aldrei til lykta leidd. Haraldur Guðnason skrifar grein um sr. Þorstein Benedikts- son á Lundi í Landeyjaþingum. Páll Eggert Ólason segir svo um sr. Þorstein í íslenskum æviskrám „Var þreklega vaxinn, enda kraftamaður mikill og frækinn maður, sviphreinn, ljúfmenni hið mesta, búmaður góður, en ekki talinn mikill klerkur". Hafði þér- ingar mjög í heiðri og er mælt að hann hafi stundum jafnvel þérað hundinn sinn. Og þrautseigur gat hann verið við kirkjuathafnir. Eitt sinn stóð fermingarathöfn yfir hjá honum í 6 klst. Fermdi hann þá 10 börn. Flutti tvær ræður áður en hann hóf að spyrja börnin. Fór síðan í gegnum allt Helgakver, 18 kafla. Ætlaði þá að taka til við Fræði Lúters en fékk þá bendingu um að nú væri nóg komið. Féllst klerkur á það. - Oddgeir Kristjánsson á þarna grein um örnefni og örnefnasöfn- un. Lítið fór fyrir stórvirkjunum á Ægissíðufoss í Ytri-Rangá, skammt neðan við Hellu. Fiskvegur vinstra megin á mynd- inni, byggður 1982. Mynd. H. landi hér fyrir 1930. En á árunum milli 1920 og 1930 voru þó uppi ráðagerðir hjá Rangæingum um virkjun Tungufoss f Eystri- Rangá. Um það mál flutti Björ- gvin Vigfússon þáverandi sýslu- maður Rangæinga ræðu í funda- húsi Fljótshlíðar 1927 og birtist hún nú í Goðasteini rúmum 60 árum síðar. Jónína Jóhannsdóttir frá Þing- hóli á þarna nokkrar dulrænar frásagnir og Fanný Sigurðardótt- ir á Selfossi leiðir okkur um draumalöndin. - Fjögur ljóð er þarna að finna. Pálmi Eyjólfsson kveður um Markarfljót og fang- brögðin við það á meðan það fékk enn að leika lausum hala. Birt eru nokkur smáljóð eftir Bjarna Halldórsson fyrrum kennara og skólastjóra. Eru þau betur birt en óbirt og mun það eiga við um annan kveðskap Bjarna Halldórssonar. Sveinn Sigurjónsson á Galtalæk leiðir okkur í ljóði að Fjallabaki. Og svo er það Þorraforlag, alllangt ljóð, sem talið er vera eftir Jón Magnússon bónda á Vestur- Torfastöðum í Fljótshlíð, ort skömmu eftir aldamótin 1800. Þvínæst er vikið að félagsmála- störfum og framkvæmdum í hér- aðinu. Friðjón Guðröðarson sýslumaður tekur saman greina- gott yfiriit um störf sýslunefndar Rangárvallasýslu á árunum 1956- 1988. Síðan koma annálar úr hreppum sýslunnar fyrir árin 1986 og 1987. Er þar sagt frá veðurfari, atvinnu-, fram- kvæmda- og félagsmálum. Þá koma stutt æviágrip látinna Rangæinga og síðan lýkur ritinu með grein um Samband sunn- lenskra kvenfélaga, eftir Sigríði Th. Sæmundsdóttur. Sýslunefnd Rangæinga, sem er aðili að útgáfu Goðasteins, mun nú ekki starfa lengur fremur en aðrar sýslunefndir. Ekki verður þó dregið í efa að Rangæingar muni áfram tryggja útgáfu þessa ágæta héraðsrits. - mhg. Tímarit Goöasteinn 90° mýkt Sigrún Ragnarsdóttir 90° mýkt Biekbyttan, 1988 Lýsingar: Sigurður Þórir og Ingiberg Magnússon. Ljóðabókin 90° mýkt er fyrsta bók höfundar og er tileinkuð Lár- usi eins og segir á bls. 5. Lárus er eftir því sem best verður séð sonur höfundar og bendi ég á ljóðin Lárus in memoriam og Kveðju því til stuðnings. í faðminn sem áður hélt syni mínum Bókin hefst á stuttu ljóði sem ber titilinn Ljóðið. Ljóðið Framandi fjarlœgt skildi þig ekki renndi til þín hýru auga gaf undir fót daðraði tók að skynja tók upp samband. Kvenlegt, mjög kvenlegt. Þarna er því lýst hvernig kona kynnist ljóðinu og byrjar að yrkja. Allt liggur ljóst fyrir. Sag- an er sögð með einföldum skýrum orðum. Hvunndagsflótti er framhald fyrsta ljóðsins og ber sömu stíleinkenni. Þegar sambandið er orðið verulega traust getur hún treyst pappírnum fyrir áhyggjum sínum og vandamáíum; ort ljóð. komandi þvargi er hafnað; haldið utan dyra. Brot úr kvæðinu Borgarlífi lýs- ir þessu: Skarkalinn smýgur inn og ég set plötu á fóninn að vera ein með þögn minni Það er helst að höfundur minn- ist á árstíðir ef farið er út fyrir fjóra veggi. Síðasti kaflinn er stystur og segir frá þunglyndi þess sem miss- ir barn sitt. Bókinni lýkur þó á kvæði sem gefur von um nýtt líf og annað nýtt barn. í ljóðinu Bið á síðu 33 kemur fyrir orðið einmanna, en ég átta mig ekki á því hvort um er að ræða orðaleik með ritvillu. Þegar á heildina er litið er bók- in einskonar ævisögubrot og fjall- ar á ljósan hátt um málefni sem fólk ætti að skilja bæði fljótt og vel. Heildarsvipur er ágætur en hér er ekki frumlegur skáld- skapur og orðfæri er ákaflega ó- ljóðrænt eins og svokallaður „raunveruleiki" er þar til skáldið hefur varpað yfir hann dulitlum framandleika. Vert þykir mér að nefna bókartitilinn en hann er frumlegasta ljóðið á þessum blöðum Sigrúnar, enda býður hann upp á margræðni sem hin ljóðin skortir. Tveir valinkunnir myndlistar- menn hafa lýst bókina, myndir Sigurðar eru ótrúlega nautna- legar og dregnar skýrum línum. En þungur svipur fylgir myndum Ingibergs. Hvunndagsflótti / gráma dagsins laumast ég í höll þína rammbyggða gagnsœum litum skreytta orðum óljósrar merkingar að dansa aftur út og bregða lit á grámann. f ljóðinu Tvö tilbrigði virðist karlmaður eða ljóðmaður vera í framlínu en honum er hvorki hleypt í fylgsni hugar né líkama. Þegar litið er á annan kafla er komið nýtt umhverfi, annað land, eftir ferðalag með flugvél. Ég vitna í Ferð: gróðurset börn mín í ókunnri mold. Þó ókunn mold sé nefnd í þessu ljóði, eru útlönd ekki einkenn- andi fyrir kaflann, heldur eru það heimiliskennd og að öllu utanað- MAGNÚS GESTSSON hefur dottið í hug. Fram að þessu hefur fólk verið eitt með sjálfu sér einhvers staðar úti í bæ yfir bókunum mínum en allt í einu leggur heilt leikhús allt í sölurnar fyrir verk sem maður hefur skrif- að. Ég þori auðvitað ekki að segja von á drungalegu verki frá mér en ekki leikriti sem sameinar alla fjölskylduna.“ Kolbrún Halldórsdóttir leik- stýrir Tómri Ást sem er sýnd í Tjarnarbíó og eru næstu sýningar á föstudag og sunnudag kl. 20.30. SA Ein af myndum Einars: Þá drukku þau saman um kveldið og voru allkát. Bókmenntir Egla myndskreytt Egils saga Skalla-Grímssonar er janúarbók Bókaklúbbs Almenna bókafélagsins. Það sætir tíðind- um að þessi útgáfa er mynd- skreytt af listamanninum Einari Hákonarsyni. í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir að myndir hans leggi ekki aðaláherslu á at- burði og athafnir eins og al- gengast hafi verið í myndum við Islendingasögur, heldur skap- gerð og tilfinningar. Bókmenntir Hvaða Ijóð eru lesin í skólum? Eysteinn Þorvaldsson dósent spyr hvers vegna ljóð séu lesin í skólum og hvers konar ljóð séu lesin þar í bókinni Ljóðalærdóm- ur, athugun á skólaljóðum handa skyldunámsskólum 1901-1979, sem Kennaraháskóli íslands gef- ur út. í bókinni skoðar höfundur all- ar skólaljóðaútgáfur þessi áttatíu ár og gefur áhugafólki grundvöll til að líta á ný skólaljóð í víðu samhengi. Eysteinn Þorvaldsson Bókmenntir Hvað hafði Platón eiginlega á móti skáldskap? Eyjólfur Kjalar Emilsson heimspekingur heldur fyrirlestur á laugardaginn á vegum Félags áhugamanna um bókmenntir um sérkennilegt mat gríska heim- spekingsins Platóns á skáldskap og skáldum. Platón bannfærði skáldskapinn og gerði skáldin út- læg í höfuðriti sínu, Ríkinu, sem Eyjólfur er einmitt að ljúka við að þýða, og ætlar hann velta fyrir sér hvað Platón meinti eiginlega með því. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Odda og hefst kl. 14.00. Á dagskrá hjá félaginu er fund- ur um þýðingar í apríl og þing um Þórberg Þórðarson fyrsta laugar- daginn í júní, í stíl við þingin sem hafa verið haldin undanfarin ár um Halldór Laxness og Málfríði Einarsdóttur. Áhugamenn um bókmenntir geta farið að hlakka til. Bibba íbobba Gríniðjan - Bylgjan Brávallagatan Leikendur: Edda Björgvinsdóttir og Júlíus Agnarsson Um langt skeið hefur Bylgjan flutt áheyrendum sínum stutta samtalsþætti um hjónakorn á Brávallagötu, Bibbu og Halldór. Þetta eru stuttir sketsar sem eru endurteknir nokkrum sinnum á dag og hafa óefað átt stærstan þátt í þvf að fjöldi fólks stillir á Bylgjuna sem væri að öðru leyti einsog hver önnur grammafóns- stöð með auglýsingum. Brávall- agötupakkið er lífæðin í Bylgju- hlustun og skaffar hlutafélaginu ómældar krónur í auglýsingum. Ástæðan er ofureinföld: þættirnir PÁLL BALDVIN BALDVINSSON eru bráðskemmtilegir, persón- urnar og lífshættir þeirra ljóslif- andi og hefur höfundum, sem jafnan eru ótilgreindir tekist undurfurðulega að halda damp- inum í þessum tveim nýríku þegnum þjóðarinnar. Brávallagötupakkið sem er reyndar á leið í Arnarnesið er af gömlum toga. Hér takast á tveir pólar tvítalsins, sá afkáralegi og hinn sem er öllu jarðbundnari og leiðir samtalið með spurningum sínum og athugasemdum við framferði hins. Bibba er fríkið, nýríkur plebbi sem eltir uppi allar tískuflugur. Hún er rugluð á öllum gildum, slær saman hug- Bibba heldur sér í formi. myndum, orðtökum, afbakar slettur og skoðanir, og á sér langa röð forvera í leikbókmenntum okkar, allt frá Sperðli Snorra á Húsfelli til nýríku frúnna í revíum stríðsáranna. Edda hefur meira að segja tamið sér þann nefmælta flámælistón sem Haraldur Á. og félagar töldu helsta kost hinna nýríku kvenna í revíum sínum. Dóri blessaður er aftur seinn til. Hann fer sér hægt og er bundinn ofríki konu sinnar, sníkjum mágs síns og lagskonu hans. Júlíus er kostulega kænn í þessari rullu og þau reyndar bæði í fáfengilegri tignun og ýkjum sínum á plebba- skapnum. Þessir þættir eru styrktir af menningarsjóði útvarpsstöðva og þótt þeir einir hefðu komið úr þeim sjóði væri sú fjársöfnun ekki unnin fyrirgýg. Maðurgetur hins vegar ekki annað en látið þá frómu ósk í ljós að Eddu og Jú- líusi gefist tækifæri til að flytja þessar persónur af ljósvakanum og klæða þær holdi og blóði á sviði í dúndrandi gamanleik úr Arnarnesinu. Hafi Gríniðjan þökk fyrir skemmtunina. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. mars 1989 Föstudagur 3. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.