Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 9
ERLENDAR FRETTIR Khomeini Slítum samskiptum við „villimennskuheim“ Sovétmenn láta í Ijós vilja til málamiðlunar Iranska þingið samþykkti í gær með öllum þorra atkvæða að stjórn landsins krefðist þess af bresku stjórninni að hún for- dæmdi Salman Rushdie rithöf- und. Ef Bretar hefðu ekki orðið við þeirri kröfu innan viku, myndu íranir slíta stjórnmála- sambandi við þá. Breska stjórnin hefur kallað heim alla sendiráðsmenn sína í Teheran og vikið úr landi starfs- mönnum íranska sendiráðsins í Lundúnum, en ekki slitið stjórnmálasambandi formlega. Virðist nú stefnt í slit samskipta milli frans og Vesturlanda, en ekki kveðst Khomeini höfuð- klerkur harma það. Segir hann írönum enga þörf á víðtækum samskiptum við „villimennsku- heiminn", sem engan skilning Lorenz - fékk margar hugmyndir útfrá athugunum sínum á öndum og gæsum. Konrad Lorenz látinn Látinn er í V /narborg Konrad Lorenz, heim .þekktur austur- rískur vísindar laður og metsölu- höfundur, 85 ira að aldri. Hann var í fremstu röð sem dýrafræð- ingur og sálfr eðingur og fékk Nó- belsverðlaun 1973 fyrir rann- sóknir sínar á hegðun dýra. Reuter/-dþ. hafi á því hvað íslam sé heilagt. Breska stjórnin hefur þegar til- kynnt að hún muni hafa kröfu ír- anska þingsins að engu, en af hálfu sovésku stjórnarinnar hefur verið gefið í skyn, að hún kunni að gefa kost á sér sem málamiðl- ara í deilu þessari milli írans og Vesturlanda. Er þetta það fyrsta, sem sovésk stjórnvöld láta hafa eftir sér um þetta mál. Reuter/-dþ. Irak Böm pynduð og tekin af lífi Fimm mánaða gamalt barn svelt til að knýja foreldra til játninga Alvanalegt er í írak að börn og unglingar sæti pyndingum eða séu tekin af lífi af pólitískum ástæðum, að sögn mannréttinda- samtakanna Amnesty Internatio- nal. Þannig hafi í jan. 1987 29 börnum og unglingum verið stillt upp við vegg í skóla einum og þau síðan skotin, og atburður þessi sé síður en svo nokkurt einsdæmi þarlendis. Amnesty segir íraksstjórn hafa játað að sjö af þessum aftökum hafi átt sér stað. í skýrslu frá Amnesty eru taldar upp um 30 pyndingaaðferðir, sem notaðar eru á börn í íröskum fangelsum. Samtökunum hafa borist frásagn- ir barna, sem skýra svo frá að þau hafi verið barin í fangelsunum, hýdd með svipum, svívirt kyn- ferðislega og pynduð með raf- magni. Amnesty segir að börnin séu pynduð einkum til að knýja þau til að gefa upplýsingar um ætt- ingja og einnig til að neyða þeirra nánustu til „samstarfs“ við lög- Júgóslavía Fjöldamótmæli Serba Serbar í hundruðþúsundatali, um miljón að sögn júgóslavn- eska sjónvarpsins, komu í gær saman á mótmæla- og kröfufund fyrir framan þinghúsið í Beo- grad, höfuðborg Júgóslavíu, veifuðu serbneskum og júgó- slavneskum fánum og kröfðust þess að í engu væri gefið eftir fyrir Albönum í Kosovo. Kröfufundir af svipuðum toga voru haldnir í Vojvódínu og í Titograd, höfuð- borg Svartfjallalands, fóru um 20.000 manns í kröfugöngu. Það sem hleypti af stað mót- mælaaðgerðum þessum voru af- sagnir nokkurra háttsettra emb- ættismanna í Kosovo, sem létu af stöðum sínum vegna víðtækra mótmælaaðgerða af hálfu alb- anskra íbúa svæðisins, er sökuðu þá um að vera handbendi Serba. Námumenn í sinknámu í Mitro- vica, sem hafa verið í setuverk- falli og fastað niðri í námunni undanfarna daga, létu af því á mánudagsnótt en um 8000 náms- menn í Pristina, höfuðborg Koso- vo, eru enn í setuverkfalli á íþróttaleikvanginum þar. Júgó- slavneski herinn hefur nú verið sendur til Kosovo vegna þessara mótmælaaðgerða Albana þar. Reuter/-dþ. reglu og leyniþjónustu. Pólitísk- ur fangi íraskur, sem slapp úr fangelsi 1985, skýrir svo frá að 12 börn honum náskyld, á aldrinum 13 niður í fimm ára, hafi verið pynduð fyrir augum hans. Hann segir einnig frá fimm mánaða gömlu barni, sem linnti ekki hljóðum sökum þess að það fékk ekki pelann sinn. Öryggislög- reglumenn sögðu foreldrum þess að það yrði svelt þangað til þau játuðu á sig þær sakir pólitískar, sem á þau voru bornar. Reuter/-dþ. 10 étnir af krókódílum Síðustu sex vikurnar hafa 10 manns orðið krókódflum að bráð í Svasilandi, smáríki á mörkum Mósambík og Suður-Afríku. Lögregla landsins kennir um úr- hellisrigningu, sem valdið hefur miklum vexti í ánum, þar sem krókódflarnir halda sig. Árnar hafa víða flætt yfir bakka sína og krókódílarnir notfært sér það. Þegar aftur hefur sjatnað í ám hafa krókódílarnir sumsstaðar króast af í pollum og tjörnum á landi uppi og þær kröggur ekki orðið þeim neinn skapbætir. Reuter/-dþ. Venesúela Verðhækkanir og óeirðir Að minnsta kosti 20 manns voru drepnir og yfir 200 særð- Kókaínbarón fellur Gilberto Molina, sem grunað- ur var um að vera einn af helstu kókaínbarónum Kólombíu, féll í fyrradag með 17 lífvörðum á bú- garði sínum um 75 km vestur af Bogota, höfuðborg landsins, er vopnaðir menn réðust á búgarð- inn. Ekki mun vitað með vissu hverjir árásarmennirnir voru, en lögregla telur líklegast að þeir hafi verið vinstrisinnaðír skæru- liðar. Fjandskapur hefur aukist með þeim og kókaínbarónum undanfarið, sökum þess að þeir síðarnefndu hafa tekið að beita lífvörðum sínum í vaxandi mæli gegn skæruliðum og vinstrisinn- um yfirleitt. Reuter/-dþ. ust og slösuðust í óeirðum sem Caracas, höfuðborg Venesúelu, logaði í frá því eldsnemma á mán- udagsmorgun framundir morgun í gær. Óeirðir munu einnig hafa brotist út í flestum öðrum stærri borgum landsins, en af atburðum þar hefur minna frést. Ekki fer leynt að meginástæð- an til að róstur þessar brutust út er að stjórnvöld hækkuðu verð- lag á steinolíu um 90 af hundraði á sunnudag og fargjöld með strætisvögnum um 30 af hundraði á mánudag. Þessar hækkanir koma einkum illa við pyngjuna hjá efnaminnstu stéttum þjóðfé- lagsins. Lífskjör þarlendis eru að vísu þau bestu í Suður-Ameríku, en hafa versnað verulega síðan 1986, vegna verðfalls á olíu, sem er helsta útflutningsvaran. Reuter/-dþ. ALÞYDUBANDALAGID ABR Lokaspilakvöldið Fjórða og síðasta spilakvöld í þessari lotu verður haldið þriðjudaginn 7. mars kl. 20.30 að Hverfisgötu 105. Gestur kvöldsins verður Steingrímur J. Sigfús- son, landbúnaðar- og samgönguráðherra. Mætum öll. Steingrímur J. Alþýðubandalagið í Kópavogi Morgunkaffi Alþýðubandalagið í Kópavogi verður með morg- unkaffi laugardaginn 4. mars frá klukkan 10 - 12 í Þinghól Hamraborg 11. Heimir Pálsson mun hella uppá könnuna og ræða almennt um stöðu bæjarmála. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér góða gesti. Stjórnin Heimlr Hjúkrunar- fræðingar Félagsfundur um kjaramál að Suðurlandsbraut 22, fimmtudaginn 2. mars kl. 20:30. Hjúkrunarfélag íslands Styrkir til háskólanáms í Portúgal, Tyrk- landi og Austurríki. Portúgölsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu átta styrki til háskólanáms í Portúgal háskólaárið 1989-90. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í hlut íslendinga. Umsóknareyðublöð fást í sendi- ráði Portúgala í Osló, utanáskrift: Ambassade du Portugal, Josefin- es gate 37, 0351 Oslo 3, Norge, og þangað ber að senda umsóknir fyrir 1. júní n.k. Ennfremur hafa tyrknesk stjórnvöld tilkynnt að þau bjóði fram í sömu löndum styrk til háskólanáms í Tyrklandi skólaárið 1989-90. Umsækjendur skulu hafa gott vald á tyrknesku, frönsku eða ensku. Sendiráð Tyrklands í Osló (Halvdan Svartes gate 5, 0268 Oslo 2, Norge) lætur í té umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar, en umsóknir þurfa að berast tyrkneskum stjórnvöldum fyrir 31. mai n.k. Einnig bjóða austurrísk stjórnvöld fram nokkra styrki í ofangreindum löndum til háskólanáms í Austurríki næsta skólaár. Eyðublöð og nánari upplýsingar fást í austurríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn (Grönningen 5, 1270 Köbenhavn K) og þangað þurfa umsóknir að hafa borist fyrir 15. mars n.k. Allir ofantaldir styrkir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við hóskóla. Menntamálaráðuneytið, 24. febrúar 1989. Kvikmynd um sögu bílsins á íslandi Undirritaöir vinna aö heimildakvikmynd um sögu bílsins í íslensku þjóðlífi. Þeir sem kynnu aö luma á forvitnilegu efni er tengist þessu, s.s. kvikmyndum og Ijósmyndum, og vilja leggja okkur liö eru vinsamlega beönir aö hafa samband við okkur. Hjálmtýr Heiðdal, sími: 91-75033/622070 Ásgeir Sigurgestsson, sími: 91-651161 Finnbogi Hermannsson, sími: 94-4057 Miðvikudagur 1. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.