Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.03.1989, Blaðsíða 11
I DAG LESANDI Böðvar Guömundsson, skáld KEA-magáll er æðislega góður Hvað ert þú að gera núna, Böðvar? „Ég er að reyna að skrifa sögur, leikrit og ljóð og það geri ég í Nivá á Sjálandi þar sem ég hef átt heima í bráðum tvö ár.“ Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? „Þá var ég að kenna íslensku og trúlega bókmenntir líka við Menntaskólann á Akureyri." Hvað gerirðu helst í frístund- um? „Mér þykir gaman að horfa á kvikmyndir og leikrit, lesa bækur, hlusta á tónlist, syngja, hlaupa. Mér finnst gaman að rækta garðinn minn og leika mér við köttinn minn, gott að hitta kunningjana ef frístundir okkar falla saman, gaman að fara út í náttúruna, ganga um skóga og engi, fjöll og firnindi. - Það er miklu auðveldara að telja upp það sem mér finnst ekki gaman, ég hef svo mörg áhugamál. Ég safna ekki frímerkjum, en ég gæti vel tekið upp á að safna þeim líka. Ég er hvergi djúpur en kem víða við. Dæmigerður hring- hugi.“ Hvaða bók ertu að lesa núna? „Sturlungu - í gömlu útgáf- unni, ég á ekki þá nýju. Ég byrj- aði á henni vegna þess að vinur minn bað mig að lesa handrit að sagnfræðiriti sem kemur við Sturlungu, en ég er búinn að lesa miklu meira en ég þurfti af því að það er svo gaman.“ Hvað finnst þér þægilegast að lesa í rúminu á kvöldin? „Ég les aldrei í rúminu á kvöld- in. Einu skiptin sem ég les í rúm- inu er á sunnudagsmorgnum, þá les ég blöðin. Fólk sem sefur í sama rúmi og annar aðili á ekki að lesa í rúminu á kvöldin, það er tillitsleysi." Hvaða bók myndirðu taka með þér á eyðiey? „Biblíuna." Hver var uppáhaldsbarnabók- in þín? „Það var saga af pörupiltum á Skáni í Svíþjóð sem hét Bombi Bitt. Höfundurinn hét Fritjof Nilsson en Helgi Hjörvar þýddi. Þetta var mikill realismi en ím- yndunaraflinu samt gefinn laus taumur. Ég las hana aftur og aft- ur og man fullt af tilsvörum úr henni þótt ég hafi ekki lesið hana í meira en þrjátíu ár. Ekki sakar málfarið, Helgi gat þýtt svo djöf- ulli vel.“ Hvað sástu síðast í leikhúsi? „Caligula eftir Camus hjá leikfélaginu í Nivá. Hörkugóð sýning sem gerði það að verkum að ég dró fram gamla bók sem ég átti með danskri þýðingu af leikritinu og alls konar undar- legum táknum á spássíum. Hún var árituð til Guðmundar frá Wolfgang. Og þá mundi ég að vorið 1949 lá blómi íslenskrar æsku í tjaldi í túnfætinum hjá föður mínum. Þar voru Þorvarður Helgason, Vigdís Finnbogadóttir, Wolfgang Edelstein og Þorkell Grímsson, þau voru þá nýstúdentar og lágu við í tjaldi uppi á Kirkjubóli og þýddu Caligula. Ekkert veit ég hvað varð um þá þýðingu eða hvort hún var sett á svið.“ Er citthvað I leikhúsunum núna sem þig langar til að sjá? „Það eru ógurlega mörg leikhús í Kaupmannahöfn, ég verð að missa af einhverju. En hér er sýning á Vanja frænda sem hefur verið skrifað fallega um og mig langar til að sjá.“ En í bíó? „Mig langar mest til að sjá nýj- ar íslenskar kvikmyndir en það er erfitt hér. Ég hef fáar íslenskar kvikmyndir séð án þess að verða hryggur, samt langar mig til að fylgjast með þeim.“ En í sjónvarpi? „Ég fylgist með fréttum og oft með íþróttum. Svo horfi ég stundum á þátt í sænska sjón- varpinu sem heitir Mitt i naturen og er mjög skemmtilegur.“ En í útvarpi? „Ég hlusta mikið á útvarp, til dæmis meðan ég er að búa til kvöldmatinn. Svo er virkilega góður fréttaskýringaþáttur síð- degis um það sem er að gerast í heiminum sem ég hlusta á. Og útvarpsleikrit sem hér eru mörg á viku og dramatíseraðar skáld- sögur.“ Hefurðu alltaf kosið sama stjórnmálaflokkinn? „Nei, tvo.“ Hvaða stjórnmálamann langar þig mest til að skamma? Mig langar ekki til að skamma danska stjórnmálamenn. Og varla íslenska heldur. Eru þetta ekki öndvegismenn allt saman?“ Hvernig myndir þú leysa efna- hagsvandann? „Til að auka eirikaneyslu, meinarðu? Hann er eiginlega enginn og þess vegna er ekki hægt að leysa hann, en það er hægt að auka neysluna ennþá meir. Til dæmis má lækka verð á bílum VIKUNNAR ennþá meira svo fólk geti eignast fleiri bfla.“ A að lækka kaupið ef fyrirtæki gengur illa? „Já, ef starfsfólkið vill það. Starfsmenn eiga að hafa meiri áhrif á stjórn fyrirtækja og eign- araðild að þeim, það er hagur fyrirtækjanna." Hvernig á húsnæðiskerfið að vera? Það hlýtur að vera meginvið- fangsefnið að ungt fólk þurfi ekki annaðhvort að bíða árum saman eftir að komast í húsnæði eða taka á sig skuldaklafa. En hvern- ig á að leysa það er annað mál. Andelsboliger hér í Danmörku er ágætt fyrirkomulag. Fólk borgar eignarhluta þegar það flytur inn og svo leigu eftir það. Maður fær svo eignarhlutann endurgreiddan þegar maður skiptir um íbúð.“ Hvaða kaffitegund notarðu? „Oftast Gevalia, mér finnst það gott kaffi.“ Hvað borðarðu aldrei? „Ég var alinn upp við það í Hvítársíðu að borða allt sem á borðum var, annað var ókurteisi við móður náttúru sem hafði gef- ið þetta af sér. Mér finnst ekkert vont af því sem er skilgreint sem matur, hákarl, hvalur, grindar- spik, selur, rostungur, allt er þetta jafn gott. Þó er einn svo- kallaður matur sem mér þykir ekki góður. Það er skötustappa sem þeir éta á Þorláksmessu fyrir vestan og er mesti hryllingur sem ég hef látið inn fyrir mínar varir.“ „Hvar myndirðu vilja búa ann- ars staðar en í Nivá? „Á Akureyri. Maður flækist víða og ég fór þaðan, en það er aldrei að vita nema maður eigi eftir að búa á Akureyri aftur. Það er fallegur bær og gott fólk, gott veður. Allt er gott við Akureyri, líka verslunin. KEA er gott fyrir- tæki og KEA-magáll er æðislega góður.“ Hvernig finnst þér þægilegast að ferðast? „Mér finnst þægilegt að keyra bíl og ganga með bakpoka.“ Hvernig sérðu framtíðarlandið fyrir þér? „Ef ég á að svara því einlæglega þá er það eins konar samfélag þar sem einstaklingurinn ber mikla ábyrgð og ríkisvaldið er lítið. Þar sem einstakir starfsmenn stofn- ana og fyrirtækja bera svo mikla ábyrgð að það þarf ekkert mið- stjórnarvald. Vald er alltaf mis- notað, þess vegna er það af hinu illa. Því meiri ábyrgð sem er hjá hverjum og einum, þeim mun minna vald þarf. Ef fólk finnur virkilega til ábyrgðar þá þarf enga yfirstjórn yfir því. Állra síst á að vera framkvæmdavald í landinu mínu. Ég er kristilegur anarkisti og kristilegt anarkí er mín framtíðarsýn, þar sem guð verður að sjálfsögðu líka að leggjaniðurvald. Égvilekki hafa neinn alvald þar!“ Hvaða spurningu viltu svara að lokum? „Um hvernig mér finnist Þjóð- viljinn." Hvernig finnst þér Þjóðviljinn, Böðvar? „Ja, segir skáldið, treður í pípu, hallar sér aftur í stólnum og brosir - er þetta ekki einhvern veginn svona í viðtölunum? Ég held að Þjóðviljinn geti orðið gott blað, en tónninn í honum hefur verið of neikvæður og stundum hefur hann beinlínis af- bakað sannleikann - af pólitísk- um öfuguggahætti eða heimsku og fákunnáttu. Hann getur orðið gott blað ef hann tekur upp já- kvæðan tón og leggur meira upp úr því að fræða lesendur sína en að móta pólitískar skoðanir þeirra. Þá eiga lesendur betra með að mynda sér eigin skoðanir á málum og um leið hefur blaðið raunveruleg áhrif á þá. Sérstak- lega á það við um fyrirsagnir að þær eigi að veita upplýsingar um innihald greina og frétta en ekki að móta fyrirfram skoðun þess sem ætlar að lesa greinina.“ SA Þióðviliinn FYRIR50ÁRUM Afturhald Bretlands og Frakk- lands ætlar að gefa fasismanum Spán. Bonnet afhendir Franco eignirSpánarstjórnar. Sovét- stjórnin veitir 5 míljónir fr. til Spánarhjálpar. Sjómönnum heimilað að skrá sig upp á sömu kjör og í fyrra. Ákvæði sjómannafél. frá því um nýárframlengd út saltfiskvertíðina. Fækkun yfirvofandi í atvinnu- bótunum. 1. MARS miðvikudagur í nítjándu viku vetrar, ellefti dagurgóu, sextug- asti dagur ársins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 8.35 en sest kl. 18.46. Tungl minnkandi á fjórða kvartili. VIÐBURÐIR Fæddur Sigurður Eggerz fyrrv. forsætisráðherra 1875. Þjóðhá- tíðardagurWales. Bjór kemur aft- urílandið. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöldvarsla lyfj- abúöavjkuna 24. febr.-2. mars er í Apóteki Austur- bæjar og Breiðholts Apóteki. Fyrrnef nda apótekiö er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Síðarnefnda apótekiö er opiö á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík sími 1 11 66 Kópavogur sími 4 12 00 1 84 55 Hafnarfj sími 5 11 66 Garðabær sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar: Reykjavík sími 1 11 00 Kópavogur sími 1 11 00 Seltj.nes sími 1 11 00 Hafnarfj sími 5 11 00 Garðabær sími 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavfk, Sel- tjarnarnes og Kópavog er I Heilsu- verndarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgi- dögum allan sólarhringinn. Vitj- anabeiönir, símaráöleggingar og tíma- pantanir I sima 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu eru gefnar í sím- svara 18888. Borgarspftalínn: Vakt virka daga kl. 8- 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilis- lækni eöa ná ekki til hans. Landspít- alinn: Göngudeildineropin 20-21. Slysadeild Borgarspítalans: opin allan sólahringinn sími 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan sími 53722. Næturvakt lækna sími 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt s. 656066, upplýsingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt 8-17 á Læknamiö- stöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýsingar s. 3360. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspftalinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, ogeftlrsamkomulagi. Fæðingardeild Landspítalans: 15-16. Feðratími 19.30- 20.30. Öldrunarlækningadeild Land- spítalans Hátúni 10 B. Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala:virkadaga 16-19, helgar 14-19.30. Heilsuverndarstöðin viö Barónsstígopinalladaga 15-16og 18.30-19.30. Landakotsspitali: alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: heimsóknir annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. St. Jósefsspitali Hafnarfiröi: alla daga 15-16 og 19-19.30. Klepps- spftalinn:alladaga 15-16 og 18.30-19. Sjúkrahúsið Akureyri: alla Jaga 15-16 og 19.19.30. Sjúkrahúslð Vestmannaeyjum: alla virka daga 15- 16og 19-19.30. SjúkrahúsAkraness: alladaga 15.30-16og 19-19.30. Sjúkra- húsið Húsavík: alla daga 15-16 og 19.30-20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ. Neyöarathvarf fyrir ung- linga Tjarnargötu 35. Sími: 622266, opiö allansólarhringinn. Sálfræðistöðin. Ráðgjöf í sálfræðilegum efnum. Sími 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virkadagafrá kl. 10-14. Sími 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum Vestur- götu 3. Opið þriðjudaga kl.20-22, fimmtudaga 13.30-15.30 og kl. 20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingar um eyðni. Sími 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing ámiðvikudögumkl. 18-19, annarssim- svari. Samtök um kvennaathvarf, sfmi 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Samtökin '78. Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags-ogfimmtudagskvöldum kl. 21- 23. Simsvari á öðrum tímum. Síminn er 91-28539. Félag eldri borgara. Opið hús í Goðheim- um, Sigtúni 3, alla þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudagakl. 14.00. Bilanavakt (rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf magnsveita bilanavakt s. 686230. Vinnuhópur um sifjaspellamál. Sími 21260 alla virka daga kl. 1-5. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laga- nema.erveittísima 11012 millikl. 19.30 og 22.00 á fimmtudagskvöldum. „Opið hús“ krabbameinssjúklinga Skógarhlíð 8 er „Opiö hús" fyrir alla krabb- ameinssjúklinga og aðstandendur þeirra á fimmtudögum kl. 17.00-19.00. Samtök áhugaf ólks um alnæmisvand- ann vilja styðja við smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra. Hringið í síma91 - 224400 alla virka daga. GENGIÐ Gengisskráning 28. febrúar 1989 kl. 9.15. Sala Bandaríkjadollar 51,49000 Steriingspund 89,51500 Kanadadollar 42,90800 Dönskkróna 7,22920 Norskkróna 7,67760 Sænsk króna 8,17690 Finnsktmark 12,02760 Franskurfranki 8,27750 Belgískurfranki 1,34350 Svissn.franki 33,03820 Holl. gytlini 24,96240 V.-þýskt mark 28,17900 ítölsk líra 0,03822 Austurr. sch 4,00470 Portúg. escudo 0,34080 Spánskur peseti 0,44900 Japansktyen 0,40486 Irsktpund 75,00500 KROSSGÁTA T 2 3 4 5 * y • ■ 9 1Ó 11 12 13 n 14 r^ L.J 19 l. J 17 1« P 19 20 Í1 n 22 n 2« □ 2« • Lárétt: 1 sæti4lita8 hyggju9vaða11 kroppa12stássi14 rykkorn 15 lélegt 17 álma19tíðum21 þjóti 22 peninga 24 faðmur 25 fiskur Lóðrétt: 1 bjargbrún2 hamingja3fugl4hlutir 5 bjálfa 6 bæta 7 fjall 10 festa 13 glata 16 svörð- ur17spök18stök20 látbragð 23 eins. Lausn á sfðustu krossgátu Lárétt: 1 börk 4 haegt 8 Óvarkár9æsti11 eira 12 skilti 14au 15láns 17hæfir19oti21 æfi 22 sefa24gamm25 raki Lóðrétt: 1 blæs 2 róti 3 kvilli 4 hrein 5æki6 gára 7 trauði 10 skræfa 13társ16sofa17hæg 18fim20tak23er Miðvikudagur 1. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.