Þjóðviljinn - 02.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.03.1989, Blaðsíða 3
Reykjavík Mikil ásókn í vínveit- ingaleyfi r Asíðustu 2 mánuðum hefur fé- lagsmálaráði borist umsóknir frá 11 matsölustöðum og 1 hóteli í borginni um leyfi tii sölu á áfeng- um drykkjum. Sl. ár voru 8 hótel, 12 skemmti- staðir, og 33 matsölustaðir með vínveitingaleyfi í Reykjavík, eða alls 53 leyfi, en 1986 voru leyfin alls 43. Gert er ráð fyrir því að leyfishöfum fjölgi þannig að á þessu ári verði þeir 65 talsins. Bjórinn kallar á nýjar þarfir og er það mat Gunnars Þorláks- sonar fulltrúa hjá félagsmálaráði að matsölueigendur telji sig ekki samkeppnisfæra hafi þeir ekki leyfi til þess að bera fram bjór og aðrar áfengistegundir. Þess skal getið að leyfi til bjórveitinga er háð nákvæmlega sömu skilyrð- um og önnur vínveitingaleyfi. Þau fyrirtæki sem sótt hafa um leyfi eru: Svarta Pannan Hafnarstræti 17 Potturinn og Pannan Brautar- holti 22 Madonna Rauðarástíg 27-29 Hótel City Ránargötu 4 A Askur Suðurlandsbraut 14 Árberg, Ármúla 21 Amerískur Stíll Skipholti 70 Besti bitinn Laugavegi 34 A Stúdentakjallarinn við Hring- braut Kringlukráin Kringlan 4 Pítan, Skipholti 50 c Veitingahúsið Gerðubergi eb Reykjavík Hækka meira en aðrir Dagvist barna í Reykjavík hef- ur gert tillögur til borgar- stjórnar sem verða afgreiddar á fundi borgarstjórnar í dag, um töluvert meiri hækkanir á dag- vistargjöldum en samþykktar hafa verið í nágrannasveitarfé- lögum borgarinnar. FRETTIR Bjórinn Hallareksbi strætó bjargaö? Guðrún Agústsdóttir: Drekkið mjólk ístað bjórs. Hrafn Magnússon: Drekkið ekki á vinnustöðum. Gunnar Eydal: Gangið heim. Magnús L. Sveinsson: Takið strætó. Guðmundur Bjarnason: Vonaaðþjóðin kunni fótum sínum forráð Igær var klippt á 76 árq bjór- bann á íslandi. Fjöldi Islend- inga lagði leið sína í ríkið í gær tii að kaupa bjór. Hópur erlendra blaðamanna er hér staddur til að kynna sér hvernig bjórinn leggst í landann. -Ég vona bara að þjóðin kunni fótum sínum forráð í sam- býli við bjórinn, sagði Guðmund- ur Bjarnason heilbrigðisráðherra þegar hann var spurður um hvort hann ætti góð ráð handa þjóðinni í tilefni þess að bjór er leyfður að nýju eftir 76 ára bann. Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar sagði í gær er hann klippti á borða sem innsiglaði bjórkrana á nýjum veitingarstað í miðborg Reykja- víkur að hann vonaðist til að til- koma bjórsins yrði til þess að hallarekstur á Strætisvögnum Reykjavíkur væri úr sögunni. Mikið fjölmenni var við opnun nýs veitingahúss í Pósthússtræti í Reykjavík sem hlotið hefur nafn- ið Olkjallarinn. Mikið var um er- lenda fréttamenn og var engu lík- arara en þeir væru spenntari en þeir fjölmörgu íslendingar sem þarna voru staddir. - Ég vona að íslendingar hafi vit á því að drekka heldur mjólk í stað bjórs, sagði Guðrún Ágústs- dóttir aðstoðarmaður mennta- málaráðherra. Hún vonaðist til að unglingar myndu ekki glepjast af ósköpunum. Hrafn Magnússon fram- kvæmdastjóri Sambands al- mennra lífeyrissjóða sagði þegar hann var spurður um hollráð til handa þjóðinni að mikilvægt væri að þjóðin léti það ógert að drekka bjór í vinnunni. Undir þau orð tók Gunnar Eydal borg- arritari og bætti við að gott væri fyrir þá sem fengju sér bjór á veitingastöðum í framtíðinni að fá sér góðan göngutúr að lokinni bjórdrykkju. Rúnar Björgvinsson markaðs- stjóri Sanitas sagði að dagurinn hefði verið erfiður, en allt hefði gengið vel. Hann sagði að þeir hefðu orðið varir við mikilum áhuga á bjórnum. Bjórinn byrjaði að flæða úr krönum og dósum þegar snemma í gærmorgun. Hafnarfjörður Gerðar eru tillögur um 25% hækkun að meðaltali en dagvist- argjöld í Kópavogi og Hafnar- firði voru hækkuð í gær um 20%. Athygli vekur að lagt er til að fæði fyrir leikskólabörn hækki um nær 43%. Almenn leikskólagjöld fyrir 4 tíma gæslu er nú 3.700 kr. en verða 4.600 kr. verði hækkunin samþykkt. Þá hækkar fæði fyrir leikskólabörn úr 1400 kr. í 2000 kr. fyrir aðra en forgangshópa á dagvist hækka gjöldin um 33,3% eða úr 8.400 kr. í 11.200. Fulltrú- ar stjórnarandstöðunnar í Dag- vist barna, þær Kristín Á. Ólafs- dóttir og Sigrún Magnúsdóttir létu bóka andstöðu sína við þess- ar hækkunartillögur. -Ig- Kvikmyndaklúbbur Karlmenn í bíó Þýska myndin Karlmenn (Mánner), eftir leikstjórann Dor- is Dörrie verður sýnd á vegum Kvikmyndaklúbbs íslands í dag fimmtudag og á laugardag í Regnboganum. Sýningar í kvöld eru kl. 21 og 23 og kl. 15 á laugar- dag. Miðaverð fyrir klúbbfélaga er 200 kr. en félagsskírteini eru seld í Regnboganum og kosta 500 kr. Félagsmálin ganga fyrir Fjárhagsáœtlun Hafnarfjarðar samþykkt ífyrrinótt. Afheildartekjum bœjarins fara 38% til nýrraframkvœmda. Sundlaug, íþróttahús, skóli og dagvistarheimili stœrstu verkefnin skóla við Víðistaði. Þá er ráðgert rekið dagvistarheimili verður tvöfaldað í bænum frá því meiri- að hefja undirbúning að bygg- tekið í notkun í lok þessa mánað- hluti Alþýðubandalags og Al- ingu nýs dagvistarheimilis á ár- ar. Með þessu átaki í dagvistar- þýðuflokks tók við völdum í inu, auk þess sem nýtt foreldra- málum hefur dagvistarrými verið Hafnarfirði sumarið 1986. -Ig. Þjónusta Eden fyrir ferðamenn í Krýsuvík Krýsuvíkursamtökin ætla að byggja upp fjölþætta ferðamannaþjónustu í Krýsuvík ísamstarfi við Hafnarfjarðarbœ. Snorri Welding: Endurhæfing í gagnið fljótlega Stórframkvæmdir verða í félags-, skóla- og íþróttamál- um í Hafnarfírði á þessu ári, en ráðgert er að taka í notkun innan árs, nýtt dagvistarheimili, úti- sundlaug, íþróttahús og skóla í Setbergshverfi. Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar var samþykkt seint í fyrrinótt eftir langan fund bæjarstjórnar og var full samstaða bæjarfulltrúa um allar helstu framkvæmdir á árinu. Útgjöld og tekjur hækk- uðu um 30 miljónir milli um- ræðna, og hljóða niðurstöðutölur áætlunarinnar uppá 1663 milj ' Þar af er ráðgert að 627 miljón- ir fari til nýframkvæmda í bænum en það er um 38% af tekjum bæjarins. Er þetta hlutfall með því hæsta sem þekkist. Lokið verður við útisundlaug í Suðurbæ næsta haust og þá jafnframt tek- inn í notkun nýr grunnskóli í Set- bergshverfi. Fyrir fáum dögum var tekin fyrsta skóflustunga að stærsta íþróttahúsi landsins sem mun rísa í Kaplakrika og verður húsið til- búið til notkunar þegar að ári liðnu. í dag verður síðan tekin fyrsta skóflustungan að fjögurra deilda dagvistarheimili og leik- ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Krýsuvíkursamtökin hafa fest kaup á gamla fjósinu í Krýsu- vík og hyggjast nýta það sem mið- stöð fyrir ferðamannaþjónustu, auk þess að sclja þar grænmeti sem samtökin ætla að rækta í gróðurhúsum á Krýsuvíkurbæn- um. Að sögn Snorra Weldings for- svarsmanns samtakanna eru uppi margvíslegar hugmyndir um nýt- ingu á gamla fjósinu, en mikill áhugi er innan samtakanna að koma upp veitingaaðstöðu og þjónustu fyrir ferðamenn sem gæti gefið af sér tekjur fyrir starf- semi samtakanna við endurhæf- ingu ungs fólks í Krýsuvíkurskól- anum. - Við verðum vör við síaukinn straum ferðamanna út í Krýsuvík ár hvert, bæði innlendra og er- lendra. Þarna er engin aðstaða fyrir hendi og við sjáum okkur því leik á borði að koma upp þessari þjónustu, segir Snorri. Meðal annars er rætt um að koma þar upp minjasafni og einnig rifja upp sögu mannlífs og búskapar í Krýsuvík. Samtökin hafa kynnt hug- myndir sínar fyrir bæjaryfirvöld- um í Hafnarfirði sem hafa veitt þeim ókeypis afnotarétt af 2 MW gufuborholu bæjarins á svæðinu til ylræktar. Þá samþykkti bæjar- stjórn Hafnarfjarðar á fundi sín- um í gær að hafin verði vinna að skipulagi Krýsuvíkursvæðisins sem ferðamannastaðar. - Við vonumst til að geta kom- ið starfseminni af stað í Krýsuvík hið allra fyrsta. Fyrsti áfangi skólahússins er nú tilbúinn eins og gert var ráð fyrir og nú bíðum við eftir ákvörðun heilbrigðisráð- uneytisins um samtarf og sam- vinnu um rekstur starfseminnar í skólanum. Ég á von á því að þau mál skýrist nú á næstu vikum og þá geti starfsemi hafist mjög fljót- lega, sagði Snorri Welding.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.