Þjóðviljinn - 02.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.03.1989, Blaðsíða 5
VIÐHORF Islenska, what ist det!? Jetzt parle io Manna! fslensk þjóð á í vanda. Vand- inn er málið. Þetta er vandamál. Sólin er hætt að koma ein- sömul upp í austrinu. Aragrúi hjásóla fylgja í humátt á eftir henni dag hvern árið um kring og fer fjölgandi. Af himnum fellur mannabrauð nútímans að metta þúsundirnar í eyðimörkinni. Mállausir óvitarnir heyra og sjá það sem fyrir þeim er haft. „Manna, manna“ umlar í full- orðnum með munninn fullan af andlegu fóðri. „Manna, manna, meira manna“ er jarmað í kór og miskunnsamur drottinn ljósvak- ans gefur þrælum sínum merki um að losa úr annarri tunnu. Hvað er til ráða? Hvernig bregst smáþjóð við atlögu að móðurmáli sínu? Því vissulega er um atlögu að ræða þar sem gervihnattasjónvarpið er annars- vegar. Formaður nefndar sem endurskoða skal útvarpslögin, Ögmundur Jónasson, segir í grein sem birtist í Þjóðviljanum 10. feb. s.l.: „Á hitt ber að líta að tilvera íslensku þjóðarinnar er tungan og henni megum við ekki tapa.“ Þróunin verður ekki stöðvuð. Það dugir ekki að loka augunum og halda að með því hreinsist loft- ið af endurvarpsgeislum erlendra sjónvarpsstöðva. Augu þjóðar- innar þarf að galopna. Því betur sem óvinurinn sést því auðveldar má verjast honum. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram til að efla málvarnirnar. Fyrrnefndur Ögmundur Jónas- son segir í sömu Þjóðviljagrein: „Eina leiðin til þess að mæta þessari samkeppni erlendis frá er með framleiðslu íslensks efnis.“ Þessi hugmynd er góð eins langt og hún nær. Það er hinsveg- ar ekki sjálfgefið þótt hlutfall inn- lends dagskrárefnis aukist, að áhorfendum muni fjölga. Óvissu- þátturinn er gæði efnisins. Með auknu úrvali sjónvarpsrása eru líkur á að hlutfallslega færri horfi á íslensku rásirnar en gera í dag. Lárus Jón Guðmundsson skrifar Nei, málvarnirnar þarf að byggja upp mun fyrr. Barni sem hefur fengið góða þjálfun í málbeitingu og hefur þroskaðan málskilning er óhættara að horfa á útlendar sjónvarpsrásir en barni sem minna kann í móðurmálinu. Sem sagt, hér gilda hin gömlu sannindi að betra er að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofaní. fjölga þeim. T.d. bjóða starfsmannafélögum ódýr námskeið kostuð/styrkt af ríki eða sveitarfélagi, ýmist í há- degi eða á kvöldin. Þetta þykir e.t.v. einhverjum fyndið en al- vara málsins gefur tæplega til- efni til hláturs ef marka má títt- nefndan Ögmund Jónasson. Bjóða uppá sumarskóla í ís- fræðsla ætti að vera keppikefli hvers alvöru dagblaðs. Birta stutta fræðslupistla utan á umbúðum mjókurvara, svo sem kókómjólkur, nýmjólkur, jógúrts o.fl. Jafnvel efna til samkeppni meðal nemenda sjálfra um besta pistilinn (sbr. samkeppni um teikningar á 'A 1 mjólkurfernum). Verðlaunin „Barni sem hefurfengið góða þjálfun ímál- beitingu og hefur þroskaðan málskilning er óhættara að horfa á útlendarsjónvarpsrásir en barni sem minna kann í móðurmálinu. “ Hér verða örfáar hugmyndir, ekki allar nýjar, til eflingar mál- varna reifaðar lauslega: - Auka íslenskukennslu í yngri bekkjum grunnskóla á kostn- að kennslu í erlendum tungu- málum. Ensku- og dönsku- kennsla hefst venjulega í 5. eða 6. bekk, en ef tungumála- kennslan hæfistekki fyrren Í7. bekk fengjust aukalega amk. 3-4 kennslutímar á viku í tvö ár sem nýttust til íslenskra mál- varna. Undirritaður hefur það sterklega á tilfinningunni að þessi seinkun á tungumála- kennslunni muni ekki þýða umtalsvert minni kunnáttu nemenda í ensku og dönsku við útskrift úr grunnskólanum. - Bjóða uppá stutt námskeið í íslensku fyrir alla aldurshópa. Slík námskeið eru í boði hjá námsflokkum nokkurra sveit- arfélaga en ekki veitir af að lensku. Börn eru send til út- landa á dýr sumarnámskeið að læra útlend tungumál. Er minni ástæða að senda börnin afsíðis til að læra eigið tungu- mál til hlítar? - Örva grunnskólanemendur til ritgerðaskrifa með samkeppni og hafa vegleg verðlaun í boði. - Koma á mælskukeppni grunnskólanemenda í svipuð- um stíl og framhaldsskólar hafa gert, sbr. MORFÍS ræðu- keppnina sem er í gangi þessa dagana. Samtök eins og JC hafa þekkingu og reynslu á þessu sviði og væru e.t.v. fáan- leg til að veita aðstoð við skipulagningu. - Hafa stutta þætti um íslenskt mál og sérstaklega málnotkun á teiknimyndasíðum dagblað- anna (þær síður lesa allir) sniðna við hæfi barna sem eru að móta málvitund sína. Slík verða að vera vegleg til að vekja almennan áhuga, börnin hafa lært að gera kröfur að hætti fullorðinna. Það ætti að vera metnaðarmál hjá Mjólk- ursamsölunni að birta þessa pistla ókeypis. - Örva grunnskólanemendur til nýyrðasmíði, til dæmis á leik- föngum, en margvísleg leikföng eru auglýst undir er- lendum heitum. Innflytjendur leikfanga gætu jafnvel efnt til slíkrar samkeppni. Hverjir eru hæfir til að koma þessum hugmyndum í verk? Eng- inn hörgull er á hæfileikafólki á máleyjunni okkar. Sem dæmi má nefna kennara, fóstrur, leikara, ræðumenn í stjórnmálaflokkun- um (afhverju ekki „barnastarf" í þeim söfnuðum eins og til dæmis trúarsöfnuðum, alltaf og alls- staðar er þörf fyrir skelegga ræðumenn) skipuleggjendur í hreyfingum eins og JC, Dale Carnegie, skátahreyfingunni, áhugasama nemendur í íslensku í Kennaraháskólanum og Háskóla íslands og svo mætti lengi telja. Nóg um þetta, og þó. Eitt atriði tengt þessu málefni þarfnast umræðu en það eru þættirnir „Brávallagata 92“ á út- varpsstöðinni Bylgjunni. Skemmtigildi þáttanna er óum- deilanlegt en setja má spurningarmerki við uppeldis- gildið. Nú er undirrituðum ekki kunnugt um aldursskiptingu þeirra sem hlusta á þessa fyndnu þætti en trúlega eru börn þar innan um. í þessum þáttum er gjarnan snúið útúr málsháttum og orðatiltækjum sem getur verið drepfyndið EF maður veit í hverju útúrsnúningurinn felst, en það krefst þess að maður þekki málsháttinn eða orðatiltækið. Þessi forsenda er sjaldnast fyrir hendi hjá yngstu hlustendunum. Þeir heyra einungis út- úrsnúninginn og ef hann er endurtekinn nógu oft getur barn- ið álitið útúrsnúninginn vera rétt- an en rétta málsháttinn útúr- snúning! Undirritaður veit dæmi þess að fullorðið fólk er farið að efast um að það kunni málshætt- ina rétt eftir að hafa hlustað á þessa annars meinfyndnu þætti. Það er ef til vill óþarfi að mála skrattann á vegginn (eða mála með skrattanum á vegginn, eins og Bibba á Brávallagötunni myndi segja) en það skaðar eng- an að hugsa um þetta. Að lokum sting ég uppá nýyrði yfir unnendur íslensks máls í her- lausu landi, þeir skulu kallast málaliðar með málvarnir íslands að baráttumáli sínu. Það væri kannski við hæfi að skilgreina starfssvið varnarmáladeildar utanríkisráðuneytisins uppá nýtt og snúa nafninu við að auki, hún gæti heitið málvarnardeild utan- ríkisráðuneytisins... Lárus er nemi í sjúkraþjálfun „Um vexti og tryggingu lífeyrissjóða" Drög að ályktun áformannafundiASÍ, vísað áfram til viðrœðunefndar á mánudaginn Formaður Alþýðusambands íslands samþykkir að hvetja líf- eyrissjóðina til þess að selja ríkis- stjórninni sjálfdæmi um vaxta- kjör lífeyrissjóðanna í sam- skiptum þeirra og húsnæðiskerf- isins enda tryggi rfkissjóður lífeyris- og bótagreiðslur sjóð- anna til lífeyris- og bótaþega á sama hátt og hann tryggir lífeyris- sjóði opinberra starfsmanna. Greinargerð Það er mikilvægt að lækka vexti. Verkalýðshreyfingin hefur í öllum málflutningi sínum lagt megináherslu á mikilvægi þess að vextir lækki. Háir vextir koma illa niður á einstaklingum og fyrirtækjum. Vextir lífeyrissjóðanna á bréf- um Húsnæðisstofnunar hafa ver- ið lægri en vextir á spariskírtein- um ríkissjóðs. Lífeyrissjóðirnir hafa í samn- ingum sínum við ríkisvaldið um vexti á skuldabréfum Húsnæfiis- stofnunar sætt því að vextir séu neðan við vexti á ríkisskuldab- réfum á almennum markaði. Þannig eru vextir lífeyrissjóð- anna á bréfum Húsnæðisstofnun- ar nú 6,8% á sama tíma og spar- iskírteini ríkissjóðs eru boðin á Verðbréfaþingi Seðlabankans á 7,5-8% vöxtum en seljast ekki á þeim kjörum. Þannig hafa lífeyrissjóðirnir sýnt í verki vilja sinn til að stuðlað að almennri hugarfarsbreytingu varðandi vextina og þannig stuðla að vaxtalækkun í þjóðfé- laginu þó ljóst sé að ekki sé beint samband á milli vaxta á al- mennum fjármagnsmarkaði og vaxta í lokuðum viðskiptum líf- eyrissjóðanna og Húsnæðisstofn- unar. Það hve mikið fé Húsnæð- isstofnun tekur að láni er fyrir- fram ákveðið án tillits til vaxt- anna og Húsnæðisstofnun endur- lánar féð á föstum vöxtum. Lán til sjóðsfélaga hafa hjá flestum almennum lífeyrissjóð- um fylgt skuldabréfavöxtum hverju sinni. Ríkisstjórnin hét því að vextir skyldu fylgja spariskírteinavöxt- um ríkissjóðs. Þegar verkalýðshreyfingin samdi við ríkisvaldið um Hús- næðiskerfið árið 1986 var skýrt kveðið á um vaxtaskilmálana. „Bréf þessi skulu vera verðtryggð og boðin með ekki lakari kjörum en ríkissjóður býður almennt á fjármagnsmarkaði hverju sinni.“ Eins og segir í því skjali sem ríkis- stjórnin staðfesti við samnings- gerðina 1986 og í lögum frá 1986 segir beint: „Lánskjör á skulda- bréfum skulu miðast við þau kjör sem ríkissjóður býður almennt á fjármagnsmarkaði." Lífeyris- sjóðirnir hafa því ekki gætt að fullu réttar síns og ekki tryggt sjóðfélögum þá ávöxtun sem samningurinn gerði ráð fyrir. Sjóðirnir eru illa staddir. Fyrstu ár lífeyrissjóðanna var fé þeirra lánað óverðtryggt og tryggingafræðingar hafa áætlað að iðgjald þyrfti í reynd að vera 12-14% í stað þeirra 10% sem nú eru greidd til að sjóðirnir geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lífeyrisþegum. Staða sjóðanna er auðvitað háð þeirri ávöxtun sem þeir fá af fjármagni sínu. Það liggur ekki fyrir endanleg úttekt á stöðu sjóðanna en það er ljóst að í dag vantar mikið á að endar nái saman að óbreyttum reglum hjá flestum eða öllum sjóðunum. Það virðist því sem tæplega verði undan því vikist innan skamms að skerða lífeyris- greiðslur sjóðanna. Ella gæti svo farið að sjóðirnir tæmdust á ein- hverjum tíma. Það verður að tryggja sjóðina. Við stöndum því frammi fyrir þeirri óþægilegu staðreynd að lækkun vaxta gerði aukið tilkall til niðurskurðar á lífeyri framtíð- arinnar, eða þá hækkun iðgjalda innan skamms. Af framangreindum ástæðum er útilokað fyrir lífeyrissjóðina að taka frumkvæði að niðurfærslu vaxta án þess að jafnframt fáist trygging fyrir því að sjóðirnir geti staðið við skuldbindingar sínar. Þess vegna er eðlilegt að gera til- kall til þess að ríkisvaldið tryggi lífeyrissjóði Alþýðusambandsfé- laganna með sama hætti og það tryggir lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í dag. Nú hefur ríkisvaldið lýst vilja til þess að koma til móts við verkalýðshreyfinguna með fé- lagslegum aðgerðum. Því er ólík- legt að ríkisvaldið taki ekki þess- ari tillögu fegins hendi. Fimmtudagur 2. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.