Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 3
Þetta er nú ekki eins auðvelt og það lítur út fyrir að vera, en mér skal takast það að lokum. Það fer ekkert á milli mála að ungviðið nýtur útiverunnar á Tjörninni. Á skautum skemmti ég mér Hvað ertu að taka mynd a< mér? Ég er hætt að renna mér. Um leið og búið var að ryðja Tjörnina og gera hana klára fyrir skautafólk drógu ungir sem aldn- ir höfuðborgarbúar rykfallna skauta út úr skápum og flýttu sér niður á Tjörn, enda hefur veðrið leikið við íbúa Reykjavíkur und- anfarna daga. Jim Smart Ijós- myndari brá sér niður á Tjörn í vikunni og festi stemmninguna á filmu. Einsog sjá má hafa ekki allir jafn mikið vald á jafnvægis- listinni en ekki er að efa að þeir sem lenda á rassinum í dag munu bruna áfram á morgun. Lengi lifir í gömlum glæium Peir ætla að halda upp á aldarafmæli Hitlers Hitler blessar börnin á afmælisdegi sínum 1937: „Við ætlum að sýna að enn eru til þakklátir Þjóðverjar". Seint fyrnast fornar ástir: enn eru innan og utan Þýska- lands til hópar manna, sem elska og virða sinn leiðtoga Adolf Hitler og þeir gera sig nú liklega til að halda upp á hundrað ára afmæli meistara síns þann 20sta apríl. Það er búist við slagsmálum og öðr- um leiðindum. Vikublaðið Spiegel kann frá því að segja að fyrir fjórum árum hafi hávaðasamur vesturþýskur nýnasisti, Michael Kuhnen, stofnað sérstaka undirbúnings- nefnd til að leggja drög að því, að minnst verði þeirra sögulegu tíð- inda að Hitler kom í heiminn. Nefnd þessari mun hafa verið komið á fót á Spáni og önnur að- aldriffjöðrin í undirbúningnum er Leon Degrelle, helsti foringi vallónskra fasista, sem á sínum tíma barðist í SS-sveit belgískra sjálfboðaliða og þáði fyrir miklar orður af Hitler. Degrelle hefur verið í útlegð á Spáni lengi, en þar getur hann og ýmsir aðrir öldungar hins evrópska fasisma reitt sig á stuðning allmargra ríkra Spánverja sem enn eru að gráta sinn leiðtoga, Franco. Nýnasistar búast við að sam- herjar þeirra komi til Þýskalands á afmælisdaginn frá Frakklandi, Spáni, Danmörku, Noregi og Belgíu. Þeir halda því leyndu fram á síðustu stundu hvar þeir ætla að halda aðalminningarhá- tíðina - m.a. til að rugla lögregl- una í ríminu. En þeir ætla með ýmsu móti að láta heyra í sér - m.a. með dreifibréfum og ýmis- legum áróðri öðrum. Eða eins og Kuhnen segir: „ Þeir minnisvarð- ar sem við höfum reist foringjan- um í hjörtum okkar munu prýða þýskar borgir". Menn telja held- ur ekki vafa leika á því að skugga- baldrar úr röðum „hægriöfga- manna“ muni nota tækifærið til að svívirða minnismerki um fórn- arlömb fasismans í Þýskalandi. Þeir hópar sem ætla að halda upp á aldarafmæli Hitlers með opinskáum hætti eru ekki fjöl- mennir, en þeir eru eins og að líkum lætur reiðubúnir að slást og láta öllum látum. Þær nýnasískar hreyfingar sem hafa í alvöru reynt að höfða til kjósenda hafa ekki hátt um sín áform eða hug- arfar á afmæli foringjans. En þeir sem til þekkja telja sig vita, að samanlagt ystahægrið í Vestur- Þýskalandi muni minnast afmæl- isdags foringjans með einum hætti eða öðrum - eins þótt hinir virðulegri hópar kjósi að láta sér nægja að fella sín pólitísku sakn- aðartár yfir bjórglösum á lokuð- Kók fékk aðvörun Það var víst ekki að ástæðu- lausu að eigendur kókverks- miðjunnar í Arbænum hótuðu að flytja verksmiðjuna í annað bæjarfélag, léti Davíð Odds- son borgarstjóri ekki af fyrir- ætlan sinni að koma upp sorpböggunarstöð í næsta nágrenni verksmiðjunnar. Eins og aðrar kókverksmiðjur, starfar sú í Árbænum undir ströngu gæðaeftirliti frá móð- urstöðvunum í Ameríku. Þannig eru sendar reglulega út fjórar gosflöskur til rannsókna og tvívegis á skömmum tíma hefur verk- smiðjan hér fengið aðvörun vegna þess að vatnið hefur verið óhæft, að því er kunnug- ir segja. Ástæðan er víst sú að yfirborðsvatn kemst í allt of miklum mæli í vatnsból borg- arinnar í leysingum og verður vatnið í Árbænum þá óþægi- lega gruggugt. Á þennan vanda hafi ekki verið bætandi...B Hrós frá kaupmönnum „Kaupmenn hugsa hlýlega til Ólafs Ragnars Gríms- sonar fjármálaráðherra þessa dagana. Honum tókst nefnilega það sem fjölmörg- um ráðherrum í hans embætti tókst ekki á undan honun, - að aölaga eindaga söluskatts að kreditkortauppgjörinu." Nei, þetta er ekki úr Þjóðvilj- anum, heldur nýjasta tbl. Verslunartíðinda, málgagns Kaupmannasamtakanna, sem hrósa fjármálráðherra í hástert. En skýringin á skjót- um viðbrögum ráðherra liggur kannski Ijós fyrir eða eins og segir í greininni í kaupmanna- blaðinu: „Áreiðanlega hafa kaupmenn notið skilnings í þessu efni þar sem hin ágæta eiginkona ráðherrans er kaupmaður og hefur án vafa átt erfitt um vik að greiða sölu- skattinn eins og aðrir kaup- menn..“ Guðrún Þorbergs- dóttir eiginkona Ólafs og bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi rekur prjónaverslunina Garn- Gallerí á Skólavörðustígnum í Reykjavík við miklar vinsældir...B Ófærð á Vellinum Lögreglan á Keflavíkurflug- velli hefur ekki átt sjö dagana sæla í snjóþyngslunum í vet- ur. Lögreglustöðin er í Græn- ási, sem er nú utan girðingar hervallarins eftir að nýi vegur- inn var lagður að Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Snjóþyngsli hafa verið mikil í Grænásnum sem víðar á svæðinum. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hefur herliðið neitað að moka snjó af afleggjaranum að lögregl- ustöðinni þar sem hún sé ekki lengur inni á Vellinum. Þá neita bæjaryfirvöld í Njarðvík að koma nálægt þessum mokstri. Völlurinn komi þeim ekkert við. Ef ekki kæmi til ný jeppabifreið sem lögreglan hefur komist yfir, hefði hún lítið getað sinnt skyldustörfum sínum vegna ófærðar...B um fundum. áb tók saman Föstudagur 3. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.