Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 4
Neytendasamtöki eruekki pappirs- fyrirtæki Fjölmiðlaumræða um verðhækkanir getur leitt til verðskriðs. Beitum okkur gegn einokun og okri í sölu kjúklinga og eggja. Verðskyn almennings eykst með minni verðbólgu. Láti óbilgjarnir seljendur ekki segjast ber að I ara í hart Nú dynja verðhækkanir á landslýð, rafmagn, hiti, bensín, búvörur og fleira og ekki heyrist múkk frá Neytendasamtökunum. Hvers vegna? Ég vil nú taka það fram fyrst að ég gagnrýni að hið opinbera skuli nú ganga undan í kjölfar verð- stöðvunar með verðhækkanir. Hinsvegar ber á það að líta að td. orkufyrirtæki hafa ekki hækkað verð í nokkuð langan tíma. Pví á hækkun rétt á sér nú. En mér finnst sú umræða sem fram fer nú í kjölfar verðstöðvunar vera á einn veg. Það er mikið fjallað um hækkanir og ég óttast að fjölmiðl- aumræðan sé hreinlega að æsa seljendur upp. Ætla mætti að allir væru að hækka og afleiðingin gæti orðið sú að seljendur teldu sig vera að missa af einhverri lest og drifu sig í að hækka vöru sína. Ég óttast semsé að umræðan sem slík leiði til óþarfa hækkana á næstunni. Nú er mælt að þið beinið spjót- um ykkar nær einvörðungu að vissum geirum landbúnaðar en vanrækið td. að gagnrýna hækk- anir á þjónustu og orku- og bens- ínverði? Nei, ég vil alfarið mótmæla þessu. Ég get nefnt til dæmis að við sendum umboðsmanni al- þingis erindi strax eftir áramót og óskuðum eftir umsögn hans vegna þeirra breytinga sem hið opinbera hafði gengist fyrir og leiddi til hækkana á verði fjöl- margra vörutegunda. Við höfum ítrekað verið með afskipti af ýms- um greinum td. þjónustu og höf- um mótmælt óeðlilegri verð- lagsþróun þar sem við komum auga á hana. Hinsvegar skulum viö gera okkur grein fyrir því að landbúnaðarvörur eru mjög mikilvægar í heimilishaldi fólks. Við höfum það fyrir framan okk- ur að ákveðnar landbúnaðar- vörur, kjúklingar, egg og kart- öflur hafa hækkað óeðlilega mikið á síðustu árum, langt um- fram þær hækkanir sem almennt hafa orðið. Á sama tíma hafa framleiðendur þessara vara verið að þjappa sér saman, útrýma eðlilegri samkeppni sin á milli. Við hljótum að sporna við þegar þetta tvennt fer saman; annars- vegar samkeppnishömlur í þess- um greinum og um leið mjög miklar verðhækkanir. Ef við ber- um verð á þessum vörutegundum saman við verð þeirra í nágranna- löndum okkar kemur í ljós að það er mjög hátt hérlendis. Því tökum við því ekki þegjandi að verið sé að hneppa þessar greinar í einok- unarviðjar og hækka vöruverð uppúr öllu valdi um leið. En nú er einokun á öðrum svið- um, td. í dreifingu og sölu á olíu og bensíni. Og bensín hefur hækkað um 17% frá áramótum! Það er rétt, það hefur verið að hækka nú og hækkaði um áramót einnig vegna aðgerða stjóm- valda. Hækkunin um áramótin er eitt af því sem við höfum beðið umboðsmann alþingis að grand- skoða. Sú hækkun kemur til vegna skattlagningar ríkisvalds- ins og það má vissulega velta því fyrir sér hvort hún sé ekki orðin of mikil af þessari vöru. Og hvort féð sem innheimtist með bensín- gjaldi sé notað á réttan hátt, þ.e.a.s. til þess að betrumbæta vegi. Hækkunin nú er hinsvegar vegna gengisbreytinga, ég hef aflað mér upplýsinga um það. Gerum okkur jafnframt grein fyrir því að allar innfluttar vörur hafa hækkað vegna gengis- breytinga sem stjórnvöld hafa ákveðið. Svo við vendum okkar kvæði í kross. Neytendasamtökin, eru þau nokkuð annað en papp- írsfyrirtæki? Jú, jú, við teljum okkur að minnsta kosti vera annað og meira. Við veitum seljendum ákveðið aðhald og rekum kvörtunar- og leiðbeiningaþjón- ustu. Á árinu sem leið höfðu á fjórða þúsund neytenda samband við okkur. Og við höfum aðstoð- að fjölmarga við að ná fram rétti sínum vegna gallaðrar vöru eða vanefnda á sölusamningi. í þeim tilfellum hafði seljandi áður synj- að neytandanum um sanngjarna afgreiðslu. Með kvörtunarþjón- ustunni veitum við versluninni í landinu mjög mikilvægt aðhald og tryggjum að réttur neytandans sé í heiðri hafður. Fyrirtækjum er ekki vel við að lenda í útistöðum við Neytendasamtökin sem sýnir að þau gegna hlutverki þótt starf- semin mætti vissulega vera meiri. Vegna þessa er að verða viss breyting á afstöðu seljenda, breyting sem varla ætti sér stað ef Neytendasamtökin væru papp- írsfyrirtæki. íslendingar eru þá aö taka stakkaskiptum og breytast úr nöldurseggjum sem láta bjóða sér hvað sem er í glögga og íhugandi neytendur, verðskynjandi þjóð? Mér finnst hafa orðið veruleg breyting á umliðnum árum hvað þetta varðar. Þegar ég hóf af- skipti af neytendamálum fyrir allmörgum árum fannst mér mikil brögð að því að fólk léti bjóða sér hvað sem væri. Þetta hefur sem betur fer breyst og sýnir sig í þeim fjölda erinda sem berast til Neytendasamtakanna. Fjölgunin hefur verið gríðarleg á síðustu árum. Jákvæð breyting hefur einnig orðið á verðskyni fólks sem helgast náttúrlega af því að verðbólga er minni en hér á árum áður. Kaupmenn segja mér að það færist mjög í vöxt að menn velti vöngum yfir vöruverði í verslunum. Þetta er afar jákvætt og veitir ekki af í öllu auglýsing- aflóðinu. Nú hefur komið á daginn að framleiðendur vikta umbúðir með áleggi og kjötkaupmenn bera sig frjálsmannlega við sölu á sam- setningi nokkrum sem auðtrúa kúnnar telja vera nautahakk. Hyggjast Neytendasamtökin beita sér fyrir því að fólk snið- gangi þessa aðilja? Við höfum á umliðnum árum birt lista yfir fyrirtæki sem Neytendasamtökin geta ekki mælt með í málgagni okkar. Það er full ástæða fyrir samtökin að vera mjög vel vakandi og þeim ber skylda til að benda fólki á það sem miður fer. Þú nefndir hakk- ið, það voru dæmi um að svína- kjöt og kindakjöt fyndust í því. Það er vissulega alvarlegur hlutur ef ekki er hægt að treysta því sem stendur á umbúðum vörunnar. Þeir afsökuðu sig með því að þetta hefðu bara verið leifar, þeir hefðu verið nýbúnir að hakka svína- og kindakjöt þegar þeir tóku til við nautakjötið! Okkur finnst hinsvegar hæpið frá heilbrigðis sjónarmiði að þrífa ekki tækin þarna á milli. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð hvaðan sem litið er á þetta mál og full ástæða til að vara fólk við því að skipta við þessa aðila ef þeir eru staðnir að því að gera þetta viljandi. Hvað varðar umbúðirn- ar þá hafa verið lög í landi allar götur frá 1922 um að bannað sé að vikta umbúðir með vöru. Þetta er því hreint og klárt lög- brot. . , En gætuð þið ekki skipulagt herferð á hendur þessum fyrir- tækjum og verslunum, hvatt fólk tii þess að hundsa þær, brenni- merkt þessa svindlara í auglýsing- um? Hrífur nokkuð annað? Opinber umræða um misgjörð- ir sem þessar er það versta sem seljendur geta hugsað sér. Ég er alveg sammála því að ef menn eru staðnir að því að blekkja neytendur á þennan máta verður að beita hörðustu viðbrögðum sem mögulegt er. Þetta er lögbrot og það er búið að gera þetta opin- skátt. Sjái menn ekki villu síns vegar og bæti sitt ráð þá er full ástæða til harðra aðgerða, að kæra þá og upplýsa neytendur um óbilgimi þeirra. Nú eru ný einokunar-sölusam- tök á kartöflum í deiglunni, en þið rísið öndverð gegn þeim. Teljið þið ykkur geta hindrað stofnun þeirra? Ég er tiltölulega bjartsýnn á að drögin að reglugerð um þetta, einsog þau hljóma nú, nái aldrei fram að ganga. Þannig að til þess komi ekki að við þurfum að standa í slag um einokunarsölu á kartöflum. Verða Neytendasamtökin nokkurn tíma að afli sem um munar fyrr en tekst náið og var- anlegt samstarf með þeim og verkalýðshreyfingunni? Neytendasamtökin og verka- lýðshreyfingin hafa átt gott sam- starf í gegnum árin og raunar stendur það enn. Td. styrkja verkalýðsfélög á Akureyri og í Vestmannaeyjum neytendafélög bæjanna. Þetta er náttúrlega mjög eðlilegt því neytendamál eru vitaskuld mjög mikilvægur þáttur kjaramála. Ég er mjög hlynntur því að gott og aukið samstarf sé þarna á milli. í sam- þykkt ríkisstjórnarinnar um um- þóttunartíma í verðlagsmálum næstu sex mánuðina er einmitt kveðið á um að verðlagsráð taki upp samstarf við neytendafélög og verkalýðshreyfinguna í því augnamiði að fylgjast með því að verðhækkanir fari ekki úr bönd- um. 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.