Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 5
'AUFARHOFN KOPASK ER porshófn SlGLUFJOROl FJORÐUR1 HUSAVIK GRENIVIK SKAGASTROnD' SAUOARKROKUP AKUREYRl '8L ÓNOUOS dORGARFjOROuRi N ESKAUPSTAOUR OJUPIVOGURi RE YKJAVIK^^J^ / fr#*OPAVOGUR EF l AVIK^J^ HAFN A RFJOROUR ^SELFOSS ,E YR AR 0 A H K| iRlNDAVI STOKK! ÖOLUNGARVIKV^ % SUOUREYRl^i FLAT^YR^^V y^FJÓRO 3'LD^LUR ÍL V ( A1 K N Atfc RÐUR TREKSFJQRÖUR BÚO^TOALUR STYKKlSHOLMU^a • HELLISSANDU '•WíUNDARFJOROUR \ OlAFSVIK ESKlF JOROUR . RE YOARFjOROURtta^ FASKRUOSFJOROUR « STOÐVARFjOROUR BREIODAL SVIKI BORGARNES <: ^ AKRANE S ofn CAROUR sandge roiIt • HELIa f % • HVOLSVOLLUR Atvinnuleysið fer eins og eldur í sinu um land allt og er núna það mesta í 20 ár. VESTMANNAEyjaR Atvinnuleysið eins og eldur í sinu Um 3 þúsund manns atvinnulausir í lok janúar.Mesta atvinnuleysi hérlendis í 20 ár. Atvinnutryggingarsjóður hefur bjargað mörgum fyrirtækjum frá stöðvun en mikið verkbíðurHlutabréfasjóðs. Atvinnuleysisbætur frá 33-38 þús- króna á mánuði etta er hrikaleg staðreynd sem maður er varla búinn að átta sig á, að vera alit í einu orðinn atvinnulaus og þurfa að fram- fleyta sér og fjölskyldu sinni á at- vinnuleysisbótum. Það þrengir ekki aðeins fjárhaginn til muna heldur fylgir þessu mikil niður- læging og vonleysi til lengri tíma litið fái maður enga aðra vinnu, sagði starfsmaður í skipasmíða- stöðinni Stálvík fyrir skömmu þegar fyrirtækinu var lokað vegna verkefnaskorts og 50 manns urðu atvinnulausir á ein- um degi. Starfsmenn Stálvíkur eru ekki þeir einu um þessar mundir sem þurfa að kyngja þeim beiska bita að hafa enga atvinnu vegna erfið- leika hjá viðkomandi fyrirtæki. Eftir góðæri undanfarinna miss- era í efnahagslífi þjóðarinnar og mesta aflaárs í sögu landsins 1988 er nú svo komið að atvinnuleysis- draugurinn hefur knúið dyra á heimilum þúsunda sem hafa að engu að hverfa nema atvinnu- leysisbótum hafi það þá fullan rétt á þeim. Víðs vegar um allt land hefur fólk verið atvinnulaust í marga mánuði vegna rekstrar- erfiðleika sjávarútvegsfyrirtækja sem ýmist hafa verið lokuð eða starfa að nafninu til með mun minni mannskap en þegar rekst- urinn er í fullum gangi. Sýnu verst er atvinnuástandið á Suður- nesjum, á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Patreksfirði, Siglu- firði, Ólafsfirði, Akureyri, Húsa- vík, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði og á Breiðdalsvík. í fjölmörgum öðrum bæjum og þorpum hangir rekstur sjávarútvegsfyrirtækja á bláþræði og þar ber fólk mikinn kvíðboga fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér. Þá hefur hval- veiðistefna stjórnvalda leitt af sér hrun lagmetismarkaðarins í Þýskalandi og störf 160 manna eru í hættu af þeim sökum. Þegar hafa um 40 manns misst atvinn- una. í þessum sjávarplássum get- ur fólkið ekki flutt á brott þótt það vildi vegna átthagafjötra þar sem það getur ekki selt íbúðir sínar. Á öðrum stöðum hafa útflutn- ingsfyrirtækin fengið aðstoð frá Atvinnutryggingarsjóði útflutn- ingsgreina sem hefur bjargað þeim frá rekstrarstöðvun. Þeir sem synj að hefur verið um aðstoð eiga allt sitt undir Hlutabréfa- sjóðnum. Hvenær hann verður að veruleika er ekki vitað, en ljóst er að sjóðurinn er síðasta hálmstrá fyrirtækja sem ekki hafa staðist þau ströngu rekstrarskil- yrði sem Atvinnutryggingarsjóð- ur hefur sett fyrir aðstoð í formi skuldbreytinga og lána. Skilyrði sjóðsins er í stuttu máli það að viðkomandi fyrirtæki geti sýnt fram á að það eigi rekstrarlega framtíð fyrir sér og að það geti staðið undir skuldbreytingarlán- um sem sjóðurinn veitir. Hvernig stendurá þessu? Strax í upphafi síðasta árs var Ijóst hvert stefndi með rekstur sjávarútvegsfyrirtækja eftir hvert verðhrunið á fætur öðru á sjávar- afurðum á Bandaríkjamarkaði, á sama tíma og verðbólga hér inn- anlands óð áfram með til- heyrandi kostnaðarhækkunum fyrir fyrirtækin á meðan engar tekjur komu á móti vegna fastgengisstefnu þáverandi stjórnar. En síðast en ekki síst stóðu fyrirtækin illa vegna hrika- legs fjármagnskostnaðar sem leiddi öðru fremur til þess á- stands sem nú er. Þrátt fyrir að- vörunarorð sjávarútvegsmanna um hvert stefndi svöruðu stjórnvöld því einu að þau ættu að hagræða og aftur hagræða í rekstrinum. Engu að síður rýrn- aði eiginfjárstaða fyrirtækjanna úr 26 miljörðum í 13 og skuldir hafa hrannast upp. Þrátt fyrir viðleitni núverandi stjórnvalda að bæta rekstur sjáv- arútvegsfyrirtækja og koma í veg fyrir fjöldalokanir þeiifa með starfsemi Atvinnutryggingar- sjóðs þykir mörgum að ekki hati verið tekið á rótum vandans, þeas. verðbólgunni. Núna er svo komið að fiskur er í miklum mæli fluttur út óunninn þrátt fyrir atvinnuleysi í viðkomandi byggð- arlögum. Rök atvinnurekenda eru þau að sé aflinn unninn heima muni það leiða til þess að fyrir- tækið fari á hausinn því það hafi engar rekstrarforsendur hér inn- anlands. Því sé það neyðarúr- ræðið að senda aflann óunninn úr landi. Þá hefur minnkandi botnfisks- afli sem og annar afli á þessu ári sín áhrif á atvinnuhorfur í sjávar- plássum landsins. Þegar er sýnt að ekki verður hægt að fullnýta afkastagetu fiskiskipaflotans og verða togarar mun lengur bundn- ir við bryggju í ár en nokkurn tíma frá því 1984 þegar kvóta- lögin voru sett. 3 þúsund manns atvinnulausir í janúar Samkvæmt yfirliti vinnumála- skrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins um atvinnuástandið í landinu í sl. janúarmánuði voru skráðir rúmlega 64 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu öllu, 37 þúsund hjá konum en 27 þúsund hjá körlum. Þessi fjöldi skráðra at- vinnuleysisdaga jafngildir því að rétt um 3 þúsund manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysi- skrá í mánuðinum, 1700 konur og 1300 karlar, sem svarar til þess að 2,4% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, hafi verið á atvinnuleysiskrá. í yfirlitinu um atvinnuástandið f janúar vekur vinnumálaskrif- stofan athygli á þeim miklu um- skiptum sem orðið hafa á vinnu- markaðnum frá sama tíma 1988. Þá voru aðeins skráðir 23 þúsund atvinnuieysisdagar eða 41 þús- und færri en nú. Á fyrsta árs- fjórðungi 1988 voru samtals skráðir 57 þúsund atvinnuleysis- dagar eða 7 þúsund færri en f jan- úarmánuði einum. í þessu sam- hengi er rétt að hafa í huga jjð í aprílmánuði 1988 var talið að vantaði fólk í um 3 þúsund störf í ýmsum greinum, eða sama fjölda og nú er á atvinnuleysiskrá. Einhver hluti þeirra sem voru á atvinnuleysiskrá í janúar voru þar ekki eingöngu vegna rekstr- arerfiðleika viðkomandi sjávarú- tvegsfyrirtækja heldur vegna ó - tíðar til sjós og lands á tímabilinu. En eins og kunnugt er hamlaði stanslaus bræla allri sjósókn víða um land í 11 vikur. Afleiðingin var að ekkert hráefni barst til vinnslu í landi og vangreiddir Föstudagur 3. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.