Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 6
víxlar og aðrar skuldir hrönnu- ðust upp hjá sjómönnum sem og landverkafólki. Síðustu daga hef- ur þó rofað til og síðasta vika var sú fyrsta á árinu sem gaf á sjó alla daga með ágætum afla. Vegna ót- íðarinnar var heildarafli lands- manna í janúar 50 þúsund tonn- um minni en á sama tíma 1988. Atvinnuleysisbætur aö meðaltali um 36.300 krónur á mánuði Samkvæmt lögum frá 1981 um Atvinnuleysistryggingarsjóð hafa þeir fullan rétt til atvinnu- leysisbóta sem hafa unnið minnst 1700 vinnustundir síðustu tólf mánuðina áður en þeir urðu atvinnulausir og eru fullgildir meðlimir í viðkomandi stéttarfé- Iagi. Að meðaltali fá þeir sem eiga rétt á 100% atvinnuleysis- bótum um 36.300 krónur á mán- uði en það fer eftir fjölda daga í viðkomandi mánuði. Bóta- greiðslur geta farið niður í 33.500 krónur sé miðað við mánuð með 20 virka daga og allt upp í 38.500. Þessu til viðbótar fá þeir, sem hafa á sínu framfæri börn yngri en 18 ára, 67,07 krónur á dag fyrir hvert barn. Frá þessum atvinnu- leysisbótum er síðan dregið til greiðslu á lífeyris- og stéttarfé- lagsgjaldi þannig að nettóbæt- urnar minnka sem því nemur. Þessar greiðslur fá atvinnulausir í 180 daga eða 36 vikur en eftir það eru þeir bótalausir næstu 16 vik- urnar. Að sögn Eyjólfs Jónssonar framkvæmdastjóra Atvinnu- leysistryggingarsjóðs voru greiddar í atvinnuleysisbætur um 100 miljónir króna í janúar sem er mun meira en á sama tíma í fyrra. Upphæð bótanna er miðuð við dagvinnutaxta í fiskvinnslu eftir 7 ára starf. Eyjólfur sagði enga launung vera á því að þetta væri Iág upphæð sem atvinnu- lausum væri ætluð sér og sínum til framfærslu en sem jafnframt sýndi í hnotskurn hvað kauptaxt- arnir í fiskvinnslunni væru lágir. Þar sem núverandi atvinnu- leysi er hið fyrsta í svo miklum mæli frá því gildandi lög voru samþykkt, hefur það komið til tals að breyta viðmiðunarmörk- um atvinnuleysisbóta en til þess þarf sérstaka lagasetningu. Að sögn Eyjólfs hafa þær breytingar ekki enn komið fram. Þegar lög um Atvinnuleysistryggingarsjóð voru fyrst sett 1956 voru greiddar bætur aðeins fyrstu 4 mánuðina en síðan var fólk bótalaust næstu 8 mánuði. Suöurnes eins og kirkjugarður Á Suðurnesjum voru 308, atvinnulausir í lok janúar óg þar af 154 í Keflavík einni saman. Eftir að gæftir bötnuðu til sjó- sóknar hefur það eitthvað minnkað en engu að síður eru um 140 manna á atvinnuleysisskrá í Keflavík. í lok janúar voru 53 á skrá í Grindavík, 42 í Njarðvík- um, 45 í Sandgerði og 13 í Gerða- hreppi. Áð sögn Guðrúnar Ólafsdótt- ur hjá Verkalýðs- og sjómannafé- lagi Keflavíkur stafar atvinnu- leysið fyrst og fremst af hruni sjávarútvegsfyrirtækja í bænum. Fyrir 15 - 20 árum voru þar starf- rækt 10 - 12 fiskvinnsluhús en ekkert núna. Þá hafa Suðurnesja- menn verið meira en viljugir að selja burt skip og kvóta og talið er að kvótasalan ein og sér hafi numið hátt í 20 þúsund þorsk- ígildum frá því 1984 þegar kvóta- lögin komu fyrst til framkvæmda. Nú síðast voru tveir ísfisktogarar Hraðfrystihúss Keflavíkur seldir norður til Skagafjarðar þrátt fyrir áköf mótmæli þingmanna Reykjaneskjördæmis með for- sætisráðherra í broddi fylkingar og áhugamanna um viðreisn sjáv- arútvegs á svæðinu. Til að snúa vörn í sókn var stofnað Útgerðarfélagið Eldey í desember 1987, sem þegar hefur keypt 2 vertíðarbáta, og þá er Fiskmarkaður Suðurnesja orðinn sá stærsti á landinu. Engu að síður virðist skilningur almenn- ings sem og sveitarstjórnar- manna á nauðsyn á sterkum sjá- varútvegi á Suðurnesjum ekki vera sem skyldi. Allavega hefur það reynst miklum erfiðleikum háð fyrir Útgerðarfélagið Eldey að innheimta gefin hlutafjárlof- orð, og um tíma leit út fyrir að Keflavík fyrirtækið þyrfti að selja annan bátinn. Að sögn Loga Þormóðssonar í Sandgerði er það varla nein til- viljun hversu illa er tekið í allar umsóknir sjávarútvegsmanna syðra hjá bönkum og öðrum op- inberum lánastofnunum, á sama tíma og þessar stofnanir taka fulltrúum annarra byggðarlaga opnum örmum þegar þeir falast eftir lánsfé til að kaupa skip og kvóta frá Suðurnesjum. Svo virð- ist sem svæðið sé ekki skilgreint sem landsbyggð hjá hinu opin- bera og njóti ekki þeirrar fyrir- greiðslu í kerfinu sem því ber. Þá er því ekki heldur að neita að sjávarútvegur á Suðurnesjum geldur æ meira nærverunnar við hermangið á Keflavíkurflugvelli. Þar vilja Suðurnesjamenn vinna fremur en í fiskvinnslu, jafnvel þó að launin séu ekkert hærri á Vellinum. Ástæðan er einfald- lega sú að viðhorfið til fiskvinnsl- unnar er orðið svo neikvætt að fólk vill ekki undir nokkrum kringumstæðum vinna við hana. Almennur samdrátt- ur á höf uöborgar- svæðinu Þó að erfiðleikar sjávarútvegs- ins bitni ekki eins hart á atvinnu- lífi höfuðborgarsvæðisins og úti á landi, þá fjölgaði atvinnulausum þar verulega í janúar. Um 555 manns voru á atvinnuleysisskrá í Reykjavík í lok janúar, 9 á Sel- tjarnarnesi, 104 í Kópavogi, 17 í Garðabæ, 43 í Hafnarfirði, 29 í Mosfellsbæ og 1 í Bessastaða- hreppi. Þetta mikla atvinnuleysi á höf- uðborgarsvæðinu er að mestu leyti tilkomið vegna almenns samdráttar í flestum greinum at- vinnulífsins ss. í verslun- og þjón- ustugreinum ýmiskonar og byggingar- og framleiðsluiðnaði eftir gegndarlausa sóun í vitavit- lausar fjárfestingar á meðan á góðærinu stóð. Þá fóru fram gríð- arlegir fjármagnstilflutningar frá sjávarútvegsbyggðum landsins til höfuðborgarsvæðisins eins og sjá má í glæstum verslunarhöllum um alla borg. Engu að síður hefur vandi sjáv- arútvegsins haft sín áhrif til hins verra hjá sjómönnum og land- verkafólki í Reykjavík. Hagræð- ingarstarf Granda hf. hefur haft í för með sér að elsta og reyndasta fiskvinnslufólkið hefur misst at- vinnuna og þá var nokkrum sjó- mönnum sagt upp hjá fyrirtækinu þegar Hjörleifi RE var lagt vegna minnkandi veiðiheimilda. {Hafnarfirði hefur frystitogur- um fjölgað að mun á kostnað hefðbundinna ísfisktogara. Sú þróun hefur ekki enn leitt til upp- sagna fiskvinnslufólks vegna minni afla sem berst til vinnslu- stöðva í bænum. Þó hefur það leitt til þess að mun minna hefur verið selt af fiski á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar sem ekki er lengur stærsti fiskmarkaður landsins. Þá mun lokun skipasmíðastöðvar- innar Stálvíkur og uppsagnir 50 starfsmanna auka eitthvað við þann fjölda sem er á atvinnuleysiss-skrá stéttarfélaga í Firðinum og nærliggjandi byggð- arlögum. Verst á Skaganum en betra á Nesinu Atvinnuástand á Akranesi hef- ur um nokkurt skeið verið ansi bágborið og mikið um atvinnu- leysi en mun betra ástand á Snæ- fellsnesi enda er nýting á afla landsfræg þar um slóðir, þó gætt hafi þó nokkurs atvinnuleysis í Grundarfirði í janúar. Þar voru fiskvinnslufyrirtæki lengi að fara í gang eftir áramótastoppið og ó- tíðin í upphafi ársins hafði einnig sitt að segja. í janúarlok voru 189 manns á atvinnuleysisskrá á Akranesi, 30 í Borgamesi, 3 í Ólafsvík, 2 í Stykkishólmi, enginn á Hellis- sandi og 48 í Grundarfirði. Núna þegar gæftir eru orðnar betri og að koma mynd á vertíðina við Breiðafjörðinn hefur atvinnu- leysingjum eitthvað fækkað á þessum stöðum en þó er viðvar- andi atvinnuleysi á Akranesi og hefur verið svo um tíma. Þar munar mest um að fisk- vinnslufyrirtækið Haförninn hef- ur ekki enn hafið starfsemi eftir áramótastoppið og með öllu óvíst hvenær það verður. Þá hefur fyr- irtæki Haraldar Böðvarssonar & Co selt skip til að rétta við hag sinn og að sögn Haraldar Stur- laugssonar á fundi Samtaka fisk- vinnslustöðva fékk fyrirtækið 75 miljónir króna fyrir eitt skipa sinna sem gufuðu upp á 6 mánuð- um á síðasta ári. Þá hefur fyrir- tækið tekið í nothun flæðilínu í vinnslunni til að auka á hag- kvæmnina þar. Samt sem áður berst fyrirtækið í bökkum vegna bágborinnar rekstrarstöðu eins og önnur fyrirtæki í sjávarútveg- inum. Að sögn Guðmundar M. Jóns- sonar skrifstofustjóra Verkalýðs- félagsins á Akranesi er talsvert af fólkinu á atvinnuleysiskrá vegna lokana hjá saumastofunum Hennes og Akraprjóni. Fyrrum starfsfólk hjá Hennes hefur þegar verið atvinnulaust í meir en 180 daga og fær ekki lengur neinar atvinnuleysisbætur. Ólafur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ól- afsvíkur sagði að þar í bæ væri meira en nóg að gera og hefur fyrirtækið ráðið til sín erlent vinnuafl vegna skorts á innlendu til fiskvinnslustarfa, og ekki í fyrsta sinn sem það hefur verið gert. Ólafur sagði að mun skárra væri að reka fiskvinnslufyrirtæki núna en fyrir nokkrum misserum og munaði þar mest um minni fjármagnskostnað eftir Iækkun vaxta sem þó þyrftu að lækka mun meira en orðið er. Þá væri gengið ekki eins hátt skráð og áður og launakostnaður staðið hefði í stað. Engu að síður stæði útgerðin höllum fæti og núna væri farið að gæta af fullum þunga í rekstri hennar áhrifa frá gengis- fellingunum á síðasta ári. Þrátt fyrir það telur Ólafur að síðasta gengisfelling hafi ekki verið nægjanleg, þá hefði þurft að fella gengið um 10-15%. Víða hættumerki á Vestfjörðum Almennt séð hefur atvinnu- ástand verið gott á Vestfjörðum að undanförnu en þó er þar að fínnc. ýíiils liættumerki hjá mörg- um fyrirtækjum sem eru burðar- ásar atvinnulífsins á viðkomandi stöðum. Þar má nefna Patreks- fjörð en þar hefur Hraðfrystihús- ið verið lokað um langan tíma og ekki séð fyrir endann á því dæmi. Fyrirtækið er skuldum vafið og hefur ekki fengið jákvæða af- greiðslu frá Atvinnutryggingar- sjóði, eina von þess er að fá að- stoð frá Hlutabréfasjóði. Sömu sögu er að segja um fyrirtæki Ein- ars Guðfinnssonarí Bolungarvík. Fréttir að vestan herma að það fyrirtæki geti sprungið hvað úr hverju ef ekkert verður að gert. Það hefði ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir byggðina þar. Hið sama er að segja um rekstur Kaupfélags Dýrfirðinga sem var innsiglað i sumar vegna skulda á opinberum gjöldum við ríkis- sjóð. Það fyrirtæki stendur einnig afar tæpt. Atvinnuleysi á Vestfjörðum í lok janúar var lítið samanborið við aðra landsfjórðunga. Aðeins tveir staðir skáru sig úr, Patreks- fjörður með 49 á atvinnuleysis- skrá, og 24 á Þingeyri, 2 í Bolung- arvík, 15 á ísafirði, 4 á Bfldudal, enginn á Flateyri, Suðureyri við Súgandafjörð og í Súðavík. Núna hefur atvinnulausum á ísafirði fækkað niður í 4- 5 og einhverjir á leið á skrána í Súganda eftir að sýslumaðurinn á ísafirði innsigl- aði vélar kúffiskverksmiðjunnar Bylgjunnar vegna skulda við rík- issjóð. Að sögn Péturs Sigurðssonar forseta Alþýðusambands Vest- fjarða minnka veiðiheimildir vestfirskra skipa um allt að 2.400 tonn af þorskígildum vegna skerðingar á botnfiskkvóta og um nær 30% vegna skerðingar á veiði á djúphafsrækju. Um 100 -200 manns hafa haft atvinnu við vinnslu og veiðar á djúp- hafsrækju vestra á sumrin og með öllu er óvíst hverjar atvinnuhorf- ur þess verða núna í sumar. Þrátt fyrir næga atvinnu um þessar mundir segir Pétur enga launung vera á því að verkafólk vestra beri kvíðboga fyrir áfram- haldinu. Sérstaklega í ljósi þeirrar verðhækkanaholskeflu sem skall á 1. mars þegar verð- stöðvuninni lauk á sama tíma sem ekki er séð hverjar verði lyktir þeirra samingaviðræðna sem framundan eru um kaup og kjör á milli aðila vinnumarkaðarins. í sumar verður brotið blað í útgerðarsögu ísfirðinga sem og annarra Vestfirðinga þegar fyrsti frystitogarinn sem er í smíðum fyrir útgerðarfélagið Gunnvöru hf. kemur til ísafjarðar í stað ís- fisktogarans Júlíusar Geirmunds- sonar. Með tilkomu hans mun hráefni til íshúsfélags ísfirðinga minnka um helming og ekki enn séð hvernig það vandamál verður leyst. Vegna gámaútflutnings togara frá Isafirði hefur hráefni til vinnslunnar ekki verið eins mikið og ætla mætti með tilliti til aflabragða togaranna og komið hefur fyrir að starfsfólk íshúsfé- lagsins hafi verið sent heim í allt að eina viku vegna þess arna. Vegna samdráttarins í botnfisk- veiðum má búast við að útflutn- ingur á óunnum fiski muni eitthvað minnka í ár. Burt meö E.G. ættina í Víkinni - Núverandi stjórnendur fyrir- tækja Einars Guðfinnssonar í Bolungarvík hafa þegar spilað rassinn úr buxunum og ekkert sem segir að hið opinbera eigi að púkka upp á þá frekar en að fyrir- tækið verði gjaldþrota og að nýir eigendur taki við því,“ segir Kristinn H. Gunnarsson bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins í Bolungarvík. Að sögn Kristins skulda fyrir- tæki E.G. um 20 miljónir króna í Lífeyrissjóð Bolungarvíkur og annað eins til bæjarfélagsins. Þrátt fyrir það fá bæjarfulltrúar enga vitneskju um stöðu fyrir- tækjanna þótt þess hafi verið sér- staklega óskað. Vegna skulda fyrirtækjanna sem taldar eru nema hátt í 2 miljarða hefur At- vinnutryggingarsjóður ekki séð sér fært að afgreiða jákvætt um- sóknir þeirra og mun eina vonin vera Hlutabréfasjóðurinn. Kristinn segir að við því megi búast að fyrirtækjum EG. fyrir utan íshúsfélagið verði innsigluð um miðjan mánuðinn vegna kröfu fjármálaráðuneytisins vegna skulda þess við ríkissjóð. Gangi það eftir mun verslunin, útgerðin, saltfiskverkunin og bræðslan stöðvast. Þegar er fólk farið að flytjast frá Bolungarvík í atvinnuleit vegna þess að hætt er að bæta við fólki í störf við sjávar- útveg. Fjármagnskostnað- urinn skilurámilli feigs og ófeigs Einn er sá staður á Vestfjörð- um sem hefur plumað sig betur en aðrir á undanförnum misser- Akranes Patreksfjörður 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.