Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 8
ERLENDAR FRÉTTIR NILFISK Venesúela Óeiröir halda áfram Um 200 sagðir drepnir. Stjórnin samþykkir launahækkanir Oeirðir brutust út á ný í Carac- as, höfuðborg Venesúeiu, á miðvikudagsnótt og héldu áfram í gær. Að sögn lögreglu hafa að minnsta kosti 20 manns fallið síð- an í fyrrinótt í skotbardögum lög- regiu og óeirðamanna. Sam- kvæmt sömu heimild hafa um 200 manns alls látið líflð frá því að óeirðirnar hófust á mánu- dagsmorgun. Ovíst er þó, hvort þessi tala er tæmandi, þar eð vitað er að til óeirða hefur komið í 17 öðrum borgum og þaðan hafa takmark- aðar fréttir borist. Lögreglan heldur því fram, að tekist hafi að bæla óeirðirnar niður allsstaðar nema í höfuðborginni. Maður starfandi við líkhús sagðist hafa séð lík 10 til 15 barna meðal þeirra, sem komið hefði verið með til líkhússins, og er talið að börnin hafi lent í skotlínunni milli lögreglu og óeirðamanna. Innanríkisráðherra landsins kennir „fámennum anarkista- hópum“ um rósturnar, en ljóst er að þær brutust út vegna gífur- legrar óánægju fátækara fólks með miklar hækkanir stjórnar- innar á strætisvagnafargjöldum og verði á steinolíu. Verðhækk- anir þessar voru öðrum þræði ákveðnar vegna þrýstings frá Al- þjóðlega gjaldeyrissjóðnum, sem krafist hafði þeirra sem skilyrðis fyrir frekari lánveitingum til Ven- esúelu. Stjórnin reyndi á miðvikudag að lægja óánægjuöldumar með því að samþykkja almenna launa- hækkun og fyrirheitum um að greiða niður sumar helstu mat- vörur. Um 10.000 manna her hef- ur verið kvaddur til Caracas til aðstoðar lögreglunni við að bæla niður óeirðirnar. Reuter/-dþ. Júgóslavía Handtökur í Kosovo Norðurlönd hafa ekki fremur en aðrir heimshlutar sloppið við ólguna út af bók Salmans Rushdie, enda býr þar nú fjöldi innf lytjenda frá Islams- löndum. Myndin er af mótmælagöngu gegn Rushdie í Danmörku. Noregur Aschehoug hótað Hætta á aukinni andúð á múslímum Hinu kunna norska bókaforlagi Aschehoug, sem ákveðið hef- ur að gefa út Kölskavers, bók Sal- mans Rushdie, hafa borist hótan- ir um „refsingar“ og hið sama bókaklúbbi nokkrum, sem tekið hefur að sér að dreifa bókinni. Fyrirhugað er að bókin komi út á norsku í sumar eða haust. Á laugardag s.l. fóru um 3000 manns í mótmælagöngu gegn bókinni í Osló, flestir þeirra Pak- istanar, sem eru allfjölmennir í Noregi. Mótmæltu þeir útgáfu bókarinnar, en tóku skýrt fram að þeir væru ekki stuðningsmenn Khomeinis höfuðklerks frana, sem sent hefur út fyrirskipun um að drepa Rushdie. Nokkrir Norðmenn stilltu sér upp með- fram gönguleiðinni með borða og spjöld, sem á voru letruð mót- mæli gegn þvi að trúarofstæki væri látið bitna á ritfrelsi. Göngu- menn brugðust illa við og rifu niður borðana og spjöldin, en hinir tóku því með stillingu og kom ekki til neinna átaka. Enda þótt göngumenn vildu ekki láta bendla sig við Khom- eini, hafa einir tveir Pakistanar, sem eru félagar í Verkamanna- flokknum, lýst yfir stuðningi við „dauðadóm" Khomeinis yfír Rushdie og af því tilefni verið kvaddir til yfirheyrslu hjá lög- reglunni. Óttast er að hamagang- urinn út af bók Rushdies verði til þess að auka andúð á múslímum í Noregi. Bryndís Dagsdóttir, Noregi/dþ. 1 ÍJÍIJIÍ Mótor með 2000 tíma kolaendingu Kóntskslanga 10 lítra pappirspoki Þreföld ryksíun Nilfiskernúmeðnýrri ennbetri útblásturssíu "Mikro-Static-Filter". Hreirmi útblástur en áður hefurþekkst. /FOnix HATÚNI 6A SÍMI (91)24420 Selveiðar Sovétmenn veiða áham Umdeilt meðal Norðmanna hvort þeir skuli taka upp selveiðar á ný Norðmenn hættu fyrir nokkru ' ' selveiðum til bráðabirgða, en Sovétmenn, sem hafa heimild til að veiða 4000 seli í Norður-íshafi, halda þeim veiðum áfram og við- hafa sömu aðferðir við þær og Norðmenn. Norsk stjórnvöld á- kváðu að banna veiðarnar til bráðabirgða vegna mikilla mót- mæla úr ýmsum áttum eftir að sýnd hafði verið sjónvarpsmynd um veiðarnar. Að vísu kom á daginn að viss atriði í myndinni höfðu verið fölsuð, en það dró ekki úr krafti mótmælanna, sem voru hvað hörðust af hálfu Grænlendinga og Svía. Var því haldið fram, að veiðiaðferðirnar væru úr hófi ómannúðlegar, og í Svíþjóð komu fram tillögur um að fólk tæki sig saman um að hætta að kaupa norskar vörur, nema því aðeins að veiðunum væri hætt. Á það vildi norska stjórnin ekki hætta, enda eru selveiðarnar Norðmönnum frekar lítilvægar efnahagslega séð. Eigi að síður eru í Noregi skiptar skoðanir um hvort taka skuli selveiðar upp aftur eður ei, þegar mótmælastorminn hefur lægt. Er sumra álit að verði ekk- ert veitt af selastofnunum í Norður-íshafi stækki þeir um of, með þeim afleiðingum að selirnir éti svo mikinn fisk að það komi niður á sjávarútvegi eða þá að þeir fái ekki nóg æti. Bryndís Dagsdóttir, Noregi/dþ. Víetnam Flóttamenn snúa heim 75 víetnamskir flóttamenn sneru aftur til föðurlandsins flug- leiðis frá Hongkong í gærkvöldi. Eru þetta þeir fyrstu af bátflótta- mönnum svokölluðum, sem snúa heim af frjálsum vilja. Þeir eru um 50.000 í Hongkong og öðrum Asíulöndum og hefur Víetnam- stjórn heitið því að þeir skuli eng- um þrengingum sæta af hálfu yfir- valda, ef þeir snúi heim. Að samningi um heimflutninga flót- tafólksins standa auk Víetnams Bretland, Hongkong og Flóttam- annastofnun Sameinuðu þjóð- anna. Reuter/-dþ. 8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. mars 1989 Fyrrum leiðtogi kommúnistaflokksins á svœðinu meðal handtekinna. Serbi drepur albönsk mœðgin Lögregla hóf í gær að handtaka þá, sem sakaðir eru um að hafa skipulagt mótmælaaðgerðir og verkföll á sjálfstjórnarsvæðinu Kosovo, að sögn júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug. Meðal þeirra handteknu er Azem Vlasi, fyrrum leiðtogi kommúnista- flokksins í Kosovo. Að sögn Tanjug hafa einnig verið handteknir Ekrem Arifi, er fyrrum var í stjórnmálaráði kommúnistaflokksins á svæðinu, og tveir framkvæmdastjórar við Trepca-sinknámuna, þar sem verkföllin hófust. Allir hinir handteknu eru albanskir að þjóð- erni, og það á einnig við um mik- inn meirihluta íbúa Kosovo. Heyrst hefur að Fadil nokkur Hodza, fyrrum háttsettur þar á svæði, sé flúinn til Albaníu. Serbnesk yfirvöld hafa sakað hann um albanska þjóðernishyg- gju og að hafa staðið fyrir náms- mannaóeirðum, sem urðu í Kos- ovo 1981. Forsætisnefnd Júgóslavíu og serbnesk stjórnvöld bera þá handteknu áðurnefndum sökum. Að sögn Tanjug er verkföllum nú að mestu lokið í Kosovo og flest með kyrrum kjörum þar, en nokkuð skortir á greiðan frétta- flutning þaðan vegna þess að júgóslavneski herinn, sem tekið hefur sjálfstjórnarsvæðið á sitt vald samkvæmt tilskipun um tak- markað neyðarástand, bægir fréttamönnum þaðan. í borginni Kragujevic í Serbíu skaut Serbi nokkur albönsk mæðgin til bana á miðvikudag, að sögn júgóslavn- eska sjónvarpsins. Stóð þá yfir fjöldafundur Serba í borginni. Reuter/-dþ. Albanskir námumenn í verkfalli, sem þeir gerðu til að mótmæla fyrir- hugaðri skerðingu sjálfstjórnar Kosovo - nú er svæðið hersetið. Evrópubandalag Samþykkt til bjargar óson Umhverflsverndarráðherrar Evrópubandalagsríkja samþykktu í gær á fundi sínum í Brussel að með öllu skuli hætt í ríkjum þessum framleiðslu og notkun klórflúorkolefnis, sem talið er að skaðlegt sé ósonlaginu í lofthjúpi jarðar. Kom samþykkt þessi nokkuð á óvart og þykir vera Ijós vottur um hraðvaxandi ugg út af umh verfiseyðingu. Ráðherrarnir samþykktu að framleiðsla og notkun á klórf- lúorkolefni, sem einkum er notað í kæliskápa og úðabrúsa, skuli hafa lagst niður með öllu um næstu aldamót og að mestu leyti nokkru fyrr. Vonast ráðherrarnir að önnur ríki fylgi í þessu ford- æmi Evrópubandalagsins. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.