Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 10
Síðumúla 6-108 Reykjavík - Sími 681333 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Silja Aðalsteinsdóttir Umsjónarmaður Nýs Helgarblaðs: Sigurður Á. Friðþjófsson Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Framkvæmdastjóri: Hailur Páll Jónsson Verð: 110 krónur Atvinnuleysis- draugurinn Nú verður ekki lengur komist hjá því að horfast í augu við að atvinnuleysi er vaxandi böl á íslandi, þótt enn séum við langt á eftir Dönum og Bretum. Eftir nokkurra ára góðæri sem endaði í slíkri átveislu að við lá að þjóðin springi í árslok 1987 er komið að kreppu með tilheyrandi sultarólum og því fyrr sem á þeim málum er tekið af einurð, því betra. Best hefði auðvitað verið ef vandanum hefði verið mætt af einurð fyrr, til dæmis í ársbyrjun 1988, þegar flestum ráðamönnum fyrirtækja í fiskvinnslu var Ijóst að stefndi í óefni, með hrikalegumfjármagnskostnaði.vöxt- um sem belgdu úteðliiegar jafntog óeðlilegarskuldirog verðlækkun á afurðum okkar á Bandaríkjamarkaði. Það er sjálfsagt rétt hjá stjórnvöldum að hagræðingu á rekstri er víða ábótavant í fyrirtækjum. Góðærin vilja fara fyrir lítið hjá okkur vegna þess að verðskyn íslendinga mótaðist í óðaverðbólgu, þegar við vissum verðgildi pen- inganna núna en ekki á morgun, og eyðsla og fjárfesting er eina leiðin sem við kunnum til að fara með peninga. Það tekur tímana tvo að venja okkur af slíkum ósiðum. En öllum er Ijóst að það er enginn hagur að því að flytja út óunninn fisk eins og nú er gert sífellt meira og meira, vegna þess að fiskvinnslufyrirtækin eru meira og minna óstarfhæf. Við vorum lengi að læra þá lexíu að við eigum að vinna hráefni okkar sjálf og gera það betur en aðrir. Þetta átti bæði við ull og fisk, og með því að klifa á þessu nógu lengi tókst okkur að læra romsuna utan bókar. En til lítils var að læra ef rekstrargrundvöllurinn er farinn undan fyrirtækjum við aðalatvinnuveg þjóðarinnar svo að við neyðumst til að senda óunninn fisk úr landi þótt við vitum betur. Á yfirliti vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins sést að í janúar voru atvinnuleysisdagar svo margir að þeir jafngilda því að 3000 manns hafi verið atvinnulausir í mánuðinum, talsvert fleiri konur en karlar. Þetta segir auðvitað ekki alla söguna því margir bíða með að skrá sig eða láta ekki skrá sig, hvorl sem það stafar af því að þeir hafi ekki verið fullgildir félagar í stéttarfélagi og eigi því ekki rétt á bótum eða af því að þeim finnist niðurlægjandi að vera á atvinnuleysisskrá og reyni í lengstu lög að komast hjá því. „Þetta er hrikaleg staðreynd sem maður er varla búinn að átta sig á; að vera allt í einu orðinn atvinnulaus og þurfa að framfleyta sér og fjölskyldu sinni á atvinnuleysis- bótum. Það þrengir ekki aðeins fjárhaginn til muna heldur fylgir þessu mikil niðurlæging og vonleysi til lengri tíma litið, fái maður enga aðra vinnu,“ sagði einn af starfs- mönnum Stálvíkur sem missti vinnuna í vikunni, eins og fram kemur í grein í blaðinu í dag. Atvinnuleysið er ekki staðbundið eins og stundum áður, staðir þar sem ástandið er slæmt eru dreifðir um allt land. Það sem kemur kannski mest á óvart er að atvinnu- leysi skuli vera einna mest á höfuðborgarsvæðinu. Or- saka er þar að leita í samdrætti í flestum greinum atvinnu- lífs, byggingariðnaði, verslun og þjónustu. Atvinnuleysisdrauginn verður að kveða niður á raun- hæfan hátt með því að styðja við bakið á arðbærum undirstöðuatvinnugreinum, en meðan tekist er á við draugsa þarf að endurskoða lögin um atvinnuleysisbæt- ur. Það er með öllu óviðunandi að fólk sem missir vinnu vegna þess að fyrirtæki sem það vinnur við eru hreinlega lögð niður eða þeim lokað skuli hafa hvílandi yfir sér auk alls annars öryggisleysið sem fylgir því að vita að atvinnu- leysisbæturnar taka enda eftir fáeinar magrar vikur. SA John Mayall Breskur blúsari að atvinnu Það var ekki að sj á á John May- all að hann er kominn fast að sex- tugu, þegar hann þyrlaði frá sér blústónunum á hljómleikum á Hótel íslandi um síðustu helgi. Mayall var íklæddur leðurbrók- um og stórmunstraðri skyrtu og var allur hinn spengilegasti á að líta þar sem hann hjólaði á milli orgelsins, munnhörpunnar og gítarsins og stýrði stórgóðum Bluesbreakers sem herforingi. Spekingarnir sögðu að þeir spil- uðu af meiri tækni en tilfinningu, en hvað sem því leið virtust áhorfendur skemmta sér hið besta og lögðu margir hart að sér í dansi, eftir að Mayall hafði sjálf- ur gengið fram á dansgólfið fólki til hvatningar. Reyndar þurftu áhórfendur ekki svo mikla hvátn- ingu heldur höfðu dyraverðir tekið allharkalega á þeim fáu sem höfðu hætt sér á dansgólfið og talið þeim á þann hátt hughvarf. Þessu undi gamli maðurinn May- all ekki, enda væntanlega vanari því á sínum langa ferli að áhorf- endur fengju að skaka sína skanka án hættu á lík- amsmeiðingum. Enda Var John Mayall og The Bluesbreaker klappaðir upp þrisvar og létu þeir sér það vel líka og kvöddu með brosi... Mynd Jim Smart Malbikað við Tjömina i Reykjavík undir vökulum verkstjóraaugum Pálma Pálmasonar (lengst til hægri). Pálmi var formaður Verkstjórafélags Reykjavíkur um tíu ára skeið. En þekkir einhver verkamennina? ÚR MYNDASAFNINU Samtök reykvískra verkstjóra sjötug í dag eru sjötíu ár liðin síðan reykvískir verkstjórar stofnuðu með sér félagsskap. í mars 1919 komu 27 verkstjórar saman til fundar og stofnuðu Verk- stjórafélag Reykjavíkur en nú eru félagsmenn orðn- ir 650 talsins. Fyrsta verkefni félagsins var að koma á sam- ræmdum matar- og kaffitímum og einnig beitti fé- lagið sér fyrir byggingu Verkamannaskýlisins við Reykjavíkurhöfn sem lengi stóð við Tryggvagötu þar sem nú er bensínstöð. Félagið rekur nú skrif- stofu í eigin húsnæði að Skipholti 3 og á auk þess fjóra sumarbústaði. Fyrsti formaður félagsins var Bjarni Pétursson en núverandi formaður þess er Högni Jónsson. í tilefni af tímamótunum efnir félagið til hófs í Holiday Inn í kvöld. _ÞH 10 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.