Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 12
VR að gefast upp? Samkvæmt heimildum Nýja Helgarblaðsins er Verslunar- mannafélag Reykjavíkur komið á fremsta hlunn með að svíkja lagsbræður sína í Verslunarmannafélagi Suðurnesja og annars staðar í verkalýðshreyfingunni, með því að ganga til samninga við Flugleiðir um orlofsflug félaga sinna. Forystumaður VR, Magnús (Lenín) Sveinsson hefur á stundum lent í þeirri stöðu að taka róttæka af stöðu til mála og þegar málshöfðun Flugleiða á hendur VS kom til, taldi hann slíkan málatilbúnað geta haft alvarleg áhrif og hlyti að hafa áhrif á samskiþti verkalýðshreyfingarinnar í heild við Flugleiðir. Samstaða verkalýðshreyfingarinnar í þessu máli er nauðsynleg, enda grundvallarhagsmunir hennar sem geta verið í húfi. En stundum virðist sem þeim megi víkja til hliðar, en hvaða réttlæting gæti legið þar að baki skal ósagt um látið...B Óskar Lafontaine í heimsókn? Góðar likur eru á að þýski stjórnmálamaöurinn Oskar Lafontaine komi í Islands- heimsóokn einhverntíma á þessu ári og þá helst síðla sumars. Stjórn Málfundafé- lags félagshyggjufólks hefur boðið Óskari til landsins og notið til þess liösinnis Jóns Baldvins Hannibalssonar Alþýðuflokksformanns og al- þjóðlegs „flokksbróður" Osk- ars, sem er fyrsti varaformaö- ur þýskra jafnaðarmanna auk forsætisráðherrastarfs í Saar- landi, og sennilegt kanslara- efni krataflokksins SPD í kosningum þar á næsta ári. Óskar Lafontaine þykir hafa fært fram ýmsar nýjar hug- myndir á vinstrivæng undan- farin ár og stundum • hneykslað hefðbundna krata af ýmsum sortum uppúr skónum. I íslenskri pólitík stæði hann sennilega ein- hversstaðar mitt á milli Al- þýðuflokksins og Alþýðu- bandalagsins með vissum Kvennalistatilhneigingum. Daniel Cohn-Bendit, „Rauði Danni" frá París ‘68, á að hafa sagt við Óskar að hann væri pólitískt blanda af Rósu Lux- emburg og Radio Luxem- burg. ■ Ólafur smmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmm á Saga-class Þingfulltrúar á Norður- landaráðsjDingi sem lýkur í Stokkhólmi í dag, höfðu á orði áður en þeir lögðu í víking, að fyllsta aöhalds yrði gætt og m.a. flogið á almennu farrými en ekki Saga-class. Ekki gekk dæmið alveg upp hjá öllum, því þegar út í flugvélina var komið á Keflavíkurvelli, var hvergi að finna laust sæti fyrir Ólaf G. Einarsson þing- flokksformann Sjálfstæðis- manna, sem vildi eindregið sitja í reyklausu rými. Það varð því úr að Ólafur sat á Saga-class til Svíþjóðar...B Vildu báðar dósirnar Fréttin um Gaflarana tvo sem sváfu fyrir utan Ríkið í Firðinum aðfaranótt bjór- dagsins hefur að vonum vakið athygli. Fáir skilja hvað mönn- unum gekk til en skýringin er mjög einföld. Þeir höfðu frétt að vegna plássleysis yrðu að- eins tvær tegundir af bjór til sölu í Ríkinu í Hafnarfirði þennan fyrsta bjórdag, og þeir ætluðu að vera öruggir um aö ná í báðar dósirnar...B Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd Vatnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboöum í: 1.6100 m af ductile iron pípum, stærð 150- 600 0. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 5. apríl n.k. kl. 11. 2. Ductile iron fittings. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 5. apríl n.k. kl. 14. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað á ofangreindum tíma. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 fAkureyrarbær - ráðgjafardeild Sálfræðingur/félagsráðgjafi óskast til starafa við ráðgjafardeild. Upplýsingar um starfið veita starfsmannastjóri í síma 96-21000, sem einnig hefur umsóknareyðublöð, og deildarstjóri ráð- gjafardeildar í síma 96-25880. Umsóknarfrestur er til 17. mars nk. Deildarstjóri ráðgjafardeildar Áhrif B-keppninnar Keppnin í 1. deild þegar hafin og spennandi keppni fram- undan ÍÞRÓTTIR ÞORFINNUR ÓMARSSON Handboltahetjur okkar í lands- liðinu geta ekki leyft sér að slappa af eftir sigurinn í B-kcppninni, því íslandsmótið er þegar hafið að nýju. Grótta burstaði Breiða- blik í vikunni en á sunnudag verða fjórir leikir í 1. deild. Undirbúningur fyrir B-keppnina, svo og keppnin sjálf, hefur tekið sinn toll og hafa liðin í deildinni þurft að gjalda fyrir það. Blóðtaka í liði Vals Eins og menn muna eru Vals- menn efstir í 1. deild með fullt hús stiga eftir 11 umferðir. KR- ingar fylgdu Valsmönnum sem skugginn allt þar til liðin mættust í 9. umferð og hafa þeir nú 18 stig. Stjarnan lék mjög vel eftir slæma byrjun og hefur nú 15 stig, FH hefur 13 stig, Víkingur 11, Grótta 10, KA 8, Fram og IBV 5 og Blik- arnir sitja sem fastast á botninum með 3 stig. Áhrif B-keppninnar eru mis- jafnlega mikil í liðunum vegna fjölda landsliðsmanna í hverju liði. Valsmenn hafa verið með áberandi besta liðið í vetur en markvörður þeirra, Einar Þor- vaðarson, meiddist illa eins og kunnugt er í úrslitaleiknum gegn Pólverjum. Það yrði mikil blóð- taka fyrir Valsliðið ef Einar færi í uppskurð því Einar er einn mikil- vægasti leikmaðurinn í annars jöfnu liði. Páls Guðnasonar, var- amarkvarðar þeirra, bíður erfitt verkefni sem er að fylla það skarð sem Einar skilur eftir sig. Það sem er kannski pínlegast við meiðsli Einars, amk. fyrir okkur sem viljum veg íslenska handboltans sem mestan, er að Valur sá fram á möguleika á að ná langt í Evrópukeppni meistaraliða. Þetta er án efa besta félagslið hér á landi í ára- raðir en keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn og því gæti markvarslan veikt liðið verulega. Þó má ekki afskrifa Pál Guðna- son. Hann stóð sig mjög vel með liðinu í fyrri leiknum gegn svissneska liðinu Amacitia en ekki hefur reynt á getu hans til lengri tíma. Að öðru leyti ætti B-keppnin varla að hafa veikt Valsliðið nema kannski að samæfing lands- liðsmannanna með Jóni Krist- jánssyni gæti hafa versnað. Jón er eini fastamaður liðsins sem ekki á sæti í landsliðinu og gerir það honum erfitt fyrir. KR-ingar „misstu" bara einn leikmann í B-keppnina, þe. Al- freð Gíslason en Páll Ólafsson meiddist skömmu fyrir keppnina. Hafi þeir nýtt tímann vel gætu þeir veitt Val harða keppni um meistaratitilinn. Önnur lið eiga vart möguleika en Stjarnan gæti þó unnið hvaða lið sem er. Liðið er án landsliðsmanna og kemur örugglega sterkt til leiks. FH hef- ur einnig á mjög góðu liði á að skipa og verður sérstaklega gam- an að fylgjast með því í Evrópu- keppninni. Liðið hefur þegar unnið tvo ævintýaralega sigra í keppninni og virðast FH-ingum engir vegir ófærir. I fallbaráttunni gæti skipt sköpum að Sigurður Gunnars- son, þjálfari og leikmaður ÍBV, hefur ekkert getað sinnt sínu hlutverki að undanförnu. ÍBV er nú jafnt Fram að stigum í öðru fallsætinu og mjög líklegt að ann- að hvort liðanna falli, fljótt á litið virðast Eyjamenn líklegri. Breiðablik er hins vegar á botnin- i l Valur verður fyrir mikilli blóðtöku þurfi Einar Þorvarðarson að fara ( uppskurð eins og líkur benda til. um og fellur vafalaust niður í 2. deild. Þjálfari landsliðsins Menn eru mjög ósammála um hvort Bogdan Kowalczyck eigi að vera áfram með landsliðið. Eftir Ólympíuleikana höfðu flestir horn í síðu hans en sömu menn lofa hann í hástert um þessar mundir. Persónulega finnst mér að Bogdan eigi að hætta ef sambærilegur þjálfari finnst í hans stað. Það yrði án efa áskorun fyrir iandsliðsmenn og aðra sem bankað hafa á dyr liðs- ins að þurfa að sýna sig og sanna fyrir nýjum þjálfara. Auk þess hlýtur það að vera hentugur tími fyrir Bogdan að hætta nú. Hann hefur sannað getu sína sem þjálfari og gæti ör- ugglega fengið góð verkefni ann- ars staðar. Hann hefur skilað sínu hlutverki með sóma og tímabært fyrir hann að hætta nú þegar liðið er á toppnum. En að þjálfaramálum slepptum hlýtur íslenska landsliðið að eiga ágæta möguleika á að ná góðum úrslitum í heimsmeistarakeppn- inni í Tékkóslóvakíu á næsta ári. Sigurður Sveinsson er eini leik- maður landsliðsins sem ákveðinn er að hætta með liðinu en Alfreð Gíslason og Þorgils Óttar Mathiesen íhuga einnig að leggja skóna á hilluna. Við skulum vona svo fari ekki og einnig að leik- menn eins og Einar Þorvarðarson og Sigurður Gunnarsson verði amk. eitt ár til viðbótar með landsliðinu. í dag eigum við ekki betri menn í þeirra stöðum og þarf meira en ár til að svo verði. Bogdan Kowalczyck hefur endanlega sannað sig sem þjálfari. 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.