Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 17
I ‘ Föstudagur 3. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17 Bardagavélin Mike Tyson varði heimsmeistaratitil sinn sl. sunnudag. Hann lærði að slást á götum Brooklyn. í hans augum er boxið barátta upp á líf og dauða sinnum. Bruno sló 170 högg og hitti 37 sinnum. „Ég hef alltaf sagt að ég sé er besti boxari heimsins. Hvernig voga þeir sér að skora mig á hólm með jafn frumstæða kunnáttu og þeir hafa? Allir sem gera það hafa skrifað undir eigin dauða- dóm,“ stundi Tyson að leik lokn- um. Og það er hætt við að bið verði á því að áskorandi fáist. Fyrir leikinn gegn Bruno hafði Tyson ekki mætt í hringnum síðan í júní í fyrra og nú í augnablikinu er enginn boxari sjáanlegur sem kemur til greina sem áskorandi. Úr Brooklyn á toppinn Saga Tysons hefst í Brooklyn í New York. Par slóst hann til þess að geta haldið ránsfeng sínum. Þegar hann vár ekki í ránsleið- angri hugsaði hann um dúfurnar sínar en ekki leið á löngu áður en tekið var eftir honum. Hann hafði lent á upptökuheimili fyrir unga afbrotamenn og starfsmað- ur þar kom honum í samband við heimsþekktan þjálfara Cus D‘A- motos. Amotos gekk honum í föðurstað. Hann sá strax hæfi- leikana sem bjuggu í unga mann- inum og byrjaði strax að þjálfa hann í það hlutverk sem hann gegnir nú, heimsmeistarahlu- tverkið. Saga boxins er heista áhugamál Tysons. Á veggjum heimilis hans er fjöldi mynda af þekktum viðureignum í hringnum. Ein myndin er 79 ára gömul og hún sýnir boxarann Battling Nelson með hendur á mjöðmum og ann- an fótinn á andstæðingnum Joe Gans, sem liggur í gólfinu. Tyson endurtók þessa stellingu fyrir rúmu ári, þegar hann lagði Larry Holmes að velli. -Ny Tid/ Dagbladet/Sáf Sl. sunnudag mættust þeir í hringnum Mike Tyson og Frank Bruno. Strax á fyrstu sekúndum viðureignarinnar var séð að þetta var leikur kattarins aðmúsinni. Leiknum lauk þó ekki fyrr en í fimmtu lotu þegardómarinn gekk á milli þar sem Tyson barði Bruno sundur og saman og úrskurðaði viðureigninni lokið með sigri Tysons. f augum Tyson er boxið annað og meira en íþrótt. Boxið er bar- átta upp á líf og dauða, spegil- mynd lífsbaráttunnar. Og jafn hrottafengið og sú barátta getur orðið, jafn tillitslaust og grimmt. Sá sterkasti lifir af. Það er frum- skógarlögmálið sem gildir. Án boxíþróttarinnar væri Mike Ty- son líkast til atvinnulaus því box- ið er ein leið fyrir hina fátæku burt úr fátækrahverfunum einsog fótboltinn í Englandi. Frumstætt, hættulegt... En hversvegna fá áhorfendur svona mikið út úr því að horfa upp á fullorðna menn slást upp á líf og dauða í hringnum? Senni- lega það að mjög auðvelt er fyrir áhorfendur að skilja þessa íþrótt. í hringnum eru tveir menn sem slást hvor við annan og sá sterkari og fimari stendur uppi sem sigur- vegari. Þetta hefur mannkynið horft upp á öldum saman. Þetta er frumstætt og hættulegt, einfalt en jafnframt býr mikil kunnátta að baki hjá þeim sem skara fram úr, kunnátta sem gerir boxíþrótt- ina að listgrein að mati áhang- enda íþróttarinnar. Góður boxari dansar í hringn- um. Það skiptir miklu máli að hafa fullt vald á líkamanum, að hreyfingarnar séu taktfastar og léttar. Boxarinn þarf helst að hafa sama vald á líkamanum og ballettdansari. Snögg viðbrögð og jafnvægistilfinning skipta ekki minna máli en það að hafa kraft í höggunum. Sé jafnvægistilfinn- ingin ekki í lagi verða höggin vindhögg. Það sem skilur helst á milli boxara og ballettdansara er að boxarinn misþyrmir andstæð- ingi sínum en dansarinn eigin lík- ama. En það sem skiptir mestu máli er þó eðlisávísunin. Sé hún fyrir hendi breytist boxarinn í bar- dagavél og þá kemur rétta högg- ið, sjálft rothöggið, ætíð á réttum tíma. Þungavikt Það er keppt í mörgum þyngd- arflokkum í boxi en áhugi manna beinist þó einkum að þungavikt- inni. Þangað leita peningarnir og fjölmiðlarnir. Allir stóru box- meistararnir hafa verið í þunga- vikt. Sullivan var fyrstur í röð margra. Jack Dempsey og Joe Louis eru nöfn sem flestir kann- ast við þótt þeir séu kannski ekki mikið fyrir þessa íþróttagrein. Áhugi sænsku þjóðarinnar á afr-. ekum Ingimar Johannsen var meiri en áhugi íslendinga á hand- boltalandsliðinu. Og sá stærsti af þeim öllum, sjálfur Muhammed Ali, prýddi oftar forsíður heim- spressunnar en kóngar og fyrir- fólk. Á milli koma svo lægðir þar sem stóri meistarinn er hvergi sjáanlegur. Þó líður sjaldan á löngu áður en hann birtist á sjón- inn parkinsonsveiki og er högg- unum kennt um. Tyson er hinsvegar ekki bros- andi þegar hann mætir í hringinn. Úr andliti hans má lesa hrotta- skap, biturleika, grimmd og mi- skunnarleysi. Þrátt fyrir það er hann mjög afslappaður fyrir leikinn að eigin sögn. „Mér líður best í búningsherberginu nokkr- um mínútum fyrir leikinn. Þá er erfiðu starfi lokið og ég get slapp- að af. Hvorki fyrir né eftir leikinn ber ég virðingu fyrir einum né neinum. Það skiptir engu hver andstæðingurinn er og ég velti því aldrei fyrir mér hvað ég eigi að gera eða hvað ég hefði getað gert betur. Innst inni er einhver sem veit hvað þarf að gera. Ég mæti í hringinn, berst, vinn og fer heim.“ Titillinn varinn Sl. sunnudag var röðin komin að Bretanum Frank Bruno. í fyrsta skipti í sögunni eygðu Bret- ar möguleika á að eignast heimsmeistara í þungavikt. Fæst- um datt þó í hug að Bruno bæri sigurorð af Tyson. Þrátt fyrir það tók það Tyson lengri tíma en bú- ist var við að standa uppi sem sigurvegari og meistarinn hrósaði meira að segja andstæðingnum að leik loknum. „Ég fann fyrir höggum hans, þau voru harðari en hjá Tony Tucker. En ég var aldrei í nokkrum vafa um að ég myndi sigra hann. Hann brotnaði saman í þriðju lotu. í fimmtu lotu yar þetta bara spurning um hversu lengi leikurinn héldi áfrarn." Tyson fékk um 400 miljónir króna fyrir leikinn en andstæð- ingurinn fékk enga smáaura held- ur fyrir að láta berja sig í klessu, 190 miljónir króna. í bardaganum sló Tyson 202 högg og hitti andstæðinginn 89 arsviðinu. Nú er Mike Tyson konungur boxins og enginn sjáanlegur sem getur ógnað titli hans. Það er mikill munur á Muham- med Ali og Mike Tyson. Hreyf- ingum Alis í hringnum hefur ver- ið Ííkt við sígarettureyk. And- stæðingurinn vissi aldrei hvar hann yrði staddur næst. Og þegar Ali birtist sjálfumglaður og bros- andi lá við að áhorfendur vor- kenndu honum en þegar slagur- inn byrjaði og boxarinn þaut um hringinn einsog ballerína var ljóst að þessi maður þurfti ekki á vor- kunn að halda. En kannski mað- ur vorkenni honum núna þegar hann er hálf ruglaður, heila- skaddaður segja sumir, og hald- GóÖ töká málunum Til þess að ná góðum tökum á líkamsþyngd og ummáli er ein leið best: Að tileinka sér rétt mataræði og losna við ómæld óþægindi og jafnvel heilsubrestaf völdum megrunarkúra. Mjólkog mjólkurvörur eru mikilvægur hlekkur í fæðuhringnum. Konur ættu að gæta þess sérstaklega, að það er erfitt að fullnægja kalkþörfinni án mjólkur eða mjólkurmatar, auk þess sem þar er á ferð einn fjölhæfasti bætiefnagjafi sem völ er á. Auðvelt er að velja mjólk og mjólkurvörur með mismunandi fitumagni og fá þannig bæði hollustuna og hitaeiningasnautt fæði. MJOLKURDAGSNEFND Fráviðureignþeirra MikeTyson og FrankBruno. 100 gr. af léttmjólk innihalda aðeins 46 hitaeiningar. Og það eru verðmætarhitaeiningar, þvíaðþeim fylgja mörg mikilvægustu næringarefnin. Efþú viltgrennast, þá erbetra að draga úrþýðingarminni hitaeiningum. Mjólkgeturdregið úr tannskemmdum við eðlilegar aðstæður. Hið háa hlutfall kalks, fosfórs og magníum veitirtönnum vemd. Eftirneyslu sætinda eða sykurríkrar máltíðarertd. gottað skola munninn með miólk. Beinin þroskast og styrkjast fram að fertugsaldriog þess vegna er mikilvægt að þau fái nægjanlegt kalk allanþann tímatilþessaðstanda vel að vígi þegar úrkölkun hefst um miðjanaldur. Eftir fertugsaldurinn er nægjanlegt kalk úr fæðunni nauðsynlegt til þess að hamla gegn beingisnun. Tvöglös afmjólkádag ergóð regla. Þeir sem hreyfa sig mikið virðast nýta kalkið úrfæðunni beturog hafa því meiri beinmassa á efri árum en þeirsem hreyfa sig lítið. MjólkerauðugafB vítamínum sem eru mikilvæg til þessað t.d. húð, hár, neglur, taugakerfi og sjón séu í góðu lagi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.