Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 20
Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON BARNAKOMPAN Skógarhöggsmaðurinn Einu sinni var ungur skógarhöggsmaöur, ó- kvæntur og átti engin börn. Hann bjó einn langt inni í skóginum. Einn fagran sumardag var hann kallað- urtil kóngsins. Hann átti heima í miöjum skóginum og sagt var aö í skóginum vinstra megin við höllina væru allskonar óvættir, álfar, tröll og dvergar. Þeg- ar hann var búinn aö hugsa rækilega um þetta lagði hann af staö til konungs. Þetta var löng leið svo aö hann hvíldi sig aöeins. Þá fór hann aö hugsa hvað konungur vildi sér, en ekkert datt honum í hug. Svo stóð hann upp og hélt áfram. Loks kom hann aö höllinni sem var stór og glæsileg steinbygging og í kringum höllina var síki meö urmul af krókódílum. Skógarhöggsmaðurinn gekk yfir brú sem var yfir síkiö. Svo labbaði hann aö hurðinni og baröi meö stóra dyrahamrinum. Þaö komu tveir verðir til dyra og fylgdu honum til konungsins. Konungurinn var gamall maöur og sat í stóru og fallegu hásæti. Hann baö verðina aö fara aftur á sinn stað. Svo sagði hann: „Ég er nú orðinn gamall maöur og vil ég að þú takir viö af mér þegar ég dey, en eitt vil ég biðja þig um fyrst. Þú verður aö fara út í skóginn vinstra megin við höllina og finna þrjá verndargripi hallar- innar. Þeir eru hringur úr skíra gulli, demantur úr rúbíni og gullkista full af ýmsum gersemum. Þetta verður þú aö gera, annars hrynur höllin og konung- dæmiö fer allt í rúst þegar þú veröur konungur. Þetta leist skógarhöggsmanninum ekki nógu vel á en lagði samt strax af stað. Hann gekk lengi í gegnum auöan og illa hirtan skóginn þangaö til hann kom aö lítilli hrörlegri brú, sem var aö því komin aö hrynja. Skógarhöggsmaðurinn hljóp yfir brúna og þá kom lítill maður á móti honum og réöst á hann og þeir slógust og slógust því hvorugur þeirra var vopnaður nema skógarhöggsmaðurinn með öxina sína, en vildi ekki nota hana til aö bana manni. Svo tók skógarhöggsmaðurinn í höndina á manninum og ætlaöi aö sveifla honum frá sér, en þá hitti hann á eitthvað sem rann af hendi manns- ins og datt í grasið. Þaö var hringurinn sem kóngur baö um. Þegar skógarhöggsmaðurinn tók hringinn upp hvarf litli maðurinn. Þá er búið aö finna hringinn hugsaöi skógarhöggsmaðurinn glaður og stakk honum í vasa sinn. Hann gekk áfram og kom að stórri tjörn og rétt hjá tjörninni var fallið tré. Skógar- höggsmaöurinn tók öxi sína og hjó tréð í búta. Þegar hann var kominn á síðasta bútinn stoppaði öxin í miðjum bútnum. Þetta fannst honum skrítiö og byrjaöi hinum megin á bútnum og þá fór allt á sömu leið. Þá prófaði hann langsum og gat bara komist í miðjan bútinn og svo prófaði hann síðasta möguleikann en ekkert gekk. Þá tók skógarhöggs- maðurinn eftir því að þegar sólin skein inn um rifurnar á bútnum myndaðist rauður bjarmi. Eitthvað er þetta skrítið hugsaði skógarhöggsmað- urinn en lét það svo vera. Hann raðaði bútunum, en hann ætlaði að taka þá með sér þegar hann færi heim. Svo gekk hann áfram og kom að stórri og sterklegri brú. Hann hikaði við að fara út á brúna eftir atvikið áðan, en hann fór samt. Ekkert skeði. Svo gekk hann lengi lengi þangað til að á móti honum kom álfkona og veifaði að honum töfra- sprota. Þá fór skógarhöggsmaðurinn að hlaupa og svo datt hann í runna og lá þar og var að vona að álfkonan hefði ekki séð hann detta, sem hún gerði ekki og fór því vonsvikin eitthvað sem skógar- höggsmaðurinn sá ekki fyrir runnanum sem hann lá í. Hann stóð upp og fann að hann hafði lent á einhverju hörðu og fór að gá. Þá var þar einhver kista. Skógarhöggsmanninum datt í hug að þetta væri gullkistan sem hann leitaði að. Hann lyfti kist- unni sem var blýþung og hann gat varla lyft henni en það tókst að lokum. Skógarhöggsmaðurinn opnaði kistuna og varð heldur en ekki glaður þegar hann sá allar gersemarnar. Hann lokaði kistunni og þá mundi hann eftir hringnum og tók hann úr vas- anum og lét hann á fingur sér. Síðan tók hann kistuna upp og fannst hún vera mikið léttari en áður. Hann fór aftúr til trébútanna og lét kistuna þar. Hann var alveg örmagna af þreytu og sofnaði brátt. Skógarhöggsmaðurinn vaknaði við það að tveir af hermönnum konungs voru að vekja hann og sögðust þeir hafa átt að ná í hann. Skógar- höggsmaðurinn sagði þeim nú alla söguna og sýndi þeim bútinn skrítna og sagði þeim frá rauða bjarmanum. Þá brutu hermennirnir utan af því sem var inni í bútnum og þá kom í Ijós að þetta var rúbíninn. Svo er að segja að skógarhöggsmaður- inn ungi varð konungur og lifði vel og lengi. íris Ósk Sighvatsdóttir 11 ára Getur þú stækkað myndina af risanum? Með því að teikna eins strik í stóra rammann og eru í þeim litla ætti það að takast. Þú getur líka auðveldað þér verkið með því að breyta myndunum í hnitakerfi og merkja línurnar. Til dæmis A-G á öðrum ásnum og 0-6 á hinum. Þegar snjóa leysir og frostið fer fara ánamaðkarnir á kreik. Þessi virðist eitthvað undrandi á svipinn og á erfitt með að finna bestu leiðina upp á yfirborðið. Það væri nú góðverk að aðstoða hann. Áttu góða sögu og mynd í fórum þínum? Ef svo er vildum við gjarnan fá ykkur dettur í hug á erindi í Barnakompuna. Skrifið og merkið bréfið slíkt sent. Barnakompan er síðan ykkar krakkar og þess vegna er um Barnakompan Þjóðviljanum, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. að gera að skrifa. Gátur, leikir, ykkar álit á barnaefni og yfirleitt allt sem 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.