Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 22
ævintýraleit annaðhvort að ýkja hann til að sýna óstyrk eða losa leikarann við samfellda og stöðuga sveiflu á handleggjunum. Egill stendur nú frammi fyrir því hvort hann vill fara að taka þessa prófessjón af fullri alvöru. Hann getur það, takist honum að fá fjölda smærri hlutverka til að treysta þanþol sitt og þjálfa fjölbreytileika sinn. En tök hans á þessu hlutverki lofa góðu um hann sem sviðsleikara. Á nokkuð að minnast á leikstjórann í þessum greinar- stúf? Gamall kollegi hans hefur nýlega á prenti lagt út af getuleysi gagnrýnenda almennt til að lýsa starfi leikstjóra. Því skal þetta sagt um leikstjórn Péturs Einars- sonar: Það er vandasamt að koma leikverki á svið sem ber í sér marga bresti, en lofsvert að starfa að því af tiltrú að þá megi yfirvinna. Enda uppsker hann sýningu sem lítur vel út, leiðbeinir leikendum rétta leið að settu marki, en líður að sama skapi og aðrir í sýningunni fyrir galla verksins. Valgeir verður að halda áfram, pæla meira, vinna betur. Þjóðleikhúsið á lof skilið fyrir að gefa honum þetta tæki- færi. Og vonandi verður hann traustsins betur verður næst. það starf legið í lágmæli. Þannig rak LR á liðnum vetri leiksmiðju með börnum og leikurum og ár- angur af því starfi er nú kominn á fjalirnar í gamla Iðnó. Olga Guð- rún ber ábyrgð á texta verksins og er nú horfin á fornar slóðir ævin- týra og álfa rétt eins og Benóný Ægisson í verðlaunaleik sínum sem LR sýnir í Borgarleikhúsi á komandi ári. Hin gömlu kynni gleymast ei. Þetta er ágætur ævintýraleikur hjá Olgu og samverkamönnum. Hér takast á gott og illt, án skýrra og afdrifaríkra einkenna, mein- lítill galdrakarl og góð álfaprins- essa og fær hún í lið með sér þrjá krakka í útilegu. Staður og stund er óklár, þetta eru ekki þjóðlegar týpur né erum við stödd á íslandi, heldur í landi og tíma ofan við okkur. Leiðarhnoð í leiknum er Geislaglóð, magnari fyrir kraft álfanna sem hlaða verður á hundrað ára fresti á heimsenda. Þegar galdrakarlinn kemst yfir Geislaglóð er allt í voða og hið illa nær yfirhöndinni. En krakk- arnir bjarga öllu með heppni og ráðsnilld. Og allt fer vel að lok- um. Margt í sýningunni lýtur sígild- um minnum ævintýra: forn móðir galdrakarlsins, hjálparkona hans sem er honum snjallari, tröll sem koma börnunum til hjálpar, gler sem brugðið er upp til að sjá í gegnum holt og hæðir, syngjandi tré og hrekkjóttar dísir. Börnin þrjú nýsloppin úr heimi barna- bókanna, hvert með sinni lyndis- einkunn. Fléttan er snoturlega undin og samtölin kátleg. Ásdís Skúladóttir sviðsetur leikinn með aðstoð og afskiptum Margrétar Árnadóttur. Henni er þröngur stakkur skorinn í mjóu sviðsopinu í Iðnó og teygir leikinn fram í sal. Sýningin er lit- rík en einföld í öllum formum, oft bregður fyrir snjöllum hugdett- um hjá Hlín Gunnarsdóttur í leikmyndinni. Þetta er sýning sem má leggja á hilluna og geyma í nokkur ár ef vill og taka þá upp aftur fyrir nýjar kynslóðir. Slíkir eru eiginleikar hennar og gæði. í leiknum er farinn vandratað- ur meðalvegur milli ýkju og raun- sæis. Hin mennsku börn mátu- lega kunnugleg og enn krakkaleg þótt leikararnir séu nokkuð yfir tvítugt. Galdrahyskið afkáralegt og talsvert einhæft í brögðum sín- um. Tröll, tré og kóngulær þjón- uðu sínu hlutverki. Mórallinn í þessari sýningu er elskulegur. Hér er ekki færst of mikið í fang, einungis ætlað að skapa lítinn leikinn ævintýraheim fyrir börn stutta dagsstund. Nokkurskonar geislaglóð sem vonandi magnar og viðheldur þeim galdri sem leikhús er börn- um sem og fullorðnum. Pálmi Gestsson í hlutverki sínu í Brestum. Leikfélag Reykjavíkur í Iðnó: Ferðin á heimsenda eftir Oigu Guð- rúnu Árnadóttur. Leikstjóri: Ásdís Skúladóttir. Leikmynd og búningar: Hlín Gunn- arsdóttir. Tónlist: Soffía Vagnsdóttir. Aðstoðarleikstjóri: Margrét Árna- dóttir. Lýsing: Lárus Björnsson og Egill Örn Árnason. Aðstoð við hreyfingar: Auður Bjarn- adóttir. Leikendur: Kjartan Bjargmundsson, Margrét Árnadóttir, Edda Björgvins- dóttir, Ása Hlín Svavarsdóttir, Stefán Sturia Sigrjónsson, Valgerður Dan Jónsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Arnheiður Ingi- mundardóttir, Ólöf Soebeck, Mar- grét Guðmundsdóttir, Arnheiður Kristján Franklín Magnúss, Sigrún Edda Björnsdóttir. Leikfélagið í Reykjavík hefur sárasjaldan sinnt yngsta áhorf- endahópnum í bænum með leiksýningum. Þessu hefur valdið húsnæðisskortur frekar en áhugaleysi. Um tíma var úr því bætt með sýningum í gamla íshús- inu í Tjarnargötu, en barnasýn- ingar LR hafa aldrei náð sömu fótfestu og sýningar Þjóðleik- húss. Leikfélagið hefur aftur unnið nokkuð á síðari árum með börnum á öðrum vettvangi, en Kjartan Bjargmundsson og Margrét Árnadóttir sem Hrappur og Skotta. Mynd Jim Smart. Þjóðleikhúsið sýnir á Litla sviðinu Bresti eftir Valgeir Skagfjörð. Leikstjóri: Pétur Einarsson. Leikmynd: Gunnar Bjarnason. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Tónlist og áhrifshljóð: Pétur Hjalte- sted. Leikendur: Egill Ólafsson, Pálmi Gestsson. Valgeir Skagfjörð hefur á skömmum tíma vakið athygli al- þjóðar fyrir leikrit sín. Á réttu ári hefur hann látið frá sér þrjú verk og síðast heilskvöldsverk sem frumflutt var í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöld. í kynningu á þessu verki hefur verið látið svo að það kanni reynsluheim karla, en það er ekki nema hálfur sann- leikur. Þetta stutta leikrit (flutt án hlés) er blanda af þriller og sálfræðilegu drama og það er vandi höfundar, leikstjóra, leikara og áhorfenda hvað verkið er óráðið og stefnulaust. Tónlist Péturs Hjaltested setur strax tóninn fyrir spennandi kvöld í leikhúsinu, úfir vindar og aðvífandi bflar fyrir hálfdimmu sviði: lúxusstofa í sumarbústað sem dygði meðalfjölskyldu sem heilsárshús. Maður kemur inn og svipast um líkt og eitthvað skuggalegt sé á sveimi. Það er að hefjast þriller. Nei, eftir að hann er kominn úr sturtu og búinn að skipta um föt kemur annar bfll og út stígur yngri bróðir, fullur og vitlaus. Þá hefst uppgjör milli kvalara og hins auðmýkta, yngri og eldri, menntaðs og fátæks. í lipurlega skrifuðum átökum er farið fljótt yfir sögu og tæpt á mörgum skúmaskotum sem áhorfandinn væntir að verði síðar stiklur að stærri átökum. En þá er tekinn breyttur kúrs. Leikurinn breytist í lokaatriði á þriller. Allt er yfirstaðið, ekkert eftir nema yfirhylming og synda- játning. Og svo er allt búið. Það er synd, jafn lipurlega og Valgeir skrifar samtöl í þessum leik, að hann skuli ekki hafa lagt meiri vinnu í fléttu og umfram allt ekki þreifað sig áfram að beinni niðurstöðum hvað hann vildi gera, hvað hann vildi sagt hafa. Um það verður engum kennt nema honum sjálfum. í leik hans erekki falin nein djúp sálarkrufn- ing á karlmannlegri vitund, rétt tæpt á nokkrum almennum ein- kennum, yfirborði. Á hinn bóg- inn er lagt af stað með forsögu, andstæður í tveim mótherjum, daðrað við andstæðar lífskoðan- ir, sem kunna að vera eins eða líkar þegar allt kemur til alis. Til koma drög að fléttu sem virðist vera lengi framanaf býsna efnileg en trosnarsíðan. Lengi læddist sá grunur að mér að ódæði og iðrun eldri bróðurins væri leikur til þess eins að hafa hinn yngri enn að leiksoppi í gráu gamni, leikurinn ætti eftir að taka eina kollveltuna enn. En af því varð ekki. Til- gangur Valgeirs var að sýna að þrátt fyrir andstæður og átök ganga menn saman þegar harðn- ar á dalnum. Fornir eiðar duga enn, strákar eru og verða strákar. En ótal brigð og brestir eru á þeirri niðurstöðu hans. Vitaskuld ber leikur þeirra fé- laganna merki textans þótt þeir sleppi reyndar frá ófullburða leikriti með furðu heilar per- sónur. Pálmi er slúbbert í hlut- verki Palla, þess yngri. Egill verður að spanna miklu meiri vídd í sínu hlutverki. Það er dá- lítið hringsól sem einkennir svið- setningu Péturs og skrifast enn á reikning skáldsins sem kann ekki að klæða orðræðuna átökum eða átökin orðræðu. Pálmi er undra sannfærandi lengi frameftir leiknum, já reyndar allt til enda. Persónan er svo frumstæð og sannfærandi sem slík. Egill á við stærri vanda að etja. Hann verð- ur fyrir það fyrsta að kasta af sér popphetjugervinu og fara að leika persónu. Hann ber sig vel, flytur textann afbragðsvel, hefur ágæta raddbeitingu og leikur þetta af skynsemi. Leikstjórinn átti reyndar að sjá til þess að hjálpa honum með handaburð. PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Blús með brestum Olivier Messiaen. Eftir ab eyrað stækkaði Fyrir viku voru stórmerkilegir tónleikar haldnir í Langholt- skirkju. Kammersveit Reykja- víkur flutti tónverkið „Frá gljúfr- unum til stjarnanna" eftir Messi- aen. Paul Zukovsky stjórnaði og það sér jafnvel hver asninn að mikill munur er að því mannsliði. Anna Guðný Guðmundsdóttir stóð sig eins og hetja við píanóið og Joseph Ognibene blés í horn af mikilli hind. Öll sú frammistaða var góð og merkileg, en hver er ég að ég setji línur á blað um þá hluti? Mundi vesalingur minn vita hvort vel er spilað svo erfitt verk úr okkar tíma ef honum væri ekki sagt það? Auðvitað ekki. Um hitt má reyna að skrifa nokkur orð: það var húsfyllir og allir voru svo innilega glaðir og upphafnir eitthvað. Og maður fór að velta fyrir sér örlögum tón- ÁRNI BERGMANN verka og mótttökuskilyrðum fyrir þau. Hvað hefði gerst fyrir til dæmis tuttugu árum ef reynt hefði verið að flytja þetta verk þá? Hefðu ekki færri komið, hefði ekki hrifningin verið dauf- legri miklu, hefði ekki drjúgur hópur stolist út í hléi ? Hvað hefur gerst? Er kannski búið að stækka eyrað á þjóðinni? Svo getur hver spurt sjálfan sig. Skyldi ekki mörgum hafa far- ið eins og þessum skriffinni hér? Einu sinni var hann að bisa við að hlusta á músík sem kennd var við nútíma og framúrstefnu og það var svo sannarlega meira af á- reynslu en unaði. En þó ekki væri hann fylginn sér í þeirri viðleitni þá er eins og hún skili sér alllöngu síðar. Maður fer að hafa gaman af, svo að notuð séu allrahvunn- dagslegustu orð. Ekki síst vegna þess að það er í rauninni önnur reynsla að hlusta t.d. á Messiaen en „þá gömlu". Að hlusta á klass- ík er að aka um vinsamlegar og kunnuglegar sveitir: man ég grænar grundir. En tónlist eins og sú sem Kammersveitin flutti í fyr- ri viku, hún er svo sannarlega reisa inn í hið ókunna. Þú ert djúpt snortinn, Messiaen er þannig, og um leið er aldrei að vita hvað gerist næst. Kaflaheitin í verkinu vísa á eyðimerkur, gljúfur, fuglasöng og fleira, en ég segi fyrir sjálfan mig: fyrr en varði hafði hugurinn losað sig við það prógramm allt. Einn kaflinn heitir kannski Óp stjörnunnar, tja hversvegna ekki „Öp bjöllunnar“ eða Ýlfrið í sléttuúlfinum? - munurinn raun- ar enginn er, segir Jónas.... 22 SÍBA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 3. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.