Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 23
Júlíana Sveinsdóttir: Frá Vestmannaeyjum Frá náttúrurómantík til módernisma Júlíana Sveinsdóttir: landslagsmál- verk í Listasafni íslands Á sýningu Listasafns íslands á 24 landslagsmálverkum Júlíönu Sveinsdóttur sjáum við hvernig landslagsmálverk hennar þróað- ist frá náttúrurómantík yfir í mó- dernisma, frá því að vera eftirlík- ing náttúrunnar yfir í það að verða miðill þar sem hinn ytri og innri veruleiki sameinast í ein- faldri og náttúrlegri tjáningu. Júlíana var fædd í Vestmanna- eyjum árið 1889 og á því 100 ára afmæli á þessu ári. Hún er einn af brautryðjendum íslenskrar mál- aralistar og mótaðist í upphafi af þeim rómantíska natúralisma, sem var einkennandi fyrir alda- mótakynslóðina íslensku. Hún lauk námi í Listaakademíunni í Kaupmannahöfn 1917, en kynntist síðan verkum Jóns Stef- ánssonar eins og sjá má í mál- verkunum frá 3. áratugnum, þar sem óbein áhrif frá Cezanne skína í gegn. Málverk Júlíönu verður þó fyrst persónulegt og sannfærandi þegar kemur fram á síðari hluta 5. áratugarins, þar sem viss grundvallarbreyting kemur smátt og smátt fram í við- horfi hennar til málverksins sem slíks. I stað þess að ganga að náttúrunni sem viðfangsefni, sem þurfi að endurskapa í mynd, verður landslagsmálverkið henni smátt og smátt miðill til afar per- sónulegrar íhugunar, þar sem hinn ytri veruleiki náttúrunnar verður ekki yfirgnæfandi, heldur er hann beygður undir vitund og tilfinningu málarans þannig að jafnvægi skapast á milli. Vitund málarans og viðfangsefni hans verða eitt í málverkinu þannig að myndin er ekki lengur vitnisburð- ÓLAFUR GÍSLASON ur um einsemd mannsins and- spænis náttúrunni, heldur sam- semd vitundarinnar með formum og litum náttúrunnar. Formin og 'litirnir í náttúrunni og vitundin um þá verða eitt og hið sama. Með þessari viðhorfsbreytingu sem við getum lesið úr verkum Júlíönu þróast list hennar jafn- framt frá náttúrurómantík alda- mótakynslóðarinnar yfir í mó- dernisma. Það er athyglisvert að sjá hvað heimabyggð Júlíönu í Vest- mannaeyjum hefur verið henni tamt viðfangsefni. Og eftir því sem hún nálgast Heimaklett meir í þessum myndum, þeim mun frjálsari verður hún í tjáningu sinni og um leið óhlutbundnari. Bergið með mógula birtu í klett- unum, grænar syllurnar og blátt hafið virðist allt sem hún þarf. Eftir áratuga dvöl í Danmörku eru það þessir klettar sem losa um pensilinn og gera henni kleift að finna sjálfa sig í málverkinu. Þau viðhorf voru lengi lífseig á íslandi að varla væri hægt að tala um málverk nema í því væri fjall. Svo yfirþyrmandi var landslagið í skilningi fslendinga á málaralist. Júlíana Sveinsdóttir er hluti af þessari þjóðlegu arfleifð, en hún hefur það fram yfir marga aðra landslagsmálara að yfirvinna hina flötu og hvimleiðu eftirlík- ingu fjallanna í málverkinu og skilja möguleika málverksins sem sjálfstæðs miðils. í því er verðleiki hennar sem málara fólginn. Það er hins vegar leitt að þetta tilefni skuli ekki betur nýtt til þess að sýna fleiri hliðar á þess- ari merku listakonu, bæði vefn- aði hennar og landslagsmyndum sem hún málaði frá Danmörku og víðar. Sýningin í Listasafninu verður opnuð nú á laugardag. Listasafn- ið er opið alla daga nema mánu- daga kl. 11-17. £ Q Góðir gestir frá London í lok þessa mánaðar gistir okk- ur frægur ballettflokkur frá Lundúnum, London City Ballet. Hann dansar í Þjóðleikhúsinu tvö kvöld, 31. mars og 1. apríl, og er miðasala þegar hafin. Harold King stofnaði þennan ballettflokk árið 1978 og er ennþá listrænn forstöðumaður hans. í upphafi var þetta lítill hópur ungra dansara sem hélt hádegis- sýningar í leikhúsi í Lundúnum, aðallega til að hafa eitthvað að gera. Ævi dansarans er stutt og illt að eyða henni í að bíða eftir verkefnum. En framinn var skjótur og á tíu ára afmælinu taldi flokkurinn þrjátíu dansara auk annars starfsfólks og var eftirsótt- ur um víða veröld. Flokkurinn er fyrst og fremst farandflokkur, ferðast með sýningar sínar um Bretland og til útlanda, en í Lundúnum sýnir hann í Sadler‘s Wells leikhúsinu. Á sýningunum í Þjóðleikhús- inu dansar flokkurinn atriði úr Hnotubrjótnum við tónlist Tsja- íkovskís, Celebrations við tónlist Verdis og Transfigured Night við tónlist eftir Schoenberg. Það var íslandsvinurinn John Quitter í stjórn ballettsins sem greiddi fyrir för hans hingað. SA Steinunn Sigurðardóttir Sá er munurinn Eitt af því sem við teljum okkur vita með vissu um ís- lendinga er hve margir þeir eru, eða öllu heldur, hve fáir. Að vísu er vinur minn einn með kenningu um að íslend- ingar séu mun fleiri en hingað til hefur verið álitið. Hann byggir kenninguna á rann- sókn sem hann tókst á hendur frá bækistöð sinni á bar einum í Broadway á laugardags- kvöldi þegar herskarar drukk- inna manna mæltra á íslenska tungu steymdu hjá og hann bar ekki kennsl á einn einasta. En þessi grein er ekki skrif- uð til að hrekja þá fullyrðingu að Islendingar séu kvart- miljón. Við teljum okkur vita hvað við erum mörg. En það sem við vitum ekki, er, hve margskipt við erum. Það er nefnilega af sem áður var að Islendingar væru næstum því allir sami lýðurinn. Nú er þessi lýður sundurhólfaður í ýmsum kössum og ekki fært milli þeirra á neinni árstíð. Lengst er á milli kassanna sem borgarfólkið og sveita- fólkið er í. Að minnsta kosti er næsta víst að flest Reykja- víkurfólk hefur litla innsýn í sveitalíf, og mun minni en það hafði fyrir nokkrum ára- tugum. Það rann upp fyrir mér, þótt ég eigi að heita vel kunnug í sveit frá gamalli tíð, kvöldið sem ég var á sam- komu í einni af uppsveitum Árnessýslu. Þetta var stjörnu- bjart góðviðriskvöld, en undanfarandi var snarvitlaust veður flesta daga vikum sam- an og meira og minna kol- ófært innan sveitar. Og það varð ljóst að borgarbúinn kom af fjöllum um daglegt líf í sveitinni. Kona, sem situr ein á búi sínu yfir vetrartímann var að ræða við sveitungana og sagðist hafa sett línu milli fjóss og bæjar, svo hún kæmist leiðar sinnar í verstu hryðjun- um. Þetta er vægast sagt fram- andi ferðamáti fyrir okkur í þéttbýlinu, en kom þó sveita- vönum ættingja mínum ekki á óvart. Hann vissi einmitt dæmi um bónda sem hafði komið sér upp svipuðum út- búnaði milli fjárhúss og bæjar, en af annarri ástæðu. Sá bóndi átti ekki gott með að komast um af því hann var blindur. Og það átti eftir að koma ennþá betur í ljós þegar ég ætlaði í bæinn morguninn eftir, að sveitin er annar heimur, þótt ekki sé nema rösklega klukkutíma akstur þangað úr bænum. Vind hafði sem sagt hreyft um nóttina, og eins og hendi væri veifað var orðið kolófært innan sveitar rétt einu sinni. Þetta var þó ekki vitað í upphafi ferðar og það var hægt að komast lang- leiðina að næsta bæ. En síðan ekki söguna meir. Þegar ann- að þraut var gripið til víga- legrar skóflu og stundaður snjómokstur með handafli nokkra hríð, eða þar til bónd- inn á næsturstað mínum kom á traktor og bjargaði málum með því að draga bflinn um þvera sveit, út á aðalveg. Fyrir þetta góðverk var ég afskap- lega þakklát og lét það í ljósi, en honum fannst nú ekki mikið til um þetta viðvik, enda væru svona atburðir dag- legt brauð í sveitinni. Því er ekki að neita að þessi ferð hefur breytt hugsunar- hætti mínum talsvert. Mér verður stundum hugsað til konunnar sem sér ein um sitt bú á veturna 'og má þakka fyrir að komast klakklaust til þess að mjólka. Ég ákvað sem sagt að láta ekki nokkurn lif- andi mann heyra það framar að ég kvartaði yfir því hlut- skipti að hanga alltaf ein heima við að semja þessa and- skotans pistla og jafnvel bækur þegar verst gegndi. Og prísaði mig sæla að mér væri það oftast í sjálfsvald sett hvort ég hrektist út í ófærðina, nema þá að ég þyrfti nauðsyn- lega að draga súkkulaðistykki í bú, eða þá bjórdós í bú, frá og með fyrsta mars 1989. Það er stundum sagt að í landinu búi tvær þjóðir, en það má mikið vera ef þær eru ekki enn fleiri. Svo virðist sem menn þekki nú orðið fáa eða enga nema þá sem eru ná- kvæmlega af þeirra eigin sauðahúsi hvað menntun og stöðu varðar. Til dæmis er vís- ast að mennta- og umsvifafólk sem ólst upp meðal alþýðunn- ar þekki enga lengur úr sinni upprunalegu stétt, nema þá ef vera skyldi aldraða ættingja. Og ekki þekkir verkalýðurinn menntafólkið, né mennta- fólkið bissnissfólkið. Kannski eru læknar og hjúkrunarkon- ur einu stéttirnar í landinu sem þekkja þverskurðinn af þjóðinni, og hugsanlega lög- fræðingar, af því lögin og heilsan spyrja ekki um stétt. Það sem er kannski alvar- legast í þessari þróun er að fátækt fólk á Islandi hefur ein- angrast. Fyrir nokkrum ára- tugum var fátækt algengt ástand, og menn héldu saman í fátækt sinni. Nú eru færri fá- tækir og þeir hafa einangrast í fátæktinni, enda er hún orðin að feimnismáli. Þetta fólk á sér ekki góða málsvara og það er ein ástæðan til þess að fátt segir af því. Ég vil leyfa mér að halda því fram að íslendingar séu fáfróðir um lifnaðarhætti og lífsskilyrði sinna fáu sam- landa, annarra en þeirra sem lifa nákvæmlega eins lífi og sá hópur sem viðkomandi til- heyrir. Þeir sem halda því fram að ísland sé stéttlaust land eru gott dæmi um það nærsýna fólk sem sér ékki lengra en fram á sinn eigin nefbrodd. Þegar þeir nefna svo til samanburðar að í öðr- um löndum sé raunverulegur stéttamunur, sem ekki sé fyrir hendi á íslandi, þá fara þeir villir vegar. Stéttaskipting á Islandi er að vísu annars kon- ar en sú hefðbundna og alda- gamla stéttaskipting, sem rík- ir á Englandi til dæmis, en það er stéttaskipting á íslandi engu að síður. Sá er munur- inn, að hún er íslenskrar ætt- ar, tiltölulega ný af nálinni í flestum greinum, og er enn í mótun. Föstudagur 3. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.