Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 25
HEIMIR PÉTURSSON The Band Of Holy Joy hélt dundurtónleika i Tunglinu þann 12. febrúar. Nýtt Helgarblað hitti þá Jub bassaleikara (lengst til vinstri). Bill trommuleikara og Alf dragspilsleikara daginn fyrir tonleikana. Mynd: Jim Smart rafmagnsleysi Breska hljómsveitin The Band Of Holy Joy hélt aldeilis frábæra tónleika í Tunglinu þann 12. fe- brúar. Seinnipart sunnudagsins leit ekki út fyrir að af tónleikun- um gæti orðið. Hávaðarok og snjókoma bugaði virkjanir lands- ins um fimmleytið og landið varð allt meira og minna rafmagns- laust. Tónleikarnir áttu að hefj- ast með leik Risaeðlunnar klukk- an 22 en af því gat ekki orðið þar sem rafmagnið kom ekki aftur á fyrr en um það leyti. Nýtt Helgarblað hélt á vit Hinnar heilögu gleði daginn fyrir tónleikana og mætti þremur með- limum hljómsveitarinnar ný- skriðnum úr bælinu. Þetta voru Alf dragspilsleikari, Bill trommuleikari og Jub bassa- leikari, sem var svo hógvær að hann varð ekki numinn á segul- band. Nafninu stoliö Ég byrjaði á því að spyrja þá út í nafnið á hljómsveitinni og þeir sögðust halda að Johny, söngvari og textasmiður hljómsveitarinn- ar, hefði stolið því frá annarri hljómsveit sem hét „The Band Of Joy“. Hljómsveit hinnar heilögu gleði gefur manni líka þá hug- mynd að hér séu á ferðinni menn með íturvaxinn boðskap. Er það rétt? Bill: Við erum nokkuð mór- alskir, held ég (ha,ha), en við erum ekki að flytja neinn trúar- boðskap eða eitthvað þessháttar. Alf: Nafnið stendur meira fyrir þá ástríðu sem tónlistin er okkur, tónlistin er okkur öllum heiiög, en það hefur ekkert með trúar- brögð að gera. Við spilum glað- væra tónlist en textarnir draga oftast upp dökkar myndir, þann- ig að það er ákveðin írónía í nafn- inu líka. Það hafa til dæmis marg- ir sagt við okkur að tónlistin á nýju plötunni sé græðandi. Textarnir á nýju plötunni, „Manic, Magic, Majestic", byggja á reynslu Johnys og okkar allra á því að búa í London. Tón- listin nálgast það að vera barna- Ieg en til mótvægis koma síðan þessir dökku textar. Bill segir að lögin verði þannig til að Johny komi með hugmynd að texta, einhverja sögu sem þeir síðan semji lag utan um. Sögurn- ar eigi sér margar hverjar stoðir í lífi Johnys sjálfs, stundum gangi hlutirnir ekki alveg upp hjá hon- um og hann viti ekki í hvorn fót- inn hann eigi að stíga. „Textarnir eru meira og minna það sem Jo- hny er að hugsa,“ segir Bill. En ef þessir drungalegu textar byggja á lífsreynslu þeirra félaga getur varla verið að þeir komi úr „besta" hverfi Lundúnaborgar? Alf: Meirihluti hljómsveitar- innar kemur frá New Cross sem er hverfi sem hefur ekki upp neitt að bjóða. Bill: Og þarna urðu fyrstu tón- ar Hinnar eilögu gleði til í einu herbergi með örfáum hljóðfær- um. Við búum ekki við neina fá- NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25 tækt í dag þó við séum heldur ekki ríkir. En sumir hafa þær ranghugmyndir að við komum úr ræsinu, séum einhverjir óróa- seggir úr ræsinu... Alf: En meirihluti íbúa Lund- únaborgar kemur úr ræsinu, er það ekki? spyr Alf félaga sína sakleysið uppmálað. Á fólk sér þá enga von í textum Johnys? Bill: Stundum er það þannig en margir textanna fela í sér mikla von. Alf: Textarnir fjalla um venju- legt fólk, líf venjulegs fólks, en þeir eru settir fram á sérstakan hátt. Johny minnir mig oft á skáldið Dylan Thomas, hann dregur upp mjög sterkar myndir út frá einhverju venjulegu og ein- földu. Þar sem Johny býr getur fólk átt von á því að vera hent út úr íbúðinni sinni hvenær sem er, og ástandið þar og pólitíkin í Bret- landi almennt er ekki svo ólík því sem var á fyrstu áratugum þessar- ar aldar. Það er erfitt að búa í London, offjölgunin er mikil og það er mjög erfitt að finna sér húsnæði. Á sama tíma er til svo ríkt fólk þar, sem braskar á verðbréfamörkuðum, að við get- um ekki einu sinni gert okkur í hugarlund hvað það er ríkt. Andstæðurnar eru rosalegar. Fólk á flótta En ef ástandið er eins og þið lýsið því, hvers vegna er þá svona mikið af hljómsveitum sem hafa engan boðskap fram að fœra og enga gagnrýni á þjóðfélagið held- ur? Og hvers vegna eru þœrsvona vinsœlar? Alf: Hver heldur þú að sé skýr- ingin? segir Alf og beinir spurn- ingunni til mín, en ég kem mér undan því að svara (enda ekki verið að taka viðtal við mig). Bill: Ég held að fólk vilji ekki heyra lög sem fjalla um raunveru- leikann, þvert á móti vill það heyra lög sem hjálpar því að flýja raunveruleikann. Alf: Á áttunda áratugnum sungu margar pönkhljómsveitir um þann veruleika sem við erum að fjalla um og kannski hefur fólk fengið of mikið af því góða þá. Bill: Þegar fólk heyrir þessi dæmigerðu lög um ástina, frá- bært líf og fallegar ljóskur hugsar það: „Svona á lífið að vera, rúm fullt af rósum.“ Þetta er lífsflótti að mínu mati. Þeir sem semja tónlist eiga að vera heiðarlegir og færa fólki ákveðinn sannleik með tónlistinni og það er alveg hægt að gera það með jákvæðum hætti. Alf: Poppararnir í dag gegna svipuðu hlutverki og Hollywood- leikararnir á fjórða áratugnum, þegar líf stjarnanna hjálpaði fólki til að gleyma hversdagsleikanum í miðri kreppunni. Ástandið er þannig í Bretlandi núna að meira segja þeir sem eiga enga peninga lifa í þeirri staðföstu trú að þeir muni komast yfir þá og komast áfram í ltfinu. Allir ætla að verða ríkir. Bill: Og poppiðnaðurinn er draumaverksmiðja sem ýtir undir þetta með framleiðslu á tónlist sem segir frá fólki sem er ham- ingjusamt vegna þess að það á nóg af peningum, falleg hús og bfla. En í raun og veru er verið að gefa fólki langt nef með þessu en það vill ekki sjá það. Okkar tón- list kemur ef til vill of mikið við kvikuna í fólki og kannski kemur það í veg fyrir það að við náum vinsældum. En við viljum frekar vera heiðarlegir og reynum að vera það. Pið notið ekki mikið þau hljóð- fœri sem venjulega eru notuð í rokktónlist, hvers vegna? Alf: Hljóðfærin verða stöðugt venjulegri. Við hittum mann á bar hér í Reykjavík í gærkvöldi sem sagðist hafa séð okkur í sjón- varpinu og að við notuðum harm- onikku og slík hljóðfæri. „Þið hljótið því að spila gamla tón- list,“ sagði hann. Bill: Þegar ég kynntist Johny vorum við báðir sammála um það að við myndum aldrei ná fram þeirri tónlist sem við vildum með hefðbundnum rokkhljóðfærum eins og gítar. Okkur fannst þau leiðinleg og einhæf, það er alltaf hægt að segja fyrir um hvers kon- ar kafli kemur næst. Við höfðum verið í pönkhljómsveitum og fannst við ekki geta víkkað þann stfl neitt frekar. Alf: Gítar er mjög opið hljóð- færi en hann hefur sín takmörk. Bill: Við notum allt sem okkur dettur í hug, bæði hvað varðar hljóðfæri og útsetningar. Fyrst reyndum við að vera bassalausir en ég þoldi það ekki og sagði Jo- hny að andskotast til að finna bassaleikara. Kontrabassinn býður líka upp á allt aðra mögu- leika en rafbassinn. Tónlist og tækni Hvers konar tónlist spilar Hin heilaga gleði? Alf er gjarn á að spyrja til baka og nú spyr hann hvað mér finnist. Ég svara því til að mér finnist tón- list þeirra meira „evrópsk" en bresk og ekki svo þjóðlagaleg eins og margir haldi fram. Hann segist vera sammála þessu enda eigi hljómsveitin fleiri aðdáendur í mið-Evrópu en annarsstaðar. Sjálfur segist hann mikið hafa spáð í ungverska tónlist og flam- ingótónlist. Bill: Lennon & McCartney gerðu frábær lög sem voru ein- föld og ön tekin upp á fjórar rásir. Þó ég sé ekki að jafna okkur við þá, eru lög okkar einföld og við reynum að nota tæknina sem minnst. Nú er tæknin orðin svo mikil að það getur tekið hljóm- sveitir marga daga og jafnvel vik- ur að finna rétta hljóminn í hljóð- verum. Við notum að vísu tölvu til að skrifa inn hugmyndirnar en það er bara vegna þess að við kunnum ekki að skrifa nótur, ef við kynnum það þyrftum við ekki á tölvunni að halda. Nýja platan heitir „Manic, Magic, Majestic", er þetta góður merkimiði á tónlist ykkar? Alf: Heilög gleði spannar þetta allt. Á tónleikum er tónlist okkar stundum brjálæðiskennd, stund- um göldrótt og stundum tignar- leg. Þetta er í raun allt sprottið úr heilabúi Johnys og hann hefur furðulegt heilabú. Er Johny „leiðtogi“ hljóm- sveitarinnar að ykkar mati? Bill: Hljómsveitin- er upphaf- lega hans og hann skrifar alla textana. Sem forsöngvari er hann augljóslega „andlit“ hljóm- sveitarinnar. Persónulega lít ég mjög upp til hans, hann stjórnar hljómsveitinni ekki eins og ein- ræðisherra og er mjög opinn per- sónuleiki. Hljómsveitin er meira og minna hans. Alf: Ég hefði aldrei gengið til liðs við Hina heilögu gleði ef ég hefði ekki hrifist af verkum Jo- hnys. Ég sá hljómsveitina fyrst í litlum klúbbi í Soho og það fyrsta sem ég hugsaði var „hvernig komast þau upp með þetta“. En gestirnir í klúbbnum voru af allt öðru sauðahúsi en þau. Tónlistin hljómaði fyrst sem al- gert rugl, hrærigrautur. En ég kom aftur til að hlusta á þau eftir viku og hélt að ég væri að verða vitlaus líka, vegna þess að ég var farinn að hrífast af tónlistinni. Hljómsveit hinnar heilögu gleði er eina hljómsveitin sem ég hefði gengið til liðs við. Ég treysti Jo- hny og er líka sammála því sem hann er að tala um í textunum. Hvort hann er síðan einhver „leiðtogi" fer eftir ýmsu, við erum öll sterkir persónuleikar. Venjulega þurfa íslendingar að hafa mikið jyrir því að fá hingað erlendar hljómsveitir, sérstaklega frœgar hljómsveitir eins og U2 til dœmis. Þið voruð hins vegar mjög viljugir til að koma, hvers vegna? Bill: Hljómsveitir eins og U2 eru langt frá öllum raunveruleika venjulegs fólks og þær hugsa að- allega um peninga. Alf: Mig hefur langað til að koma hingað í mörg ár og þessir örfáu klukkutímar sem ég hef verið hérna hafa verið frábærir, við munum setjast hér að. Ég elska veðrið. Hér varð spjallinu að ljúka þar sem vinir hljómsveitarinnar ætl- uðu að fara með þá í bfltúr um borgina áður en þeir áttu að mæta í útsendingu hjá Rás 2. Eftirvænt- ingin leyndi sér ekki í andliti Alfs en ég hugsaði til þess með hryll- ingi að fara út í frostið og rokið. „Tjallinn er tjúll“, hugsaði ég eins og Steinríkur bautasteins- gerðarmaður frá GalHti. Þeir Alf, Bill og Jttb sögðust lofa góðum tónleikumiog undir- ritaður getur staðfestatð við það stóðu þeir. fij, -hmp Langi Seli & Bless S.H. Draumur er liðin tíð en Bless er tekin við. Hér er Gunnar í góð- um fíling með Draumnum sáluga. Til hægri er „Langi Seli" sjálfur í annars konar sveiflu en góðum fíling líka. Mynd: Sig. Langi Seli og Skuggarnir stíga út úr forsælunni og halda tónleika í Casablanca í kvöld klukkan 24. Á þessum tónleikum mun Langi Seli kynna lög af væntanlegri hljómplötu, Breiðholtsbúgí, og vafalítið koma við í bflskúrnum. Tónleikar næstu viku verða einnig í Casablanca, fimmtu- daginn 9. mars. Þá verða gestir staðarins blessaðir í bak og fyrir af einstaklega hógværum, blíð- lyndum, skörpum og umburðar- lyndum kardinálum þess mann- safnaðar sem kallar sig opinber- lega Bless. Ungir og frískir af- komendur víkinga í Breiðholti, Vesturbæ, Vogum, Heimum og öðrum kimum borgarinnar ættu að láta sig hafa það að bregða sér af bæ og hljóta blessun þessa, því fátt á betur við en rokk gegn kulda. Utanbæjarfólki skal bent á að rútur og flugvélar fara reglulega strjálar ferðir til höfuðborgarinn- ar á meðan enn er fullkomin ó- regla á óveðrinu. Strætisvagnar Reykjavíkur ganga á meðan birgðir endast. Bless. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.