Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 27
KYNLIF JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓniR Smokkasiðgæði i En þaö er ekki C rigning úti.. Það sem skiptir einna mestu máli í forvörnum gegn alnæmi og öðrum kynsjúkdómum er notkun smokka (fyrir utan algjört skír- lífi). Frjópokinn er ekki bara ágætis kynsjúkdómafæla heldur líka ein besta og þægilegasta getnaðarvörnin - sérstaklega fyrir ungt fólk. Liggur því ekki beinast við að reyna að hafa þau áhrif að viðhorf verði ögn já- kvæðari til smokksins? Smokka- plakötin frægu gerðu sitt gagn - a.m.k. í þá veru að jafnvel ráð- herrar þurfi stundum á slíku að halda - já, að þeir séu mannlegir þrátt fyrir allt! Að beita meðvitað skopi í kynfræðslu er afar jákvætt að mínu mati en sérstaklega ef húmornum er fylgt eftir með staðreyndum. Tvöfalt siðgæði Til að smokkanotkun verði sjálfsagt mál verður báðum kynj- unum að finnast það eðlilegt að kaupa smokka. I vetur hef ég spurt bæði grunnskóla- og menntaskólanema að því hvort viðhorf séu eins til stelpna sem eru með smokk á sér og stráka sem eru með smokk á sér. Svör flestra voru einróma á þann hátt að það er litið upp til hans - hann er töff, og ábyrgur en það er litið niður á hana - hvað þykist hún vera - er hún að sofa hjá öllum eða hvað?! Hið tvöfalda siðgæði er sprelllifandi enn í dag þrátt fyrir allt. Það sem er alltílagi fyrir annað kynið að gera má hitt kyn- ið ekki. Við erum ekki enn búin að fatta hvað við eigum sameigin- legt en erum sífellt að tönglast á muninum á kynjunum. Kynhlut- verk eru tvenns konar - líffræði- leg og félagsleg. Líffræðilegt hlutverk karlmanns er að fram- leiða sæði en kvenmanns að framleiða egg, hafa blæðingar, ganga með börnin og fæða þau. Sameiginlega bera þau ábyrgð á því hvort getnaður verður eða ekki, hafi þau samfarir. Sam- eiginleg eiga þau einnig að bera kostnað af getnaðarvörnum hvort sem um smokka, pilluna eða aðrar getnaðarvarnir er að ræða. Að ætla bara að leyfa strák- um að kaupa smokkinn styður ekki undir ábyrgðarkennd stelpna. Það er alltílagi ef stelpur kaupa smokkinn og hafa hann á sér. Hingað til hefur félagslegt kynhlutverk kvenna bara ekki leyft það. En með félagslegum kynhlutverkum er átt við það hvernig strákar/karlar og stelpur/ konur eiga að haga sér, hugsa eða upplifa vegna kynferðis síns. Að þetta sé karlmannlegt og hitt sé kvenlegt eru forskriftir félagslegu kynhlutverkanna. í raun og veru hafa slíkar forskriftir gert lítið annað gagn en að hefta einstak- linga í að verða heilsteyptir per- sónuleikar. Viðkvæmni er til dæmis engin einkaupplifun kvenna né ákveðni einkaeigin- leiki karlmanna. Reynsluheimur karla Við höfum flestöll heyrt klisj- una um að það að nota smokk sé eins og að borða „karamellu með bréfi“, „fara í bað í regngalla" eða eins og að fróa sér með gúm- míhönskum. Þetta er greinilega ekki nógu gott og við getum ekki afneitað reynsluheimi karlmanna algjörlega í þeim efnum. Hjá sumum strákum deyfir þetta næmni tippisins í samförunum. Þetta er ekki að öllu leyti slæmt því þeir sem eru fljótir að fá það og vildu geta verið lengur að ættu að prufa einhverja þykka smokk- ategund. Þetta er skammtíma- lausn viö of bráðu sáðláti en gæti samt hjálpað í vægum tilfellum. En fyrrir þá sem þrjóskast við að nota smokkinn og nota kara- mellulíkinguna sem afsökun þá er ýmislegt hægt að gera til að auka næmnina. í dag eru fram- leiddir örþunnir en sterkir smokkar og sumir eru líka lim- laga þ.e.a.s. skraddarasniðnir smokkar í stað ólögulegs poka áður. Einnig er ráð að setja dropa af munnvatni eða rakasmyrsli s.s. K-Y rakasmyrsli ofaní smokkinn að þeim hluta sem mun snúa að kóngnum. Tilfinningin verður þá öllu blautlegri og eðliiegri. f dag er það semsagt engin afsökun að nota ekki smokkinn. Enda sagði kennari minn einu sinni við stelpu sem bað um ráð af því að strákurinn vildi ekki nota smokk- inn: „Segðu honum bara að þú getir haldið í höndina á honum á meðan hann fróar sér með hinni!“ Valerí Ivanstjúk ný skákstjama Sovétmanna Balasjof sigraði á Fjarkamótinu Sovéska stórmeistaranum Jurí Balasjof tókst að halda forystu sinni á Fjarkamótinu alveg út og stóð því uppi sem sigurvegari. Hann varð að gera svo vel að sigra Jonathan Tisdall í síðustu umferð og gerði það af miklu ör- yggi. Balasjof hlaut 9Vi vinning úr 13 skákum sem er afbragðs ár- angur. Þessi sigur hans er nokkur uppreisn frá alþjóðlega mótinu 1984 en þar gerði hann jafntefli við Benóný Benediktsson í 1. umferð eftir óvænta hrókfórn Benónýs „og varð að algjöru grænmeti", eins og bandaríski stórmeistarinn Larry Christian- sen orðaði það. Það var ekki í fyrsta sinn sem Benóný setti strik í reikninginn hjá þekktum stórmeistara. Hann gerði jafntefli við Júgóslavann Milan Matulovic árið 1970. Þá skein frægðarsól Júgóslavans hátt en jafnteflið hafi dularfull áhrif á hann. Það var ekki nóg með að taflmennsku hans hrakaði veru- lega heldur fóru undarlegir at- burðir að gerast í hans persónu- lega lífi; hann komst í kast við lögin, var settur í steininn og varð hinn undarlegasti og þótti víst smáskrítinn fyrir. Balasjof er betur gerður. Hann var ásamt Karpov efnilegasti full- trúi ungu skákmannanna sovésku í upphafi sjöunda áratugarins og hefur alltaf notið virðingar sem skákmaður og fræðimaður. Jafn- tefli við Benóný orkaði ekki vel á hann, hann lenti í mikilli lægð en hefur kannski verið leystur úr álögum með þessum árangri. Balasjov átti í mestri keppni við undirritaðan og Margeir Pét- ursson um efsta sætið en lokanið- urstaðan varð þessi: 1. Blasjov (Sovétr.) 9Vi v. 2. Margeir Pétursson 9 v. 3. Helgi Ólafsson 8'/2 v. 4. Eingorn (So- vétr.) og Jón L. Árnason 8 v. 6.-8. Þröstur Þórhallsson, Tisdall (Noregi) og Karl Þorsteins 6Vi v. 9.-10. Hannes Hlífar Stefánsson og Watson (Englandi) 6 v. 11. Hodgson (Englandi) 5'/2 v. 12. Sigurður Daði Sigfússon 5 v. 13.- 14. Björgvin Jónsson og Sævar Bjarnason 3. v. Fram hefur komið að mótið var hugsað sem tækifæri fyrir ungu skákmennina til að öðlast reynslu og jafnvel titiláfanga. •* Það síðara var ógjörlegt. Til þess var mótið of sterkt. Þeir eru margir reynslunni ríkari. Sigurð- ur Daði Sigfússon kom mest á óvart. Hann tefldi af hörku í öllum skákum sínum. Þröstur Þórhallsson barðist best af hin- um. Skákmeistari Reykjavíkur, Sævar Bjarnason brotnaði alger- lega við það að tapa fyrir Balasjof og Björgvin Jónsson virkaði of strekktur. Skákmótið fór vel fram undir stjórn þeirra Ólafs Ásgrímssonar og Arnold Eikr- em. Það var í heild vel skipulagt ef undan er skilin síðasta umferð en aðstæður þá voru slakar. í fyrsta lagi ættu allar umferðir að hefjast á sama tíma óg hin mikil- SKÁK HELGI ÓLAFSSON Valerí Ivanstjúk við taflið í Saloniki. væga iokaumferð einnig. Hún hófst kl. 13 sem er of snemmt miðað við aðrar umferðir sem hófust kl. 17. Þá var mótið flutt í Víkingasal og teflt við sterkt sól- arljósið sem gerði margsvíslega skugga á taflborðið. Dræm að- sókn áhorfenda á mótinu er hins- vegar krafa um mun sterkari mót í Reykjavíkurborg. I vanstjúk—Hin nýja stjarna Sovét- manna Jóhann Hjartarson hefur átt erfitt uppdráttar á skákmótinu í Linares þrátt fyrir góða byrjun. Hann hlaut 3 vinninga úr fjórum fyrstu umferðunum en tapaði síð- an fyrir Karpov, Portisch og Lju- bojevic og á erfiða biðskák gegn Ivanstjúk úr 9. umferð. Allra augu beinast að hinum 19 ára Ivantsjúk sem er nú í efsta sæti með 5V2 v. úr 7 skákum og með þessa biðskák gegn Jóhanni. Karpov er Vi vinningi á eftir með hagstæða biðskák gegn Portisch en þessir áttu að tefla í gærkvöldi. Júgóslavinn Ljubojevic er í 3. sæti með 4 Vi vinning úr 7 skákum ogábiðskák. Síðan kemur Jusup- ov með 4 v. af 8 og biðskák. Ivanstjúk er mesti hæfileika- piltur sem fram hefur komið í So- vét hin síðari ár. Hann virðist hafa þróað hæfileika svo að segja upp á eigin spýtur, kemur frá ein- hverju þorpskrfli í Úkraínu og er greinilega laus við uppeldi so- véska skákskólans, sem furðu oft getur af sér sprenglærða en lit- lausa skákmenn. Hann mun af- huga öllu öðru en því sem lýtur að skák og er all einkennilegur í háttum. Á Ólympíumótinu í Sal- oniki mátti stundum sjá hann taka stutta spretti mikla leikja úti fyrir og sogaði síðan að sér með tilþrifum hið mengaða andrúms- loft þessarar borgar. Hann átti það til að fórna höndum yrði hon- um á hin minnsta yfirsjón. Skák- stfll hans er talsvert pönkaður og það gerir skákir hans skemmti- legar á að horfa. Lítum á dæmi frá Linares hvar hann mætir Al- exander mikla, eins og Beljavskí er stundum kallaður af kollegum sínum: Alexander Beljavskí - Valeri Ivantsjúk Spænskur ieikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Bc5 (Sjaldséður leikur nú til dags en í eina tíð talsvert í metum hjá Spasskí og Bobby Fisher). 4. c3 Rf6 5. d4 Bb6 6. Rxe5 (Talinn fremur hæpinn leikur. Betra þykir 6. De2). 6. .. Rxe5 8. Dg4 Bxf2+ 7. dxe5 Rxe4 9. Ke2? (Þessi leikur fær spurningar- merki í Alfræðiorðabókinni ECO. Kaflinn er skrifaður af Keres og Friðriki Ólafssyni (sennilega hefur Friðrik tekið yfir verkið að Keres látnum). Betra er talið 9. Kdl.) 9. .. Db4! 10. Dxg7 Hf8 11. Rd2 (ECO gefur 11. Bh6 svo þetta er nýjung.) 11. ..Bc5 14. Hel Db6 12. Rf3 Df2+ 15. Hxe4 Dxb5 13. Kdl Be7 16. c4 (Þó svartur hafi ekki náð að skipta liði sínu fram eru mögu- leikar hans betri. Kóngsstaða hans er traustari og hann ræður yfir hvítu reitunum.) 16. .. Dc6 18. exd6 Dxd6+ 17. Dxh7 d5! 19. Hd4 Db6 20. De4 Hg8 (Beljavskí hefur sannarlega verið frá sínu besta í þessu móti og besti leikur hans er gott dæmi um slíka taflmennsku hans. Best er hér 20. Bg5 með tvísýnni stöðu.) 21. Be3?Dxb2 22. Hbl Dxg2 (Honum verður ekki meint af þessum peðum og hefur stórbætt HfS Dfl + 23. Hb5 Bg4. 25_ Rc2 De2+ Föstudagur 3. mars 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.