Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 03.03.1989, Blaðsíða 29
GESTUR GUÐMUNDSSON MEÐ GESTS AUGUM Kjarasamningar og félagslegar umbætur Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort það sé með ráðum gert hjá stjórnvöldum að láta af- nám verðstöðvunar bera upp á sama dag og bjórinn er aftur leyfður í landinu, hvort við eigum að skola verðhækkunum niður með bjórnum og kenna aukinni áfengisneyslu um að enn minnkar í buddunni. Önnur eins sálar- fræði hefur stundum búið í því kjararáni sem nefnt er efna- hagsráðstafanir. Hver og einn ákveður hvort hann drekkur bjór, en viljinn er afskaplega lítið frjáls þegar kem- ur að verðhækkunum. Við verð- um áfram að borga okkar hita- veitu og aðrar nauðsynjar. Ef við gleymum okkur ekki við bjór- drykkju höfum við þó möguleika á að sækj a þessar hækkanir aftur í pyngju atvinnurekenda með launahækkunum, en um miðjan mánuðinn fá íslenskir launamenn aftur þau mannréttindi að geta samið um kaup sitt. Við fyrstu sýn virðist sem ís- lenskir launamenn geti einungis valið á milli pestar og kóleru í þessum samningum. Annað hvort staðfesti þeir þá launa- skerðingu sem orðið hefur og taki jafnvel á sig frekari skerðingu eða þeir setji af stað nýja verð- bólguöldu með því að endur- heimta kjörin frá síðasta ári. Þar með verði ríkisstjórnin knúin til nýrra kjaralækkandi aðgerða eða hún hrökklast jafnvel frá og við tekur ný hægri stjórn sem hikar hvergi við kjaraskerðinguna. Ýmsir hafa bent á það einstigi milli þessara ófrýnilegu valkosta að með samræmdum kjarasamn- ingum og félagslegum aðgerðum verði hægt að ná kjarabótum fyrir láglaunafólk en hálaunafólk verði að þola verðhækkanir bóta- laust. Hins vegar hafa margir tak- markaða trú á því að þetta ein- stigi sé fært og benda á langa reynslu af því að launahækkanir skila sér ævinlega betur til þeirra hærra launuðu. Með eins konar vinstri stjórn við stjórnvölinn er hægt að gera sér vonir um að ríkisvald og launþegasamtök geti orðið sæmi- lega sammála um það hvaða leið á að fara í kjarasamningum. Þess- ir aðilar ættu að geta orðið sam- mála um að skilgreina þann vanda sem við er að etja. Þar ber hæst að samfélagsþróun undan- farinna ára hefur skapað hér lág- launahóp sem í reynd býr við fá- tæktarkjör. Hér er um að ræða ófaglært fólk ýmist hjá ríki eða einkaatvinnurekendum. Það hef- ur ekki möguleika á mikilli yfir- vinnu eða yfirborgunum vegna ómegðar, heilsuleysis eða aldurs. Fæst þetta fólk hefur efni á að eiga eigið húsnæði heldur hrekst það oft á milli leiguíbúða en reynir jafnvel að festa sér hús- næði, oft með hörmulegum af- leiðingum. Vegna Iágra launa hefur þetta fólk ekki möguleika á því að lifa mannsæmandi lífi. Börn þess taka fátæktina í arf og verða oft fórnarlömb félagslegra vandamála. Áætla má að íslenski láglaunahópurinn nemi um fjórð- ungi eða fimmtungi þjóðarinnar. I íslenska velferðarþjóðfé- laginu hefur skaj>ast vítahringur fátæktar sem er 'á margan hátt verri en meðal fyrri kynslóða, ekki síst vegna þess að hann bitn- ar á minnihluta þegnanna. Þessi vítahringur er ekki einungis þungbær þeim sem í honum lenda heldur er hann samfélaginu dýr. Kostnaðurinn kemur ekki síst fram í félagslegum vandamálum, sjúkrahúsdvöl og aukinni fram- færslubyrði hins opinbera. Slíkur kostnaður vegna fátæktar í samfélaginu er sennilega meiri en það sem sparast fjármagni og ríki í launum, a.m.k. sé litið til lengri tíma. Vandamál þess hóps sem er rétt ofan við fátæktarmörk nú- tímans er fyrst og fremst vinnu- álag. Meginmarkmið komandi kjarasaqininga hlýtur að vera að létta á vinnuálagi hjá meginþorra þjóðarinnar og rjúfa þann víta- hring fátæktar sem stór minni- hlutahópur er flæktur í. Á vissan hátt er lag til þess. Minnkandi þensla í samfélaginu vinnur gegn því að hækkanir á lægri kauptöxt- um breiðist út og auki á yfirborg- anir. Þannig getur það talist raun- hæft markmið í kjarasamningun- um að ákveðin verði lágmarks- laun á bilinu 50-60 þúsund en að við ákvörðun kauptaxta verði viðmiðunin sú að yfirvinna hverfi inn í dagvinnuna og greiðslur fyrir hana um leið. Með þessu móti væri hægt að hækka lægri og meðal kauptaxta um allt að 20%. Atvinnurekendum verður þannig hlíft við kostnaðarhækkunum vegna launahækkana, ef þeir sjá til þess að afköstum sem áður var náð á 9-10 tímum verði náð á 8 tímum. Alþjóðlegar vinnurann- sóknir benda til þess að þetta sé hægt í nánast öllum tilvikum, og sama reynsla fékkst af yfirvinnu- banninu forðum. Það er líka tími til kominn að íslenskir atvinnu- rekendur og stjórnendur þeirra vinni fyrir kaupinu sínu. Líkur eru á því að slík aðgerð geti tekist vegna þess samdráttar sem er í atvinnulífi landsmanna. Jafnframt þyrftu komandi kjara- samningar að marka upphaf lang- tíma aðgerða til að draga úr lífs- kjaramun í landinu, því að hætta er á að smám saman sækti allt í sama farið aftur. Menn þurfa að átta sig á því hvaða samfélagsöfl valda lífskjaramuninum og hvernig hægt er að draga úr hon- um, þótt ljóst sé að hann verður alltaf verulegur við ríkjandi þjóð- skipulag. Álgengasta orsök launaforrétt- inda er umframeftirspurn sem oft tengist sérstakri kunnáttu og ein- okun. Augljósasta dæmið nú eru launakjör sérmenntaðra lækna sem eru jafnan svo ósvífnir að beita heilbrigðisþjónustunni fyrir launakröfur sínar. Forsendurnar fyrir þessum sérstöku forréttind- um eru nú óðum að bresta, og ég leyfi mér að minna á að tugir sér- fræðimenntaðra íslenskra lækna bíða nú eftir því erlendis að opn- aðar verði stöður fyrir þá, og er sjálfsagt að nota þetta tækifæri til að svipta íslensku læknamafíuna einhverjum hluta forréttinda sinna. Jafnframt þarf að huga að öðrum stöðum í íslenska launa- píramídanum þar sem slík for- réttindi hafa myndast og efla að- streymi nýs vinnuafls að slíkum hálaunasvæðum með aðgerðum á sviði menntunar og öðru. Á hinn bóginn þurfa samtök láglauna- fólks að huga betur að þeirri sér- þekkingu sem oft býr í láglauna- störfum og fá hana viðurkennda til launahækkana. Það skiptir jafnvel enn meira máli að ráðast gegn því launamis- rétti sem er fólgið í margvíslegu kynjamisrétti og þar þarf margar samræmdar aðgerðir. Megin- verkefnin í þessu tilliti eru stytt-, ing vinnuvikunnar og nægilegt framboð dagvistunar, auk þeirrar hugarfarsbreytingar um verka- skiptingu kynjanna á heimilum sem smám saman er að gerast. Samtök launafólks þurfa að leggja mun meiri áherslu á félags- legar aðgerðir gegn kynjamisrétti en hingað til. Við hljótum einnig að líta svo á að með því að skipa einkum konur í samninganefnd ríkisins hafi fjármálaráðherra sett fram ákveðna viljayfirlýsingu um að sérstaklega verði hugað að slíkum aðgerðum í tengslum við komandi kjarasamninga. Komandi kjarasamningar og baráttan gegn vaxtaokrinu hljóta að tengjast að því leyti að breytt verði skiptahlutföllum milli launa og fjármagns í „þjóðarkökunni". Aukinn hlutur launamanna verð- ur að renna óskiptur til láglauna- fólksins en aðrir launþegar hljóta að leggja megináherslu á stytt- ingu vinnuvikunnar, bætt hús- næðiskerfi, aukna dagvistun og önnur félagsleg verkefni. KVIKMYNDIR________________ Galdrar undir Jökli Kristnihald undir Jökii ísland 1989 Leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir Handrit: Gerald Wilson eftir sögu Haildórs Laxness Taka: Peter Hassenstein Leikarar: Sigurður Sigurjónsson, Baldvin Halldórsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir o.fl. Ný kvikmynd Guðnýjar Hall- dórsdóttur og annarra Umba um Kristnihald undir Jökli er skemmtileg og fersk að horfa á, vekur áhorfandanum spurningar og gerir hann viðstaddan undar- legan galdur mannlífs og náttúru á hvíta tjaldinu. Og þessi nýja mynd staðfestir það enn sem við vorum farin að vita, að hérlendar kvikmyndir eru nú um stundir gerðar af atvinnumönnum. Það er til dæm- is sláandi munur á Kristnihaldinu og síðustu alvörumynd Umbafél- agsins, Skilaboðum til Söndru, - sem var mjög elskuleg mynd en misheppnuð því miður vegna þess að þar skorti bæði á mar- kvissa hugsun og fagleg vinnu- brögð. Að þessu sögðu verður svo að finna að. Og helsti galli myndar- innar er að aðstandendur hennar hafa borið alltof mikla virðingu fyrir þeim frumtexta sem á er byggt, skáldsögu Halldórs Lax- ness frá 1968. Þessi of-virðing nær bæði hátt og lágt. Þannig er ósköp einfaldlega of mikill talað- ur texti í myndinni og hefði vel mátt við meiri grisjun. Maður sagði mér -sem ekki hef lesið bókina lengi og aldrei séð leikgerðirnar- að leikritstextinn væri skorinn niður um meira en helming, og þótti nóg um með- ferðina á Nóbelstexta. En sá nið- urskurður er ekki nægur, og er þó síðra að mann grunar að við handritsgerðina hafi verið hugs- að of mikið um að einfalda frum- söguna í stað þess að nota úr henni efnivið í annað verk. Það er farin sú leið að breyta ekki að neinu ráði textanum úr Gljúfrasteinssmiðjunni. Gott og vel, -annað þættu manni hálfgerð helgispjöll. Texti Halldórs er vissulega upplifun í sjálfu sér, og gefur myndinni stundum fjar- lægðarblæ, stundum einsog í þjóðsögu. Ungur maður úr Reykjavík spyr með fornu hátíð- areignarfalli hvort í sveitinni sé „margt óskírðra barna“, á vöru- bílum fer fram „transport“, -þetta skapar á köflum þá tilfinn- ingu að fólkið sem leikararnir í myndinni eru að leika sé sjálft í einskonar hlutverkum. Eitthvað óvart frá Brecht? En texti skáldsins er krefjandi. Hann heimtar að vera tugginn og meltur einn og sjálfur, vill ekki láta skyggja á sig, kallar einsog barn á alla athygli. Aðstandend- ur myndarinnar hafa stundum gefist upp án átaka fyrir þessari kröfugerð og textinn sest í hásæt- ið í mörgum myndskeiðum. Þetta þýðir að of oft kemst ekki nógu vel að það sem er aðal kvik- myndalistar, myndræn úrvinnsla sem komi til skila með sínu sér- staka tungumáli því sem segja skyldi. Þetta gerir myndina um Kristnihaldið ekki eins góða og hún gæti verið, og er þeim mun verra að þess sér víða stað að Umbafólkið kann að segja sögu á hvíta tjaldinu. Fyrri kökusena með Hnallþóru og Umba er til dæmis vel heppnuð og síðari tökusena eftir jarðarför líka, og báðar eiga þær sammerkt að vera óháðar töluðum texta - í annarri er nánast enginn texti og í hinni rímar hann við myndatökuna með því að segja einsog ekki neitt. Lok myndarinnar - sam- skipti Úu og Umba - eru líka með þessu góða lagi þarsem allir munnar kvikmyndarinar hjálpast að og leikast á, og sú sameining fagmennsku og listræns styrks lyftir Kristnihaldsmyndinni upp- úr því að vera skreyting við bók uppí að snerta mann sem slík. MÖRÐUR ÁRNASON Önnur athugasemd miklu léttvægari: tónlistin. Það er smekksmál, -sá sem hér ber tölv- uborð hallast að því að vera al- mennt á móti tónlist f kvikmynd- um nema hún sé framin innan ramma myndarinnar, og að minnsta kosti á móti kvikmynda- tónlist sem áhorfandi tekur eftir. Þetta er leiðinlegar en minnihátt- ar galli við Kristnihaldið. Það deyr maður og þá heyrast orgel- tónar. Fleiri svona athugasemdir mætti gera. Það breytir því ekki að þessa nokkru daga sem eru liðnir síðan á fyrstu sýningu hefur Kristnihald undir Jökli sótt að mér á einhvern hátt, valdið mér nokkurskonar notalegum vandræðum, og skotist upp í hugann aftur og aft- ur. Þetta er dularfullt vegna þess að skáldsagan olli engum slíkum hræringum á sínum tíma. Kann- ski hafa tveir áratugir einfaldlega breytt móttökuskilyrðunum, en þegar maður í stellingum gagnrýnandans verður var við svonalagaða tilfinningu hjá á- horfanda sem hann getur ekki annað en treyst, þá segir það hon- um að myndin hafi tekist, að hún hafi virkað, sé áfeng. Sennilega ekki síst vegna þess að þrátt fyrir allt eru þau Guðný að segja sína eigin sögu af þessu kristnihaldi undir Jökli sem fyrir mörgum hefur þvælst. Án þess að vita hvað er nákvæmlega á seyði er sagan um Umba úr Reykjavík og hans reynslu af undarlegu ferðalagi þarsem ekki er ljós endirinn, og þarsem förunautar allir hafa einsog orðið fyrir ein- hverju, kraftbirtingarhljómi úr Jöklinum eða þá að geimskipið úr „Encounters" hefur lent í grenndinni eða þá að menn eru orðnir mismikið fullorðnir. Og sennilega á endanum einmitt það. Þannig er Jón prímus alls eng- inn sveitavitringur í höndum Baidvins Halldórssonar heldur miklu frekar öldungur sem vill lifa í friði við bæði menn og guði og hefur gefist upp á öðruvísi streði en því allra daglegasta. Jón prímus er hér miklu frekar trag- ísk persóna en kómísk þráttfyrir broslegar tilfæringar. Umbi virð- ist svo á fyrri slóðum Jóns, kann- ski næsti prestur á bænum eftir vígslu sína eða fermingu í mynd- arlokin með Úu milli lífs og dauða, sem Margrét Helga Jó- hannsdóttir leikur af einstökum sjarma. Samspil aðalpersónanna þriggja (eða pólanna, Úa er á mörkum þess að vera persóna) er burðarás myndarinnar, og þar hefur verið lagt mest í leik og leikstjórn. Aukafólkið er svo í spéspegli sem stundum magnar þríhyrninginn í forgrunni (eink- um senurnar með Rúrik og Sól- veigu -sem á hér eftirminnilega ísmeyginn leik), en dregur úr á öðrum stundum og verður jafnvel vandræðalegt -dæmi þar- um gæti verið sena þarsem dular- brjálæðingar skjóta fugla í fallegu landslagi, sem ekki bætir neinu við neitt, og hefði kannski átt að setja bæði senuna og persónurnar útaf sakramentinu, enda bundn- astar hræringum á ritunartíma bókar. Kristnihald undir Jökli er kvik- mynd með þann galla að hafa ekki fyllilega náð undirtökunum í glímu sinni við bókina Kristnihald undir Jökli. En hún á fullt erindi við áhorfandann, galdrar fýrir hann, spyr hann spurninga og verður honum áleitin. Og má að lpkum einu gilda hver hlutfölliiúeru milli bókar og myndar, qitons, guðs og náttúru. Föstudagur 3. mars 1989 NÝTT HELGARI SÍÐA 29

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.