Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 1
Laugardagur 4. mars 1989 45. tölublað 54. árgangur Samningar Kaupmáttur ekki búinn til í kassa Samninganefnd ríkisins leggurfram atriðalista til samninga. ÓlafurRagnar Grímsson: Verðhœkkanir ríkisins innanþeirra marka sem við settum okkur. Sveitarfélögin syndga meira upp á náðina. Kaupmáttur verði miðaður við ástand áfyrsta ársfjórðungi. Viljum skoða stóru málin sem áður hafa orðið út undan. PállHalldórsson: Plaggið almennur atriðalisti sem svarar ekki okkar spurningum. SvanhildurKaaber: Margtgott, en viljum rœða um kaupmáttaraukningu Samninganefnd ríkisins með Olaf Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra í broddi fylkingar átti tvo fundi í gær annars vegar með kennurum og hins vegar með Eskifjörður Loðna í hund og kött og Kana Éskfirðingur hf: Loðnan þurrkuð ágrindum með rafknúinni varmadœlu. Herramannsmatur í Bandaríkjunum oggœlu- dýrafóður í Svíþjóð - Við höfum þegar selt um 800 kíló af þurrkaðri loðnu til mann- eldis í Bandaríkjunum þar sem hún þykir herramannsmatur, og eins eru sænskir aðilar tilbúnir að taka á móti 3 tonnum mánaðar- lega sem gæludýrafóðri fyrir hunda og ketti þar í landi, sagði Kristján Bjarnason starfsmaður Eskfirðings hf. á Eskifirði. Nokkrir aðilar hér á landi hafa byrjað framleiðslu á gæludýra- fóðri til útflutnings og nýta til þess aukafla sem til fellur, auk loðnu. Talið er að um 60% hei- mila í Evrópu haldi hund eða kött og er gæludýrafóður keypt þar háu verði. Eskfirðingur hf. byrj- aði í júlí í fyrra að fikra sig áfram með framleiðslu á þurrkaðri loðnu til manneldis sem og fyrir gæludýr jafnframt því sem fyrir- tækið þurrkar bitaharðfisk sem seldur er hér syðra. Að sögn Kristjáns voru 50 tonn af loðnu fryst í fyrrahaust til framleiðslunnar og annað eins nú eftir að loðnan er búin að hrygna. Hún er þídd og síðan þurrkuð á grindum með rafknúinni varma- dælu.Hún hentar best til þurrk- unar þegar fituinnihald hennar er ekki meira en 5% því ella tekur þurrkunin mun lengri tíma og verður jafnframt dýrari enda not- ast við rafmagn. Pegar fram- leiðslan verður komin á fulla ferð verður þar vinna fyrir 4-5 menn. -grh BHMR. Á þessum fundi kynnti samninganefnd ríkisins viðsemj- endum sínum plagg titlað „efnis- atriði viðræðna um launamál og nýja kjarasamninga“ og fylgdi með að nefndin væri tilbúin til viðræðna umjiau atriði sem þar eru tíunduð. A blaðamannafundi lýsti Ólafur Ragnar því yfir að hér væri farið inn á nýjar brautir í samningum ríkisins þar sem boðið væri upp á viðræður um ýmis stórmál sem áður hafa orðið út undan. Þá kom fram að Ólafur taldi ekki svigrúm til almennra launahækkana umfram þann kaupmátt sem ríkir á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs, en áhersla ríkisins lægi á launajafnrétti. Um þær opinberu verðhækkanir sem orðið hafa síðustu daga taldi Ólafur þær að mestu til komnar vegna hækkana sveitarfélaga sem sum hver hefðu farið yfir strikið, en ríkið hefði hins vegar haldið sig innan áður ákveðins ramma. Auk áherslu á hækkun lægstu launa er að finna atriði eins og endurskoðun á launakerfi ríkis- ins til einföldunar og samræming- ar í plagginu og rætt um aukna ábyrgð starfsfólks og aukin „lýð- ræðisleg áhrif“ þess. Sagði Ólafur Ragnar í samtali við Þjóðviljann að ríkið gæti gengið þarna á undan með góðu fordæmi, en vildi ekki kannast við að þetta væri „söluvara" af hálfu ríkisins í komandi samningum. Um samn- ingstímann sagði Ólafur að allt væri opið af hálfu ríkisins í því máli, en til greina kæmi að semja jöfnum höndum til lengri tíma og skemmri. Þau atriði sem væntanlega þyrfti að skoða til lengri tíma eru t.d. hugmyndir um að sérstök at- hugun verði gerð á kjörum kvenna og hinna lægst launuðu og sérstök könnun verði gerð á högum launafólks á vinnumark- aði. Þar verði athugað hverjar ráðstöfunartekjur almennings eru, hver vinnutími er heima og heiman og hvað aðilar vinnu- markaðarins og stjórnvöld geta gert til að létta áhyggjum af umönnun barna af starfsfólki. Aðspurður hvort ekki mætti fara þá leið að gera fjölskyldum kleift að lifa af dagvinnutekjum einnar fyrirvinnu, sem kallaði væntan- lega á stóraukinn kaupmátt sagði Ólafur Ragnar að það væri mark- mið ríkisstjórnarinnar að breyta þjóðfélaginu svo það mætti tak- ast. „En kaupmáttur er ekki eitthvert einangrað fyrirbrigði sem maður býr til inni í kassa, heldur lokaniðurstaða margra samvirkandi efnahagslegra og fé- lagslegra þátta,“ sagði Ölafur. Páll Halldórsson, formaður BHMR sagði að ekki væri komið til móts við þeirra kröfur með þessu plaggi, þetta væri efnisyfir- lit. „Þarna eru engar lausnir sem Guðmundur Ingólfsson píanó- leikari er ekki allur þar sem hann er séður. Flestir vita að hann er einn frábærasti djassgeggjari þessa lands, en færri vissu að hann ætti það til að bregða fyrir sig málarapenslinum. En í dag opnar Guðmundur sýningu í Djúpinu við Hverfisgötu á 12 olí- umálverkum. leysa þann vanda sem við stönd- um frammi fyrir, sem er hrun kaupmáttar. Það er órafjarri að með þessu plaggi sé stefnt að því að háskólamenntaðir starfsmenn hjá ríkinu njóti sambærilegra kjara og sambærilegar stéttir á al- mennum vinnumarkaði,“ sagði Páll. Svanhildur Kaaber, formaður KÍ, sagði að margt gott mætti segja um þennan efnislista sem ráðherra hefði lagt fram. „Flest á Guðmundur sagði að hann hefði lengi fitlað við pensilinn í tómstundum, en myndirnar sem hann sýnir nú eru flestar gerðar á þessu ári. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem Guðmundur sýnir afr- aksturinn af tómstundaiðju sinni. Sýningin verður opnuð í dag kl. 16. ó|g Guðmundur Ingólfsson í Djúpinu í gær. Mynd: Jim Smart Guðmundur í Djúpinu laugardegi Þjóðviljinn/Alþýðubandalagið í Reykjavík Pólitískt hádegisspjall á Hverfisgötu 105, 4. hæð kl. 11-4 á laugardaginn. Gestir: Kvennalistakonurnar Guðrún Agnars- dóttir þingmaður og Elín G. Ólafsdóttir borgar- fulltrúi. Allir vinstrimenn velkomnir (líka kvennalistafólk) Pólitík á Guðrún Elín þessum lista horfir til bóta en við munum leggja sérstaka áherslu á þau atriði sem taka til kröfugerð- ar okkar. Þar á ég við launin, kaupmáttinn, starfsaldurskerfið og samningstímann. En því mið- ur var ekki farið ofan í einstök atriði á listanum og við erum því litlu nær eftir þennan fund,“ sagði Svanhildur. Bæði þessi félög munu funda að nýju með samninganefnd ríkisins í næstu viku. phh Hitaveitustjóri Sólin víða til trafala - Eg óttast ekki að flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli verði ógnað þótt við reisum þetta útsýnishús og klæðum það með spegilgleri, sagði jóhamtes Zoega hitaveitu- stjóri þcgar hann var spurður hvort Hitaveitan ætlaði á ein- hvern hátt að bregðast við athug- un flugmálastjórnar sem nú stendur yfir á hættu sem getur skapast vegna sólargeisla sem endurkastast frá spegilgleri húss- ins. Jóhannes sagðist ekki sjá hvernig þessi fyrirhugaða bygg- ing gæti truflað flugumferð. Hann sagði að sólarljósið væri víða til trafala og menn yrðu bara að búa við það. -sg Friðarhreyfingar Baráttukona í heimsókn Ein af stjörnum friðarhreyfinga í heiminum, ástralski læknir- inn Helen Caldicott sem var gest- ur á Norræna kvennaþinginu í Osló, er væntanleg hingað til lands í sumar og heldur fyrirlest- ur í Reykjavík á sjálfan 19. júní. Það er Undirbúningsnefnd kvennaþingsins hér á landi sem býður Helen heim. Jónína M. Guðnadóttir sagði að reiðilestur hennar á þinginu í Osló væri mjög minnisstæður, hún setti hlutina fram kjarnyrt og skæfi ekki utan af ógninni sem mannkyninu staf- ar af kjarnorkunni. „Hún var heiftúðug út í Reagan og verður fróðlegt að heyra hvort hún fer betur með Bush í surnar," sagði Jónína. Helen Caldicott fæddist árið 1938 og er sérfræðingur í barna- lækningum. Fyrir um áratug sagði hún upp stöðu sinni við Harvard háskólann í Bandaríkj- unum til að geta helgað sig bar- áttu fyrir friði og gegn kjarnorku. Hún hefur einkum rannsakað áhrif geislunar á mannslíkamann og er einn af stofnendum samtak- anna Læknar gegn kjarnorkuvá. SA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.