Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 8
Þjóðernis- stefna er feimnismál Fyrir sjö öldum voru þrjú konungsríki á Norðurlöndum, Svíþjóð, Danmörk og Noreg- ur. Síðan átti þeim eftirað fækka í tvö. Þegar Noregur gekk undir dönsku krúnuna. Svíaveldi náði yfirmeginhluta þess lands sem nú eru Sví- þjóð og Finnland, Danaveldi yfirDanmörku, Noreg, ísland, Færeyjarog Grænland, þeg- ar menn á annað borð hirtu um að muna eftir að Græn- land væri hluti af ríkinu. Nú á dögum blakta átta fánar fram- an við Norræna húsið í Reykjavík, og þó vantar þar að minnsta kosti einn fána sem aðstandendur vildu gjarnan sjá bætt við fána- röðina. NorrænirSamarhafa nýlega tekið sérsérstakan fána, marglitan og of flókinn að gerð til þess að ég treysti mér til að lýsa honum eftir minni. Norðurlönd hafaverið, og eru bræðslupottur ríkja, og þar búa enn þúsundir manna sem telja sig eiga óleyst þjóð- ernisvandamál. Þessi þróun og þessi vandamál voru til umræöu á málþingi sem Norðurlandahúsið og sagnfræði- deild Fróðskaparseturs Færeyja í Þórshöfn efndu til seint í janú- armánuði síðastliðnum. Tilefnið var hundrað ára afmæli skipu- lagðrar þjóðernishreyfingar í Færeyjum. Á annan jóladag 1888 var haldinn í Þórshöfn fundur um vernd og rækt færeyskrar tungu og þjóðmenningar, og 27. janúar árið eftir var stofnað þar F0ringa- felag, samtök um þjóðvörn Fær- eyinga. Á næstu árum varð hreyf- ingin pólitísk, tók að krefjast sjálfstjórnar handa Færeyingum. Þaðan er óslitinn þráður til þeirrar sjálfstæðisbaráttu sem Færeyingar heyja enn - að vísu meira við sjálfa sig en Dani síð- ustu áratugina. Á málþinginu í Þórshöfn voru, fyririesarar frá öllum ríkjum Norðurlanda nema Svíþjóð, og stafaði af því að prófessor Svert Tagil í Lundi átti ekki heiman- gengt. Þar komu líka fulltrúar frá stærstu og meðvituðustu minni- hlutahópum á svæðinu, Græn- lendingum og Sömum, auk Fær- eyinga sjálfra. Álendingurinn forfallaðist því miður á síðustu stundu. Flestir voru framsögu- menn sagnfræðingar. Þeir reyndust hafa talsvert ólíka af- stöðu til þjóðernishyggju, og þegar að var gáð fór munurinn á þeim eftir því hvaðan þeir komu og hvaða sögu þeir höfðu að segja af eigin samfélagi. Erum viö vaxin frá þjóöernishyggju? Fulltrúar hinna sjálfstæðu ríkja höfðu tilhneigingu til að skoða þjóðernisvitundina utan frá, líta á hana sem sögulegt fyrirbæri sem hefði átt sér upphaf og blómaskeið og gæti þar af leiðandi liðið undir lok. Helge Salvesen frá háskólanum í Tromsó í Noregi talaði fyrstur og varpaði því fram að þjóðirnar sem hefðu löngu eignast sjálfstæð ríki, Svíar, Danir og Norðmenn, fyndu ekki lengur þörf fyrir þjóð- arsögu til að styrkja þjóðerni sitt og hefja það upp. Öðru máli gegndi um þjóðir sem hefðu ný- lega eða enn ekki öðlast sjálf- stæði, og nefndi þar til íslendinga og Færeyinga. Þessi flokkun Helge vakti nokkrar umræður. Hann var spurður hvernig stæði á því að nýleg Noregssaga í 15 bindum væri allt að því metsölubók í heimalandi hans, og álíka löng Danmerkursaga sem Politiken gefur út kemur í hverri útgáfunni af annarri. Þarna var sænskur sagnfræðingur, Harald Gustafs- son sem margir íslendingar þekkja af góðu því að hann skrif- aði doktorsritgerð um embættis- mannaveldið hér á íslandi á ein- veldistímanum. Hann sagði að Svíþjóð væri eina ríki Norður- landa þar sem svona hilluprýði um þjóðarsögu væri ekki mark- aðsvara, markalínan að þessu leyti væri því kannski á milli Svía og allra Norðurlandabúa ann- arra. En er rétt að flokka íslendinga meðal hinna ungu þjóða sem vilja eiga sér þjóðlega sögu? Ég varð svo hugsi um það að ég var ekki tilbúinn að taka þátt í umræðun- um fyrr en það var um seinan. Lítið hefur okkur orðið úr því að búa til fjölbindaverk um Islands- sögu. Og oft virðist mér að sagn- fræðingar okkar hafi afskrifað alla þjóðernissinnaða íslands- sögu á einu bretti. Öllum hug- myndum um ágæti íslensks þjóð- félags í sögunni er hafnað athug- unarlaust, sömuleiðis öllum van- köntum þess að búa við erlenda stjórn. Ég hef verið að búa til yfirlitsrit um Islandssögu síðustu árin, oftast til að nota í skólum, og líka skrifað dálítið um hug- myndir íslendinga um eigið þjóð- erni. Við bæði verkin hefur mér stundum fundist ég þurfa að fara í rykfallnar geymslur gömlu þjóð- ernissinnuðu fræðimannanna frá fyrri helmingi aldarinnar og skoða hvað kynni að vera nothæft af því sem þeir skildu eftir. En svo er á hinn bóginn líka til heil- mikið af fólki sem hefur allt fyrir satt sem þessir gömlu menn sögðu og er ekki byrjað að lesa nýju sagnfræðingana sem halda öðru fram. Þegar deilan geisaði um sögukennsluna í skólunum veturinn 1983-84 þá kom fram fólk sem fannst að þjóðarsagan ætti að vera óbreytanleg um alla eilífð. Sagan sem þetta fólk vildi varðveita var örugglega sú sem Bogi Th. Melsted, Jón Aðils og Jónas frá Hriflu mótuðu handa þjóðinni á síðasta skeiði sjálf- stæðisbaráttunnar. Kannski er bilið milli háskólagenginna sagnfræðinga og sögufróðs al- mennings breiðara hjá okkur en nokkrum öðrum. En það var ekki til umræðu í Þórshöfn. Annar fulltrúi gömlu þjóðríkj- anna var Uffe 0stergaard frá Ár- ósum sem rakti þjóðernisstefn- una á Norðurlöndum til hug- mynda sunnan úr Evrópu. Hinn þriðji var Lorenz Rerup frá Hróarskeldu, Suðurjóti að upp- runa og sérfræðingur í þjóðernis- baráttu Þjóðverja og Dana sem bjuggu hverjir innan um aðra í hertogadæminu Slésvík á mörk- um Þýskalands og Danmerkur. Til skamms tíma gerðu allir ráð fyrir að þarna hefði verið blönduð byggð Dana og Þjóð- verja öldum saman, en Lorenz Rerup sagði frá nýlegum rann- sóknum sem benda til þess að margt fólk hafi notað dönsku og þýsku jöfnum höndum, hvort málið þar sem það átti við, þang- að til það valdi sér mál og þjóð- erni á fyrri hluta 19. aldar. Þá var til dæmis farið að stofna barna- skóla sem knúðu foreldra til að gera upp við sig hvort þeir vildu senda börn sín í danskan eða þýskan skóla. Svo komu til alls konar þjóðernisleg samtök og hvöttu fólk til að taka afstöðu og verða annað hvort aldanskt eða alþýskt. Það kemur í ljós að fólk valdi sér alls ekki þjóðerni á sama veg í öllum byggðum Slésvíkur. Sums staðar völdu yfirstéttir frekar þýskt þjóðerni en alþýða danskt, en það var engan veginn algild regla. Hér virðist því vera fróðlegt dæmi um hvernig þjóð- arvitund getur vrið tímabundið og ungt fyrirbæri. Þegar ríkið skapar þjóðina en þjóðin ekki ríkið Knut Mykland, eftirlaunapró- fessor frá Björgvin, var í grund- vallaratriðum á sama máli og Rerup um að þjóðarvitund þyrfti ekki að vera neitt afgömul og upprunaleg. Hann ræddi um hvenær Norðmenn hefðu orðið þjóðernissinnaðir og rökstuddi þá niðurstöðu að norskur almenningur hefði ekki fyllst neinum brennandi áhuga á norsku þjóðerni fyrr en fyrir rúmum hundrað árum, á árunum upp úr 1870. Valdabarátta stórveldanna olli því að Noregur varð óvænt og skyndilega sjálfstætt ríki í konungssambandi við Svía árið 1814. En Mykland telur að norskur almenningur hafi ekki farið að standa með þessu ríki af hjarta og sál fyrr en sex áratugum síðar. Þá var pólitísk alþýðuvakning í landinu, markmið hennar var eiginlega fyrst og fremst að hrinda veldi norskra embættismanna og koma á þingræði, en hreyfingin fékk líka á sig þjóðernislegan blæ. Mykland boðaði þannig hina órómantísku afstöðu til þjóð- ernishyggjunnar, að hún sé ný og sprottin af ytri aðstæðum. En það kom ekki í veg fyrir að hann lýsti því af talsverðum tilfinningahita og hrifningu hvernig þjóðernis- kennd Norðmanna hefði vaknað og síðan styrkst, fyrst við aðskilnað þeirra og Svía árið 1905, sfðan við hernám Þjóðverja í síðari heimsstyrjöld. Ekki þurfti Mykland handrit til að segja þessa sögu. Hann hafði sýnilega gert það oft og naut hverrar stundar, af því að honum þótti sagan góð og falleg. Mér fannst ég vera að hlusta á síðasta fulltrúa þeirrar söguhefðar sem hélt þjóð- erniskennd blygðunarlaust fram sem góðri og fagurri tilfinningu. Finnski fulltrúinn, Max Engman frá Ábo, boðaði skoðun á finnsku þjóðerni sem varla Frá málþingi um þjóðerni í Þórshöfn í Færeyjum. hefði átt upp á pallborðið í heimalandi hans fyrir nokkrum áratugum - á varía alls kostar enn. Árið 1809 lögðu Rússar undir sig sex sænskar sýslur, sameinuðu þær einni rússneskri og kölluðu stórfurstadæmið Finnland með Rússakeisara að fursta. Með því kveikti keisarinn finnska þjóðernisvitund. Ríkið varð þannig til á undan meðvitaðri finnskri þjóð, þótt ekki væri það fyllilega sjálfstætt, alveg eins og Knut Mykland hafði haldið fram um Noreg. Embættismenn þessa ríkis voru að miklu leyti sænskumælandi, leif af gömlu sænsku embættis- mannaveldi í landinu, en verulegur hluti þeirra tók upp finnska menningu á 19. öld. Það var eina leið þeirra til að skapa sérstaka finnska þjóðarvitund, eitthvað sem sameinaði Finna og skildi þá frá grönnum sínum bæði í austri og vestri. íslenski framsögumaðurinn, undirritaður, rakti pólitíska vitund eigin þjóðar líka til sögulegra aðstæðna. Ég held að vísu að íslendingar hafi alltaf litið á sig sem íslendinga og ekki af neinni annarri þjóð. En hugmyndin um að þeir ættu þess vegna að verða sjálfstæðir í landi sínu, hún kom held ég ekki fram fyrr en eftir að Danir fóru að fikra sig áfram á leið til lýðræðis, á árunum eftir 1830. íslendingar höfðu í raun búið við heilmikið pólitískt sjálfstæði á einveldistím- anum. Émbættismenn okkar voru flestir innlendir, og þeir réðu óhjákvæmilega miklu um stjórn fslands. Svo þegar Danir fóru að koma sér upp þingum, fyrst ráðgjafarþingum og svo löggjafarþingi, þá var um tvennt að velja með ísland, annaðhvort varð að innlima það í danska ríkið og senda íslenska fulltrúa á dönsk þing eða byggja upp sjálfstætt, lýðræðislegt stjórnkerfi á íslandi. Seinni leiðin varð fyrir valinu, eftir talsvert hik og stapp. En með Færeyinga var farið hina leiðina, þeir fengu aðild að danska ríkisþinginu, þar sem við fengum okkar eigið Alþingi. Þar skilur á milli í stjórn- málaþróuninni hjá þeim og okkur. Lifandi þjóðernis- hyggja þykist ekki vera til Grænlendingurinn á málþing- inu var Carl Christian Olsen frá fróðskaparsetrinu í Nuk, náfrændi Moses Olsen sem var einu sinni við íslenskunám hér í Reykjavík og varð seinna einn af fyrstu talsmönnum grænlensks sjálfstæðis. Carl Christian er menntaður í því sem er kallað eskimologi í Kaupmannahöfn, og er einhvers konar blanda af þjóðfræði og málfræði, skilst mér. Hann rakti hvernig danskir trúboðar hefðu komið til frumbyggja Grænlands á 17. öld, með biblíu og lögbók, boðað þeim nýja trú og framandi rétt. Nú erum við bara að endurheimta okkar gamla rétt sem var tekinn frá okkur, sagði hann, svo einfalt er það. Það er engin þjóðernisstefna í því. Sumum gestanna þótti þetta hæpin staðhæfing. Þarna var kominn eldheitur grænlenskur þjóðernissinni og afneitaði allri þjóðernishyggju. En auðvitað er Gunnar Karlsson skrifar þetta vörn þess sem þarf að berjast fyrir þjóðarsjálfstæði á tímum þegar þjóðernisstefna hefur vont orð á sér. Nasjónal- ismi er slíkt skammaryrði á dönsku og norsku eftir reynsluna af þýska nasismanum að maður getur ekki staðið upp og sagst era þjóðernissinni. Og þá má spyrja hvort grænlenskir sjálfstæðisbar- áttumenn geti ekki sagt með fullum rétti að þeir séu ekki nasjónalistar. Ef nasjónalismi er látið merkja það að vilja kúga aðrar þjóðir og jafnvel myrða í heild, hreinrækta eigin kynstofn með ofbeldi og fórna hverju sem er fyrir ríki sitt, þá hafa Græn- lendingar auðvitað fullan rétt til að segja: við erum ekki nasjónalistar. Því miður var þessi hlið málsins ekki rædd á málþing- inu. Enginn gagnrýndi staðhæf- ingu Olsens, kannski af því að menn fundu að það voru heil- miklar tilfinningar með í spilinu hjá honum, og norrænir háskóla- menn eru óvanir að tala opinskátt um tilfinningamál á þingum sínum. Tveir menn Samaættar töluðu á þinginu, báðir frá Noregi. Annar var Henry Minde, sagnfræðingur og háskólakennari í Tromsö, sem fjallaði um þjóð- ernishyggju með tilliti til þjóð- ernisminnihluta og frumbyggja. Hinn var Leif Halonen, bæjar- stjórnarmaður eða bæjarstarfs- maður frá Kautokeino, ég man ekki hvort hann sagði. Leif talaði fremur sem samískur stjórnmála- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.