Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 9
maður en sem fræðimaður. Hann er afar fjörlegur maður í framkomu, minnir svolítið á Sigurð Pálsson skáld, og var eins og dæmi um blómstrandi þjóð- ernisstefnu. Samt sagði hann að Samar notuðu ekki orðið nasjónalisma um stefnu sína, og það lá í loftinu að þeir sniðgengju það af því að fyrirbrigðið væri svo illa þokkað í heimalandi þeirra. Mesta athygli vakti í máli Leifs að norskir Samar hafa nú nýlega fengið lögfest sérstakt ráðgjafar- þing og kosningar til þess standa fyrir dyrum. Svipuð stofnun hefur verið til í Finnlandi í þónokkur ár en er engin í Svíþjóð og ekki væntanleg á næstunni skildist mér. Til norska Sama- þingsins fá kosningarétt allir sem íýsa því yfir að þeir telji sig Sama og geta sannað að þeir hafi að minnsta kosti átt afa eða ömmu sem talaði samísku; maður þarf því ekki að kunna neitt í samísku sjálfur til þess að teljast Sami. Með því móti taldi Leif Halonen að það kynnu að vera einir 60 þúsund Samar í Noregi. Ég lagði fyrir hann þá óþægilegu spurningu hve margir þeirra teldu sig ekki vera Norðmenn, hve margir þeirra myndu aðspurðir segja: ég er ekki norsk(ur), ég er Sami. Leif vafðist auðvitað tunga um tönn og sagðist sjálfur hrópa með Norðmönnum þegar þeir ættu í íþróttakappleikjum við aðrar þjóðir, í þeim skilningi væri hann norskur. Þð er auðséð að þjóðernisbarátta Sama verður með allt öðrum hætti en íslendinga eða Færeyinga sem voru sanfærðir um að þeir væru ekki danskir þegar þeir byrjuðu sjálfstæðisbaráttu sína. Raunar var Henry Minde búinn að koma inn á svipaða hluti áður, hann sagði eitthvað á þá leið að viðurkenning á samísku þjóðerni yrði að byggjast á því að þjóð þyrfti ekki að búa innan sérstakra landamæra. Kannski verður hún líka að byggjast á því að viðurkenna að fólk geti haft eins konar tvöfalt þjóðerni, bæði norskt (sænskt eða finnskt) og samískt. Og því ætti það ekki að vera hægt? Færeyingar á milli sjálfstæðrar þjóðar og þjóðernis- minnihluta Gestgjafarnir, Færeyingar, virtust taka sér stöðu einhvers staðar á milli fulltrúa ríkisþjóð- anna og þjóðernisminnihlut- Hvað eru Norðurlanda- þjóðimar margar? anna. Þjóðerni er þeim greinilega meira tiilfinningamál en þeim sem koma frá gömlum og löngu sjálfstæðum ríkjum. Þeir neita al- veg að viðurkenna að Færeyingar hefðu getað orðið annað en sér- stök þjóð, eins og til dæmis Skán- verjar urðu sænskir eftir að þeir voru slitnir frá danska ríkinu á 17. öld og sameinaðir því sænska. Á hinn bóginn tala þeir hiklaust um færeyska þjóðernisstefnu sem sögulegt fyrirbæri sem hafi hafist og orðið að pólitískri hreyfingu á 19. öld. Það virðist líka augljóst að Færeyingar eru miklu lengra komnir en Grænlendingar og Samar að kanna þjóðerni sitt og þjóðernisvitund og fjalla um þessi efni á fræðilegan hátt. Þeir lögðu fram þrjá vandaða fræði- lega fyrirlestra á málþinginu. Hans Jacob Debes, lektor í sögu við Fróðskaparsetrið og doktor frá Háskóla íslands, rakti sögu færeyskrar þjóðernisvitundar og þjóðernishreyfingar. Jóhan Hendrik Winther Poulsen, pró- fessor í færeysku máli við sömu stofnun, talaði um áhrif þjóð- ernishreyfingarinnar á þróun fær- eysks máls. Jóan Pauli Joensen, þjóðháttafræðingur og lektor við sagnfræðideild Fróðskapar- setursins rakti þjóðernishreyfing- una til efnahagslegra og félags- legra róta. Það er engin leið fyrir íslensk- an sagnfræðing að endursegja mál Færeyinganna eins og þeir fluttu það, til þess er of freistandi að fara að bera saman við ísland. Við íslendingar drógumst aftur úr nágrönnum okkar í atvinnu- málum á 19. öld, og sjálfstæðis- barátta okkar var að hluta til nærð af óánægju með kyrrstöð- una og vaxandi mun á lífsgæðum hér og í Danmörku. í Færeyjum spratt sjálfstæðishreyfingin aftur á móti af hröðum framförum og gagngerum breytingum á þjóðfé- laginu. Hér á íslandi fjölgaði fólki um ein 66% á 19.öldinni allri, úr tæpum 50 þúsundum í tæp 80 þúsund, og Ámeríka tók við fleira fólki en kaupstaðir landsins fram yfir 1890. Fjöldi Færeyinga tvöfaldaðist á fyrstu 60 árum aldarinnar, fór úr fjórum þúsundum í átta þúsund, og varla nokkur maður fluttist til Amer- íku. Hér var farið að gera út þil- skip til fiskveiða heldur fyrr en í Færeyjum, en um aldamótin 1900 áttu íslendingar og Færeyingar álíka mörg þilskip, um 140 tals- ins. Eftir aldamótin snerist þetta svo við, íslendingar seldu gömlu þilskipin sín til Færeyja af því að þeir voru að snúa sér að þvi að gera út togara og vélbáta. Þá fór líka að þokast verulega áleiðis í sjálfstæðisbaráttu okkar, en í Færeyjum óx Sambandsflokkn- um fiskur um hrygg, og hann inn- leiddi langt stöðnunartímabil í sjálfstæðisþróun þeirra. Þjóðernisstefna sem feimnismál Á síðasta fundi málþingsins kom betur í ljós en nokkru sinni fyrr hvað þjóðernisstefna er mikið feimnismál á Norður- löndum: Skandinavarnir voru svolítið eins og virðulegir íslensk- ir lögfræðingar þegar þeir eru dregnir inn í sjónvarp að tala um kynferðismál. Fyrrverandi menntamálaráðherra Norð- manna sem situr í stjórn Norður- landahússins í Færeyjum, Kj0lv Egeland, flutti eins konar þing - slitaræðu og notaði tækifærið til að minna rækilega á hvað þjóðernis- stefna gæti leitt til hræðilegra hluta. Lorenz Rerup frá Hróars- keldu fékk það hlutverk að draga saman það sem hefði kom- ið frani á þinginu. Hann fann sig knúinn til að réttlæta það að halda þing um þjóðernisstefnu, og gerði það viturlega eins og hans var von: Það sem við fræði- mennirnir leggjum ekki rækt við, það látum við eftir handa lýð- skrumurum. Eftir á held ég að það hafi kom- ið mér mest á óvart hvað það var margt sem kom mér á óvart um næstu nágranna okkar, sérstak- lega Grænlendinga og Sama. Ég minnist þess ekki að hafa séð eða heyrt fréttir af því að Grænlend- ingar hafa eignast talsverðan vísi að háskóla í Nuk. Eins var um fyrirhugað ráðgjafarþing norskra Sama. Hér eru þeir að fá stofnun sem er í grundvallaratriðum hlið- stæð við það sem íslendingar fengu árið 1845 og kölluðu Al- þing - með þeim mikla mun þó að Alþing var þing allra íslendinga en norska Samaþingið nær aðeins til hluta þeirra sem telja sig Samaþjóðarinnar. Sameiginlegt Samaþing á vísast langt í land enn, en fyrir því verður örugglega barist í framtíðinni. Um þessi efni flytja íslenskir fjölmiðlar yfirleitt alls engar fréttir. Erum við svona háð fréttamati stóru gömlu ríkj- anna? Eða erum við svona áköf að snúa baki við okkar eigin for- tíð að við viljum ekki viðurkenna að stofnanir eins og ráðgjafar- þing eða vísir að háskóla geti komið okkur við? Er þjóðernis- stefna minnihlutaþjóðanna kringum okkur feimnismál okk- ar? vf Laugardagur 4. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.