Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 10
MINNING DAGVIST BARIVA Sálfræðingur Sálfræöingur óskast í 50% starf á sálfræði- og sérkennludeild Dagvistar barna. Sérþekking og reynsla af vinnu meö börnum á forskólastigi nauösynleg. Umsóknarfrestur er til 15. mars. Upplýsingar veitir forstööumaöur deildarinnar í síma 27277. DAGV18T UAHIVA Forstöðumaður Dagvist barna auglýsir eftirtalda stööu lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 15. mars n. k. Forstöðumaður í Múlaborg Fóstrumenntun áskilin. Nánari upplýsingarveitirframkvæmdastjóri Dag- vistar barna í síma 27277. PAGVIST BARIVA Fóstrur, þroskaþjálfar eða annað uppeldis- menntað starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfs- fólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæöi fyrir og eftir há- degi. Upplýsingarveitaforstöðumenn eftirtalinna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Austurbær Lækjarborg v/Leirulæk s. 686351 Múlaborg v/Ármúla s. 685154 Heimar Sunnuborg Sólheimum19 s. 36385 Breiðholt - Grafarvogur Bakkaborg v/Blöndubakka s. 71240 Foldaborg Frostafold33 s. 673138 fjf Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tiiboðum í að fjarlægja 500 m af gömlum stokk og byggja nýjan með tveimur400 mm pípum, stokkurinn liggurfrá Öskuhlíð aö Miklatorgi, og leggja 1400 m af dreifikerfi og heimæöum. Utboösgögn veröa af- hent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama stað fimmtudaginn 16. mars 1989 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Gunnar Haraldsson F. 15. 2. 1938 - D. 22. 2. 1989 Mig langar í fáeinum fátæk- legum orðum að minnast Gunn- ars móðurbróður míns, sem hvarf sjónum okkar svo allt of fljótt. Það var fjölskyldu minni alltaf sérstakt ánægjuefni þegar Gunn- ar heimsótti okkur í bæjarferðum sínum. Hann var nefnilega alveg einstakur maður og gat miðlað öðrum miklu. Mig langar að nefna það sem mér fannst meðal annars svo fádæma gott við Gunnar og sem ég tel mig og aðra hafa lært af. Gunnar var líflegur og athug- ull. Hann hafði áhuga á flestu í kringum sig og velti lífinu og til- verunni mikið fyrir sér. Hann var lítið gefinn fyrir innihaldslaust orðagjálfur og vildi kafa djúpt í hlutina. Framkoma hans og per- sónuleiki, þar á meðal hlýleg djúp augu, rólegt en um leið glað- legt fas og innri ró sem hann bjó yfir, hafði þau áhrif að samræður við Gunnar urðu strax einlægar og djúpar. Hann kunni að hlusta á fólk og það gerði það meðal annars að verkum að hann var sérlega barngóður, því hann hlustaði á börn og bar virðingu fyrir þeim. Litla afastelpan hans á Króknum átti mikið þar sem Gunnar var. Ég minnist þess hve ríka áherslu Gunnar lagði á að fólk ynni öll störf vel og af áhuga. Hann sagði að hversdagslegustu störf gætu orðið skemmtileg ef maður gerði sér far um að vera áhugasamur og að sjá einhvern tilgang með hlutunum. Því með áhugasemi væri hægt að gæða öll störf lífi. Þetta var eitt af þeim viðhorfum Gunnars sem ég dáð- ist að. Ég sá Gunnar í síðasta skipti í sumar sem leið. Hann hafði frumkvæðið að stefnumóti við fjölskyldu mína í sumarbústað við Hreðavatn og var fjölskylda hans með honum. Við áttum góð- ar stundir saman og vitanlega voru málin rædd þar sem Gunnar var annars vegar. Ekki grunaði mig að þetta væri kveðjustund því Gunnar átti eftir að gera svo margt, af nógu var að taka því hann átti ótal áhugamál. Það er sorglegt að vita að Gunnar kemur ekki aftur í heim- sókn en við búum að góðum minningum um góðan mann. Við mamma og Halli bróðir minn sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur til Láru, Nonna, Kidda og annarra aðstandenda. Sirrý Arnardóttir Kveðja frá systkinum Fyrir um það bil þrjátíu árum kom hann inn í líf okkar, hann Gunnar hálfbróðir okkar. Birtist á þröskuldinum í Lyngási með konu og tvo drengi smáa, kominn norðan úr Skagafirði í heldur óskemmtilegum erindum: hún Lára var með berkla og þurfti að leita sér lækninga fyrir sunnan. Lára náði heilsu og um skeið bjuggu þau öll fjögur skammt frá okkur við Laugaveginn. Þá tók- ust náin kynni sem héldust alla tíð. Þau rofnuðu ekki þótt vík væri milli vina í aldarfjórðung og rúmlega það. Gunnar og Lára Leifur Breiðfjörð opnaði í gær fyrstu einkasýningu sína á olíumái- verkum og pasteimyndum í Galierí Borg, en hann er fyrst og fremst kunnur fyrir glermyndir sínar. Myndlist Leifur í GalleríBorg Leifur er fæddur 1945 og hefur haldið fimm einkasýningar á steindu gleri og eina einkasýn- ingu á vatnslita- og pastelmynd- um hérlendis. Auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum sam- sýningum heima og erlendis. Myndirnar á sýningunni eru flestar unnar undanfarið ár og eru allar til sölu. Sýningin er opin frá kl. 10.00-18.00 virka daga og kl. 14.00-18.00 um helgar fram að 14. mars. fluttu norður á Sauðárkrók með strákana og bjuggu þar upp frá því. Af og til kom hann suður í heimsókn, ýmist einn eða með Láru, og ávallt voru þau aufúsu- gestir. Lengst af sinni starfsævi var Gunnar verslunarmaður. Fyrir norðan vann hann hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og hér fyrir sunnan hjá Silla og Valda. Hann tók sér þó frí frá versluninni um skeið og sinnti ýmsum öðrum störfum. Hann var símavörður, veðurat- hugunarmaður og meðhjálpari. Þessi fjölbreyttu störf endur- spegluðu áhugamál Gunnars. Hann var mikill áhugamaður um fjarskipti af öllum gerðum, hann var trúmaður og gat spjallað tím- unum saman um vandamál lands- byggðarinnar, tilganginn með líf- inu og hvað sem vera skyldi. Mestur var þó áhuginn á tónlist og þar var hann virkur alla tíð, bæði sem njótandi og iðkandi, í kórum og lúðrasveitum. Þegar hann kveður núna, allt of snemma, rennur það upp fyrir okkur að við eigum ekki eftir að ræða við hann oftar fram eftir nóttu, gleyma okkur í samræðum um það sem máli skiptir. Þótt birtan fari vaxandi í veröldinni er eins og dimmi í sálinni og upp í hugann kemur vísa sem faðir okkar orti árið sem hann Gunnar fæddist: Nú á grœnni grundu grösin falla, er stóðust fyrir stundu storma alla. Heilsa hefir þrotið hjá þeim ungum. Lífs þau hafa lotið lögum þungum. Upp úr stendur þakklæti fyrir að hafa kynnst og átt að vini góð- an og greindan bróður sem var svo örlátur á það sem mest er um vert í þessu lífi. Ingibjörg, Rannveig, Þröstur Flautan og litimir Tónlistarkennslumyndbönd eftir Guðmund Norðdahl tónlist- arkennara komu út í haust. Þetta eru níu sjónvarpsþættir sem sýndir verða í sjónvarpinu á næsta ári. Þessir kennsluþættir heita Flautan og litirnir og eru ætlaðir yngstu kynslóðinni. Ætlast er til að bömin syngi og leiki á blokk- flautur með myndböndunum og einnig sjónvarpinu þegar þætt- irnir verða teknir til sýninga eftir áramót. Myndböndunum fylgir nótnahefti, sem eru lita- og fönd- urbækur ásamt blokkflautu (1. þáttur). Ung börn 6-9 ára geta lært bæði sönglög og ýmis undir- stöðuatriði tónmennta með lítilli hjálp fullorðinna. Þessi tónmenntafræðsla er hugsuð sem heimilislærdómur og skemmtan, einnig sem innlegg í tónmenntakennslu skólanna. Kennslubókin fæst hjá Skóla- vömbúðinni og ístón (fsl. tón- verkamiðst.). Kennslubókin spannar yfir allt efni þessara níu þátta. Myndböndin er hægt að panta hjá fletum bókabúðum um land allt. Fyrstu þremur þáttunum (myndböndunum) fylgir úrdrátt- ur úr kennslubókinni. Fjöldi þekktra tónlistarmanna ásamt börnum hafa unnið að gerð þess- ara þátta. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. mars 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.