Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.03.1989, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR Handtökur sagðar halda áfram í Kosovo Forsætisnefnd Júgóslavíu, æðsta valdastofnun sambands- lýðveldisins, lýsti því yfir í gær að ekki væri víst að við það yrði látið sitja að bæla niður með valdi mótþróa gegn alríkisstjórnvöld- um í Kosovo, heldur og kæmi til greina að stjórnarandstæðingum í Króatíu og Slóveníu yrði tekið svipað tak. Þar hafa undanfarið komið á daginn ný samtök, sem bera allan svip stjórnmálaflokka. í lýðveldum þessum tveimur er frjálsræði meira en annarsstaðar í Júgóslavíu og þar hefur komið fram megn óánægja með þær ráð- stafanir forsætisnefndarinnar að lýsa yfir takmörkuðu neyðará- standi í Kosovo og senda herinn þangað til að „koma á lögum og reglu“. Leiðtogar kommúnista- flokka lýðveldanna, stjórnar- andstöðuhópar þar og verkalýðs- samtök eru í einum anda um að harma þessar aðgerðir. Litið er á yfirlýsingu forsætisnefndarinnar sem merki þess, að hún líti þann mótþróa mjög alvarlegum augum. Stríðsþotur júgóslavn- eska hersins kváðu undanfarna daga hvað eftir annað hafa flogið lágt yfir slóvensku borgirnar Lju- bljana og Maribor. Að sögn blaðs eins halda hand- tökur áfram í Kosovo og kváðu alls hafa verið handteknir þar 16 Nú er júgóslavneski herinn við tiltektir í Kosovo - verða honum falin svipuð verkefni í Króatíu og Slóveníu? menn, þar á meðal Adem Hasan- aj, forseti hins opinbera æsku- lýðssambands Kosovo og Ibru Osmaniju, upplýsingamálastjóri miðnefndar kommúnistaflokks- ins á svæðinu. Allt virðist vera með kyrrum kjörum þar í bráð, en líkur eru taldar á að til mót- mælaaðgerða komi 15. mars, þegar þing Kosovo kemur saman til að fjalla um aukagrein er felld hefur verið inn í serbnesku stjórnarskrána, þess efnis að sjálfstjóm svæðisins skuli skert. Kosovo heyrir til Serbíu, en hefur í mörg ár haft allvíðtæka sjálf- stjórn. Reuter/-dþ. Khamenei íransforseti Dauði bíður allra sem móðga íslam Tjáningarfrelsi sagt átylla til að blekkja fólk Ali Khamenei, forseti Irans, sagði í gær við föstudagsbæn- ahald í Teheran að hver sá rithöf- undur, er veittist gegn íslam á sama hátt og indversk-breski rit- höfundurinn Salman Rushdie hefði gert, myndi eiga dauðann yflr höfði sér. Hið sama ætti við Þingmenn skora á Rushdie Þrír þingmenn Verkamanna- flokksins breska lögðu í gær fram frumvarp þess efnis, að þingið skori á Saíman rithöfund Rush- die að hann gefi útgefendum sín- um fyrirmæli um að senda ekki út á markaðinn fleiri útgáfur af bók sinni Kölskaversum. Flytjendur frumvarpsins sitja allir á þingi fyrir kjördæmi, þar sem múslím- ar eru fjölmennir. Reuter/-dþ. um þá, sem kynnu að gera miður sæmilcgar kvikmyndir um íslam. Khamenei fór hinum háðuleg- ustu orðum um leiðtoga Vestur- landa og fullyrðingar þeirra um að þeir stæðu vörð um tjáningar- frelsið sem mannréttindi með því að taka svari Rushdies. „Réttur- inn til tjáningarfrelsis er ekkert annað en átylla til að blekkja fólk,“ sagði forsetinn. Hann kall- aði ráðamenn Vesturlanda enn- fremur lygara og hræsnara og kvaðst alveg hlessa á blygðunar- leysi þeirra og ósvífni. Flestöll Vesturlandaríki hafa fordæmt fyrirskipun Khomeinis höfuð- klerks um að drepa Rushdie, sem mun nú vera í felum einhvers- staðar í Bretlandi. f föstudagsp- rédikun sinni viðurkenndi Kham- enei, að íran þyrfti á vestrænni tækniaðstoð að halda til að bæta skaðann eftir stríðið við írak, en ekki skyldu vesturlandamenn halda að þeir gætu með þes- skonar aðstoð keypt frani til að bregðast meginreglum sínum helgum. Reuter/-dþ. Jafnvel börnin eru látin leggja sitt fram í herferðinni gegn Rushdie - á skilti þessu, sem lítil stúlka í Beirút ber, stendur að hún og hennar félagar séu reiðubúin að drepa rithöfundinn. Svíþjóð Akademían þykir deig Sænska akademían, fræg um heim allan fyrir að veita bók- menntaverðlaun Nóbels, lýsti þvf yfir í fyrrakvöld að hún harmaði hverskonar ógnanir gegn mál- frelsi. Er hér átt við ofsóknirnar gegn indversk-breska rithöfund- inum Salman Rushdie, en í yfir- lýsingunni var hvorki minnst á hann né íran. í akademíunni eiga sæti 18 menn, rithöfundar og háskóla- menn, sem kjörnir eru í hinn virðulega hóp til lífstíðar. Fund- urinn í fyrradag stóð yfir í fjórar og hálfa klukkustund og var sá lengsti í sögu akademíunnar í tvo áratugi, enda mun hafa reynst erfitt að að berja saman yfirlýs- ingu, sem allir átjánmenningarn- ir gætu sætt sig við. Þetta var ann- ar fundur þeirra um málið, eftir að sænska stjórnin hafði hvatt rit- höfunda og menntamenn til að taka einarðlega afstöðu með Rushdie. Talsmenn akademíunnar gáfu þá skýringu á afstöðu hennar, að meginregla hennar væri að láta ekki í ljós álit í málum sem pólitfk blandaðist inn í, til að tryggja að engan gæti grunað að bók- menntaverðlaun Nóbels væru veitt af póiitískum ástæðum. Margir sænskir menntamenn og leiðarahöfundar hafa þegar gagnrýnt hana fýrir deiga afstöðu í þessu máli. Reuter/-dþ. Júgóslavía Haft í hótunum við Króata ogSlóvena Afganistan Mujahideen vantar höfuðborg Deilt um hvar bráðabirgðaríkisstjórn þeirra skuli taka sér aðsetur Afganskir skæruliðar, mujahi- deen, og stuðningsmenn þeirra mynduðu bráðabirgðarík- isstjórn þann 23. febr. s.l., en síð- an hafa deilur staðið á meðal þeirra um hvar sú stjórn skuli taka sér aðsetur. Talið er mikið atriði fyrir stjórnina að flytja sem fyrst inn í Afganistan, því að með- an hún situr í Pakistan er ekki örgrannt að hún verði að nokkru leyti undir áhrifavaldi pakist- anska hersins, sem miðlar vopn- um til skæruliða. Flestar helstu borgir Afgani- stans eru enn á valdi Kabúlstjórn- ar Najibullah og hefur skærulið- um enn sem komið er ekki tekist að taka nema fimm af 30 fylkis- höfuðborgum landsins. Talsverð- ar líkur eru á að mujahideen nái innan skamms Kandahar, helstu borg í sunnanverðu landi, en á þeim slóðum er síðasti Afganist- anskonungurinn, Zahir Shah, sagður vinsæll. Hann vill gjarnan láta eitthvað til sín taka þarlendis á ný, en það mega bókstafstrúar- súnnítar landar hans ekki heyra nefnt, svo að ólíklegt er að þeir samþykki Kandahar sem bráða- birgðahöfuðborg. Bókstafstrú- aðir eru sagðir hafa meiri áhuga á Jalalabad, borg við aðalveginn frá Kabúl til Peshawar í Pakistan, er mujahideen hafa lengi setið um. En liðsmenn Kabúlstjórnar hafa búið þar vel um sig og skær- uliðar segja erfitt að gera áhlaup á borgina sökum þess hve landið kringum hana sé flatt. Talið er að það geti orðið mu- jahideen til verulegs álitshnekkis byggt ból í landi sínu sem bráða- ef þeim tekst ekki snarlega að birgðahöfuðstað. koma sér saman um eitthvert Reuter/-dþ. Skuldaafborgunum hætt Carlos Andres Perez, Venesú- eluforseti, lýsti því yfir í gær að stjórn hans hefði í bráðina hætt afborgunum af skuldum er- lendis. Venesúela skuldar alls 32 miljarða dollara erlendis og kennir forsetinn þeim bagga um óeirðirnar í vikunni þarlendis. Nú er talið að yfir 300 manns hafi verið drepnir í þeim og eru þetta mannskæðustu róstur í Venesú- elu í meira en þrjá áratugi. Reuter/-dþ. Laugardagur 4. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.