Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 7. mars 1989 46. tölublað 54. árgangur Lyfsala Alagningin 650 miljónir GuðmundurBjarnason heilbrigðisráðherra: Brýnt að nefnd um lyfsölumál skili afsér. Lyfsalarfá 650 miljónirfyrir að selja lyf samhvœmt lyfseðlum Aætlaðar tekjur lyfsala á þessu ári vegna sölu lyfja sem af- greidd eru samkvæmt lyfseðlum eru um 650 inil.jónir kr. Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að ríkið greiði um 1,6 miljarða kr. í lyfjakostnað. Til viðbótar greiða sjúklingar um 20%. Samtals má áætla að velta lyfjaverslunarinnar verði rúmir tveir miljarðar kr. vegna þeirra lyfja sem afgreidd eru samkvæmt lyfseðlum. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Reykjalín hjá Apótek- arafélagi íslands er álagning lyf- sala nú 68%. Áætlaðar tekjur lyf- sala samkvæmt þessu verða því 650 miljónir kr. þegar búið er að draga frá söluskatt. í dag eru það 43 einstaklingar sem hafa lyfsölu- leyfi og munu því tekjur á hvern þeirra vera rúmlega 15 miljónir kr. að meðaltali. Þessar tekjur fá þeir einungis fyrir þau lyf sem seld eru sam- kvæmt lyfseðlum og greidd af Tryggingastofnun. Til viðbótar hafa svo lyfsalar tekjur af öðrum þáttum lyfsölunnar, ss. af sölu lyfja sem ekki eru afgreidd sam- kvæmt lyfseðli. Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra sagði að verð á lyfjum væri til athugunar hjá sérstakri nefnd sem hann hefði skipað í fyrra. Hann var ekki til- búinn að tjá sig sérstaklega um þá álagningu sem lyfsalar hafa fyrr en hann hefði séð niðurstöður nefndarinnar, en sagði að í ár væri gert ráð fyrir verulegum sparnaði á þessu sviði og því væri brýnt að nefndin skilaði áliti sem fyrst. -sg' Álagning lyfsala er nú 68% á nánast öll lyf. Áætlað er að tekjur lyfsala af sölu lyfja samkvæmt lyfseðlum verði 650 míljónirá þessu ári. Auk þessfályfsalarverulegartekjurafsölulyfjasemhægteraðfáánlyfseðla. Mynd Jim Smart. Þjóðviljinn Framtiðin ræðst á næshi vikum Slœm afkoma og mikill rekstrarvandi. Helgi Guðmundssonform. endurskoðunarnefndarÞjóðviljans: Ljóst að uppstokkunar erþörf. Vinstrihreyfingin verður að halda úti sínum fjölmiðli Fjárhagsstaða Þjóðviljans er mjög alvarleg, og það verður ekki komist hjá mikilli endur- skipulagningu á blaðinu. Það verður ekki heldur komist hjá því að aflétta með einhverjum hætti mjög verulegum hluta af skuldum blaðsins, segir Helgi Guðmunds- son formaður endurskoðunar- nefndar Þjóðviljans sem starfað hefur á vegum blaðstjórnar síð- ustu mánuði og farið ítarlega vfír rekstrarstöðu Þjóðviljans. Nefndin hefur nú skilað áliti sínu, en í henni áttu sæti auk Helga, þeir Halldór Guðmunds- son og Hrafn Magnússon. í álits- gerð nefndarinnar kemur fram að þegar verði að bregðast á rót- tækan hátt við erfiðri fjárhags- stöðu blaðsins. - Mér vitanlega eru ekki uppi vangaveltur um að hætta allri út- gáfu í nafni hreyfingarinnar eða á vegum hennar. Það væri að vísu hugsanlegur kostur en ég held að enginn hugsi þannig í alvöru. Kostirnir sem menn hljóta að vera að velta fyrir sér, eru þeir hvort hægt sé að koma rekstri Þjóðviljans í viðunandi horf og halda áfram að gefa út blaðið í einhverri mynd, eða þá að velja einhverja aðra leið í útgáfumál- um, t.d. þá að aðilar á vinstri vængnum sameinist um útgáfu dagblaðs. Ljóst er að slæm staða Þjóð- viljans skapar einnig erfiða stöðu fyrir samstarfið í Bláðaprenti sem stendur ekki sem best. Því er hér að nokkru um að ræða sameigin- legan vanda Blaðaprentsblað- anna. Forystumenn stjórnar- flokkanna hafa rætt þessi mál sín í milli undanfarna daga og einnig mögulegt samstarf í útgáfumál- um en engar frekari formlegar viðræður hafa verið ákveðnar. Framkvæmdastjórn Þjóðviljans mun ræða þessi mál á fundi í dag. - Nefndin mun nú varpa bolt- anum til útgáfufélagsins og Al- þýðubandalagsins, hvaða leið þessir aðilar telja skynsamlegast að fara. Hitt er ljóst að næstu skref verður að ákveða sem fyrst. Það er ákaflega óskynsamlegt að draga það lengur en í örfáar vik- ur. Ég er sannfærður um að vinstri hreyfingin á að halda úti fjölmiðli og ef ég væri einn um að ráða þá myndi ég að sjálfsögðu vilja að Þjóðviljinn kæmi út áfram í nýju og enn betra formi en hingað til. Það getur hins veg- ar vel verið að hinn kaldranalegi veruleiki hreki menn til annarra ákvarðana, sagði Helgi Guð- mundsson. -Ig. Borgarstjórn Kvennalistinn sér? Meirihluti Kvennalistakvenna nú á móti sameiginlegufram- boði Ég er mjög hlynnt samstarfi, sagði Elín G. Ólafsdóttir borgar- fulltrúi um stjórnarandstöðuöflin í borgarstjórn í Reykjavík, -en geld varhug við sameiginlegu framboði á einum lista. Elín sagði að Kvennalistinn hefði ekki tekið endanlega ákvörðun um framboðsmálin. Hinsvegar hefði fyrir skömmu verið haldinn fundur innan sam- takanna og þar hefði komið fram að meirihlutinn vildi vera mjög varfærinn í þessum efnum, og væri hún sjálf í þeim hópi. Elín var spurð hvort Kvenna- listinn væri reiðubúinn að fara í kosningar með yfirlýsingu um að hann vildi starfa með flokkunum þremur ef meirihluti fengist. Elín svaraði því til að slíkt hefði ekki verið rætt innan Kvennalistans, en hún væri sjálf „veik fyrir þeirri hugmynd. Eg er mjög hlynnt þessu samstarfi og ég veit alveg með hverjum ég mundi vilja vinna í meirihluta". Frekar er sagt frá spjalli við Kvennalistakonurnar um „þólit- ík á laugardegi" á baksíðu. -m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.