Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 3
riV/iVé M nrmv r'i f l' ► 4 ' H v k / * s FRETTIR Samningamál ASI og BSRB ræða saman itera saman bækur sínar um hvernig auka megi kaupmátt. Ögmundur Jónasson: Jafnvelþótt veruleg hœkkun verði á lœgstu launumþarf meira að koma til. Einstökfélög innan BSRBfarin að íhuga verkfallsboðun. Orlofsferðir verða farnar á vegum BSRB Reykjavík Áhuga- fólkið óæskilegt Meirihluti borgarstjórnar vill ekki áheyrnarfulltrúa frá „Ahugahópi um bœtta umferðar- menningu“, í umferðarnefnd borgarinnar Meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn Rcykjavíkur hefur hafnað beiðni „Áhugahóps um bætta umferðarmenningu“, um að fá að skipa áhey rnarfulltrúa til að sitja fundi umferðarnefndar borgarinnar. Fyrir sitja sem áheyrnarfulltrúar í nefndinni að- ilar á vegum leigubílstjóra, stræt- isvagnastjóra og Kaupmanna- samtakanna. - Við lítum á þessa afgreiðslu, fyrst hjá meirihluta umferðar- nefndar og síðan meirihluta borg- arstjórnar, sem blauta tusku í andlitið á okkur. Svörin eru þau að við eigum ekkert erindi í nefn- dina. Við lítum á okkur sem full- trúa almennings og teljum okkur ekki eiga minna erindi í þessum efnum en Kaupmannasamtökin, segir Ragnheiður Davíðsdóttir, ein af þeim sem starfað hafa í áhugahópnum. Hópurinn tók til starfa í fyrra- sumar og hefur vakið athygli fyrir beinskeyttan og áhrifaríkan áróður fyrir bættri umferðar- menningu. - Við erum satt að segja rasandi yfir þessari af- greiðslu borgarstjórnarmeiri- hlutans og metum hana þannig að verið sé að slá á útrétta hönd okk- ar til samstarfs fyrir bættri um- ferð í höfuðborginni, sagði Ragn- heiður. _Ig. Bankamál Nefndarálit dregst Birgir Árnason: Ástœðan er að verksviðið var lengi óljóst Nefnd sú sem Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra skipaði til að kanna þróun og stöðu vaxtamun- ar í bankakerfínu og leita leiða til sparnaðar mun ekki skila af sér nú um mánaðamótin eins og fyrirhugað var. Þrátt fyrir þá áherslu sem við- skiptaráðherra lagði á að nefndin hraðaði störfum, hafa þau dregist og sagði Birgir Árnason, aðstoð- armaður Jóns og formaður nefndarinnar, að ástæðan væri sú að verksvið nefndarinnar hefði fyrstu vikurnar verið óljóst. „Verksviðið skýrðist í raun ekki fyrr en með ræðu Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra á Alþingi í febrúar, en vikurnar þar á undan hafði mikil umræða um bankamál farið fram innan ríkisstjórnarinnar. En niðurstöð- ur eru vonandi væntanlegar innan næstu tveggja vikna,“ sagði Birgir Árnason. phh Forystumenn ASÍ og BSRB munu hittast í dag og ræða þar leiðir sem samböndin geta farið til að ná fram auknum kaup- mætti. Ögmundur Jónasson, for- maður BSRB, sagði í samtali við Þjóðviljann að það væri Ijóst að jafnvcl þótt fram næðist veruleg launahækkun, dygði það ekki fyrir þá sem lægstu launin hafa, meira þyrfti að koma tii. Það Alþjóða baráttudagur kvenna 8. mars verður að þessu sinni helgaður baráttunni gegn kyn- ferðislegu ofbeldi við konur og börn. Þar sem 8. mars ber upp á virkan dag verður hátíðar- og baráttufundurinn fluttur yfir á laugardaginn 11. mars. Sextán fé- lög standa saman að víðtækri baráttudagskrá í Hiaðvarpanum 11. mars. Dagskráin hefst kl.13.30 meö því að Guðrún Jónsdóttir fé- lagsráðgjafi flytur erindi. Síðan munu fjórir starfshópar kvenna sjá um framhaldið. Þessir hópar eru: Vinnuhópur gegn sifjaspell- um, Ráðgjafahópur um nauðgunarmál, Barnahópur Kvennaathvarfsins og hópurinn Konur gegn klámi. Fulltrúar þessara hópa boðuðu til blaðamannafundar í gær þar sem kynnt voru vægast sagt óhugnanleg mál og endalaus nið- urlæging fórnarlamba sem nær undantekningarlaust verða að berjast gegn þungu kerfi til þess að sanna sekt annarra. Umræðan er ekki opnuð til þess að skapa hræðslu eða reiði. Markmið þessa baráttudags er ekki eingöngu að vekja umræðu og athygli á þeirri svívirðu sem alltof margar konur og börn þyrfti að taka skattamálin til at- hugunar, hugsanlega húsaleigu- styrki, barnabætur og félögin vildu sameinast um kaupmáttart- ryggingu. Þessar leiðir til að auka kaupmátt yrðu teknar til skoðun- ar á sameiginlegum fundi forystu- manna BSRB og ASÍ og vonandi gætu samböndin sameinast um að þrýsta á þær. verða fyrir, heldur einnig til þess að knýja fram viðunandi meðferð og væntanlega móttökustöð sem reist er á forsendum fórnarlamb- anna. Það verður opið hús í Hlað- Verðlagsmál verður að ræða sem hluta af efnahagsmálum og í tengslum við kjarasamninga. Verðhækkanir nú eru ekki annað en það sem búast mátti við í kjöl- far verðstöðvunarog eiga að hluta rót að rekja til afglapa fyrri ríkis- stjórnar. Kjarasamningar verða að taka mið af kaupmætti fyrsta ársfjórðungs 1989. Hcrmdi Svav- ar Gestsson, fjármálaráðherra í fjarveru Ólafs Ragnars Gríms- sonar, í gær þegar Þjóðviljinn innti hann svara og skýringa á verðhækkunum þeim sem gengið Sagði Ögmundur að BSRB legði nú áherslu á að samninga- viðræður færu að ganga hraðar fyrir sig og væri komið þungt hljóð í marga félagsmenn. „Enn sem komið er hafa engin félög BSRB gengið til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun en einstaka félög eru farin að íhuga þau mál alvarlega," sagði Ögmundur. Um væntanlegar orlofsferðir varpanum frá 13.30 til 17.30 og vonar framkvæmdanefndin að ís- lenskar konur taki höndum sam- an um aðgerðir í baráttunni gegn glæpum sem þjóðfélagið tekur allt of vægt á. ejj hafa yfir að undanförnu. Svavar kvað hafa verið ljóst undanfarna mánuði að talsvert yrði um verðhækkanir þegar verðstöðvun lyki. Sumar þeirra væru erfður vandi frá valdaskeiði ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Til að mynda 28% hækkun á gjaldskrá ríkisútvarpsins. „En verðhækkanir þessar eru alvarlegt mál sem verður að ræða í sambandi við samninga um kaup og kjör. Það er ljóst að stefnt verður að því að viðhalda kaupmætti fyrsta ársfjórðungs aðildarfélaga BSRB sagði Ög- mundur að BSRB yrði með or- lofsferðir í sumar, þótt ekki yrðu þær með Flugleiðum. „Það verð- ur gengið frá þessum viðræðum á næstu dögum, en á þessu stigi er ekki tímabært að greina nánar frá því hvar málið er statt,“ sagði Ög- mundur Jónasson. Fjármál og friður Ólafur í austurveg Fjármálaráðherra leggur land undirfót í viðskiptaerindum Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra er í Moskvu og átti í gær orðastað við forystumenn í fjármálaráðuneyti og efnahags- stofnunum Sovétríkjanna. Um- ræðuefnið var nýsköpun sovésks efnahagslífs, perestrojkan, og þó einkum breytingar á rekstri ríkis- fyrirtækja, þróun markaðskerfis og nýmæli í utanríkisviðskiptum Sovétmanna. Hið síðastnefnda var einkum rætt út frá skiptum Islendinga við Sovétmenn og hugsanlegum möguleikum á aukinni sölu á íslenskri fram- leiðslu í austurveg. Þessum viðræðum verður fram haldiðídagoglýkurámorgun. Á fimmtudag mun Ólafur ganga á fund varaforseta Sovétríkjanna í fylgd félaga sinna úr forystusveit „Parlamentarians for Global Action", alþjóðlegu þingmanna- samtakanna fyrir friðarfrum- kvæði í heiminum. Er ráðgert að viðræðurnar spanni það helsta sem verið hefur efst á baugi í friðar- og afvopnunarmálum undanfarin misseri. Þessu næst heldur fjármálaráð- herra sem leið liggur til Oslóar, situr þar og ávarpar norræna friðarráðstefnu helgina 11.-12 mars. Ráðstefnan ber heitið Sameiginlegt öryggi Norður- landa - Ógnanir og nýjar leiðir og verða þátttakendur friðarsinnar, fræðimenn og stjórnmálamenn hvaðanæva úr heiminum. |jS 1989 og gera átak í málum þeirra sem raunverulega eru á lægstu launum. Þetta hangir allt á sömu spýtunni, kaupmáttur, verðlag og efnahagsmálin í heild sinni." Svavar sagði menn verða að átta sig á upphafi og endi máls síns þegar þeir krefðust verðs- töðvunar, hvað kæmi að henni lokinni. En vitaskuld kæmi til greina að í kjarasamningum yrði ákvæði um að hert yrði enn frek- ar að í verðlagsmálum, jafnvel með verðstöðvun út gildistíma þeirra samninga. ks Þriöjudagur 7. mars 1989 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 phh Fulltrúar baráttuhópa gegn kynferðisafbrotum, á tröppum Hlaðvarpans. Opiö hús á laugardaginn frá kl. 13.30 til 17.30. 8. mars Konur gegn kynferðisafbrotum Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars helgaður baráttunnigegn kynferðisafbrotum Svavar Gestsson Verðstöðvun hugsanleg Fjármálaráðherra íforföllum: Verðhœkkanir nú að hluta arfurfrá fyrri ríkisstjórn. Verðlagsþróun kann að ráðast afniðurstöðu kjarasamninga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.