Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 6
■$$. Frá Bændaskólanum A á Hvanneyri Námskeið á næstunni 1. Byrjendanámskeið í kanínurækt 9. -11. mars. Námskeiðið er skipulagt af Bændaskólanum á Hvanneyri og Búnaðarfélagi íslands. 2. Námskeið um verkun votheys í rúlluböggum 13.-15. mars. Námskeiðið er ætlað bændum sem nýlega hafa tekið þessa heyverkunarað- ferð upp eða hyggjast gera það á næstunni. Námskeiðið er skipulagt af Bútæknideild RALA og Bændaskólanum á Hvanneyri. 3. Námskeið í sauðfjárrækt 16. -18. mars. Nám- skeiðið verður haldið í Skálholti og er skipulagt af Búnaðarsambandi Suðurlands, Bænda- skólanum á Hvanneyri og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Framleiðnisjóður landbúnaðarins mun veita þátt- takendum starfsþjálfunarstyrki vegna þátttöku á námskeiðin. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á skrif- stofu Bændaskólans í síma 93-70000. Skólastjóri Viðtalsfundur með skólastjórum, kennurum og foreldrum Kennarar og foreldrar barna í Brautar-, Breiðholts-, Fella-, Hólabrekku-, Selja- og Öldu- selsskóla. Munið fund menntamálaráðherra Svavars Gestssonar og starfsfólks ráðuneytisins í Seljaskóla, íþróttahúsinu, þriðjudaginn 7. mars kl. 20.30 Þar verður skýrt frá því helsta sem á döfinni er í uppeldis- og menntamálum. Hér er tækifæri til að koma hugmyndum sínum í þeim efnum á fram- færi og bera fram fyrirspurnir. Skólamál eru mál allra. Menntamálaráðuneytið Auglýsing um deiliskipulag á Akranesi - íþróttavallar- svæði - Skv. ákvörðun Skipulagsstjórnar ríkisins, með vísan til 17. og 18. gr. skipulagslaga nr. 19/1964, er lýst eftir athugasemdum við tillögu að deili- skipulagi af íþróttavallarsvæði, Akranesi. Svæð- ið afmarkast af Innnesvegi að norðanverðu, lóð dvalarheimilisins Höfða að austanverðu, Lang- asandi að sunnanverðu og lóðum við Jaðars- braut og Garðabraut að vestanverðu. Teikningar, ásamt greinargerð og skilmálum, liggja frammi á Tæknideild Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28,2. hæð, frá og með mánudeginum 6. mars 1989 til föstudagsins 5. maí 1989. Athugasemdir, ef einhverjar eru, skulu vera skrif- legar og berast bæjartæknifræðingi Akranes- kaupstaðar fyrir 12. maí 1989. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tiltekins frests teljast samþykkja hana. Bæjartæknifræðingur ERLENDAR FRÉTTIR Tíbet Uiasa logar í óeiroum Tíbetar krefjastsjálfstœðis. Kínversk lögregla beitirskotvopnum óspart. Dalai Lama heitir á heimsleiðtoga Miklar óeirðir brutust út í Lhasa, höfuðborg Tíbets, á sunnudag og héldu áfram í gær. Hófust þær með því að Tíbetar stofnuðu til mótmælaaðgerða gegn yfirráðum Kínverja og kröfðust sjálfstæðis. Á sunnudag náði mótmælafólkið á vald sitt gamla borgarhlutanum í Lhasa, en í gær gerði vopnuð kínversk lögregla áhlaup á þau hverfi og reyndi að bæla uppreisnina nið- ur. Beittu Kínverjar skotvopnum óspart og segja tíbetskir borgar- búar svo frá, að þeir hafi ruðst inn á heimili og skotið alla sem þeir sáu. Tíbetar eru hinsvegar lítt vopnaðir, en svöruðu skothríð lögreglu með steinslöngum, reistu götuvígi og kveiktu í þeim, til að hindra framsókn Kínverja. Ævareiðir Tíbetar réðust inn á opinberar skrifstofur og verslanir og veitingahús í eigu Kínverja, báru allt lauslegt úr þeim út á götu og kveiktu í. Eitthvað hefur og verið um að kínverskir borgar- búar hafi verið barðir og grýttir. í Reuter-frétt segir að yfir 100 manns hafi verið drepnir eða særðir í óeirðunum, en ná- kvæmar tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Flestir hinna drepnu Súdan og særðu munu vera Tíbetar. A föstudaginn verða 30 ár liðin frá upphafi mikillar uppreisnar Tí- beta gegn Kínverjum og mun það afmæli hafa orðið kveikjan að mótmælunum og óeirðunum nú. Dalai Lama, hinn útlægi leiðtogi Tíbeta, skoraði í gær á helstu ráðamenn heims að reyna að koma því til leiðar að Kínverjar hættu að níðast á mannréttindum í Tíbet. Ekkert af ríkjum heims hefur tekið undir kröfur Tíbeta um sjálfstæði, sem þeir voru sviptir með kínverskri innrás 1950. Reuter/-dþ. Uppreisnaimenn í sókn Stjórnarkreppa í Kartúm. Hœtt við að hungursneyð fœrist íaukana á ný. Flóttamenn streyma suður í Uganda Fáein fómarlamba suðursúdönsku hungursneyðarinnar- enn er ekki séð fyrir endann á þeim ósköpum. Frelsisher Súdansþjóðar, sjálf- stæðishreyfing kristinna og heiðinna þjóðflokka í Suður- Súdan, hefur undanfarið verið í sókn í borgarastríðinu þarlendis og vann s.l. viku af stjórnarhern- um fimm smáborgir í suðaustustu héruðum landsins, er liggja að Eþíópíu, Keníu og Úganda. Tals- menn uppreisnarhreyfingarinnar (sem þekkt er undir SPLA, skammstöfun ensks heitis síns) segja að nú sé allt fylkið Austur- Ekvatoría á hennar valdi. Bardagarnir í fylkinu hafa hleypt af stað nýjum flótta- mannastraumi þaðan suður í Úg- anda, og er talið að um 30.000 manns hafi farið yfir landamærin síðan á föstudag. Fyrir voru í Úg- anda um 14.000 suðursúdanskir flóttamenn og um 400.000 þeirra eru í Eþíópíu. Talsmenn hjálpar- stofnana segja, að hætta sé á að hungursneyðin, sem geisað hefur í Suður-Súdan síðustu árin og var sérstaklega mannskæð s.l. ár, færist í aukana að nýju nema því aðeins að takist að koma miklum birgðum matvæla inn í landið áður en regntíminn hefst í maí. Stjórnarkreppa er nú í Súdan þar eð herinn, sem kennir ónóg- um stuðningi stjórnvalda um ósigra sína, krefst aukinna fram- laga eða að friður sé saminn að öðrum kosti. Sadeq al-Mahdi for- sætisráðherra reynir nú að mynda nýja stjórn á þeim grundvelli að síðarnefndi kosturinn verði va- linn. Meginástæða til að yfir- standandi borgarastríð braust út 1983 var að bókstafstrúaðir mús- límar, sem undanfarin ár hafa eflst að áhrifum í Súdan eins og víðar, vildu að tveimur og hálfri miljón Suður-Súdana, sem bú- settir eru í norðurhluta landsins, yrði gert að hlýða lögmáli íslams, sharia, en það vilja sunnlending- ar ekki sætta sig við. Reuter/-dþ. Rushdie „Ó þú skurðgoðabrjótur“ Khomeini hylltur á trúarhátíð. Jórdanskur ráðherra segir „dauðadóm“ hans lögmálsvillu. Æðsti rabbíniísraels villláta banna Kölskavers Mikill mannsöfnuður kom saman í gær við heimili Khomeinis höfuðklerks í Norður- Teheran, borgarhluta brodd- borgara, og hyllti hann í tilefni einnar af trúarhátíðum múslíma. Einn samstarfsmanna ajatollans sagði að tilskipanir og yfirlýsing- ar Khomeinis gegn Salman rithöf- undi Rushdie hefðu vakið íslam sem af svefni. „Þú ert andi vor, Khomeini. Þú molar skurðgoðin, Khomeini," hrópaði þá mannfjöldinn og kon- ur brustu í grát. Við nokkuð ann- an tón kvað í gær frá Jórdaníu, því að trúarbragðaráðherra þess konungsríkis, Sheikh Abdul- Aziz al-Khayyat að nafni, lét svo um mælt að fyrirskipun Khom- einis um að drepa Rushdie væri í ósamræmi við lögmál íslams. Óviðeigandi væri einnig að bregðast við bók Rushdies, sem vissulega væri móðgun við Mú- hameð spámann, með óspektum og það rétta væri að hrekja við- horf rithöfundarins með skrifum. í Jerúsalem var hinsvegar í gær haft eftir Avraham Shapira, æðsta rabbína ísraels, að lög þess ríkis innhéldu bann við því að særa trúarkennd fólks og ættu þarlend stjórnvöld því að banna bók Rushdies. Á hinn bóginn hefði Khomeini gert rangt með því að kveða upp dauðadóm yfir rithöfundinum, því að slíkt væri ekki manna, heldur máttarvalds himinhæða. Reuter/-dþ. Afvopnunarviðræður hafnar Viðræður hófust í Vín í gær með fulltrúum Nató og Varsjárbanda- lagsins, með það fyrir augum að ná samkomulagi um fækkun í herjum beggja, þeim sem væddir eru venjulegum vopnum svokölluðum. Ein mesta hindrunin í vegi samkomulags er að hvor aðilinn um sig hneigist að því að mikla fyrir sér og öðrum styrk hins aðilans, en gera tiltölulega lítið úr sínum. Bandalögin eru sammála um að Varsjárbandalagið hafi í Evrópu fleiri skriðdrekaog brynvarða herflutningavagna en mótaðilinn og stórskotalið meira, en Varsjárbandalagsmenn vilja meina að á móti þessu vegi og meiratil meiri hermannafjöldi Atlantshafsbandalagsins, eldflaugar þess ætlaðar gegn skriðdrekum, fleiri þyrlur og öflugri sjóher. En um tölu hermanna og margskonar hergagna hvors í annars garði ber bandalögunum ekki saman. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.