Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.03.1989, Blaðsíða 12
"SPURNINGIN* Hvaö kaupirðu mikla mjólk, og hvað kostar lítr- inn? Rósa Hallgrímsdóttir húsmóöir: Ég þarf að kaupa fjóra potta á dag, hver pottur kostar líklega sextíu krónur og einhverja aura. ÞormóðurJónsson námsmaöur: Hef ekki hugmynd um hvað hún kostar, ég kaupi tvo lítra á dag. Ingólfur Hákonarson bifreiöastjóri: Er það ekki 59 krónur potturinn, ég kaupi fjóra potta á viku, drekk því miður alltof mikið af gosi. Þórunn Þorkelsdóttir húsmóðir: Ég kaupi 8 lítra á viku og lítrinn kostar um 60 krónur. En þetta nær náttúrlega ekki nokkurri átt að sykurdrykkirnir eru að verða ódýrari en mjólk. 1 lítri af nýmjólk kostar kr. 59.50. Helgi Gústafsson leigubílstjóri: Ég hef í sjálfu sér ekki hugmynd , ætli það sé ekki 80 kr. Ég drekk sjálfur þrjú stór glös á dag. þjómnuiNN Þriðjudagur 7. mars 1989 46. tólublað 54. órgangur SÍMI 681333 Á KVÖLDIN ÁLAUGARDÖGUM 681663 „Pólitík á laugardegi“ Gef þér ekki upp töfraformúluna Kvennalistakonur í hœgum dansi og kröppum á hádegisfundi ABR og Þjóðviljans. Guðrún Agnarsdóttir: Já, kannskierum við „naívar“ en fólk skilur hvað við segjum að má segja að Kvennalista- konurnar Elín G. Ólafsdóttir og Guðrún Agnarsdóttir hafi ver- ið í bæði kröppum dansi og hæg- um á spjallfundi Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík og Þjóðviljans á laugardaginn. Umræðutónar á fundinum voru bæði í dúr og moll, og fundarmenn bæði sam- mála og ósammála; -og það var líka talað mikið um dans: Kvennalistinn ætlar ekkert að láta bjóða sér upp í dans! - En ef þið viljið ekki dansa þá gleymið þið sporunum? - Til hvers að koma á dansleik ef maður vill ekki útá gólfið? - Við viljum geta boðið upp sjálfar einsog í dömu- fríunum! ekki þegar Baldur var drepinn (Guðrún). Ekkert Ijótt Alþýðubandalagsmenn á fund- inum sögðu svo að viðhorfs- breytingar yrðu varla nema ein- hver efnislegur árangur næðist, og pólitískt hreinlífi væri lítils virði eitt og sér. „Þið eigið að vinda ykkur í að verða pólitískt sekar. Taka þátt í stjórnmálum, það er ekkert Ijótt. Ég mundi treýsta Guðrúnu Agnarsdóttur betur til að vaka yfir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu í niðurskurð- inum núna heldur en ýmsum öðr- um pólitíkusum" (Guðmundur Bjarnleifsson). „Það er sennilega rétt sem hér kom fram að við séum „naívar“, að okkar málflutningur ein- kennist af „naívisma“, - en fólk skilur hvað við erum að segja (Guðrún). „Það eru vinstrikraftar í Kvennalistanum sem núna nýtast ekki. Við verðum að vinna sam- an. Við verðum að hætta að dýrka sérstöðuna" (Sigurður Björgvinsson). Vald, hugsjónir, ábyrgð, hreinleiki -það sem í einu inn- leggi var nefnt með orðum Jó- hannesar úr Kötlum kröfugangan Fjörugar umræður með Kvennalista- konum á laugardaginn. (Myndir: Jim). eilífa milli hugsjónar og veru- leika. En það var líka rætt um tímabundnari mál, um samstarfið í borgarstjórn (sjásérstaka frétt), um atvinnutryggingarsjóð og hlutabréfasjóð, um konur afþví þær eru konur en ekki konur af- því þær eru Vestur-Skaftfellingar eða Þingeyingar - og um konur afþví þær eru konur en fá ekki að starfa á öðrum grunni en karlarn- ir, —og um kjaramálin. Svavar Gestsson spurði hvernig Kvenna- listinn mundi snúa sér núna í þeim málum ef hann væri í spor- um Alþýðubandalagsins. „Ég gef þér ekki upp töfra- formúluna mína“ svaraði Elín G. Ólafsdóttir borgarfulltrúi Kvennalistans og einn af forystu- mönnum kennara. Og eru þau mál því enn óleyst. Fundarmenn - um þrjátíu - og fundargestirnir voru sammála um að spjallstundin á Hverfisgötu- loftinu hefði verið bæði skemmti- leg og gagnleg, og ef til vill hefur þar verið tekið eitt lítið spor í þá átt að eyða tortryggni og mis- skilningi milli þeirra sem að Kvennalistanum standa og vinstrimanna sem vilja efla Al- þýðubandalagið til áhrifa. Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum voru Jóhann Antons- son, Margrét Pála Gunnarsdótt- ir, Árni Páll Árnason, Soffía Guðmundsdóttir, Guðmundur Bjarnleifsson, Svavar Gestsson, Guðrún Gísladóttir, Sigurður Björgvinsson, Ragnar Stefáns- son, Svanfríður Jónasdóttir, Mörður Árnason, Stefanía Traustadóttir og Eiríkur Björg- vinsson. í spjalli um pólitík á laugardag- inn nú í vikulokin er Árni Berg- mann ritstjóri Þjóðviljans gestur fundarins, og er ætlunin að tal sveigist einkum að alþjóðamál- um, sérstaklega að þróuninni í Sovét og Austur-Évrópu og hvaða þýðingu úrslit austur þar hafa fyrir vinstrihreyfingu á Vest- urlöndum og stöðu Islands meðal þjóða. -m Einsog þetta dansmál sýnir var mikið rætt um það á fundinum hvort Kvennalistinn hefði gert rétt í að neita stjórnarsamvinnu síðasta haust, og hvort hörð stjórnarandstaða síðan væri rétta leiðin. Þær Guðrún og Elín sögðu að þótt Kvennalistinn væri óhræddur við að fara í ríkisstjórn teldu félagar hans að hlutverk listans væri ekki síður að láta í sér heyra og breyta viðhorfum fólks. Því fylgdi ákveðin áhætta „að fara inní valdakerfið og verða meðsekur" (Elín), og þessi stjórn hefði ekki sýnt mikla hugsjóna- lega staðfestu með ólögum sínum á launafólk. Minnumst þess að Fást fékk þekkingu með því að selja sál sína, -Óðinn lét augað fyrir þekkinguna og sá þessvegna Gestir og fundarstjóri: Elín G. Ólafsdóttir, Guðrún Agnarsdóttir, Árni Páll Árnason.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.