Þjóðviljinn - 08.03.1989, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.03.1989, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 8. mars 1989 47. tölublað 54. árgangur Forystumenn ASÍ og BSRB komu saman til að leggja á ráðin um sameiginlegar leiðir til að styrkja stöðu sína í samningaviðræðum við ríkisvaldið og atvinnurekendur. Báru menn saman baekur sínar og samræmdu sjónarmið varðandi svokallaðan fé- lagsmálapakka. Frá ASÍ voru þau mætt Ari Skúlason hagfræðingur, Ásmundur Stefáns- son forseti, Ragna Bergmann varaforseti og Orn Friðriksson. Frá BSRB mættu þeir Ögmundur Jónasson formaður, Haraldur Hannesson varaformaður, Björn Arnórsson hagfræðingur og Einar Ólafsson. Mynd Jim Smart. ASI og BSRB Samvinna um félagsmálapakka Samböndin samrœma helstu hugmyndir sínar um félagsmálapakka. AsmundurStefánsson: Samvinna styrkir samböndin gagnvart ríkisvaldinu. Munum móta sameiginlegar kröfur ogfinna sameiginlegar leiðir tilaðkomaþeimfram. ÖgmundurJónasson:Eindreginnviljitilsamvinnu Forystumenn ASI og BSRB komu saman til fundar í húsa- kynnum BSRB að Grettisgötu í gær og ræddu þar hvernig þeir gætu samræmt þær hugmyndir sem uppi hafa verið í samböndun- um varðandi viðræður við ríkis- valdið um félagsmálapakka. Jafnframt voru rædd þau sjón- armið sem uppi hafa verið innan aðildarfélaga þessara sambanda um undirbúning samninganna í heild og rætt hvaða sameiginlegar leiðir væru færar. Asmundur Stefánsson forseti ASÍ sagði í samtali við Þjóðviljann að það væri engum vafa undirorpið að samvinna af þessu tagi styrkti báða aðila gagnvart viðsemjend- um sínum og taldi að framhald yrði á þessari samvinnu á meðan á samningum stæði. „Ég held að það sé enginn grundvallarmunur á þeim áhersl- um sem ASÍ og BSRB leggja í viðræðum sínum við ríkisvaldið. Ég held að af okkar hálfu munum við ganga til viðræðna við ríkis- valdið með opnum hug, þannig að við stillum ekki upp ákveðn- um pakka í upphafi viðræðna sem því eina sem við erum til viðræðu um. Við erum tilbúin að líta á það sem ríkisvaldið er reiðubúið að leggja til málanna og það tel ég að gildi jafnframt fyrir BSRB," sagði Asmundur. Ásmundur sagði að stærsta málið af hálfu ASÍ væri krafa um að tekið yrði á atvinnumálum og þótt staða BSRB væri óhjá- kvæmilega nokkuð önnur í þeim efnum, tækju opinberir starfs- menn eindregið undir þá kröfu. Sama gilti um kröfur félaganna í vaxtamálum og flest stærstu lið- ina í félagsmálapakkanum. „Ég held að við munum óhjákvæmi- lega móta sameiginlega afstöðu til einstakra þátta þegar við erum komin lengra í umræðunni og munum vinna saman að því að koma málum fram," sagði Ás- mundur Stefánsson. Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagði að eindreginn vilji hefði komið fram innan raða BSRB og ASÍ um samstarf um leiðir til að auka kaupmátt fólks, einkum hvað sneri að ríkisvald- inu og um það hefði þessi fundur fjallað. Annar fundur yrði hald- inn með þessum sömu aðilum linnan fárra daga. Þá mun ASÍ ræða við ríkisstjórnina nk. föstu- dag og við atvinnurekendur á mánudag. phh Grœnfriðungar Olga vegna þorskyfirlýsingar Forystumenn Greenpeace hóta að segja afsér verðiMichaelNielsen ekki rekinnfyrir ummœli um að hreyfingin œtli að hafa afskipti af fiskveiðistefnu Islendinga Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans logar allt í deilum innan Greenpeace vegna yfirlýs- inga Michael Nielsen, talsmanns að hafa afskipti af fiskveiðistefnu Danmerkurdeildar hreyfingar- íslendinga. innar, um að grænfriðungar ætli Margir forystumenn grænfrið- Rithöfundasambandið Vara við ritskoöun EinarKárason: Þurfi menn að óttast málaferlifyrir að gagnrýna opinbera embœttismenn stefnum við inn íþjóðfélag ritskoðunar Það er mjög varasöm þróun þegar ríkissaksóknari tekur sig ítrekað til og stefnir mönnum fyrir ummæli í blöðum um opin- bera starfsmenn. Ef þeir sem gagnrýna opinbera starfsmenn í fjölmiðlum eiga stöðugt á hættu málaferli er komin á ritskoðun í þjóðfélaginu, sagði Einar Kára- son, formaður Rithöfundasam- bands íslands. Stjórn Rithöfundasambands- ins varar við þeirri þróun sem nú á sér stað í átt til ritskoðunar í ályktun sem send var ríkissak- sóknara og fjölmiðlum. Ástæðan fyrir þessari ályktun er máls- höfðun ríkissaksóknara á hendur Halli Magnússyni blaðamanni á Tímanum vegna greinar sem Hallur ritaði um Spjöll unnin á kirkjugarðinum í Viðey. Einar sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem ríkissaksóknari höfðaði slíkt mál og þessvegna liti Rithöfundasambandið þetta al- varlegum augum. „Opinberir starfsmenn hljóta að vera undir smásjá og þeir sem fjalla um störf þeirra í fjölmiðlum verða að geta gert það án þess að eiga yfir höfði sér stefnur frá ríkissaksóknara. Viðkomandi einstaklingur, Þórir Stephensen staðarhaldari í Við- ey, hefði sjálfur átt að höfða meiðyrðamál ef honum fannst vegið að æru sinni í grein Halls. Að rfkissaksóknari hafi afskipti af þessu er háskaleg þróun." ____________________-Sáf unga hafa hótað að segja af sér verði Nielsen ekki rekinn úr hreyfingunni og eru það einkum menn innan Lundúnadeildar- innar og Þýskalandsdeildarinnar sem hafa tekið þessi ummæli ó- stinnt upp. M.a. mun David Mac- Taggart, einn af stofnendum Greenpeace og einn helsti for- ystumaður grænfriðunga, ævar- eiður vegna þessara ummæla. Grænfriðungar telja að fisk- veiðum íslendinga sé vel stjórnað en hinsvegar eru þeir uggandi vegna þróunarinnar í Barents- hafi, en þar hefur átt sér stað stjórnlaus ofveiði á þorski. Þessi ofveiði er m.a. talin orsök sela- vöðunnar sem sótti Noregs- strendur heim í fyrra. Heimildir Þjóðviljans herma að enskir og þýskir grænfriðung- ar telji afskipti Danmerkur- deildarinnar og Svíþjóðardeild- arinnar í hvalfriðunarmálinu hafa verið til ills eins, að með þessu útspili Nielsens hafi málstaðnum verið klúðrað hrapallega. -Sáf Loðnukvótinn Tæp220 þúsund tonn eftir Loðnunefnd: Loðnuganga vœntanleg aðaustan Sáralítil loðnuveiði hefur verið síðustu sólarhringa. Á laugardag veiddust aðeins 2.400 tonn og 600 á sunnudag. Tæp 220 þúsund tonn eru eftir af rétt rúmlega 900 þúsund tonna heildarkvóta. Frá áramótum er loðuuafliiin orðinn 396.630 tonn. Að sögn Ástráðar Ingvars- sonar hjá Loðnunefnd má loðnu- flotinn eiga von á loðnugöngu að austan von bráðar og er hann handviss um að flotinn nái að veiða upp í kvótann af þeim sökum. Úm 18 loðnuskip eiga eftir minna en 4 þúsund tonn af úthlutuðum kvóta á vertíðinni. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.